FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Ó Reykjarvík. Ó Reykjarvík þú…

by

Forsíða › Forums › Spjallið › GPS og leiðir › Ó Reykjarvík. Ó Reykjarvík þú…

This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Jón G Snæland Jón G Snæland 19 years, 3 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 02.04.2006 at 08:12 #197664
    Profile photo of
    Anonymous

    Í laugardagsblaðinu var pistill eftir Einar Elí, of fjallaði hann um stöðumæla. Varpaði Einar þar fram þeirri hugmynd. Af hverju stöðumæla. Ég er hjartanlega sammála honum, burt með þessa stöðumæla, enda enginn sem græðir á því.

    Annað sem ég hjó eftir í fréttum helgarinnar, var umræða um vegamannvirki. Þ.a.s þessar slaufur og brýr og mislæg gatnamót og hvað þetta kallast allt saman. Þar varpaði Hrafn Gunnlaugsson eða Stefán Jón Hafsteinn ( skiptir ekki máli hvor ) fram þeirri hugmynd að einhverskonar hugmyndasamkeppni færi fram meðal þeirra sem gefa sig út fyrir að hanna umferðarmannvirki, og er þarna verið að velta fyrir sér því að mannvirkið falli vel að borgarskipulaginu og verði fallegt.

    Ég hef hinsvegar aldrei alveg skilið þessa mannvirkja hönnuði, þeir virðast alltaf vera að finna upp hjólið á ný. Og virðist oft markmið þeirra vera að reisa sér bautastein. Og gleyma svo alveg praktísku hliðinni á umferðarmannvirkinu. Þar að segja hvort hægt sé að nota ósköpin. Í Þýskalandi, þar sem vegakerfið er talið einna best í heiminum, eru vegargerðar menn að notast við staðlaðar lausnir í stað þess að finna upp nýar lausnir á hverjum einustu gatnamótum líkt og hér.

    Til þess að útskýra betur það sem ég á við, þá er það þannig að þegar við komum að nýjum mislægum gatnamótum, þá þurfum við ávalt að skoða okkur um og reina að átta okkur á því hvernig þau virka. Og stundum kemur það fyrir að við ökum þau vitlaust í fyrsta skiptið, eða nokkrum sinnum þar til við lærum á óskapnaðinn. Þetta átti t.d við um mislæg gatnamót í Mjódd, nýja Hringbraut og gatnamótin milli Grafarvogs og Grafarholts ofl. Og svo eru þessi mannvirki meir og minna öll með flöskuhálsum þannig að umferðarflæðið verður tregt, og ástandið batnar lítið frá því sem áður var, nem hvað við erum búinn að eyða hundruðum miljóna í hálf lamað umferðar mannvirki. Sem svo oft þarf að reina að skítredda síðar og eikur kostnaðinn enn frekar. Ja svei

  • Creator
    Topic
Viewing 9 replies - 1 through 9 (of 9 total)
  • Author
    Replies
  • 02.04.2006 at 17:00 #548188
    Profile photo of Karl Guðnason
    Karl Guðnason
    Member
    • Umræður: 28
    • Svör: 1154

    Heyr heyr en til að vera smá jákvæður þá fynnst mér til dæmis brúin á höfðanum alveg til fyrirmyndar! Ég rataði þar í gegn í fyrsta skipti sem ég ók hana og er ég nú ekki mjög vel gefinn en annars þá er þessi fjáraustur í "bautasteina" fyrir misgáfaða hönnuði alveg til skammar.!
    kv:Kalli sammála





    02.04.2006 at 20:52 #548190
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member
    • Umræður: 78
    • Svör: 2584

    Ég vil taka undir með Jóni Snæland varðandi slaufur og mislæg gatnamót. Þegar fyrstu slík gatnamót voru gerð hérlendis, þ.e. gatnamót Reykjanesbrautar/Sæbrautar og Miklubrautar/Vesturlandsvegar í Elliðaárdal, tókst mjög vel til. Þessi gatnamót virka vel enn þann dag í dag og eru með svipuðu sniði og þeir þekkja, sem ferðast hafa erlendis. Það má segja, að þegar Höfðabakkabrúin var byggð, hafi menn lent í vandræðum því þar var rými fyrir samskonar gatnamót og þarna niðri í dalnum ekki nægilegt fyrir samskonar slaufur og því varða að finna aðrar lausnir. En svo komu næstu gatnamót, þ.e. þar sem Víkurvegur og Vesturandsvegur mætast og Breiðholtsbraut og Reykjanesbraut. Að maður tali nú ekki um hörmungina í Vatnsmýrinni. Þarna virðast blessaðir verk- og skipulagsfræðingarnir hafa farið á eitt herjans mikið flipp og manni sýnist að þarna hafi verið valdar þær aðferðir og leiðir, sem eru hvað flóknastar og óvinveittastar notendum. Þannig að í staðinn fyrir að greiða fyrir umferð, verða þessi gatnamót til þess að gera umferðina stirðari og hættulegri. Af hverju er ekki hægt að læra af t.d. Þjóðverjum í þessum efnum?





    02.04.2006 at 21:54 #548192
    Profile photo of Benedikt Magnússon
    Benedikt Magnússon
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 3004

    Hvaða nöldur er nú þetta – Fórstu öfugt framúr Ofsi…..

    Menn meiga ekki gleyma að hugsa aðeins út í það hversu mikið pláss þessi mannvirki þurfa. Það er ekkert grín að ætla sér að koma fyrir fullkomnum mislægum gatnamótum inni í gróinni byggð. Og í lang flestum tilvikum hefur þetta tekist nokkuð bærilega. Það er auðvelt að benda á gatnamótin Miklabraut/Breiðholtsbraut og segja að svona eigi þetta að vera – mikið rétt – en svona gatnamót komast hvergi annarstaðar fyrir með góðu móti.

    Gatnamótin við Miklubraut / Snorrabraut eru að vísu hálfgert klúður – en öll önnur sem ég hef ekið hef ég ekkert fundið að.

    Og útlitshönnunin á þessum mannvirkjum finnst mér undantekningarlítið vera til sóma – enda oftast hannað af einni bestu arkitektastofu landsins, Studio Granda.

    Það er ansi víða pottur brotin í gatna og vegagerð á landinu – en mislægu gatnamótin í Reykjavík finnst mér nú vera mjög aftarlega á listanum yfir misheppnuð umferðarmannvirki – allavega flest þeirra.

    Benni





    02.04.2006 at 21:58 #548194
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    það mætti halda að þú hefðir aldrei farið út úr húsi, eða allavega aldrei út fyrir landsteinana. Ég vill nú bara minna þig á hörmungarheimskuna við nýju Hringbrautina þar sem flestir sem ætla í austurbæinn af Snorrabrautinni villast út í buskann.





    02.04.2006 at 21:59 #548196
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Það mætti kannski bæta því við í þessari umræðu, að það virðist vera landlægt í þessari vegargerð. Að byggja of lítið og of þröngt í byrjun. Of fylgir því oft gríðarlegur kostnaður að þurfa að lagfæra þessi mannvirki síðar. T,d er hringtorg á Dalveginum í Kópavogi á gatnamótum Dalvegar og Digranesvegar. Þegar umrætt hringtorg var byggt í fyrsta skipti, þá var ég að vinna rétt fyrir ofan. Þ.a.s í Blikahjalla og gat því fyllst með atburðarrásinni hjá starfsmönnum Kópavogsbæjar og fleirum sem að þessu komu.
    Fyrst var byggt mjög fallegt hringtorg með steinhleðslum trjám og alles, síðan var umferðinni hleypt á hringtorgið sem var svo lítið að það hefði hentað í þröngri íbúðargötu. Í stuttu máli var strax að fara út í það að lagfæra torgið og reina að víkka það. Var nú öllu umturnað og byrjað aftur frá o punkti. Ekki tókst betur til en í fyrsta skiptið og var torgið enn of þröngt, var þá allt draslið rifið niður og byrjað á öllu saman í þriðja skipti. Sem er núverandi torg. Maður spyr sig, ber enginn ábyrgð á þessari heimsku.
    Við í Grafarholtinu fengum einnig svona tog. Á gatnamótum Reynisvatnsvegar og Jónsgeisla. Þar er torginu þannig fyrir komið að það hallar vel út frá brekkunni, þ.a.s það hallar út. Þetta gerir það að verkum að ökumenn aka þar í gegn á mjög litlum hraða. Eða þá að fjöldinn allur af Grafarholtsbúum sleppa hringtorginu með því að aka öfug í það. En í mínum einfalda huga ætti það ekki að vera hægt ef hönnun torgsins væri í lagi.





    02.04.2006 at 22:19 #548198
    Profile photo of Jóhannes þ Jóhannesson
    Jóhannes þ Jóhannesson
    Participant
    • Umræður: 52
    • Svör: 2995

    Jónsgeisla er það fáranlegasta sem fyrir finnst,eins ofsinn lýsir því er allt rétt,en það má bæta við að þegar ekið er niður Jónsgeislann að þessu hringtorgi að vetri til að þá er bara öruggara að sleppa því og aka nánat beint framhjá því,-þ,a,e,s ef maður vill halda bílnum heilum.
    Því það hefur komið fyrir oftar en einu sinni og oftar 2 og 3 og 4 og 5 sinnum, svo oft að maður er hættur að telja það hversu litlu það hefur munað að maður aki hreinlega beint yfir það eða langt út í móa þar sem þessi halli kemur í veg fyrir að druslan beygi rétt nema að hún sé stopp.





    02.04.2006 at 22:44 #548200
    Profile photo of Benedikt Magnússon
    Benedikt Magnússon
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 3004

    Ég er nú sammála með þessi blessuðu hringtorg öll að þau eru mörg hver mjög klúðursleg.

    Hins vegar þá verð ég að viðurkenna að þau eru oftast gáfulegri en ljós og eru í raun bara millistig á milli mislægra gatnamóta og hefðbundinna ljósastýrðra gatnamóta. Þó ég bölvi oft öllum hringtorgunum á leiðinni upp í Mosó þá hefði ég nú ekki viljað skipta á þeim og ljósum.

    En það er líka alveg rétt að það er lenska hér á skerinu að byggja eins lítið og ódýrt og menn komast upp með – Það er erfitt fyrir blessaða pólitíkusana að svara fyrir það að hafa eytt öllum skattpeningunum í flott umferðarmannvirki sem eru mikklu stærri en umferð samtímans kallar á – þó svo að kollegar mínir sem eru í að hanna þessi mannvirki bendi oftar en ekki á þörfina á stærri mannvirkjum.

    En hver ber svo ábyrgðina á klúðrinu – ja oftast er henni skellt á vegagerðina eða bæjarstarfsmenn, þegar að sökin liggur oftast hjá pólitíkusunum sem skera fjármagnið það mikið við nögl að ekki er hægt að gera betur…..

    En enn og aftur varðandi gatnamótin við nýju hringbrautina (Snorrabraut/miklabraut) þá er ég sammála því að þau séu klúður – eins og ég sagði í fyrri pósti. Það eru einu mislægu gatnamótin í Reykjavík sem ég hef villst á.

    Benni – Sem finnst bara fínt að aka um Reykjavík





    02.04.2006 at 23:01 #548202
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Sem betur fer er stutt í næstu kosningar, og þá verður þessari R lista samsuðubulli sturtað ofaní næsta klósett, enda virðast borgarbúar vilja gleyma þessu fyrirbæri sem fyrst. Þessir fábjánar sem hafa verið með umferðamál á sinni könnu ættu að prufa að fara úr Grafarvogi vestur í háskóla á háannatíma. Þessi bíltúr getur tekið allt að 30 mín á góðum degi. Helstu lausnir ráðamanna í Reykjavík er að stofna nefnd sem á að tala vandamálið til dauða, og gerir ekki neitt gagn. Trefillinn Dagur B toppar svo allt með því að vilja fá einfalda Sundabraut, enda sé það alveg nóg, og best að stofna bara nefnd um málið. Þvílíkir snillingar segir maður bara.

    Góðar stundir





    02.04.2006 at 23:02 #548204
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    ég veit ekkert um þetta enda bý ég í Gafarholtinu og alltaf þegar ég sest upp í jeppann þá er bara haldið upp til fjalla styðstu leið, þar sem er nóg af plássi





  • Author
    Replies
Viewing 9 replies - 1 through 9 (of 9 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.