This topic contains 2 replies, has 1 voice, and was last updated by Agnar Benónýsson 19 years, 6 months ago.
-
Topic
-
Jæja nú virðist þetta allt vera á góðri leið með að opna. Fjallabakssvæðið allt orðið opið og Sprengisandsleið niður í Bárðardal. Það sem enn er lokað er Gæsavatnaleið og það svæði austur að Öskju, leiðir af Sprengisandi niður í Eyjafjörð og Skagafjörð, þ.m.t. Laugafell, línuvegurinn frá Kaldadal yfir á Haukadalsheiði (sem hefur verið til umræðu hér), Stórisandur, vegurinn inn í Þjófadali frá Hveravöllum og svo að mér sýnist Þeistareykjasvæðið (að vísu ekki mjög kunnugur staðháttum þar). Annars er hægt að sjá Vegagerðakortið hér undir Fróðleik.
Kv – Skuli
You must be logged in to reply to this topic.