This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Sigurður Kristjánsson 17 years, 6 months ago.
-
Topic
-
Ég var á leið í vinnu i gærkveldi og er hjá ljósunum hjá Odda og mótorhjól er fyrir framan mig. Annar bíll var við hliðina á mótorhjólinu (sportbíll) gæinn á mótorhj. var að mana bílstj. á sportbílnum í kappakstur en hann tók ekki áskoruninni. Þegar hann leggur af stað prjónar hann að næstu ljósum fyrir neðan, ég fylgi honum eftir þegar hann leggur af stað frá þeim ljósum prjónar hann á nýjan leik, sikksakkar á milli bíla stoppar á næstu ljósum. Þegar hann leggur af stað frá þeim ljósum heldur hann áfram þessum prjónaskap siglir á góðri ferð yfir ljósin við Gylfaflötina á rauðu, fer öfugu megin og heldur þannig áfram beint uppúr að ljósunum sem liggja að gömlu Áburðarverksmiðju og fer þar yfir á rauðu öfugu meginn áfram og fær bíl á móti sér sem gefur eftir svo gæinn á mótorhj. komist áfram og missti ég þar af honum þar sem ég var á leið í vinnu. Ef þetta er ekki sjálfsmorðsakstur þá veit ég ekki hvað þetta kallast.
Því miður náði ég ekki númerinu á honum en það verður það næsta sem ég geri. Þar fyrir utan er náungi á fjorhjóli að leika sér í Grafarvoginum og er hann í prjónaskap líka og hafa vinnufélagar mínir þurft að víkja fyrir honum þar sem hann hefur komið æðandi á móti þeim. Þetta eru slæm mistök að leyfa fjórhjól í umferðinni. Hér koma nokkrar áhugaverðar myndir !
Hér má sjá hjálm fastann í grillinu
Hér létust 2 frekar sóðalegt
Banaslys, er það þetta sem á að vera algeng sjón hér á götum, ég bara spyr.
kv. MHN
You must be logged in to reply to this topic.