This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón G Snæland 18 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Í laugardagsblaðinu var pistill eftir Einar Elí, of fjallaði hann um stöðumæla. Varpaði Einar þar fram þeirri hugmynd. Af hverju stöðumæla. Ég er hjartanlega sammála honum, burt með þessa stöðumæla, enda enginn sem græðir á því.
Annað sem ég hjó eftir í fréttum helgarinnar, var umræða um vegamannvirki. Þ.a.s þessar slaufur og brýr og mislæg gatnamót og hvað þetta kallast allt saman. Þar varpaði Hrafn Gunnlaugsson eða Stefán Jón Hafsteinn ( skiptir ekki máli hvor ) fram þeirri hugmynd að einhverskonar hugmyndasamkeppni færi fram meðal þeirra sem gefa sig út fyrir að hanna umferðarmannvirki, og er þarna verið að velta fyrir sér því að mannvirkið falli vel að borgarskipulaginu og verði fallegt.
Ég hef hinsvegar aldrei alveg skilið þessa mannvirkja hönnuði, þeir virðast alltaf vera að finna upp hjólið á ný. Og virðist oft markmið þeirra vera að reisa sér bautastein. Og gleyma svo alveg praktísku hliðinni á umferðarmannvirkinu. Þar að segja hvort hægt sé að nota ósköpin. Í Þýskalandi, þar sem vegakerfið er talið einna best í heiminum, eru vegargerðar menn að notast við staðlaðar lausnir í stað þess að finna upp nýar lausnir á hverjum einustu gatnamótum líkt og hér.
Til þess að útskýra betur það sem ég á við, þá er það þannig að þegar við komum að nýjum mislægum gatnamótum, þá þurfum við ávalt að skoða okkur um og reina að átta okkur á því hvernig þau virka. Og stundum kemur það fyrir að við ökum þau vitlaust í fyrsta skiptið, eða nokkrum sinnum þar til við lærum á óskapnaðinn. Þetta átti t.d við um mislæg gatnamót í Mjódd, nýja Hringbraut og gatnamótin milli Grafarvogs og Grafarholts ofl. Og svo eru þessi mannvirki meir og minna öll með flöskuhálsum þannig að umferðarflæðið verður tregt, og ástandið batnar lítið frá því sem áður var, nem hvað við erum búinn að eyða hundruðum miljóna í hálf lamað umferðar mannvirki. Sem svo oft þarf að reina að skítredda síðar og eikur kostnaðinn enn frekar. Ja svei
You must be logged in to reply to this topic.