Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Nýtt kort frá Vegagerðinni
This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón G Snæland 19 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
09.06.2005 at 16:27 #196021
Þá er komið út nýtt kort hjá Vegagerðinni. Eins og sést er búið að opna Kjöl núna og inn í Kverkfjöll, en Sprengisandur og Fjallabak ennþá lokað. En rétt að hafa það í huga að núna er 6-10° hiti á hálendinu og búin að vera úrkoma. T.d. hætt við að þar sem enn er snjór sé snjóröndin blaut og gljúp.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
09.06.2005 at 16:31 #523996
Það er einnig tengill á kortið undir Fróðleikur hér á síðunni.
12.06.2005 at 02:34 #523998Það er athyglisvert á þessu korti að línuvegurinn frá Kaldadal niður í Haukadal er sögð lokuð.
Ég var upp á Kaldadal í dag, laugardag, og þar voru engin skilti sem sögðu línuveginn lokaðan, en í staðinn sá ég að það er búið að laga hann heilmikið, bera í hann og byggja upp
Eða var þetta kannski gert síðasta haust ?Ég fór nú reyndar ekki langt inn á hann en áhugavert væri að vita hvað þessi uppbygging nær langt ? Ég fæ ekki betur séð en verið sé að undirbúa nýja rafmagnslínu þarna ?
Því sama tók ég eftir á línuveginum ofan við Háafoss við Þjórsárdal. Þar er verið að bæta veginn heilmikið, og t.d. er búið að klippa tvö vestustu vöðin af Stóru-Laxánni og leggja þar nýjan veg, sem er nú eiginlega synd?
Þetta er væntanlega sama rafmagnslínan, væntanlega niður í Norðurál – en frá hvaða virkjun ? stækkaðri Búrfellsvirkjun, eða nýju Búðarhálsvirkjuninni ?Ég nýtti mér hins vegar þann snjó sem enn er eftir og fór upp á OK í dag, það er ótrúlega mikill snjór þar uppi ennþá – þó reyndar sé að verða tæpt að komast af veginum (við Beinakerlingu) og upp í brekkurnar, en það gæti sloppið til í ca. viku í viðbót.
Það sama sýndist mér að gæti átt við um Skjaldbreiðina norðanfrá, af línuveginum, hún er mjög hvít þar ennþá og ef maður kemmst í snjóinn á annað borð, ætti að vera mjög greið leið þar upp? Hefur einhver prófað það nýlega ?
Arnór
12.06.2005 at 12:00 #524000sælir
Var að vappa um á þessu svæði líka í gær laugardag. Kjalmeginn eru líka miklar vegaframkvæmdir sem virðast ekki tengjast línunni á neinn hátt. Útskot langt út frá veginum með steyptum hnöllum eru á Haukadalsheiðinni, virkaði á mig eins og einhver upplýsingatúrismi í stíl við Landsvirkjun
Búið er að keyra mulning í veginn langt inn á Haukadalsheiðina og upp og inn í Lambahraunið og voru vinnuvélar á fullu að keyra í veginn þegar ég kom þarna að.
Það sem mér finnst þó slappast við þessa vegagerð er að á mörgum stöðum hefur LV ekki haft fyrir því að fylgja gamla veginum og hafa því myndast "klofnir" vegir á mörgum stöðum.
Myndi setja inn mynd ef albúmið mitt virkaði….
kv
AB
12.06.2005 at 14:32 #524002Þetta hljómar ekki vel. Eitt er þegar náttúrunni er umturnað í nafni orkuvinnslu. Öllu verra þegar það er gert í nafni þess að bæta aðgengi fólks að óspilltri náttúru, þá er tilgangurinn farinn að týnast í aðferðinni. Það er auðvitað hið versta mál þegar hjólför sjást í óspilltri náttúru en hjólaskófluför eru hálfu verri. Og uppbyggðir vegir eiga ekki heima á hálendinu.
Kv – Skúli
12.06.2005 at 14:59 #524004Þetta er háspennulína til Norðuráls, en einnig er verið að leggja nýjan veg um hálsinn við Svínavatn.
Og leggirnir út frá veginum eru að háspennumöstrunum og sennilega eru komin fúndamennt þarna á Haukadalsheiðinni. Verst er þegar þeir geta ekki notað gamlaveginn en þó er bót í mála þegar Landsvirkjunn er annars vegar, þá eru vegirnir láttnir afskiptalausir eftir framkvæmdi og gróa þá oft sárinn eða allavega verða ekki eins áberandií landslaginu.
12.06.2005 at 16:21 #524006sælir
Þetta er ekki uppbyggður vegur heldur mulningur sem er borinn í gamla veginn til að auka burðargetuna.
Gallinn við tvískipta vegi er sá að ökumenn eiga það til að ruglast ef um tvo valkosti er að ræða og því hverfa þeir ekki jafn hratt og för geta myndast á milli þeirra þegar ökumenn átta sig á ruglingnum. Það verður einhvern vegin að loka þessum "afleggjurum" að mínu mati þegar lagningu línunnar er lokið.
kv
Agnar
12.06.2005 at 21:22 #524008Albúmið komið í lag og skellti ég inn tveimur myndum af "nýja" veginum.
kv
AB
19.06.2005 at 01:04 #524010Enn er komið nýtt kort – ég átta mig ekki alveg á hvað er komið nýtt frá því síðast – nema jú það er búið að opna nyrðra Fjallabak, ásamt Dómadalnum. Jú svo er búið að opna nær allt austurhálendið austan Jökulsár á Fjöllum, þ.m.t. Herðurbreiðalindir og Öskju.
Enn er ekki búið að opna línuveginn frá Kaldadal yfir á Haukadalsheiði.
Það finnst mér óskiljanlegt, því ég fór þennan veg í dag laugardag og hann er eins og hann verður bestur.
Það er búið að endurgera hann, bera í efni, brúa læki, taka af beygjur o.s.frv. af Haukadalsheiðinni og ca. 3 km vestur fyrir Mosaskarðið.
Að vestan er svo búið að gera það sama austur að Tjaldafelli. Þannig að það er bara kaflinn fyrir norðan Hlöðufell sem er óuppgerður, en sá kafli er samt í góðu ástandi.
Það er einnig athyglisvert að það er bara lokunarskilti að austan – uppi á miðri Haukadalsheiði, en ekkert að vestan, sem ég sá allavega ?Arnór
19.06.2005 at 07:45 #524012á því að vegurinn sé ekki opnaður, til þess að þeir fá frið til vegagerðar.
Annars virðist mér almennur skussaháttur ríkja í þessum málum hjá vegagerðinni og opnanir og lokanir vera svona og svona, t.d ætluðu þeir að opna Sprengisand fyrir löngu og þá vissum við að hann var á kafi í snjó og vatni og yrði ekki opnaður nærri strax.
Einnig hef ég það fyrir satt að sumar leiðir eru ekki opnaðar vegna fuglavendar, sérkennilegt er að vegagerðin standi í slíkum málum.PS ég hringdi í vegagerðina í Borgarnesi eitt skiptið og spurði að því hvort ég mætti aka Kaldadal. Svarið var já já en láttu bara ekki nappa þig.
Ég held að þeir verði að fara hysja upp um sig buxurnar ef þeir vilja láta taka mark á sér í framtíðinni
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.