This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón Garðar Helgason 15 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Hitti mann núna um helgina, sem sagði mér að í Umhverfisráðuneyti væri nú til umræðu nýr skattur, Fjórhjóladrifsskattur. Hugmyndin væri að leggja sérstakan skatt á ALLAR bifreiðir með drif á öllum hjólum. Takturinn í þeim skatti væri byggður á eigin þyngd farartækisins, þ.e. á bíla að 1000 kg yrði lagður t.d. 100.000 kr. skattur á ári, á bíla 1001 – 1500 kg 150.000, á bíla 1501 – 2000 kg 200.000 kr. á ári og áfram í þessum takti. Þessi maður vissi ekki hvort skatturinn yrði nákvæmlega þessi, en samt „eitthvað sem menn fyndu fyrir“, eins og heimildarmaður hans í ráðuneytinu hefði sagt. Tilgangurinn að draga úr eða hindra eins og mögulegt væri að menn væri að aka á fjórhjóladrifnum bílum, því slíkir væru jú „fjandsamlegri umhverfinu en önnur farartæki“, eins og heimildarmaðurinn mun hafa sagt.
Er þetta kjaftasaga eða ætli þetta geti verið rétt, spyr sá sem alltaf tortryggir allar sögur?
You must be logged in to reply to this topic.