This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Þorvarður Ingi Þorbjörnsson 13 years, 6 months ago.
-
Topic
-
Hitti fyrir tökulið frá BBC í dag. Hafði verið inn við Gígjökul í gær. Skv. myndatökum þá hefur myndast lítið lón við jökulsporðinn. (Tekið skal fram að ég gaf mér ekki tíma til að líta inn að jökli svo ég sá þetta bara á tölvuskjá). Nú er talsverð umferð þarna upp að jökli. Langar mikið að vita hvenær þessi pollur fór að myndast? Sjálfur hef ég ekki komið þarna upp að í hálft ár.
Hvet menn sem fara þarna upp að jökli að fara mjög varlega. Þetta á reyndar við allt Lónstæðið gamla. Þetta er meir og minna ís huldur þunnu malarlagi. Ef menn fara fram á bakka „nýja Lónsins“ og falla í vatnið þá er glæra ís neðan við vatnsborðið. Litlar líkur er á því að maður nái að krafla sig upp úr slíku nema vopnaður broddum og ísöxi. Menn eru venjulega ekki vopnaðir slíku. Vatnið er venjulega mjög kalt á svona stöðum. Þetta er því dauðans alvara.
Þetta tökulið BBC hafði enga hugmynd í hvaða hættu þeir voru. Þeir voru í hálfgerðu sjokki eftir að ég benti þeim á þetta.
Að hafa langan spotta eða línu er það sem helst er til bjargar ef illa fer. Best er þó að koma sér ekki í vandræði.
Gígjökull hefur sennilega tekið flest mannslíf íslenskra skriðjökla. Látum hann ekki taka fleiri að ástæðulausu.
Kv. Árni Alf.
P.S. Ítreka, hvenær fóru menn að taka eftir þessum nýja polli eða Lóni?
You must be logged in to reply to this topic.