FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Nýr vefur Ferðaklúbbsins 4×4

by Ásgeir J. Sigurðsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Vefsíðan › Nýr vefur Ferðaklúbbsins 4×4

This topic contains 115 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of  Anonymous 14 years, 5 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 12.06.2009 at 10:36 #204616
    Profile photo of Ásgeir J. Sigurðsson
    Ásgeir J. Sigurðsson
    Participant

    Þá er nýi vefurinn orðinn nokkurra daga gamall og eins og við er að búast eru skiptar skoðanir um ágæti hans.

    Markmið þessa þráðar er að geyma á einum stað spurningar og svör /gagnrýni/hrós varðandi nýja vefinn. Vefnefnd mun vakta þráðinn og svara eins fljótt og vel og okkur er unnt.

    Spurt hefur verið hvort ekki hefði frekar átt að nota tímann og peningana í að bæta ástand gamla vefsins. Því er til að svara að kjarni vefsins var fastbundinn við ákveðna útgáfu af gagnagrunninum og höfum við engan aðgang til að breyta því. Einnig voru ýmsir gallar á bæði Kerfisstjóra- og notendahluta, sem of langt mál væri að telja upp hér. Það varð því niðurstaðan að ekki væri fýsilegt að eyða meiri tíma gamla vefinn og frekar útbúa nýjan sem byggði á opnum hugbúnaði.

    Smáauglýsingar. Eins og kom fram í frétt á forsíðunni þá var tekin sú ákvörðun að flytja ekki gamlar auglýsingar yfir, enda ekki mikið varðveislugildi í þeim og eins að notendur væru fljótir að smella innn nýjum auglýsingum. Hugmyndin er svo að auglýsingum eldri en 6 – 12 mánaða verði sjálfkrafa eytt úr kerfinu.

    Bent hefur verið á að flokkarnir í smáauglýsingunum séu of margir og vonlaust að fletta í gegnum auglýsingarnar í tímaröð. Þessu erum við fyllilega sammála og er ætlunin að fækka flokkunum í þrjá : „Til sölu“, „Óskast keypt“ og „Fyrirtæki og þjónusta“.
    Rétt er að taka fram, að í stað þess að setja inn sömu auglýsinguna aftur og aftur, þá er nóg að bæta við innleggi (bump) á auglýsingaþráðinn, þá færist þráðurinn sjálfkrafa efst á lista. Við treystum á að menn noti þennan fídus sparlega.

    Spjallið. Við völdum að nota phpbb3 sem spjallkerfi. Valið hefur verið gagnrýnt og sagt að verið væri að herma eftir öðrum vefum s.s. kvartmila.is o.fl. Því er til að svara að ef svo er, þá erum við einnig að herma eftir ljosmyndakeppni.is, kruser.is og ógrynni annarra vefsíðna sem til eru. Það er einfaldlega v.þ.a. allar þessar síður eru að nota phpbb eða önnur sambærileg spjallkerfi. Það er heldur ekkert annað en kostur að hafa spjallkerfi sem virkar eins og flest öll spjallkerfi á netinu gera í dag.

    Þær breytingar / lagfæringar sem verið er að vinna í spjallinu eru m.a.:

    • Hægt verði að sjá fullt nafn og félagsnúmer við innlegg á spjallþráðum – Þetta dettur inn á næstu dögum.
    • Opna fyrir innanfélagsmálin fyrir félagsmenn – Dettur inn á sama tíma og birting nafna.
    • Lagfæra hlekki á innleggjum frá gamla spjallinu. Þetta er afar þung keyrsla sem fer fram að nóttu til og væntanlega nú um helgina.
    • Virkja leit á spjallþráðum og smáauglýsingum og laga teljara.

    Bent hefur verið á að grái liturinn sé óþægilegur fyrir þá sem eru ekki með 100% sjón. Við munum skoða leiðir til að bæta úr því, en við val á litasamsetningu (litaleysi) var reynt að hafa til hliðsjónar að litir væru sem hlutlausastir og þægilegir. Of mikil litagleði er ekkert sérstaklega þægileg fyrir augun.

    Myndasafnið. Unnið er hörðum höndum að koma myndasafninu í gagnið. Ætlunin er að nota Gallery2 (sem er eitt besta tólið í slíkt verkefni) fyrir þann hluta vefsins. Því miður getum við ekki gefið upp nákvæma tímasetningu á hvenær þessi hluti verður tilbúinn, en við leggjum mikla áherslu á að þessi mikilvægi hluti vefsins verði kominn í loftið sem allra fyrst.

    Internet Explorer 6. Þessi ævaforni vafri virkar ekki sérlega vel á vefnum. Reyndar er hann svo gamall að það ætti að vera löngu búið að farga honum. Mælum með að uppfært sé í IE 7 eða 8. Eða bara að skipta yfir í annan vafra s.s. Firefox 3, Google Chrome eða Opera.

    Hvað er svo framundan? Næsta skref er svo að skella inn GPS safninu, bæta við wiki tengingu, laga persónulegu síðurnar, laga nýskráningarsíðuna, laga þýðingar á textum og ótal margt fleira.

    Allar tillögur um viðbætur / úrbætur eru vel þegnar svo framarlega sem þær eru á málefnalegum nótum. Upphrópanir og skítkast eru engum til framdráttar.

    Fyrir hönd Vefnefndar,

    Ásgeir,
    R-3725.

  • Creator
    Topic
Viewing 15 replies - 101 through 115 (of 115 total)
← 1 … 5 6
  • Author
    Replies
  • 16.10.2010 at 09:59 #649368
    Profile photo of Einar Steinsson
    Einar Steinsson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 752

    Ef allt ætti að vera á forsíðu væri síðan ónýt vegna þess að þá yrði forsíðan þvílíkur grautur að engin myndi finna neitt. Þess vegna er verið að hafa þennan vallista þarna uppi, ef þig vantar eitthvað sem tengist nefndum þá smellirðu á "Nefndir", ef þig vantar eitthvað í sambandi við myndir þá smellir þú á "Myndir", ef þig vantar eitthvað í sambandi við spjallið smellir þú á "Spjallið" o.s.fr.
    Svona eru flestar vefsíður í heiminum sem eru með eitthvað meira efni en einn efnisflokk hannaðar. Góð vefhönnun er að hafa á forsíðunni sem allra fæst nema algjörar grunnupplýsingar um hverskonar síða þetta er, hverjum hún tilheyrir og hvernig á að hafa samband (símanúmer og netfang) og hugsamlega 2-3 nýjustu fréttir/tilkynningar en síðan koma vel skipulagðar og skýrt uppsettar krækjur á annað efni á síðunni. Uppsetning eins og þú ert að biðja um þar sem allt er í einum graut á forsíðu heitir fúsk.
    Það má síðan endalaust deila um hvernig á að setja upp þessar krækjur og vallista.





    16.10.2010 at 12:17 #649370
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sæll Einar. Loksins gat ég dregið eitthvern félagsmann í umræðuna hér. Hvað finnst þér um þennan dálk hérna til vinstri sem tekur einn fjórða hluta lítilla skjáa? Væri nú ekki betra að hafa þessa þrjá tengla lágrétta frekar en að eyða öllu þessu plássi lóðrétt. Auglýsingar geta haft lágréttan flöt efst á síðunni. Ég er ekki með þennan kjaft hérna vegna þess að ég njóti þess. Ég er að reyna að koma af stað umræðu til að bæta ýmsa fleti síðunnar. Félagsskapurinn hér hentar mínum áhugamálum sérstakleg vel sem er ferðamennska, umræða og ljósmyndun. Ég vil bara ekki vera einn af þeim sem gefist hefur upp á félagsskapnum og heimasíðunni vegna sinnuleysis vefnefndar.

    Kveðja SBS.





    16.10.2010 at 15:43 #649372
    Profile photo of Einar Steinsson
    Einar Steinsson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 752

    Smá hugleiðing um vefsíðuna okkar.

    1. Almennt:
    Ég hef séð menn vera að dásama gömlu síðuna (sem er skemmtilegt þar sem áður fundu menn henni allt til foráttu) en sú síða var hugverk fyrirtækis og klúbburinn var fastur í þeirri gildru að þurfa að reiða sig þjónustu þeirra og borga bara þegjandi reikninginn ef einhverju þurfti að breyta eða laga. Öll þekking á utanumhaldi var bundinn við örfáa einstaklinga og mikið mál að koma upp þekkingu ef skipt er um mannskap. Það var því mjög brýnt fyrir klúbbinn að koma sér út úr þessari hít sem svona kerfi getur auðveldlega orðið og finna einfaldari og ódýrari lausn.
    Sú leið sem var farinn er að nota eitthvað af stóru "opnu" kerfunum sem eru algengust í heiminum í dag, það eru mörg svona kerfi til, þau stærstu eru líklega WordPress (meira fókusað á blogsíður og hefði ekki hentað okkur), Drupal og Joomla!. Klúbburinn valdi [b:1uz7ypg5]Joomla![/b:1uz7ypg5] sem er góður kostur, á Íslandi eru hundruðir ef ekki þúsundir síðna að nota þetta kerfi þannig að líkindin til þess að finna einhverja innan klúbbsins sem kunna allavega undirstöðu atriðin í umsýslu á kerfinu eru mikil.
    En svona kerfi er bara grunnurinn, af því að hér eru bílamenn má kannski segja að Joomla! kerfið gegni hlutverki grindar og gangverks í bílnum. Síðan er byrjað að raða utaná.

    2. Útlit:
    Í Joomla er útlit síðunar sér hluti sem bætt er við. Kerfið kemur með einföldu grunnútliti sem fáir nota en það eru þúsundir einstaklinga og fyrirtækja út um allan heim í því að búa til útlit fyrir svona síður og margir sem hafa þekkingu til þess gera það sjálfir. Það er jafnvel hægt að vera með nokkur mismunandi útlit inni og bjóða notendum að velja sjálfir hvernig síðan lítur út. Ég hef ekki hugmynd um hver gerði þetta fyrir klúbbinn en mér finnst heildarmyndin ágæt en litavalið hræðilega grámyglulegt.

    3. Spjall:
    Hér fór klúbburinn aftur góða og örugga leið og valdi kerfi sem heitir [b:1uz7ypg5]phpBB[/b:1uz7ypg5]. Ef menn hérna stunda einhverjar aðrar spjallsíður þá eru mikil líkindi fyrir því að þeir hafi verið að nota þetta sama kerfi. "Keppinauturinn" jeppaspjall.is er t.d. að nota sama kerfi, munurinn er að þar stendur það sjálfstætt á meðan að hér er það fellt inn í Joomla! síðuna. Að mínu áliti er þetta langbesta kerfið sem ég hef séð og notað og valið rétt.
    Það þyrfti hins vegar einhver að fara yfir kerfið og laga nokkur smáatriði eins og t.d. hvernig spjallið fellir inn myndir í þræðina.

    4. Myndasafn:
    Hvað þetta atriði veit ég ekki hvað skal segja, hér var aftur farin "örugga" leiðin og valið eitt útbreiddasta og vinsælasta kerfi sem til er og heitir Gallery2. Líklegast er þetta umdeildasti hluti síðunar og ég hef verið að velta fyrir mér hvers vegna. Það sem mér dettur helst í hug er að kerfið hafi of marga möguleika og sé þess vegna að vefjast fyrir mönnum, síðan er kerfið bara að hluta á Íslensku og því koma möguleikarnir upp sitt á hvað á íslensku eða ensku sem gæti verið að trufla menn. Það má líka færa rök fyrir því að andlitið sé svolítið óskipulegt en þannig er bara hönnuninn og lítið hægt að gera í því. Það er nýlega komin út útgáfa 3 (við erum með 2) af þessu kerfi og þar eiga að vera talsverðar endurbætur á kerfinu gagnvart notendum en ég hef ekki skoðað það og ætla ekki að tjá mig um hvort það gæti leist vandamálið en það hlýtur að koma að því fyrr eða seinna að kerfið verði uppfært.

    5. Uppröðun síðunar:
    Um þetta atriði geta menn endalaust deilt um og sitt sýnist hverjum. Uppsetningin hjá okkur er mjög klassísk, fyrst kemur haus síðan aðalvalmynd, afgangurinn deilist síðan í 3 dálka á forsíðu en verða 2 þegar komið er inn í efni síðunar.
    Það má færa rök fyrir því að það ætti bara að vera einn dálkur þegar komið er inn í efni síðunar, aðalvalmyndin sér um að koma manni eitthvað annað ef á þarf að halda, þetta gæti verið betra fyrir þá sem eru með lítið skjápláss. Þetta og önnur uppröðun á síðunni er einfalt að breyta ef vilji er fyrir því en það er örugglega aldrei hægt að setja þetta upp þannig að öllum líki.

    6. Vefnefnd:
    Ég ætla ekki að skamma vefnefnd, hún er búin að vinna mikið starf, það að setja upp og halda utanum stóra síðu eins og f4x4.is er ekkert einfalt og mikil vinna. Eitt ætla ég þó að segja, ég held að menn hefðu getað sparað sér mikil leiðindi og baktal og skítkast með því að vera með betri upplýsingagjöf til þeirra sem nota síðuna. Þó að ekkert kæmi nema: "Vegna anna höfum við ekkert getað gert síðustu viku í máli X" þá yrðu menn rólegri heldur en ef þeir vita ekkert hvað er að gerast. Stundum eru "ekki fréttir" betri en engar fréttir og kannski væri ágætt að setja upp þráð sem væri eins konar fréttabréf um hvað er verið að gera og spá.

    7. Notendur:
    Og síðan legg ég til að í stað þess að ergja sig endalaust yfir hlutunum og einhverju sem þeim finnst ekki virka að setja sig í samband beint við vefnefnd og athuga undirtektir og fá skýringar.
    Síðan eiga menn endilega að setjast niður eina kvöldstund og læra að rata um og nota síðuna í staðin fyrir að leggjast í einhverja neikvæðni. Vefsíður eru engin galdratól en það það þarf að læra á þær eins og annað til að geta notað þær almennilega (líka myndahlutann), hér er fólk sem setur saman heimsklassa bíla úr brotajárni og ratar um jökla blindandi eftir mælitækjum, ég vorkenni ykkur ekkert að læra á eina litla heimasíðu. Þið gætuð jafnvel fengið brilljant hugmynd um hvað er hægt að gera betur og sent til vegnefndar :)

    En nú ætla ég að hætta þessu bulli og ég tek fram að ég er ekkert tengdur vefnefnd og á engra annara hagsmuna að gæta heldur en að vera notandi síðunar og félagi í klúbbnum.

    R156
    Einar Steinsson





    16.10.2010 at 18:47 #649374
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Þetta var frábær pistill hjá þér Einar. Hann er til þess að ég þarf ekki að fá mér eina róandi fyrir kvöldið. Ég er að vinna þessar myndir mínar sem eru nú kanski ekki sérstaklega merkilegar en segja lítið brot úr sögu klúbbsins og hvernig við ferðumst. Ef ég tæki saman þá tíma sem ég hef lagt í myndatöku, vinnslu mynda og koma þeim inn á síðuna þá gætu þeir verið hátt á annað þúsund. Þá eru meðtaldar myndirnar um tólfhundruð sem ég henti út hér áður fyrr. Ég sé ekki eftir þessari vinnu því þetta er mitt áhugamál og framlag til félagssins en óumbeðið. Ég tel eins og fleirri að okkar ágæta vefnefnd gæti sett inn stutta setningu um gang mála á síðunni. Þá eru svona ofstopafullir einstaklingar eins og ég ekki að velja óréttmæt lýsingarorð á dugandi menn.

    Kveðja SBS.





    09.11.2010 at 17:42 #649376
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ég sé að Gunnar Rúnarsson var að reyna að setja inn myndir. Honum tókst að búa til möppu en engin mynd komst í möppuna. Mér þætti fróðlegt að vita hvað stoppaði hann í myndainnsetningunni. Það er áberandi hvað margir lenda í þessu.

    Kveðja SBS.





    09.11.2010 at 19:24 #649378
    Profile photo of Karl GuðJónsson
    Karl GuðJónsson
    Participant
    • Umræður: 41
    • Svör: 563

    Inná [b:1iois2u4]teljari.is[/b:1iois2u4] er[b:1iois2u4] jeppaspjall.is í 65 sæti en f4x4.is er ekki á þessum lista ??? [/b:1iois2u4]og það eru 118 sæti á þessum lista.
    [url:1iois2u4]https://login.modernus.is/?_a=212&_m=35&_serviceType=1&_serviceId=0&lId=1&setOrderHow=-1[/url:1iois2u4]





    10.11.2010 at 01:30 #649380
    Profile photo of Ingi Ragnarsson
    Ingi Ragnarsson
    Participant
    • Umræður: 33
    • Svör: 280

    [quote="Karl guð":w3bego23]Inná [b:w3bego23]teljari.is[/b:w3bego23] er[b:w3bego23] jeppaspjall.is í 65 sæti en f4x4.is er ekki á þessum lista ??? [/b:w3bego23]og það eru 118 sæti á þessum lista.
    [url:w3bego23]https://login.modernus.is/?_a=212&_m=35&_serviceType=1&_serviceId=0&lId=1&setOrderHow=-1[/url:w3bego23][/quote:w3bego23]

    Það eru ekki nærri því allar síður á íslandi inn í þessum teljara (enda eru þær örugglega fleiri en 118), þú þarft að skrá þig inn á þetta með síðuna þína og það kostar. held samt að það séu 2 mánuðir fríir ef menn vilja prófa.

    Það er hægt að nota td. [url=http://www.google.com/analytics/:w3bego23]analytics[/url:w3bego23] frá google til að gera það sama og bera síðan saman við þennan lista.





    03.12.2010 at 23:48 #649382
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Jæja. Hér er allt frosið. Það er liklega best hér að yfirgefa hjarta klúbssins og fylgja þeim sem halda sig sem félagasmenn í fjarlægð.

    Kveðja SBS [u:3a5ax4r9][b:3a5ax4r9]Faceboo[/b:3a5ax4r9]k.
    [/u:3a5ax4r9]





    10.12.2010 at 09:56 #649384
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Jæja!! Þetta hlýtur allt að koma með kalda vatninu eða er vofan í jökulhvíta dressinu búin að loka fyrir allar samskiptapípur félagsmanna?

    Kveðja SBS ennþá á eintali.





    10.12.2010 at 11:24 #649386
    Profile photo of Agnar Benónýsson
    Agnar Benónýsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 3080

    Sigurður, bættu endilega inn texta með myndunum þínum, skemmtanagildið eykst margfalt við það.

    kv
    Agnar





    10.12.2010 at 12:04 #649388
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ég er nú eiginlega hættur að vera skemmtilegur. Er orðin þreyttur á bið eftir væntanlegum breitingum. Ég hef sent frá mér eitthvað um 30 breitingatillögur til stjórnar og vefnefndar þó aðalega varðandi myndasíðuna. Líklega er best að ég setji þær hér inn í kvöld. Texti á alltaf að vera undir myndum en ekki fyrir ofan þær. Líklega verð ég búin að gleima allri upplifun þegar myndirnar voru teknar eða búin að henda myndunum út af síðunni í annað skipti áður en þetta verður lagfært. Það virðist vera að stöku aðilar líti á embætti sitt sem valdahlutverk en ekki þjónustuverkefni.

    Kveðja SBS





    10.12.2010 at 14:57 #649390
    Profile photo of Bragi Þór Jónsson
    Bragi Þór Jónsson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 1030

    Ég legg til að menn setji sig í samband við SBS ef þeir lenda í vandræðum með myndasíðuna.

    Eins væri spurning að halda smá leiðbeiningar-kynningu á myndasíðunni á opnu húsi og að þar séu menn sem geta leiðbeint mönnum með þessa hluti.

    Eins og áður hefur komið fram, þá þurfa menn aðeins að gefa sér tíma í að skoða þetta og sjá hvaða aðferðir henta þeim best.
    SBS, að mínu mati, gerir þetta t.d. þannig að allar myndir í viðkomandi albúmi birtast allar í einu frekar en að einhverjar 9-12 myndir séu á hverri síðu með mörgum síðum sem þarf að flétta í gegnum (leiðinlegt).
    Ég myndi vilja að þetta væri sjálfgefin stilling og minnir mig að menn geti fest þessa stillingu fyrir sín albúm.

    Best finnst mér að að velja "Show Slideshow" til að skoða albúm en sá fítus kemur frá Cooliris. Hægt er að sækja nýrri útg. af [url=http://www.cooliris.com/desktop/:1ay98o1b]Cooliris[/url:1ay98o1b] sem gefur skemmtilega nálgun á allt myndefni (líka video), sama á hvaða síðu það er.
    Mæli einnig með Google Chrome sem vafra, þar sem hann hefur ýmsa hluti innbyggða (t.d. Flash) og auðvelt er að bæta við viðbótum (plugins/extensions).





    10.12.2010 at 19:20 #649392
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Hér eru atriði sem ég hef komið á framfæri til lagfæringar á síðunni.

    FORSÍÐA.

    1. Dálkum vinstra megin á forsíðunni og spjallinu verði þrengdur vegna plásleysis á litlum skjám.
    2. Koma þarf upp tenglum á forsíðu til að auðvelda að finna og ferðast um síðuna.
    3. Skipuleggja þarf staðlað form með upplýsingum um skrifstofu, stjórn, deildir, nefndir, og fleirri þátta.
    4. Koma þarf með líflegri bakgrunnsliti eða myndform í staðin fyrir þann svarta.

    Myndasíða.
    Valdálkar.

    1. Dálkur vinstra megin á myndasíðunni verði fjarlægður.
    2. Gera eigandalista þeirra sem eru með myndir á safninu. Finnanlegir eftir stafrófsröð með tengil á safnmöppur.
    3. Valið Flakka verði með 100 myndum á sömu síðu og síðan skrollað niður með mús.
    4. Valið Nýjast verði með 100 myndum á sömu síðu og síðan skrollað niður með mús.
    5. Valið Vinsælt verði með 100 myndum á sömu síðu og síðan skrollað niður með mús.
    6. Dálkar verði á þessum 3 tenglum 5 lágrétt * 20 lóðrétt samt. 100 myndir.
    7. View slideshow tengill komi hægra megin við tengilinn Flakka.
    8. Tag Cloud tengill gæti komið þarna líka.
    9. Fjærlægja alla þessa upp undir 200 Tags tengla sem eru neðst á myndasíðunum.
    10. Hjálp og Leit gætu farið annað seinna.
    11. Athuga reiknun á skjástærð fyrir allar smámyndir og stærri myndir.

    Röð.

    Safnmappa. Myndamöppur. Smámyndir. Stórar myndir.

    Safnmöppur eiganda.

    1. Þegar smellt er á myndir á dökku línunni birtast safnmöppur eiganda 5 myndir lárétt og 20 lóðrétt samt. 100.
    2. Breita smámyndum úr 200 í 280 pixla. Hafa það staðlað í forriti.
    3. Óþarfi er að tvítaka eiganda mynda fyrir aftan Album og Owner. Ath. nánar.

    Myndamöppur í safnmöppu.

    1. Þegar smellt er á safnmöppu birtast myndamöppur þess eiganda, 5 myndamöppur lárétt og 50 lóðrétt samt. 250.
    2. Breita smámyndum úr 200 í 280 pixla. Hafa það staðlað í forriti.

    Smámyndir í myndamöppu.

    1. Þegar smellt er á myndamöppu birtast smámyndir 5 myndir lárétt og 50 lóðrétt samt. 250.
    2. Breita smámyndum úr 200 í 280 pixla. Hafa það staðlað í forriti.
    3. Láta einungir talningu ( views) koma undir smámynd.
    4. Lýsing á ferð eða myndum í dálki fyrir ofan myndir.
    5. Sleppa endurtekningu á heiti myndamöppu fyrir ofan myndir..

    Stærri myndir.

    1. Breita myndum í 800 pixla. Hafa það staðlað í forriti.
    2. Þegar ein og ein mynd er skoðuð þá sé hægt að nota örvahnappana og músarhjólið með hliðarfærslu.
    3. Fá myndina eins ofarlega á skjáinn og hægt er en alltaf fyrir miðjum frá vinstri til hægri.
    4. Færa þarf textareitinn undir myndina.
    5. Þegar 1280 pixla myndin er valin þarf hún að haldast í þeirri stærð þegar næsta mynd er valin.
    6. Athuga möguleika á að láta myndina þekja allan skjáinn. Reikna litla sem stóra skjái.

    Auglýsingar.

    1. Láta forrit ákvarða stærð á myndum.
    2. Eigandi geti eitt auglýsingu þegar honum listir eða þegar sala hefur átt sér stað.
    3. Gera betur finnanlegan tengil fyrir nýja auglýsingu.

    Spjall.

    1. Gera betur finnanlegan tengil fyrir nýjan þráð.

    Innsetning mynda.

    1. Einfalda þarf innsetningu mynda og gera hana staðlaða.

    Annað.

    1. Koma þarf á föstum spjalltengli þar sem menn tjá sig um innsetningu mynda og það sem laga þarf.
    2. Vísa mönnum á 2 -3 mismunandi létt Slideshow forrit. Ég get ekki notað Cooliris það er allt of seinvirkt og þungt.

    Hugmyndir.

    1. Athuga hvort vafrari geti reiknað út skjástærð hjá hverjum fyrir sig..
    2. Koma þarf á léttu námskeiði í ljósmyndun, lagfæringu á myndum og innsetningu mynda.
    3. Fá að búa til tengla á söfn félagsmanna sem halda myndasöfn annarstaðar á netinu.
    4. Getur F4x4 stofnað síðu fyrir videómyndir félagsmanna á eitthverja safnsíðu sem klúbburinn tengist?

    Kveðja SBS aðeins byrjunin.





    11.12.2010 at 02:54 #649394
    Profile photo of Magnús Guðmundsson
    Magnús Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 141
    • Svör: 1565

    Sæll Sigurður, Ég ætla að mæla með þér í Vefnefnd fyrir komandi aðalfund. Það þarf einhverja svona hugsjónarmenn og drifkrafta til að sinna þessu.

    Kv. Magnús G.





    11.12.2010 at 13:15 #649396
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Þakka ykkur fyrir innleggin og þér Magnús fyrir traustið. Í vefnefnd þarf að vera blandaður hópur það er ötull tæknimentaður maður í tölvunafræðum. Síðan þarf áhugasama einstaklinga hvað varðar alla starfsemi klúbssins einn fyrir hvert eða fleirri svið. Þessi störf þurfa að vera þannig skipulögð að ekki leggist öll vinna á einn mann eða tvo. Töluverða vefsíðuvinnu þarf að kaupa til að byrja með eins og búið er að ákveða til að koma síðunni í stand. Gott væri nú að stjórn eða vefsíðunefnd skelltu hér inn nokkrum setningum um hvað frammundan er.

    Kveðja SBS.





  • Author
    Replies
Viewing 15 replies - 101 through 115 (of 115 total)
← 1 … 5 6

The topic ‘Nýr vefur Ferðaklúbbsins 4×4’ is closed to new replies.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.