Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Obs, ég er ólöglegur….
This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 22 years, 12 months ago.
-
CreatorTopic
-
21.11.2001 at 17:46 #191202
Æ,æ… Samkvæmt því sem stendur á forsíðu vorri:
„Óheimilt er að skera nýtt mynstur í hjólbarða á bifreiðum sem eru 3.500 kg eða minna að leyfðri heildarþyngd.“þá er nokkuð ljóst ég búinn að keyra um ólöglegur í áraraðir (og er bara nokkuð stoltur af því).
Er búið að kalla út tækninefndina til að leiðrétta þessa óheppnu regulugerð?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
21.11.2001 at 20:14 #457722
Er þetta ekki bara ódýrt auglýsingatrikk frá köllunum sem framleiða fyrsta verksmiðjuframleidda míkróskorna 38" hjólbarðann á Íslandi?
eins og segir í auglýsingunni.
Kv.Glanni.
21.11.2001 at 23:27 #457724Mér finnst Glanni hafa ótrúlega kímnigáfu að láta sér detta í hug að aðilar úti í bæ "setji snöggvast reglugerð" til að auglýsa væntanlega vöru sína, sem auk þess er þá um leið orðin ólögleg… eða hvað? (a.m.k. ef bíllinn sem þau eiga að fara undir er innan við 3,5 tonn).
Að mínu viti er hér á ferðinni regluverk sem einfaldlega þarf að breyta og það snarlega. Eins og fram kemur í pistli vefstjóra þá eru flestir sammála um að dekkjaskurður eins og hann hefur verið praktíseraður hér á landi stórauki umferðaröryggi, þar sem bílarnir eru miklu rásfastari í snjó og hálku með flipaskurð og/eða skurð þar sem opnað er út úr mynstri.
Mér finnst að þessar reglur dæmi sig líka sjálfar úr leik með því að leyfa dekkjaskurð á bílum þyngri en 3,5 tonn. Hvaða heimsins rök ætli þessir reglugerðarsmiðir hafi haft fyrir því að telja dekkjaskurð á léttari bílum það varasaman að ástæða væri til að banna hann???????
Hér þarf tækninefnd að hóa saman fundi og beita sé í að fá snúið ofan af þessari vitleysu, en þeim tókst sem kunnugt er með málefnanlegum rökum að koma í veg fyrir að hámarkshraði á "40 dekkjum og stærri yrði færður niður í 80 km. nú fyrr á árinu.
Með ferðakveðju,
BÞV
22.11.2001 at 09:46 #457726ég er búinn að fara með jeppan minn í skoðun tvisvar á skornu dekjunum mínum! Því hefur aldrei verið mótmælt á skoðunarstöðinni.
Þannig að,, góðir félagar!! usssssssss!!! ekki seigja neinum.
22.11.2001 at 11:22 #457728Í greininni stendur fyrst:
"Óheimilt er að skera nýtt mynstur sem gengur lengra inn í hjólbarða en raufar upphaflega mynstursins gerðu, nema steypt sé í hjólbarðann merking sem gefur til kynna að framleiðandi leyfi það."
Hér er verið að vitna í vörubílahjólbarða og slíka þar sem tíðkast að skera nýtt mynstur í þá eftir að upphaflega mynstrið er svo til búið. Þetta er þá og því aðeins leyft að dekkin sé merkt þannig að það megi. Mjög eðlilegt. Aftur á móti leyfilegt að "breyta" upphaflega mynstrinu á öllum dekkum svo lengi sem skurðurinn nái ekki lengra inn í dekkið en upphaflega mynstrið.
Svo heldur greinin áfram:
"Óheimilt er að skera nýtt mynstur í hjólbarða á bifreiðum sem eru 3.500 kg eða minna að leyfðri heildarþyngd."Hér er væntanlega verið að meina að það sem sagt var í efri hluta greinarinnar er bannað á bílum sem eru undir 3500 kg að heildarþyngd, þ.e.a.s að skera nýtt mynstur í dekk sem eru uppslitin, óháð því hvað stendur á dekkjunum.
Í neðri hluta greinarinnar er mjög óljóst hvað er átt við með "nýtt mynstur". Þýðir það allar breytingar á mynstri, eða þýðir það "nýtt mynstur sem gengur lengra inn í hjólbarða en raufar upphaflega mynstursins gerðu" sbr. efri hluta greinarinnar?
Í raun er varla nokkur grundvöllur fyrir seinni hluta greinarinnar. Ef dekk er endurskeranlegt (regrovanble) þá hlítur að vera í lagi að dýpka í því mynstrið (samkvæmt leiðbeiningum framleiðandans), annars ekki, alfarið óháð því undir hvernig bíl dekkið er!
Kveðja
Rúnar
23.11.2001 at 13:07 #457730Ég er fyllilega sammála síðustu ræðumönnum um að skorinmíkróskorin dekk séu öruggari og gefi betra grip, en gæti einhver bent mér á hvar ég get verslað mér græju til að skera aukið mynstur í barðanna??? Allar upplýsingar væru vel þegnar.
Með fyrirfram þökk, lilli
23.11.2001 at 19:16 #457732
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Jæja já…hvernig er þetta eiginlega…má ekki grínast á þessari síðu??..Er allt í fúlustu alvöru??
Ég er viss um að Glanni var að spauga með það sem hann sagði og fyrir utan það að ef þetta væri rétt að AT væri að nota þetta sem sjíp trikk til að selja togleðurshringi þá væri það bara allt í lagi þar sem að dekkin þeirra eru "SKORINN" frá upphafi…og ekki gert eftirá!!
Svona er þetta bara..Menn verða að hafa húmor fyrir lífinu og því sem það hefur uppá að bjóða…annars eru menn bara leiðinlegir!!Eða er það ekki rétt hjá mér?
Kv
Snake
26.11.2001 at 09:45 #457734
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Snake, það er í góðu lagi að grínast en umræður um þessi blessuðu breytingamál eru fúlasta alvara og er það mín skoðun af ef menn hafa ekkert til málanna að leggja ættu þeir frekar að beina skrifum sínum annað og láta þá sem vilja taka þátt í umræðunni um að skrifa pósta. Fyrir utan það þá held ég, að ef Glanni er eitthvað óhress með túlkun manna á skrifum sínum þá er hann fullfær um að svara þeirri gagnrýni sjálfur.
Það er mikill miður ef þetta frábæra vefspjall klúbbsins er eyðilagt með rangri notkun. Mér finnst allavegana umræður um ágæti einhvers bjórkvölds og lélegt grín ekki eiga heima í spjallinu "Bílar og breytingar".
Með kveðju, Daníel Gíslason
30.11.2001 at 19:25 #457736
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir..
Var að kikka á síðuna hjá fjallasport og sá þar mynd af PATROL sem breytt var fyrir lögguna á Húsavík og ég get ekki betur séð á þessari mynd að það er búið að skera í dekkin á þeim bíl þannig að ef einhver vandræði verða af þeirra hálfu þá held ég að það sé svolítið langt gengið ef menn fá ekki að skera tútturnar. Ég meina….þú ert ekki að skera dýpra en munstrið nær og ef þú gerir það þá finnst mér bara að menn verði að bera ábyrgð á hlutunum sjálfir.
En ég tel að það verði að gera eitthvað í þessu máli áður en tryggingafélög sem dæmi fara að notfæra sér þetta að það sé bannað. Ekki gæti verið verra en að lenda í árekstri á jeppanum sínum og tryggingafélagið neitar að taka það á sig sökum þess að það sé búið að skera í dekkin.
Kv
Snake
01.12.2001 at 12:54 #457738
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Að sjálfsögðu er harðbannað að breyta munstri dekkja á nokkurn hátt.
Þó svo umferðaskoðun sjái kannski í gegnum fingur sér með þetta mál á ég bágt með að trúa að hönnuðir séu sáttir.
Sú stétt er jú þekkt fyrir viðhorf sitt til nýrrar málningar á hús svo ekki sé sterkara kveðið. Þetta er náttúrulega bara spurning um höfundarrétt ekki satt?
Ætli Freysi sé td. búinn að undirbúa sig sálarlega undir að horfa uppá sundurtætt dekkin sín þegar landinn er búinn að fara höndum um þau……
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.