This topic contains 4 replies, has 1 voice, and was last updated by Gísli Gíslason 11 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Sælt veri fólkið. Ég hef nú lengi verið hérna inná síðuni en fyrst núna búinn að skrá mig í 4×4. ‘eg hef svosem voða lítið um að segja annað en ég starfa sem vélvriki og er vélvirki að ment. Ég er fæddur á því herrans ári 1983, á konu og börn og auðvitað bestu jeppa tegund í öllum heiminum.
Jeppinn minn er að gerðinni Nissan patrol Y60. 38/44″ Bíllinn er svo til 44″ breyttur. Þó er smá skurður til að 44″ skíta dreifara dekkin rekist ekki í þegar að hann fjaðrar eða beygir. Bíllinn er með 2.8 bigblock vélinni sem vinnur bara þræl vel og skilar mér altaf frá a-b hlutföllin eru 5,42 og skórnir Ground Hawg á 12″ breiðum felgum. En hann á að fara á 15,5 breiðar felgur sem að ég á. Og verður þá væntalega ground hawginn skemtilegri fyrir vikið. Hjólalegu vandamál þekki ég ekki. Hita vandamál þekki ég ekki. Krafleysi þekki ég ekki. Þá svo það megi altaf bæta í kraft á vélum. Sama hvað bíltegundin heitir. Framtíða draumurinn er hinn of metna 4,2 diesel vél með AXT turbo kitti eða cummins 5,9 og þá 46″ á 20-22″ breiðum felgum. En það verður byrjað með DC skíta dreifara dekkjunum á 20″ breiðum felgum þegar að tími og peningur gefst. Hann virkar vel á 38″ eins og er þannig að hann verður þannig í vetur og kanski næsta vetur líka. Svo er stefnan tekin á lolo ef þörf verður á því. Hef ekki þurft á því að halda hingað til. Grindin er stráheil og boddýið ansi gott líka en þó ekki fullkomið. Enda bíllinn 18ára gamall og notaður. Björgunarsveitin á Dalvík flutti þennan bíl inn þá var hann orginal 4,2 diesel. En sú vél fór svo ofan í annan patrol og 2,8 vélin í minn svo kaupi ég bílinn af vini mínum. Ég hafði gríðalega fordóma gegn þessum bílum þangað til að ég ákvað eignast svona bíl. Og sé ekkert eftir því. Enda fínir jálkar og gott pláss í þeim. Ég átti cherokee á 38″ og ford ranger á 38″ á undan pattanum og þeir sugu til sín mikla peninga en voru skemtilegir. Pattinn hefur hinsvegar bilað minna og eiginlega ekkert þessi rúmu 2 ár sem að ég hef átt hann. Ég er þó búinn að skipta um túrbínu og glóðarkerti í honum. Gamla bínan var farinn að drekka smur olíu og þótti hún góð. Ég fékk aðra notaða sem hafði verið notuð í viku áður en hún var tekin af og hún hefur ekkert verið mikið fyrir drykkjuna blessunin. Sennilega bindindis bína. En sú gamla drekkur ekki meir þar sem að hún var sett inn í skúr og hefur verið í strangri meðferð. Hún fær ekki að fara útúr húsi né að komast í olíur. Þar að auki er hún geymd í poka sem að hún kemst ekkert úr. Og ef fjármagn fæst verðu hún mögulega send í aðgerð og kemur þá sem ný tilbaka mun ekki drekka meiri smurolíu. Að öðru leiti hefur trukkurinn ekki bilað neitt og altaf komið mér meir og meir að óvart. Ég og sonur minn sem verður brátt 4ára gáfum honum nafnið Trölli enda er svona trukkur óttalegt tröll í augum lítils drengs. Það fyndna að öllu er að hann kallar alla patrola trölla Sérstaklega minn og patrolinn sem að einn af yngri bræðrum mínum á. Þannig að það eru ansi margir Tröllar á íslandi. hehe. En jæja nóg um bull og vitleysu í mér í bili. Læt þetta duga í bili
You must be logged in to reply to this topic.