This topic contains 115 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 14 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Þá er nýi vefurinn orðinn nokkurra daga gamall og eins og við er að búast eru skiptar skoðanir um ágæti hans.
Markmið þessa þráðar er að geyma á einum stað spurningar og svör /gagnrýni/hrós varðandi nýja vefinn. Vefnefnd mun vakta þráðinn og svara eins fljótt og vel og okkur er unnt.
Spurt hefur verið hvort ekki hefði frekar átt að nota tímann og peningana í að bæta ástand gamla vefsins. Því er til að svara að kjarni vefsins var fastbundinn við ákveðna útgáfu af gagnagrunninum og höfum við engan aðgang til að breyta því. Einnig voru ýmsir gallar á bæði Kerfisstjóra- og notendahluta, sem of langt mál væri að telja upp hér. Það varð því niðurstaðan að ekki væri fýsilegt að eyða meiri tíma gamla vefinn og frekar útbúa nýjan sem byggði á opnum hugbúnaði.
Smáauglýsingar. Eins og kom fram í frétt á forsíðunni þá var tekin sú ákvörðun að flytja ekki gamlar auglýsingar yfir, enda ekki mikið varðveislugildi í þeim og eins að notendur væru fljótir að smella innn nýjum auglýsingum. Hugmyndin er svo að auglýsingum eldri en 6 – 12 mánaða verði sjálfkrafa eytt úr kerfinu.
Bent hefur verið á að flokkarnir í smáauglýsingunum séu of margir og vonlaust að fletta í gegnum auglýsingarnar í tímaröð. Þessu erum við fyllilega sammála og er ætlunin að fækka flokkunum í þrjá : „Til sölu“, „Óskast keypt“ og „Fyrirtæki og þjónusta“.
Rétt er að taka fram, að í stað þess að setja inn sömu auglýsinguna aftur og aftur, þá er nóg að bæta við innleggi (bump) á auglýsingaþráðinn, þá færist þráðurinn sjálfkrafa efst á lista. Við treystum á að menn noti þennan fídus sparlega.Spjallið. Við völdum að nota phpbb3 sem spjallkerfi. Valið hefur verið gagnrýnt og sagt að verið væri að herma eftir öðrum vefum s.s. kvartmila.is o.fl. Því er til að svara að ef svo er, þá erum við einnig að herma eftir ljosmyndakeppni.is, kruser.is og ógrynni annarra vefsíðna sem til eru. Það er einfaldlega v.þ.a. allar þessar síður eru að nota phpbb eða önnur sambærileg spjallkerfi. Það er heldur ekkert annað en kostur að hafa spjallkerfi sem virkar eins og flest öll spjallkerfi á netinu gera í dag.
Þær breytingar / lagfæringar sem verið er að vinna í spjallinu eru m.a.:
- Hægt verði að sjá fullt nafn og félagsnúmer við innlegg á spjallþráðum – Þetta dettur inn á næstu dögum.
- Opna fyrir innanfélagsmálin fyrir félagsmenn – Dettur inn á sama tíma og birting nafna.
- Lagfæra hlekki á innleggjum frá gamla spjallinu. Þetta er afar þung keyrsla sem fer fram að nóttu til og væntanlega nú um helgina.
- Virkja leit á spjallþráðum og smáauglýsingum og laga teljara.
Bent hefur verið á að grái liturinn sé óþægilegur fyrir þá sem eru ekki með 100% sjón. Við munum skoða leiðir til að bæta úr því, en við val á litasamsetningu (litaleysi) var reynt að hafa til hliðsjónar að litir væru sem hlutlausastir og þægilegir. Of mikil litagleði er ekkert sérstaklega þægileg fyrir augun.
Myndasafnið. Unnið er hörðum höndum að koma myndasafninu í gagnið. Ætlunin er að nota Gallery2 (sem er eitt besta tólið í slíkt verkefni) fyrir þann hluta vefsins. Því miður getum við ekki gefið upp nákvæma tímasetningu á hvenær þessi hluti verður tilbúinn, en við leggjum mikla áherslu á að þessi mikilvægi hluti vefsins verði kominn í loftið sem allra fyrst.
Internet Explorer 6. Þessi ævaforni vafri virkar ekki sérlega vel á vefnum. Reyndar er hann svo gamall að það ætti að vera löngu búið að farga honum. Mælum með að uppfært sé í IE 7 eða 8. Eða bara að skipta yfir í annan vafra s.s. Firefox 3, Google Chrome eða Opera.
Hvað er svo framundan? Næsta skref er svo að skella inn GPS safninu, bæta við wiki tengingu, laga persónulegu síðurnar, laga nýskráningarsíðuna, laga þýðingar á textum og ótal margt fleira.
Allar tillögur um viðbætur / úrbætur eru vel þegnar svo framarlega sem þær eru á málefnalegum nótum. Upphrópanir og skítkast eru engum til framdráttar.
Fyrir hönd Vefnefndar,
Ásgeir,
R-3725.
The topic ‘Nýr vefur Ferðaklúbbsins 4×4’ is closed to new replies.