FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Nýr vefur Ferðaklúbbsins 4×4

by Ásgeir J. Sigurðsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Vefsíðan › Nýr vefur Ferðaklúbbsins 4×4

This topic contains 115 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of  Anonymous 14 years, 5 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 12.06.2009 at 10:36 #204616
    Profile photo of Ásgeir J. Sigurðsson
    Ásgeir J. Sigurðsson
    Participant

    Þá er nýi vefurinn orðinn nokkurra daga gamall og eins og við er að búast eru skiptar skoðanir um ágæti hans.

    Markmið þessa þráðar er að geyma á einum stað spurningar og svör /gagnrýni/hrós varðandi nýja vefinn. Vefnefnd mun vakta þráðinn og svara eins fljótt og vel og okkur er unnt.

    Spurt hefur verið hvort ekki hefði frekar átt að nota tímann og peningana í að bæta ástand gamla vefsins. Því er til að svara að kjarni vefsins var fastbundinn við ákveðna útgáfu af gagnagrunninum og höfum við engan aðgang til að breyta því. Einnig voru ýmsir gallar á bæði Kerfisstjóra- og notendahluta, sem of langt mál væri að telja upp hér. Það varð því niðurstaðan að ekki væri fýsilegt að eyða meiri tíma gamla vefinn og frekar útbúa nýjan sem byggði á opnum hugbúnaði.

    Smáauglýsingar. Eins og kom fram í frétt á forsíðunni þá var tekin sú ákvörðun að flytja ekki gamlar auglýsingar yfir, enda ekki mikið varðveislugildi í þeim og eins að notendur væru fljótir að smella innn nýjum auglýsingum. Hugmyndin er svo að auglýsingum eldri en 6 – 12 mánaða verði sjálfkrafa eytt úr kerfinu.

    Bent hefur verið á að flokkarnir í smáauglýsingunum séu of margir og vonlaust að fletta í gegnum auglýsingarnar í tímaröð. Þessu erum við fyllilega sammála og er ætlunin að fækka flokkunum í þrjá : „Til sölu“, „Óskast keypt“ og „Fyrirtæki og þjónusta“.
    Rétt er að taka fram, að í stað þess að setja inn sömu auglýsinguna aftur og aftur, þá er nóg að bæta við innleggi (bump) á auglýsingaþráðinn, þá færist þráðurinn sjálfkrafa efst á lista. Við treystum á að menn noti þennan fídus sparlega.

    Spjallið. Við völdum að nota phpbb3 sem spjallkerfi. Valið hefur verið gagnrýnt og sagt að verið væri að herma eftir öðrum vefum s.s. kvartmila.is o.fl. Því er til að svara að ef svo er, þá erum við einnig að herma eftir ljosmyndakeppni.is, kruser.is og ógrynni annarra vefsíðna sem til eru. Það er einfaldlega v.þ.a. allar þessar síður eru að nota phpbb eða önnur sambærileg spjallkerfi. Það er heldur ekkert annað en kostur að hafa spjallkerfi sem virkar eins og flest öll spjallkerfi á netinu gera í dag.

    Þær breytingar / lagfæringar sem verið er að vinna í spjallinu eru m.a.:

    • Hægt verði að sjá fullt nafn og félagsnúmer við innlegg á spjallþráðum – Þetta dettur inn á næstu dögum.
    • Opna fyrir innanfélagsmálin fyrir félagsmenn – Dettur inn á sama tíma og birting nafna.
    • Lagfæra hlekki á innleggjum frá gamla spjallinu. Þetta er afar þung keyrsla sem fer fram að nóttu til og væntanlega nú um helgina.
    • Virkja leit á spjallþráðum og smáauglýsingum og laga teljara.

    Bent hefur verið á að grái liturinn sé óþægilegur fyrir þá sem eru ekki með 100% sjón. Við munum skoða leiðir til að bæta úr því, en við val á litasamsetningu (litaleysi) var reynt að hafa til hliðsjónar að litir væru sem hlutlausastir og þægilegir. Of mikil litagleði er ekkert sérstaklega þægileg fyrir augun.

    Myndasafnið. Unnið er hörðum höndum að koma myndasafninu í gagnið. Ætlunin er að nota Gallery2 (sem er eitt besta tólið í slíkt verkefni) fyrir þann hluta vefsins. Því miður getum við ekki gefið upp nákvæma tímasetningu á hvenær þessi hluti verður tilbúinn, en við leggjum mikla áherslu á að þessi mikilvægi hluti vefsins verði kominn í loftið sem allra fyrst.

    Internet Explorer 6. Þessi ævaforni vafri virkar ekki sérlega vel á vefnum. Reyndar er hann svo gamall að það ætti að vera löngu búið að farga honum. Mælum með að uppfært sé í IE 7 eða 8. Eða bara að skipta yfir í annan vafra s.s. Firefox 3, Google Chrome eða Opera.

    Hvað er svo framundan? Næsta skref er svo að skella inn GPS safninu, bæta við wiki tengingu, laga persónulegu síðurnar, laga nýskráningarsíðuna, laga þýðingar á textum og ótal margt fleira.

    Allar tillögur um viðbætur / úrbætur eru vel þegnar svo framarlega sem þær eru á málefnalegum nótum. Upphrópanir og skítkast eru engum til framdráttar.

    Fyrir hönd Vefnefndar,

    Ásgeir,
    R-3725.

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 115 total)
1 2 … 6 →
  • Author
    Replies
  • 12.06.2009 at 11:48 #649168
    Profile photo of Steinmar Gunnarsson
    Steinmar Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 8
    • Svör: 381

    Sælir félagar
    Ég lýsi ánægju minni með nýjan vef klúbbsins. Þó langar mig að benda á það að skráningin gefur ekki færi á að skrá upplýsingar eins og símanúmer og póstnúmer erlendis. Þetta er til baga, fyrir mig, þar sem ég bý erlendis og mun gera einhver ár til viðbótar.
    Eins er innsetning prófílmyndar ekki eins einföld og ég hefði kosið, þar sem stendur að myndin verði minnkuð sjálfkrafa, en svo er henni hafnað vegna þess að hún er of stór. Þarna spilar kannski inní að ég er ekki mjög tölvufær maður. Kannski ég þurfi bara að læra betur á hina ýmsu afkima tölvunnar.
    Ég bíð spenntur eftir nýju myndaalbúmi.
    Yfir allt, hreinleg síða og einföld aflestrar.

    Bestu þakkir til vefnefndar.
    Kveðja úr ríki Þórhildar
    Steinmar





    12.06.2009 at 12:08 #649170
    Profile photo of Tryggvi R. Jónsson
    Tryggvi R. Jónsson
    Participant
    • Umræður: 50
    • Svör: 2648

    Smá gagnaflutningsfifferí:
    Við flutning á upplýsingum um símanúmer hefur síðasti tölustafur dottið út hjá þeim sem skrifuðu á gamla vefnum: XXX-XXXX





    12.06.2009 at 13:05 #649172
    Profile photo of Arngrímur Kristjánsson
    Arngrímur Kristjánsson
    Participant
    • Umræður: 14
    • Svör: 403

    Ég vill byrja á því að óska klúbbnum til hamingju með síðuna áður en ég kem með mínar athugasemdir.

    Athugasemdir mínar eru eftirfarandi:

    1) póstnúmer, þarf að gefa kost á lengri póstnúmerum
    2) má bæta við dálk fyrir land annarvegar og borg/bæ hinsvegar (það éru víst margir búnir að flýja land í dag)
    3) um bílinn, 200 stafabil eru engan vegin nóg þarf að vera leifð a.m.k. 1.000 stafabil (er sjálfur með mjög stutta lýsingu á bílnum og er hún samt 473 stafabil)
    4) má gera ráð fyrir lengri bílnúmerum (erlend númer eru oft lengir en 5 stafir/tölustafir)
    5) erlend símanúmer eru yfirleitt lengri en íslensk, tala nú ekki um þegar komið er landnúmer líka.

    Ég ættla að láta þetta duga í bili en á eflaust eftir að koma með fleirri athugasemdir seinna

    Kveðja
    Addikr
    R-1435





    12.06.2009 at 13:22 #649174
    Profile photo of Einar Steinsson
    Einar Steinsson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 752

    Sem einn af "útlendingunum" tek ég undir alla liði í athugasemdum "addakr"

    Hvað varðar breytingar á auglýsingaflokkum þá hef ég efasemdir um að fækka þeim svona mikið eins og verið er að tala um en örugglega má fækka þeim eitthvað. Legg til eftirfarandi:
    -Allt annað
    -Auka og varahlutir
    -Jeppar
    -Fyrirtæki og þjónusta
    -Vagnar og viðhengi
    -Önnur ökutæki
    -Óskast keypt





    12.06.2009 at 20:35 #649176
    Profile photo of Einar Steinsson
    Einar Steinsson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 752

    Þegar komið er inn á forsíðu spjallsins eru þrír linkar fyrir ofan spjallþráðarflokkana:
    [b:26fps8j2]Sýna pósta sem ekki hefur verið svarað • Sýna nýja pósta • Sýna virkar umræður[/b:26fps8j2]
    Þetta er gott og blessað og mjög gagnlegt, gallinn við þetta er hins vegar sá að þetta les líka upp úr auglýsingunum og spjallþræðir og auglýsingar koma í belg og biðu undir þessum linkum. Þetta þyrfti að laga ef hægt er.





    13.06.2009 at 16:28 #649178
    Profile photo of Magnús Guðmundsson
    Magnús Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 141
    • Svör: 1565

    Þó að ég sé tiltölulega sáttur við vefinn þá er mikið eftir sem þyrfti að kippa í liðin hið snarasta.
    1. Upplýsingar um stjorn, deilda- og nefndamenn.
    2. Heimasíður deilda
    3. Yfirfæra spjallþræði en þar var mikill fróðleikur og nauðsynlegar umræður.
    4. Myndaalbúmið.

    Kv. Magnús
    R 2136





    13.06.2009 at 16:47 #649180
    Profile photo of Hafliði Sigtryggur Magnússon R-3833
    Hafliði Sigtryggur Magnússon R-3833
    Keymaster
    • Umræður: 32
    • Svör: 604

    Í sambandi við punkt 3, þá voru spjallþræðir fluttir yfir strax og síðan fór í loftið, aftur á móti átti eftir að klára leitarþáttinn, þannig að ekki var hægt að leita í spjallinu. Það er vinnsla í gangi núna sem lagar þetta, hún ætti að klárast í dag eða nótt. Það er því hægt að leita núna, en ekki tryggt að allt finnist fyrr en vinnslunni er lokið.
    [b:kc3idqgd]Vegna þessarar vinnslu geta notendur orðið varir við að vefurinn svari stundum seint, því þessi vinnsla er að skapa mikil álag á gagnagrunninn sem er notaður.[/b:kc3idqgd]

    Í sambandi við punkt 4, þá er verið að vinna á fullu í að koma þessu yfir. Vinnan gengur vel og við látum vita um leið og við þorum að lofa dagsetningu.

    Við munum síðan taka viðhaldstíma einn morgun í vikunni þar sem við ætlum að bæta vinnsluminni í þjóninn, þetta verður auglýst síðar.

    Kv. Hafliði





    14.06.2009 at 12:42 #649182
    Profile photo of Friðfinnur Guðmundsson
    Friðfinnur Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 10
    • Svör: 218

    Frábært framtak, ég veit af eigin raun að svona vinna getur tekið tíma og kostað mikla peninga.
    Nokkur atriði mundi ég vilja að benda á ef það hjálpar.

    1. Ég mundi vilja fá meiri upplýsingar um notendur þegar ég ýti á notendanafnið í spjallinu.
    2. Leturgerðir á síðunni eru of margar að mínu mati og leturstærðir eru margar.
    3. Spássíðan hægra meigin mætti halda sér þegar farið er inni í spjallþráð, til að auðlelda manni að fylgjast með virkustu þráðunum án þess að þurfa að fara til baka á browsernum.
    3. Auglýsingar virðast ekki passa eru of litlar.´
    4. Mætti endurnýja myndirnar í hausnum og láta myndirnar feida alveg til hliðanna.
    5. Líklegast er það ekki auðvelt en að hafa tvær leitir finnst mér ekki gott.

    Endurtek að þetta er gott framtak og þeir sem hafa unnið í þessu eiga heiður skilið.





    15.06.2009 at 18:24 #649184
    Profile photo of Arngrímur Kristjánsson
    Arngrímur Kristjánsson
    Participant
    • Umræður: 14
    • Svör: 403

    Það tók 2 ár að koma þessu vef í loftið, þá spyr ég hvað tekur mörg ár að gera hann nothæfan og áhugaverðan, það vantar enþá allt hérna?!?!?!?!?!?!

    Ég hef ekki orðið var við neinar breytingar eða lagfæringar síðan hann fór í loftið þessi nýji vefur og eru mörg ár í að við fáum að sjá myndaalbúmið aftur?????????????

    Addikr
    R-1435





    15.06.2009 at 20:54 #649186
    Profile photo of Sæbjörg Richardsdóttir
    Sæbjörg Richardsdóttir
    Participant
    • Umræður: 20
    • Svör: 127

    Sælir
    Greinilegt að miklar pælingar hafa verið í gangi varðandi nyjan vef – besta mál. Það verður gaman að fá að sjá vefinn þróast áfram.
    Ég er með smáhugmynd um hvort hægt væri að útbúa tengingu milli liða á döfinni og skráningu á viðburðina. Þannig að ef viðburðir í liðnum á döfinni eru skoðaðir væri hægt að skrá sig í ferð/atburð beint af þeirri síðu etv. með því að smella á link sem tengist inn í skráningu.
    Kveðja Didda R-3756





    15.06.2009 at 23:33 #649188
    Profile photo of Ásgeir J. Sigurðsson
    Ásgeir J. Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 168

    [quote="didda":1aasw6p0]Sælir
    Ég er með smáhugmynd um hvort hægt væri að útbúa tengingu milli liða á döfinni og skráningu á viðburðina. Þannig að ef viðburðir í liðnum á döfinni eru skoðaðir væri hægt að skrá sig í ferð/atburð beint af þeirri síðu etv. með því að smella á link sem tengist inn í skráningu.[/quote:1aasw6p0]

    þetta er einmitt á teikniborðinu.





    15.06.2009 at 23:34 #649190
    Profile photo of Helena Sigurbergsdóttir
    Helena Sigurbergsdóttir
    Member
    • Umræður: 115
    • Svör: 2416

    Nákvæmlega, sammála Addi. Finnst mjög skrýtið að þessi vefur skildi ekki kláraður meira áður en hann fór í loftið. Nú er komin vika og ég sé enga breytingu frá því honum var startað.
    Kv Lella sem ætlar að kíkja hingað inn eftir viku





    15.06.2009 at 23:39 #649192
    Profile photo of Ásgeir J. Sigurðsson
    Ásgeir J. Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 168

    [quote="addikr":2hdfsf7i]Það tók 2 ár að koma þessu vef í loftið, þá spyr ég hvað tekur mörg ár að gera hann nothæfan og áhugaverðan, það vantar enþá allt hérna?!?!?!?!?!?!

    Ég hef ekki orðið var við neinar breytingar eða lagfæringar síðan hann fór í loftið þessi nýji vefur og eru mörg ár í að við fáum að sjá myndaalbúmið aftur?????????????[/quote:2hdfsf7i]

    ekki veit ég hvaðan þú hefur þær upplýsingar að vefurinn hafi verið tvö ár í vinnslu, það er kjaftæði.

    en ég get glatt þig með því að það styttist óðum í að myndasafnið komi inn aftur. um helgina var gerð prufukeyrsla á flutningi á myndasafninu sem lofar mjög góðu.





    16.06.2009 at 00:31 #649194
    Profile photo of Stefanía Guðjónsdóttir
    Stefanía Guðjónsdóttir
    Member
    • Umræður: 18
    • Svör: 1389

    [color=#800000:20p5up2o]Hvernig stendur á því að fyrsta frétt á forsíðu er að það vantar skálavörð í setrið í JÚlÍ og ÁGÚST en Landgræðsluferðin sem er næstu helgi og skráningu líkur n.k. fimmtudag er í smádálki sem frétt nr. 2. En þetta er náttúrulega í samræmi við allar aðrar upplýsingar á vefnfum sbr. það eru engar upplýsingar um nefndir á vefnum fyrir þá sem ekki eru skráðir inn og þeir sem eru loggaðir inn þeir fá 2ja ára gamlar nefndir upp á skjáinn. [b:20p5up2o]Mér finnst það benda skýrt til þess að vefurinn hafi verið í amk. 2 ár í vinnslu[/b:20p5up2o][/color:20p5up2o]

    Kv. Stefanía
    ps. ef einhverjum vantar að ná sambandi við nefndarmenn s.s. í síma eða tölvupósti þá er bara að senda mér mail ég er með 2009 nefndarmenn. Þeim sem vantar að ná sambandi við þá sem voru í nefndum fyrir 2 árum er bent á … já f4x4.is logga sig inn og velja svo viðkomandi nefnd.





    16.06.2009 at 06:31 #649196
    Profile photo of Einar Steinsson
    Einar Steinsson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 752

    Stefanía, svarið við spurningu þinni um röðun á fréttum ætti að vera nokkuð augljóst ef þú skoðar dagsetningarnar á fréttunum.





    16.06.2009 at 10:57 #649198
    Profile photo of Stefanía Guðjónsdóttir
    Stefanía Guðjónsdóttir
    Member
    • Umræður: 18
    • Svör: 1389

    Einar svarið er ekki aulgjósara en það að ef þú skoðar neðst á forsíðunni undir fleiri greinar [b:17klgo1r]þá er þar tilkynning frá Skálanefndinni [/b:17klgo1r]um að það vanti skálavörð í Setrið. Nú snýst málið í sjálfu sér ekki um það frá hverjum tilkynningi er heldur hvernig fréttum á síðunni er stjórnað. Hvaða fréttum er verið að skjóta niður og þá með hvaða hætti og á kostnað hverra.
    það að það er stór atburður í félagsstarfi klúbbsins eftir 3 daga eða frá föstudegi fram á sunnudag svo er hann bara búinn. Af hverju er þetta ekki fyrsta frétt á áberandi hátt. Hver er forgangsröðunin. Af hverju var þörf á að uppfæra þessa skálavarða auglýsingu í fyrsta sæti núna en ekki t.d. um eða eftir næstu helgi.
    kv. Stefanía





    16.06.2009 at 12:09 #649200
    Profile photo of Einar Steinsson
    Einar Steinsson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 752

    Eins og ég sagði þá er augljóst hvernig þetta raðast, sem sagt eftir aldri (útgáfudagsetningu eða beitingu), landgræðsluferðar tilkynningunni hefur verið breitt og þar með færist hún aftur upp listann en víkur síðan aftur fyrir nýrri. Tilkynningin sem þú bendir á að sé (næstum því) neðst á síðunni er ekki sú sama og sú sem er efst, þetta eru tvær tilkynningar sendar út um sama efni með 11 daga millibili sú fyrri af einstaklingi en sú síðari af nefnd. Joomla kerfið raðar tilkynningum sjálfgefið í þá tímaröð sem þær eru birtar í og ég er ekki frá því að þetta hafi virkað svipað á gamla vefnum þó að ég ætli ekki að fullyrða það.
    Ég veit svosem ekki hvernig vefnefnd stendur að málum með þennan vef en ég hef aðeins komið að því að uppfæra vefi í nýtt kerfi og það er ekkert til sem heitir að láta nýjan vef spretta fullskapaðan upp á einum degi jafnvel þó að það sé fólk í fullri vinnu við að láta hlutina ganga hvað þá þegar verið er að vinna hlutina í sjálboðaliðsvinnu. Þannig að ég legg til að vefnefnd verði gefnar nokkrar vikur áður en farið er að drulla yfir þeirra störf.





    16.06.2009 at 13:33 #649202
    Profile photo of Stefanía Guðjónsdóttir
    Stefanía Guðjónsdóttir
    Member
    • Umræður: 18
    • Svör: 1389

    Einar
    það gleður mig að þú skulir vera vakinn og sofinn yfir vefnum og allur að vilja gerður að bjóða fram svör. Ég veit hins vegar ekki hvernig þú færð þetta út.
    "[i:18fq8elv]Tilkynningin sem þú bendir á að sé (næstum því) neðst á síðunni er ekki sú sama og sú sem er efst, þetta eru tvær tilkynningar sendar út um sama efni með 11 daga millibili sú fyrri af einstaklingi en sú síðari af nefnd[/i:18fq8elv]." Ég myndi athuga með heimildamann minn ef ég væri í þínum sporum.
    Þetta eru nákvæmlega sömu tilkynningarnar nema í nýrri tilkynningunni er búið að bæta inn 2 línum. Ef þú smellur á linkinn skálanefnd við tilkynninguna þá sérðu að það er sami aðili, formaður vefnefndar, sem setur inn báðar tilkynningar. Sami aðili hefur aðgang að því að uppfæra fréttir á vefnum.
    Það sem ég er að benda á er forgangsröðunin á fréttunum er það óeðlileg krafa að ætlast til þess að sá atburður sem að er næstur í tímatali sé fyrsta frétt og það sé vakin athygli á honum s.s. eins og eitt stykki ferð innan 3ja daga.
    Maður spyr sig.

    kv. Stefanía.





    16.06.2009 at 15:19 #649204
    Profile photo of Ásgeir J. Sigurðsson
    Ásgeir J. Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 168

    Mér finnst það sérkennilegt af varamanni í stjórn að vera að munnhöggvast við nefndarmenn og félaga í klúbbnum hér á vefsíðunni.

    En svo að ég leiðrétti rangfærslurnar sem voru hafðar hér á undan.

    Skálanefnd óskaði eftir að sett yrði inn ný tilkynning vegna skálavörslu og varð ég við þeirri beiðni, án þess að hugsa sérstaklega um það hvernig fréttirnar röðuðust á forsíðuna. Afar einfalt mál og ekkert samsæri í gangi.

    Varðandi það hversu lengi vefurinn er búinn að vera í vinnslu, þá byrjaði Skýrr sína vinnu í kringum mánaðamótin apríl / maí í fyrra. Skýrr menn hafa gripið upplýsingar um nefndir klúbbsins af gömlu síðunni áður en þeim var breytt eftir aðalfund í fyrra. Tal um eitthvað annað er einfaldlega rangfærslur og ekki sæmandi varamanni stjórnar.

    Ef það er þörf fyrir að ræða þetta eitthvað frekar, þá er best að senda okkur í vefnefnd tölvupóst í stað þess að þreyta notendur vefsins með einhverju þrasi.





    18.06.2009 at 21:49 #649206
    Profile photo of Smári Þ.
    Smári Þ.
    Member
    • Umræður: 12
    • Svör: 18

    Takk fyrir að flytja okkur afturá fornöld með þessari síðu.
    Ég fór að minstakosti einu sinni inn á gömlu síðuna, til að skoða myndirnar og auglýsingarnar en núna er bara ömurlegt að skoða þessa síðu.

    Enn og aftur TAKK.

    Kv. Smári Þ.





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 115 total)
1 2 … 6 →

The topic ‘Nýr vefur Ferðaklúbbsins 4×4’ is closed to new replies.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.