FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Nýr vefur Ferðaklúbbsins 4×4

by Ásgeir J. Sigurðsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Vefsíðan › Nýr vefur Ferðaklúbbsins 4×4

This topic contains 115 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of  Anonymous 14 years, 5 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 12.06.2009 at 10:36 #204616
    Profile photo of Ásgeir J. Sigurðsson
    Ásgeir J. Sigurðsson
    Participant

    Þá er nýi vefurinn orðinn nokkurra daga gamall og eins og við er að búast eru skiptar skoðanir um ágæti hans.

    Markmið þessa þráðar er að geyma á einum stað spurningar og svör /gagnrýni/hrós varðandi nýja vefinn. Vefnefnd mun vakta þráðinn og svara eins fljótt og vel og okkur er unnt.

    Spurt hefur verið hvort ekki hefði frekar átt að nota tímann og peningana í að bæta ástand gamla vefsins. Því er til að svara að kjarni vefsins var fastbundinn við ákveðna útgáfu af gagnagrunninum og höfum við engan aðgang til að breyta því. Einnig voru ýmsir gallar á bæði Kerfisstjóra- og notendahluta, sem of langt mál væri að telja upp hér. Það varð því niðurstaðan að ekki væri fýsilegt að eyða meiri tíma gamla vefinn og frekar útbúa nýjan sem byggði á opnum hugbúnaði.

    Smáauglýsingar. Eins og kom fram í frétt á forsíðunni þá var tekin sú ákvörðun að flytja ekki gamlar auglýsingar yfir, enda ekki mikið varðveislugildi í þeim og eins að notendur væru fljótir að smella innn nýjum auglýsingum. Hugmyndin er svo að auglýsingum eldri en 6 – 12 mánaða verði sjálfkrafa eytt úr kerfinu.

    Bent hefur verið á að flokkarnir í smáauglýsingunum séu of margir og vonlaust að fletta í gegnum auglýsingarnar í tímaröð. Þessu erum við fyllilega sammála og er ætlunin að fækka flokkunum í þrjá : „Til sölu“, „Óskast keypt“ og „Fyrirtæki og þjónusta“.
    Rétt er að taka fram, að í stað þess að setja inn sömu auglýsinguna aftur og aftur, þá er nóg að bæta við innleggi (bump) á auglýsingaþráðinn, þá færist þráðurinn sjálfkrafa efst á lista. Við treystum á að menn noti þennan fídus sparlega.

    Spjallið. Við völdum að nota phpbb3 sem spjallkerfi. Valið hefur verið gagnrýnt og sagt að verið væri að herma eftir öðrum vefum s.s. kvartmila.is o.fl. Því er til að svara að ef svo er, þá erum við einnig að herma eftir ljosmyndakeppni.is, kruser.is og ógrynni annarra vefsíðna sem til eru. Það er einfaldlega v.þ.a. allar þessar síður eru að nota phpbb eða önnur sambærileg spjallkerfi. Það er heldur ekkert annað en kostur að hafa spjallkerfi sem virkar eins og flest öll spjallkerfi á netinu gera í dag.

    Þær breytingar / lagfæringar sem verið er að vinna í spjallinu eru m.a.:

    • Hægt verði að sjá fullt nafn og félagsnúmer við innlegg á spjallþráðum – Þetta dettur inn á næstu dögum.
    • Opna fyrir innanfélagsmálin fyrir félagsmenn – Dettur inn á sama tíma og birting nafna.
    • Lagfæra hlekki á innleggjum frá gamla spjallinu. Þetta er afar þung keyrsla sem fer fram að nóttu til og væntanlega nú um helgina.
    • Virkja leit á spjallþráðum og smáauglýsingum og laga teljara.

    Bent hefur verið á að grái liturinn sé óþægilegur fyrir þá sem eru ekki með 100% sjón. Við munum skoða leiðir til að bæta úr því, en við val á litasamsetningu (litaleysi) var reynt að hafa til hliðsjónar að litir væru sem hlutlausastir og þægilegir. Of mikil litagleði er ekkert sérstaklega þægileg fyrir augun.

    Myndasafnið. Unnið er hörðum höndum að koma myndasafninu í gagnið. Ætlunin er að nota Gallery2 (sem er eitt besta tólið í slíkt verkefni) fyrir þann hluta vefsins. Því miður getum við ekki gefið upp nákvæma tímasetningu á hvenær þessi hluti verður tilbúinn, en við leggjum mikla áherslu á að þessi mikilvægi hluti vefsins verði kominn í loftið sem allra fyrst.

    Internet Explorer 6. Þessi ævaforni vafri virkar ekki sérlega vel á vefnum. Reyndar er hann svo gamall að það ætti að vera löngu búið að farga honum. Mælum með að uppfært sé í IE 7 eða 8. Eða bara að skipta yfir í annan vafra s.s. Firefox 3, Google Chrome eða Opera.

    Hvað er svo framundan? Næsta skref er svo að skella inn GPS safninu, bæta við wiki tengingu, laga persónulegu síðurnar, laga nýskráningarsíðuna, laga þýðingar á textum og ótal margt fleira.

    Allar tillögur um viðbætur / úrbætur eru vel þegnar svo framarlega sem þær eru á málefnalegum nótum. Upphrópanir og skítkast eru engum til framdráttar.

    Fyrir hönd Vefnefndar,

    Ásgeir,
    R-3725.

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 41 through 60 (of 115 total)
← 1 2 3 4 … 6 →
  • Author
    Replies
  • 29.06.2009 at 10:44 #649248
    Profile photo of Ásgeir J. Sigurðsson
    Ásgeir J. Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 168

    [quote="Lella":mx0abufs]Get ég á þessum vef séð þræði sem ég hef skrifað í ? og auglýsingar sem ég hef sett inn ? Ég er ekki að finna þessa möguleika. Annað man ekki betur en það hafi verið sagt að fréttir væru tímastilltar, þannig að þegar viðburðurinn væri búinn þá hyrfi fréttin af forsíðunni ? er mig að misminna ? allavega er mest áberandi á forsíðunni það sem er búið en ekki auglýsing um sumarhátið sem er framundan svona til dæmis.[/quote:mx0abufs]
    þær fréttir sem settar eru inn með takmörkun á birtingartíma detta út sjálfkrafa sbr. að fréttin um flateyjarferð húsavíkurdeildar er dottin út. mig minnir svo að fréttin um ferð í réttartorfu detti út á morgun.
    þú átt að geta séð þína pósta með því að smella á hlekkinn "Sýna mína pósta" þegar þú ert innskráð.

    [quote="straumur":mx0abufs]Og hvernig er með valmöguleikann á að eyða auglýsingu og eða breyta?? Það vantar klárlega……..[/quote:mx0abufs]
    við viljum leyfa ótakmarkaðan tíma á breytingar á auglýsingunum, en ekki á spjallinu. þetta eru viðbætur sem þarf að setja inn í spjallkerfið og eru akkúrat í prófun hjá okkur núna.





    29.06.2009 at 11:01 #649250
    Profile photo of Stefanía Guðjónsdóttir
    Stefanía Guðjónsdóttir
    Member
    • Umræður: 18
    • Svör: 1389

    Og þá langar mig í framhaldi að spyrja er þá búið að deleta Flateyjarferðinni úr frétta/tilkynningasafni vefsíðunnar á forsíðunni.
    Þannig að ef ég er án nettengingar í einhvern tíma þá þýðir ekkert fyrir mig að fara á vefsíðuna til að skoða hvað sé búið að vera að gerast á meðan ég var án netsambands… ef það hefur á annað borð ratað á forsíðuna eða er ég að misskilja?





    29.06.2009 at 11:26 #649252
    Profile photo of Ásgeir J. Sigurðsson
    Ásgeir J. Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 168

    [quote="stef":3jp5uxjt]Og þá langar mig í framhaldi að spyrja er þá búið að deleta Flateyjarferðinni úr frétta/tilkynningasafni vefsíðunnar á forsíðunni.
    Þannig að ef ég er án nettengingar í einhvern tíma þá þýðir ekkert fyrir mig að fara á vefsíðuna til að skoða hvað sé búið að vera að gerast á meðan ég var án netsambands… ef það hefur á annað borð ratað á forsíðuna eða er ég að misskilja?[/quote:3jp5uxjt]
    fréttinni er ekki eytt, bara ekki sýnd eftir lokadagsetningu birtingar.





    29.06.2009 at 14:14 #649254
    Profile photo of Einar Steinsson
    Einar Steinsson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 752

    [quote="asigurds":bkyg39zr] við viljum leyfa ótakmarkaðan tíma á breytingar á auglýsingunum, en ekki á spjallinu. þetta eru viðbætur sem þarf að setja inn í spjallkerfið og eru akkúrat í prófun hjá okkur núna.[/quote:bkyg39zr]
    Það er líka pirrandi að þegar maður fer í linkana: "[b:bkyg39zr][i:bkyg39zr]Sýna pósta sem ekki hefur verið svarað • Sýna nýja pósta • Sýna virkar umræður[/i:bkyg39zr][/b:bkyg39zr]" þá koma allar auglýsingarnar innan um umræðurnar. Ég hef verið að velta fyrir mér hvort það hefði verið betra fyrir ykkur að setja upp tvær uppsetningar af phpBB, aðra fyrir spjall en hina fyrir auglýsingar en hugsamlega hefði það samt búið til fleiri vandamál heldur en að það leysti. En það að nota spjallkerfið fyrir auglýsingar er eitthvað sem mér finnst að öðru leiti vera að koma vel út.
    Síðan vantar að sjálfsögðu linkana: "[b:bkyg39zr]Sýna nýjar auglýsingar • Sýna allar auglýsingar[/b:bkyg39zr]"





    03.07.2009 at 06:29 #649256
    Profile photo of Arngrímur Kristjánsson
    Arngrímur Kristjánsson
    Participant
    • Umræður: 14
    • Svör: 403

    Ég spyr, hvar er myndaalbúmið sem var talaðu um að kæmi í síðustu viku, hvenær förum við að SJÁ einhverjar lagfæringar og breytingar hérna á síðuni.

    Ég verð að segja fyrir mitt leiti að ég get ekki séð að neitt hafi gerst hérna síðan að þessi vefur fór í loftitð hefði ekki verið skinsamlegra af vefnefnd að bíða með að setja þessa síðu í loftið þar til að þeir hefðu verið tilbúnir með meira efni á henni.

    Maður heiri enn fleirri raddir um það að þetta sé að verða algjört klúður og farið að taka allt of langan tíma, það er nákvæmlega ekki neitt var í þessa síðu eins og hún er núna.
    Til hvers að vera með prófíla þar sem maður getur sett inn fult af uppl. en svo fær maður ekki að ráða hvað maður opinberar af þeim eða neitt.

    Ef það fara ekki að sjást neinar breytingar hérna þá endar það bara með því að fólk missir endanlega allan áhuga á þessu, ég bý erlendis og er með breyttan bíl hérna, margir hafa spurt mig hvort að það sé ekki einhver ein síða sem er með uppl og er með myndir og þessháttar, ég verð að viðurkenna að ég get ómöglega bent mönnum á þessa síðu þar sem að hún hefur nákvæmlega ekki neitt að bjóða upp á eða sýnir eitt eða neitt.

    Ég legg til að vefnefnd svari þessum pósti með því að sína eitthvað í verki en ekki koma með einhverjar afsakanir eða eitthvað svoleiðs hérna á spjallinu.

    Arngrímur Kristjánsson
    R-1435





    03.07.2009 at 07:59 #649258
    Profile photo of Jóhann Þröstur Þórisson
    Jóhann Þröstur Þórisson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 579

    Ég er sammála þér i þessu Addi það hefur ekkert skeð sjáanlegt síðan vefurinn opnaði er farinn að sakna myndanna og eins finnst mér leiðinlegt hvernig spjall og auglýsingar eru uppsettar, þe að þurfa alltaf að skipta um flokk til að skoða næsta þráð ef það hittist ekki svo vel á að hann er skrifaður í sama flokknum.
    kv Jóhann





    03.07.2009 at 21:36 #649260
    Profile photo of Stefán Stefánsson
    Stefán Stefánsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 2647

    [quote:3qb333gg]Til hvers að vera með prófíla þar sem maður getur sett inn fult af uppl. en svo fær maður ekki að ráða hvað maður opinberar af þeim eða neitt.[/quote:3qb333gg]

    Þetta er að vísu alveg rétt og það ætti varla að vera mikið vandamál að opna á þessa möguleika miðað við hvað þetta kerfi er sagt notendavænt fyrir stjórnendur.

    Annars hugsa ég að vefnefndin sé í útilegu eins og langflestir íslendingar núna og ekki er hægt að ætlast til að menn setji eigið líf á hold út af einni vefsíðu sem er unnin í sjálfboðavinnu.





    13.07.2009 at 21:02 #649262
    Profile photo of Helena Sigurbergsdóttir
    Helena Sigurbergsdóttir
    Member
    • Umræður: 115
    • Svör: 2416

    [quote="dagaffi":oyxf467b]Þetta verður keyrt inn í vikunni. Hér eru nokkur sönnunargögn um að meira en ekki neitt sé að gerast í þessu.

    -haffi

    [attachment=2:oyxf467b]MyAlbums.jpg[/attachment:oyxf467b]

    [attachment=1:oyxf467b]SlideShow.jpg[/attachment:oyxf467b]

    [attachment=0:oyxf467b]ItsAlive.jpg[/attachment:oyxf467b][/quote:oyxf467b]

    haffi hvaða vika er þetta sem þú ert að tala um ? eða kannski hvaða ár ?
    kv Lella
    ps. enn einn ann markinn, afhverju kemur ekki dagsetning með því sem maður vitnar í ?
    allavega haffi skrifaði þetta 23. júní 2009





    14.07.2009 at 21:46 #649264
    Profile photo of Arngrímur Kristjánsson
    Arngrímur Kristjánsson
    Participant
    • Umræður: 14
    • Svör: 403

    Ég verð nú bara að sega það fyrir mitt leiti að þessi síða er farin að verða eitt klúður, hver hefur svosem gaman af því að skoða einhverja síðu þar sem nákvæmlega ekkert virkar allavega er ég allveg að missa mína þolimæði á þessu.

    ég stór efa að ég komi nokurntíman til með að setja inn myndir sem ég er búin að vera gera klára til að sitja inn því ég einfaldlega nenni ekki að bíða lengur eftir þessu, held að FACEBOOK komi til með að gagnast mér mun betur en þessi síða.

    Kveðja
    Addikr
    R-1435





    15.07.2009 at 09:38 #649266
    Profile photo of Víðir Lundi
    Víðir Lundi
    Participant
    • Umræður: 37
    • Svör: 325

    Verð að segja að fyrir mig þá er þessi síða alls ekki að gera sig,,,miðað við að maður fór oft a dag inná þá gömlu en maður vill helst ekki fara hér inn,,,Leiðinlega uppsett síða að flestu eða jafnvel öllu leiti,,,,litlaus og ljót,,,,og ja myndaalbúmið hvar er það eiginlega???alveg hroðalegt klúður þessi síða.Hefði allvega verði gáfulegra að klára hana áður en hun var opnuð.

    Víðir Lundi

    Gambri4x4





    15.07.2009 at 12:53 #649268
    Profile photo of Hilmar Örn Smárason
    Hilmar Örn Smárason
    Participant
    • Umræður: 22
    • Svör: 493

    Hva er þetta keppni í því hver getur tuðað og grenjað mest, standiði nú upp frá tölvunni og fariði út og njótið sumarsins, þá þurfið þið ekki að skoða myndir af því hvernig íslensk náttúra lítur út.
    Vefsíðan mun skána hvort sem að það verður á morgun eða eftir mánuð, getur ekki verið að liggi svo mikið á þessu yfir há sumarið.

    sumarkveðja Hilmar Örn Smárason





    15.07.2009 at 23:20 #649270
    Profile photo of Erlingur Harðarson
    Erlingur Harðarson
    Participant
    • Umræður: 75
    • Svör: 1668

    Nýr vefur, gott og blessað. Hann er raunar ekkert fallegur en hvað um það, vef- og viðmótshönnuðir eru ljóslega ekki með í pakkanum.
    Ég, sem félagsmaður, vil þá endilega fá að vita hvað þetta kostar og ef eitthvað, fyrir hvað var verið að borga. Vinnan við innslátt á texta er að líkindum unnin í sjálfboðavinnu sem er gott framtak. Vefviðmótið kostar ekki neitt, ekki hefur verið keypt nein hönnun á vefinn miðað við útlitið svo að þá er nú fátt eitt eftir.
    Ég sem kerfisstjóri á nokkuð stóru neti tel mig geta sett fram svona vef einn og óstuddur á einum til tveimur dögum og þá með þeim innslætti sem kominn er miðað við að hafa vélbúnað til þess.
    Er til eitthvert innleiðingarferli og framkvæmdaplan, var farið eftir einhverju líkani eða notendur vefsins spurðir hvernig þeir vilja sjá vefinn sinn? Þetta er nefninlega okkar vefur, það erum við sem borgum brúsan kæra vefnefnd. Mér fyndist ekki til of mikils mælst þó að vefnefnd og þeir aðilar sem hafa staðið að þessum vef segi okkur nú allt af létta. Er eitthvað sem við getum gert, vantar mannskap, tæknihjálp eða búnað. Á meðal félagsmanna eru eflaust margir sem kunna eitt og annað í tölvumálum. Til dæmis hef ég boðið fram krafta mína nokkrum sinnum en ekki verið þegnir. Ég tel mig ásamt fleirum full færa til að gera eitthvað þarna, ég rek þó fjandakornið um 40 lén. Það munar ekkert um eitt í viðbót.
    Vefnefnd ég skora á ykkur að svara skilmerkilega spurnungum sem brenna á vörum félagsmanna. Ég lít ennþá á þennan vef sem algert sunnlenskt bruðl og leyfi mér að efast um hollustu þeirra sem standa að þessu þar til skýringar fást.
    Það má heldur ekki gleyma því að vefurinn þarf ekki að vera flottasti vefurinn, hann þarf bara að virka og þar er spjallið og myndasíðurnar efstar á blaði.

    Kveðja:
    Erlingur Harðar





    22.07.2009 at 23:04 #649272
    Profile photo of Júníus Guðjónsson
    Júníus Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 46
    • Svör: 256

    Hjálp!
    Ég er einn af þeim sem glataði lykilorðinu með nýja vefnum. Lét senda nýtt en get ekki með nokkru móti séð hvernig ég get breytt því aftur í gamla lykilorðið.





    19.08.2009 at 22:44 #649274
    Profile photo of Lárus Elíasson
    Lárus Elíasson
    Participant
    • Umræður: 30
    • Svör: 408

    [b:2y0kwwho]Aðal galli vefsins er sjálfhverfni stjórnar 4×4.[/b:2y0kwwho]

    Á meðan það efni sem mest er flett, spjallið og auglýsingarnar eru í felulitum á illa uppsettum smáreitum á kantinum þá er allt miðjusvæðið notað fyrir nokkurra mánaða gamlar tilkynningar stjórnar (í almennilegri upsetningu).

    Alveg ótengt virkni vefsins uppsetningu og gæði hugbúnaðar, sem menn hafa verið að fjalla um hér fyrir ofan, þá er grunn lögmálið um halda honum lifandi farið!!!

    Það kemur ný tilkyning frá stjórn á 1 mánaðar fresti en nýjar auglýsingar eru sennilega 10 á dag og hreyfingar á spjalli svipað margar (ENNÞÁ).

    Vil vara félagsmenn við, að við það er "deyða" vefinn svona er hætt við að félagsmenn hætti að opna hann daglega sem er þá spírall sem skilur ekkert eftir nema tilkynningar stjórnar (og þá engar greiddar auglýsingar í bannerum).

    l.





    19.08.2009 at 22:56 #649276
    Profile photo of Helena Sigurbergsdóttir
    Helena Sigurbergsdóttir
    Member
    • Umræður: 115
    • Svör: 2416

    ég vil ýtreka fyrri spurningar mínar til vefnefndar ofar í þessum þræði ? eða ég hélt að það hefði verið í þessum þræði en ég finn ekki pistilinn ? óska eftir hjálp til að finna pistilinn sem ég skrifaði fyrir nokkrum mánuðum ?
    eina sem ég hef séð breytast er að myndaalbúmið er komið og ég gat ekki í fljótu bragði sett inn myndir í fyrsta og eina skiptið sem ég fór þangað inn, efast um að ég reyni það á næstunni. Hver er umferðin hér á dag ? allavega fór ég hér inn nokkrum sinnum á dag og fer núna 1-2 í viku ? eru fleiri þannig ?
    ef ekki fer að sjást róttæk breyting hér STRAX vil ég fá gamla vefin í loftið aftur ?
    Það styttist í félagsfund í september, ætlar vefnefnd að mæta þangað og sitja fyrir svörum ?
    og stillingar atriðið að það sjáist hver er á bak við nikkið ? á ekkert að fara að laga það ?
    gjörsamlega óþolandi þessi nikk hérna
    kv Lella
    Helena Sigurbergsdóttir R-2703 fræg fyrir þolinmæði





    20.08.2009 at 00:01 #649278
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sælir væntnlegir syrgjendur.

    Á líkbílum eru svartir sorgarfánar.
    Það sést á efsta hlut síðunnar hvert klúbburinn stefnir.

    Samúðarkveðjur Sigurður B. Sigurjónsson.





    20.08.2009 at 18:51 #649280
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Og nú þegar myndaalbúmið er komið þá nennir maður ekki að skoða það því að maður veit ekki hvort maður er að skoða nyjar eða gamlar myndir, mér fannst frábært á gömlu síðunnu að þar voru alltaf nýjustu myndirnar fremst þegar þú opnaðir galleríið mér sýnist svo ekki vera með þetta albúm.
    kveðja Helgi





    20.08.2009 at 19:47 #649282
    Profile photo of Ólafur Magnússon
    Ólafur Magnússon
    Participant
    • Umræður: 122
    • Svör: 1299

    Gaman að sjá að nöldrararnir eru komnir úr sumarfríi og byrjaðir að nöldra, nú fer þetta að verða eins og þetta á að vera, allt að komast í rútínu og maður farinn að þekkja sitt fólk aftur ….

    Kv. Óli





    20.08.2009 at 19:56 #649284
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Velkominn heim Óli minn. Gamla ísland er semsagt á sama stað og það var :-) he he





    20.08.2009 at 20:10 #649286
    Profile photo of Kristján Logason
    Kristján Logason
    Participant
    • Umræður: 72
    • Svör: 1100

    Einnig er stór galli að spjallsvæði er ekki ein heild eins og á gömlu síðuni, einnig auglýsingar, að geta skoðað spjallið í heild en ekki þurfa að fara flokk úr flokk til að skoða umræður, sama á við um auglýsingar. Svona fyrirkomulag dregur mikið úr lestri og einstaka flokkar deyja bara út.

    Einnig er ekki kominn sá möguleiki að eyða auglýsingu eða breyta sem er ´STÓR galli. AÐ geta ekki klikkað á notanda og séð prófíl og myndaalbúm og auglýsingar sem notandi er með í gangi án þess að fara að leita af þeim.

    Þetta kannski lagast allt eftir sumarfrí, en þetta hefði alveg mátt græja áður en síðuni var hleypt í loftið.

    Kv, Kristján





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 41 through 60 (of 115 total)
← 1 2 3 4 … 6 →

The topic ‘Nýr vefur Ferðaklúbbsins 4×4’ is closed to new replies.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.