This topic contains 40 replies, has 1 voice, and was last updated by Hafliði Sigtryggur Magnússon R-3833 15 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
11.02.2009 at 19:18 #203794
Góðan daginn,
Nú langar mig mikið að fá að vita hvernig málin standa með nýtt vefumsjónarkerfi og vef sem átti að vera kominn á koppinn fyrir margt löngu.
Þar sem SKÝRR skilaði af sér kerfinu í september í fyrra og þá var eftir að færa gögn á milli og íslenska vefumsjónarhlutann mátti skilja svo að stutt væri að bíða að nýr vefur liti dagsins ljós. En margendurteknar fyrirspurnir félagsmanna hér á vefnum hafa lítinn árangur borið og það eru nú liðnir fimm mánuðir síðan SKÝRR skilaði af sér.
Er ekkert að gerast í málinu? Er hægt að svara einhverju um þetta?
Kv.
Barbara Ósk -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
11.02.2009 at 22:19 #640648
Hey Barbara þú ættir nú að geta lagt saman 2 og 2 og fengið út 4. Þá veistu hvað er að gerast í nýja vefnum
Kveðja Lella
11.02.2009 at 23:27 #640650Ég kann líka reikning en ég veit samt ekki hvað er að gerast !
kv. vals.
11.02.2009 at 23:40 #640652ég vil frekar að menn taki sér tíma í þetta og vandi sig og þannig verði þetta vonandi tiltölulega vandræðalaust. Það muna örugglega margir hvað gerðist síðast þegar síðunni var skipt út !
Sýna þolinmæði og muna að þessir kappar eru að vinna þetta á kvöldin eftir vinnu í sjálfboðavinnu … það er ekki eins og það liggi eitthvað á !
28.02.2009 at 12:27 #640654Sælir,
Nú hef ég ekkert svar fengið frá vefnefnd við þessari fyrirspurn. Eins og ég hef sagt áður þá skilaði SKÝRR vefnum af sér í september. Ekki ætti að vera ástæða fyrir margra mánaða bið eftir því að koma honum í loftið. Sé sú ástæða til væri tilefni til að tíunda hana hér þegar félagsmenn eru að bíða eftir nýjum vef.
Kv.
Barbara Ósk
28.02.2009 at 14:13 #640656Ég er algerlega sammála Barböru um að vefnefnd ætti að svara þessari fyrirspurn. Ég mynni líka á að langlundargeðið var nú ekki í fyrirrúmi hjá sumum núverandi vefnefndarmönnum við síðustu vefskipti. En það er kanski ekki sama hvoru megin við borðið maður situr??
Emil Borg
28.02.2009 at 14:37 #640658Það er nú alveg æðislega augljóst að mörgum finnst betra að vera búinn að skipta um hlið við borðið góða – að sama skapi ættu allir að reyna muna hvernig var að vera hinumeginn.
Benni
Sem hefur verið allt í kringum borðið
28.02.2009 at 15:03 #640660Það er nú langt frá því að ég sé búin að gleyma því hvernig er að sitja hinu megin við borðið og hef trú á því að það gleymist seint.
Hins vegar er fyrirspurn mín langt frá því að vera ósanngjörn eða ókurteis og ég veit ekki til þess að ég hafi sýnt ókurteisi eða hegðun líka því sem ég mátti þola þegar ég sat við hina borðhliðina.
Ég minnist þess þó að almennum fyrirspurnum frá félögum um vinnu nefnda hafi yfirleitt verið svarað. Veit það líka að nefndarmenn annarra nefnda í klúbbnum svara yfirleitt fyrirspurnum hér á vefnum fljótt og skilmerkilega.
Ég hef engan áhuga á að haga mér líkt því sem sumir hafa gert gagnvart mér og reyni því að sýna sjálfsagða kurteisi í fyrirspurnum.
Er eitthvað rangt við að spyrja um vefinn eða að vilja svör???
Kv. Barbara Ósk
28.02.2009 at 15:28 #640662Ég tek heilshugar undir fram komna pósta, “upplýsið líðinn“. Látið vita hvað er í gangi og hvers vegna nýr vefur hefur ekki séð dagsins ljós.
Ég var í vefnefnd og þekki því þetta röfl félagsmanna, en það versta er að láta ekki í sér heyra.
kv. vals.
Es. skelfilegt að geta ekki leiðrétt titillinn
02.03.2009 at 23:01 #640664Hvernig væri nú að vefnefndin færi að svara fyrirspurnum hér?
Getur verið að skortur á svörum hér sé hreinlega vegna þess að ekki sé hægt að viðurkenna að ekkert sé í raun að gerast í vefmálum. Ég get vel skilið að það sé erfitt að svara ef sú er raunin. Reyndar held ég að það væri löngu komið svar ef vinna væri í fullum gangi við síðuna og jafnvel hægt að gefa áætlaðan tíma í síðulok.
Sá vefur sem við erum að nota núna er hægur og leiðinlegur, vefumsjónin handónýt enda var hún aldrei kláruð og beðið eftir því sem á að koma í viðbót við það sem nú er.
Getur verið að nefndin ráði ekki við verkefnið eða hafi ekki tíma? Ef svo er væri þó betra að biðja um aðstoð til að klára heldur en að sitja bara og bíða með hendur í skauti.
Það er ekki ásættanlegt að vefnefndin svari ekki fyrirspurnum um vefinn enda búið að kosta til peningum og tíma í hann.
Enn á ný (í þriðja sinn), getum við fengið svör?
Kv.
Barbara Ósk
03.03.2009 at 00:21 #640666er þetta yfir nánast ekki neinu. Þú segist, Barbara hafa "setið hinum megin við borðið" og munir seint gleyma hve leiðinlegt það gat verið. En hvernig væri þá að vera öðrum til eftirbreitni og hætta þessu tuði yfir ekki neinu sem kalla má. Mér hefur nefninlega alltaf fundist asnalegt þegar fólk talar um hvernig þessi og hinn hluturinn eða aðgerðin geti verið leiðinleg, en láta svo það sama frá sér. Engu líkara en að þér líki við að tuð og röfl sé í gangi hér á vefnum.
Hvernig væri að hringja í einhvern í vefnefnd eða stjórninni og fá nánari svar þaðan í stað þess að reyna án árangurs að skóta menn í kaf hér á (gamla) vefnum. Skil reyndar ekki að nokkrum manni eða konu geti verið illa við núverandi stjórn, sérstaklega ef maður miðar við "stjórnunarhætti" þeirrar sem á undan var. Þar var gengið á að menn gerðu og sögðu það sem stjórnin lagði fyrir; ellegar yrðu afleiðingarnar óhuggulegar.
Kv Hafþór Atli Hallmundsson
03.03.2009 at 01:15 #640668en við vorum á stjórnar og nefndarfundi um daginn og þá sagði Vefnefnd að biðin styttist óðum. Skildist mér að þeir hefðu lent í einhverjum töfum, sem sást ekki fyrir, stuttu fyrir hátíðarnar, en það væri verið að prufukeyra prótótypu útgáfu af nýja vefnum!! (Endilega leiðréttið mig Vefnefnd ef ég fer með fleypur). Ég tek undir fyrirspurnir hér að ofan og tel þær allavega svaraverðar.
Kv. Magnús G.
03.03.2009 at 09:31 #640670Hvaða hátíðir er átt við ?
Bolludaginn ?
Kjötkveðjuhátíðina í RÍÓ ?
Búsáhaldabyltinguna ?Wolf
03.03.2009 at 11:08 #640672Mér finnst mjög skrýtið að vefnefnd skuli ekki geta svarað hér fyrir sig. Held þeir yrðu þreyttir ef allir félagsmenn færu að hringja í þá, því jú þessi vefur er tilvalinn til að miðla upplýsingum og ef ég man rétt þá situr sá maður nú í vefnefnd sem tautaði sem mest um það fyrir ári síðan að það vantaði upplýsingaflæði, en það er svona greinilega ekki sama hvorum megin við borðið menn eru eins og búið er að koma fram.
Magnús varst þú ekki á sama nefndafundi og ég ?
ég heyrði það svar frá vefnefnd að ný vefur yrði ekki komin í loftið fyrir aðalfund, vegna þess að það er búið að vera svo mikið að gerast í þjóðmálunum og svo væru að koma kosningar.
Kveðja Lella
03.03.2009 at 12:40 #640674Daginn.
.
Það er alltaf gaman að því þegar störfum okkar er sýndur svona mikill áhugi.
.
Það sem helst hefur tafið okkur í því að koma nýja vefnum í loftið eru nokkur atriði s.s. efnahagshrunið sem hefur gert það að verkum að tíminn hefur frekar fókusast á launuðu vinnuna okkar. Einnig kom í ljós við prófanir að sú útfærsla sem hafði verið gerð í tengslum við myndasafnið var ekki með góðu móti að ráða við notandafjöldann og því þurfti að leita nýrra leiða. Það mál er nú á lokastigi.
Við erum svo að halda áfram prófunum og lagfæringum á útliti. Hvenær vefurinn verður nákvæmlega kominn í loftið er erfitt að svara, en vonandi innan ekki of langs tíma.
Það er rétt að benda á að vefurinn var síður en svo fullbúinn frá Skýrr, það voru ófá handtök eftir enn.
.
Þótt það kunni að hljóma undarlega, þá eru vefnefndarmenn ekki alltaf að fylgjast með innihaldi allra spjallþráða. Í framtíðinni er því best að senda tölvupóst á Vefnefndina og þá vísa á þráð þar sem verið er að beina opnum fyrirspurnum til okkar, það flýtir fyrir svörum.
.
Kveðja, Ásgeir – vefnefnd.
03.03.2009 at 14:16 #640676Þakka þér fyrir þessar upplýsingar Ásgeir, þetta er eina sem þarf. Nú vita félagsmenn hvernig málin standa, efnahagshrunið, vefurinn ekki klár frá SKYRR, myndaalbúmið ekki gott, mörg handtök eftir, óljós lokadagsetning. Bara flott, ég fæ það allavega á tilfinninguna að það er verið að vinna í málunum og meira þarf ég ekki.
Mér finnst það þung spor að kvarta yfir sjálfboðavinnu sem félagsmenn leggja í þennan félagsskap og á í raun ekki að eiga sér stað. En svona smá komment, “við erum hér“ eða “við erum að vinna í málunum“ svo ég tali nú ekki um fínar útskýringar eins og Ásgeir kemur með, gerir mig rólegan og sáttan.
kv. vals.
Es. ekki það að ég hafi verið eitthvað æstur 😉
03.03.2009 at 18:05 #640678Þakka jákvætt innlegg.
.
Eins og ég benti á, ef það eru einhverjar ósvaraðar fyrirspurnir, þá er lang best að senda tölvupóst á Vefnefndina. Við náum því miður ekki alltaf að fylgjast með því sem fram fer á spjallinu. Ég er svo viss um að því er líkt farið með fleiri nefndir.
.
Við eigum það líka til að gleyma okkur í tölvugruflinu. ;o)
.
Kveðja, Ásgeir.
31.03.2009 at 18:47 #640680:O)
Þessi þráður hefur verið lesinn 3062 sinnum.
31.03.2009 at 19:00 #640682það er ekki rétt hjá þér… það er búið að skoða hann 3091 sinnum :þ
05.04.2009 at 10:53 #640684Þessi þráður hefur verið lesinn 3670sinnum.
05.04.2009 at 11:59 #640686Eruð þið ekki búnir að fatta þetta ?
Facebook er ný 4×4 vefurinn !
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.