Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Nýr L200
This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurður Ásmundsson 18 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
27.06.2006 at 12:41 #198158
Hvernig er það…vitið þið hvort það sé byrjað að breyta nýja L200?
Það verður gaman að vita hvernig hann kemur út.Kveðja,
Stebbi
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
27.09.2006 at 19:14 #555292
hendið endilega inn myndum af nýja L200 breyttum ef þið vitum um þannig.
Kv stebbi
27.09.2006 at 19:14 #555294hendið endilega inn myndum af nýja L200 breyttum ef þið vitum um þannig.
Kv stebbi
27.09.2006 at 19:31 #555296það er verið að breyta nýja l200 fyrir 35" og 37" dekk ef ég man rétt kostnaður við að breyta honum á 35" er í kringum 700þús.
‘Eg fór og átti gott spjall við Daða hjá heklu hann er svona meira inní jeppunum hjá þeim.
hann er sölumaður í nýju bílunum
27.09.2006 at 19:33 #555298Nýr L 200 "35 breyttur, verður til sýnis í Heklu um helgina eða næstu. Ég veit að heklumenn ætli að reyna að setja "37 undir hann og sýna hann á þeim dekkjum ef þau passa undir.
Það eru allir sveittir hjá Breyti og Gunnari Ingva í Brettaköntum við að klára djásnið fyrir sýninguna.
27.09.2006 at 19:39 #555300Af hverju fara þeir í 37" ?? er ekki hægt að setja 38" undir þann nýja,hann verður örugglega flottari á þeim.
Kv
Jóhannes
sem á bara gamlan L200Ps,Einar á að fá sér þann nýja.
27.09.2006 at 19:45 #555302þann nýja nei ætli það.
ef laust alveg rétt ætli hann sé ekki flotari á 38"
27.09.2006 at 19:52 #555304Ég tek nú undir með JÞJ, hver skyldi vera ástæðan fyrir því að vera með 37" dekk, er kannski orðið hægt að fá þau 14,5" breið? – Það er kannski tvennt sem mér finnst vera markverð breyting á þessum pikkara umfram útlitið, sem má deila um, en það er annarsvegar þessi nýja vél og hinsvegar að nú er hann kominn með Pajero-millikassann. Það er að mörgu leyti afbragðs millikassi, sérstaklega þó sá eiginleiki að bæði er hægt að aka eingöngu í afturdrifi, í fjórhjóladrifi með mismunadrif millikassans virkt og svo með það læst. Hinsvegar geri ég ráð fyrir að jafnframt fylgi sá vankantur frá Pajero, að framdrifið virkar ekki nema í akstri áfram í dæmigerðu hjakki í snjó. Framdrifið fer ekki að taka á fyrr en búið er að aka nokkuð afturábak. Þetta fannst mér alltaf ókostur á þeim Pajero bílum sem ég átti. L200 lítur hinsvegar að mörgu leyti vel út, en er þröngur fyrir aftursætisfarþega eins og flestir japanskir pikkarar. Það verður fróðlegt að sjá þennan upphækkaða þegar hann verður sýndur.
27.09.2006 at 21:18 #555306það er nú orðin nokkuð liðin tíð að pajero fari ekki í framdrifið nema í spóli áfram eða afturábak.
þegar pajero og líka L 200 kom fyrst með sjálfvirkar driflokur, þá voru það svona hjámiðjumiðflóttarafls pall bla bla eitthvað voða fansy sem virkaði illa eða ekki neitt. þegar pajero síðan kom með vakumlokur var þetta vandamál úr sögunni og þær bara virka og eru alltaf á þegar þær eiga að vera á. pajero kom með vakumlokur held ég 92 og hefur verið búin þeim síðan.
en að L 200, þá verður honum örugglega breytt fyrir "38 fyrr en seinna. svona vinna bara tekur tíma þar sem þetta er alveg nýtt boddý og þá þarf að hanna frá grunni nýja brettakanta. þar sem að "35 breytingin er mestselda breytingin var að sjálfsögðu byrjað á að hanna þá kanta og síðan verða væntanlega stærri kantar byggðir upp úr þeim. "37 verður bara tilraun hjá heklu skilst mér, verður bara notuð "35 breyting og kantar.
yogo "37 sem benni selur er "14,5 á breidd ég held að Bjarki mmc sé með svoleiðis sumardekk undir subbanum. ég hef heyrt að þessi dekk séu mjög góð.
27.09.2006 at 21:56 #555308Var Hekla ekki með eitthvað 37" dekk frá GoodYear sem seldist ekkert alltof vel. Sjálfsagt verið að reyna að koma því út með nýjum bílum og kynna það betur.
Þetta með pajeroinn er rétt hjá sigga og alveg síðan ’92 bíllinn kom með SuperSelect þá var þetta bakk vandamál úr söguni.
27.09.2006 at 22:20 #555310toyo heita þau sennilega ekki yogo
28.09.2006 at 14:07 #555312Ég átti þrjá Pajero í röð, érgerð 1996, 1997 og 1999 – átti þann síðasta í sex ár – og þeir voru allir þannig að þegar maður var að hjakka í ófærð milli áfram og afturábak, þá gat ég ekki séð að framdrifið væri nokkurntíma að virka þegar ég tók afturábak. Af því að mér líkaði eiginlega afbragðs vel við þessa bíla að flestu leyti, fannst mér þetta bölvað. Þjónustumennirnir sem ég fór með bílana til reglulega skv. bókinni, sögðu mér að við þessu væri ekkert að gera!
28.09.2006 at 14:22 #555314ég á pajero ´96 og ég hef aldrei orðir var við þetta mein. einnig þekki ég til þógnokkuð margra pajero í hinum ýmsu skóstærðum og í þeim hefur aldrei verið vart við þetta mein.
samkvæmt mínum upplýsingum þá er fyrrverandi þjónustustjóri á verkstæðinu hjá heklu eitthvað viðriðin kauffélagið ykkar kræklinga í dag, þú ættir nú að banka uppá hjá kauða og krefja hann útskýringar.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.