Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Nýr Pajero á 44″
This topic contains 25 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðbrandur Þorkell Guðbra 20 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
03.01.2004 at 19:36 #193384
AnonymousSá í dag nýjan Pajero, gylltan, á 44″.
Er hann nýkominn á götuna ?? Hef ekki séð hann áður.
Og hver er eigandi, kannnski getur hann sent inn myndir af honum. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
03.01.2004 at 20:00 #483242
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þessi er nýkominn á göturnar. Aron hjá jeppaþjónustunni breytti honum. Björn Þorri ætlaði að setja inn myndir við fyrsta tækifæri. Ég verð að sjá þennan bíl. Pæjan á 38" er geggjuð hvað þá á 44". Hvernig fannst þér hann??
Jónas
03.01.2004 at 20:27 #483244Sælir, án allra fordóma þá hefur enginn hvorki talað um né gortað sig af þessum nýju Pajero jeppum af neinu viti
hann BÞV er að vísu á einum "næstum" því nýjum en veit ekki til þess að hann hafi gefið þeim bíl nein sérstök meðmæli samanber þegar hann átti Toyotuna hér áður ?
Hvað hafa þessir bílar svo ofboðslega umfram þá bíla sem nú þegar eru í "lagi" ? og virka flott ?Held að 35" breyting á Pajero sé alveg fullmeira en nóg, held þeir beri varla stærri pakka !!
en hafið þið séð Nissan Subaro 4×4 staðsettann fyrir norðan á 44", hann virkar flott þegar hann er í lagi
kv
js
03.01.2004 at 21:50 #483246Að Pajero þoli ekki nema 35" og Subaru sé fínn á 44". Ert þú eitthvað klikkaður?
Hef reyndar séð þennan Legacy á ferð á fjöllum fyrir austan. Hann vekur allavegna athygli manns, og er snyrtilegur að sjá. En í mínum huga er þetta ekkert annað en grín hjá Groddagenginu.
03.01.2004 at 22:01 #483248
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir!
Heh ég er nú sammála Birki í þessu. (Að Pajero þoli ekki nema 35" og Subaru sé fínn á 44". Ert þú eitthvað klikkaður?) BirkirR.Pæjurnar eru fínir bílar. Það er kannski ekkert búið að vera gorta af þessum bílum enda eru þeir tiltörulega nýir á svo stórum dekkjum.
Reyndar væri gaman að fá smá umsögn frá Björn Þorra um pæjuna og hvernig honum líkar hann miðað við 90 cruiserinn sem hann átti. Núna þegar hann er búinn að eiga bílinn og fá tækifæri til að prófa hann í ýmsum aðstæðum.
Jón segir : Hvað hafa þessir bílar svo ofboðslega umfram þá bíla sem nú þegar eru í "lagi" ? og virka flott ?
Ég hef nú ekki heyrt annað en þessir bílar séu í lagi. Er ekki allt í lagi að hafa fleira en eina tegund á jeppum sem eru á stórum dekkjum. Ég hef nú líka heyrt að menn séu bara nokkuð ánægðir með þessa bíla. Og eflaust virka þeir flott.
Svo segir þú :(Að Pajero þoli ekki nema 35" og Subaru sé fínn á 44".) og neðar í texta þá skrifarðu : (en hafið þið séð Nissan Subaro 4×4 staðsettann fyrir norðan á 44", hann virkar flott þegar hann er í lagi :))
Mér finnst nú subinn á 44" bara ljótur bíll og sennilega meira gerður í gríni en að vera líkja honum við pæju eins og þú villt meina. Pæjan hefur fram yfir subann á 44" að hann er í lagi og virkar flott.
Jónas
04.01.2004 at 02:32 #483250
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Jón, það var ekkert verið að tala um hvað Pajero hefði svona ofboðslega framyfir aðra bíla.
Var bara að spyrja hvort einhver hefði séð þennan bíl og og hvort eigandinn gæti sent inn myndir.
Hitti þessi póstur á viðkvæman stað hjá þér ??
04.01.2004 at 02:56 #483252vill ekki eitthver senda inn mynd af bílnu svo við getum dæmt um hvort sé flottara, Subaro 1800 eða ný Pæja á 44"
04.01.2004 at 13:23 #483254
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Nei nú get ég ekki annað en sagt eitthvað.
Í fyrsta lagi er 44" Subaruinn ekki bilaður hann er í topp lagi og nýskoðaður. Í öðru lagi hefur okkur ekki verðið
boðin innganga í þann merka félagsskap GRODDAGENGIÐ en í
það félag komast aðeins sérvaldir einstaklingar. Og í
þriðja lagi var Subaruinn EKKI smiðaður í gríni.
04.01.2004 at 13:40 #483256
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir,
það sem ég var nú að segja að hann hafi ekki verið smíðaur til að vera keppinautur pæju á 44" og svo sagði hann að hann virkaði flott þegar hann væri í lagi.
Jónas
04.01.2004 at 13:47 #483258hoho, það sem er í lagi er í lagi, hvort sem það er þegar eða er……….
tek undir með "smíðameistara" (JG ?) Subaru að þetta er flott eintak og frábært framtak…jamm nú er bara að bíða spennnnnnnnntir eftir frekari upplýsingum & myndum af Pajero á 44"
veit svosem að Palli Hall er mezt ánægður með sinn á 44" heyrist allavega ekki annað frá honum… en það er að vísu eldra boddy-ið..
04.01.2004 at 18:09 #483260Sá þá tvo 44" Pajero félaga bruna út úr bænum upp úr hádegin í dag í átt að Hellisheiði, væntanlega til að prufukeyra græjurnar! Báðir bílar litu verulega vel út. Vonandi fær maður að sjá einhverjar myndir af bílunum í snjó í framhaldinu!
kv
AB
04.01.2004 at 18:18 #483262Hvað segirðu AgnarBen, er þér farið að langa að losa þig við múrsteininn og fá þér Pæju á 44"?
04.01.2004 at 18:53 #483264Nohh, er ekki eigandi fagurbláu skjaldbökunnar vaknaður eftir flugeldafylleríið síðustu daga.
Ég verð að viðurkenna að þessir tvær mætu Pæjur eru fallegar á að líta og er ekki laust við að ég hafi gónt heldur of áberandi á eftir þeim þarna á hringtorginu. Fékk skömm í hattinn hjá konunni…..
Hvort þeir slái brúnleita skriðjöklinum mínum út? Ég hugsa það en þó aðeins naumlega skal ég segja þér
kv
AB
04.01.2004 at 21:01 #483266Jú jú, það fer bráðum að renna af mér en ekki fyrr en eftir þrettándann! Það er ennþá séns að kaupa og sprengja fleiri flugelda, þrettándinn er á þriðjudaginn! :o) Svo verðum við að bíða í heilt ár……..
Ég er alveg sammála þér að maður horfir á eftir þessum Pæjum á götunni. Skutlan hans Palla er Megababe en ég er því miður ekki ennþá búinn að sjá hina bombuna.
Hvenær er von á heilsíðu-opnu hér á vefnum???
Maður er bara farinn að vera verulega spenntur!Bið að heilsa Skriðjöklinum!
kv
ÓAGDjö, maður. Þú ert bara alveg að fara að ná mér í póstunum.
Maður verður nú að fara að herða sig…
05.01.2004 at 10:10 #483268Sælir félagar.
Fékk eina mynd af græjunni hans Arons sem tekin var í laumutúr þeirra Páls… Hún er í albúminu.
Ferðakveðja,
BÞV
05.01.2004 at 10:30 #483270Þær eru flottar þessar.
Er einhver verðmiði á svona gullmola?
kv, ÓAG.
05.01.2004 at 11:07 #483272
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hann lítur vel út. En á fyrstu mynd sýnist mér hann samsvara sér betur á 38". Þó er hann þrælhuggulegur á 44" og þeir báðir!! Gaman að sjá þessa bíla komna svona langt í jeppamenninguni.
Jónas
05.01.2004 at 12:14 #483274Sælir aftur.
Svona gullmoli er auðvitað nánast ómetanlegur… Annars er bara að tala við Aron og fá hjá honum verð eða tilboð í breytingu. Eins og ég hef áður lýst, þá kemur á óvart hve gott pláss er fyrir stór hjól á svona bílum. Þannig er t.d. ekkert nýtt stýrisstopp á þessum "44 bíl sem þýðir að beygjuradíus hans er sá sami og á original bíl. Þá eru engar ytri breytingar á innréttingu í skottinu, þrátt fyrir tiltölulega litla hækkun, 16,5 cm. færslu á afturöxli og "44 hjól.
Karlinn er í Þórsmörk í dag að montast þar með útlendinga.
Ferðakveðja,
BÞV
05.01.2004 at 14:42 #483276
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Já þetta er athyglistvert, hljómar eins og þessi bíll sé hannaður til að verða jeppi þó hann líti ekki út fyrir það svona þegar hann kemur úr kassanum. En það gera þeir að vísu fæstir. Sérstaklega kemur á óvart hvað dekkin rúmast að framan þar sem manni virðist plássið ekki mikið þar. En þeir verða greinilega snöggtum fallegri því stærri sem dekkin verða og fer þeim vel að vera í stóru skónum.
Nú vantar líklega bara tilhlýðileg hlutföll eða skriðgír.
Kv – Skúli
05.01.2004 at 18:19 #483278Reyndar er nýja pæjan hans Arons árgerð 1999 og aðeins 2 eða 3 árum yngri enn bíllinn hjá Palla, Enn nýja boddýjið er eins og Pamela Anderson á þessum 44" túttum. og ef Pamela er flott þá er pæjan það líklega líka.
KV.Lúther
05.01.2004 at 18:29 #483280Manni fer að langa til að fara út að leika með þessu stelpudóti. Ég hef ekki trú á því að búnaðurinn (þessi þróaði) þoli átökin sem fylgja því að vera á 44" dekkjum, en ef hann er bara notaður á tjöruna ætti þetta að hanga eitthvað. Maður fagnar því samt að flóran er að stækka, og bíður spentur eftir því hver verður fyrstur til að setja alvöru búnað (rör) undir Pæju.
Hlynur
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.