Forsíða › Forums › Spjallið › GPS og leiðir › Nýr kortadiskur Landmælinga.
This topic contains 19 replies, has 1 voice, and was last updated by Hafsteinn Þór Hafsteinsson 20 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
23.10.2002 at 13:12 #191733
AnonymousEr að skoða auglisinga bækkling um nýjan kortadisk landmælinga.
Hafa einhverjir skoðað þennan disk?
það virðist vera hægt að tengja hann við GPS samkvæmt því sem lm segja.
¨Mikið notagildi
Meðal mikilvægra valkosta segir Gunnar vera möguleika á skiptingu milli helstu hnitakerfa og ennfremur bjóði diskurinn upp á tengingu við GPS staðsetningartæki þannig að hægt er sjá staðsetningu notandans.¨¨Hafa einhverjir skoðað gæði kortanna eða á bara að halda sig við Navtark ?
Einar har
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
23.10.2002 at 13:31 #463702
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Var að skoða þetta á vefnum hjá þeim (http://www.lmi.is/landmaelingar.nsf/pages/index.html). Maður þyrfti að skoða þetta í aksjón til að átta sig á því hversu hentugt þetta er. Ef ég skil upplýsingarnar rétt kostar diskurinn ekki nema tæpar 3 þús. sem er náttúrulega fínt verð.
Hins vegar virðist bara vera kortin í kvarðanum 1:250.000 og 1:500.000 sem eru bara ekki nógu nákvæm, 1:50.000 kortin finnst mér alveg nauðsynleg og þau einu sem eru nógu rétt.
Kv – Skúli H.
23.10.2002 at 16:46 #463704
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
í viðtali sem ég var að hlusta á í útvarpinu í morgunn kom fram að þetta væri bara fyrsta úrgáfa og margir aukapakkar væru á leiðinni með betri kortum… eitthvað sem er virkilega þess virði að athuga
24.10.2002 at 13:05 #463706
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
er einhver búinn að prófa að tengja GPS tækið sitt við nýja kortadiskinn? ef einhver magellan eigandinn myndi nú taka sig til og kaupa hann þá mætti hann alveg setja inn upplýsingar hvernig hann fór að því að tengja tækið við forritið, það virðast allir vera með garmin upplýsingar sem hjálpa mér ekki neitt
24.10.2002 at 14:56 #463708Flest þessi forrit og kortadiskurinn er örugglega eins, notast við NMEA staðal til að tala við tækin í rauntímavinnslu. Það þýðir að interface á tækinu er stillt á NMEA 0183, þá eiga tölvan og tækið að geta talað saman. Tegund tækis skiptir þar engu máli. NMEA 0183 er alþjóða staðall í samskiptum milli siglingatækja og öll GPS tæki bjóða upp á hann. Það eru væntanlega einhverja leiðbeiningar um hvað þarf að gera í forritinu til að tengingin verði virk í tölvunni.
Helgi Valsson
24.10.2002 at 16:19 #463710Ég sendi inn til Landmælinga Íslands fyrirspurn um diskinn og framtíðarútgáfu og fékk eftirfarandi svar:
Kv, ÓAG.
R-2170.———————————-
Póstur frá Gunnari H Kristinssyni,
sölustjóra Landmælinga Íslands.
———————————-
Það er rétt að nákvæmustu kortin á þessum disk eru 1:250 000. Við ákváðum að byrja á þessu þar sem að okkur fannst eftirspurnin mest eftir þessum kortum hjá hinum almenna notanda. Björgunarsveitir og fjallamenn hafa flestir aðgang að 1:50 000 kortum á stafrænu formi (t.d. MaxLAnd og
NavTrek) og því munum við næst setja á markað atlaskortin í 1:100 000. Sá diskur kemur á næsta ári og þegar hann er klár munum við taka til við útgáfu 1:50 000 disks.
Dagsetning á honum er í áætlunum miðuð við 12 – 18 mánuði héðan í frá. Þessi frestur mun einnig gefa okkur færi á að bjóða fleiri kort en eingöngu DMA kortin í þessum mælikvarða.Kveðja
Gunnar H Kristinsson
Sölustjóri / Sales Manager
Landmælingar Íslands
Stillholti 16 – 18
IS 300 Akranes – Iceland
tel: (+354) 430 9000 – fax: (+354) 430 9090 – email: gunnar@lmi.is
28.10.2002 at 23:32 #463712Sælir,
Ég fór nú bara og keypti þetta gersemi, þið fáið mikið fyrir lítið þessi kortagrunnur er ótrúlega einfaldur.
Ekkert mál að tengja við GPS og notar NMEA 0183 2.0 og hnitin á WGS84, GPS inn þarf að senda á $GPGGA, GPRMC og /eða GPGLL. Stilla GPS á 4800 baud, 8data bits, 1 stop bit.
Það sem kemur á óvart er hvað kortin eru skír, 1/250.000 kortin eru mikklu betri en í NavTrak, svo renna kortin saman án skekkjunar sem sjást svo vel í NavTrak (er reyndar allveg ömulegt)
Svo er flott að geta koperað mynd úr kortunum í önnur gögn, til dæmis ekkert mál að setja mynd í Power point. Svo er hægt að teikna inná kortin leiðir, taka stærðir af lendsvæðum og merkja staði líkt og í NavTrak. Möguleikar í þessu eru náttúrlega ekkert í likingu við NavTrak, engar rútur og ekki hægt að Trakca. En ég er viss um að ég verð með þetta mikið opið á ferðalögum ásamt NavTrac, svo er verðið alveg grín, 2.980kr.mbk.mundi
16.01.2003 at 22:21 #463714Sæll Mumundur
Ég er einmitt með þennann kortagrunn, en ég lennti í veseni með að tengja GPS tækið og PC tölvuna. Ég er með Garmin 128 tæki og ég var búinn að stilla allt á því nema ég fann ekkert hvar væri hægt að stila $GPGGA, GPRMC og /eða GPGLL.
Ef þú gætir smellt hingað inn einhverjum upplýsingum um þetta þá væri það vel þegið.
16.01.2003 at 23:21 #463716
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Vinur minn á þetta og er ekki ánægður, kemur að engum notum vegna þess að aðeins er um einn kvarða að ræða – enn sem komið er. Hitt er annað mál að þeir eiga heiður skilinn fyrir að vinna í þessu og verður án efa gott þegar þar að kemur – sú stund er bara ekki runnin upp enn!
bv
16.01.2003 at 23:57 #463718Sæll, 2times
Þetta gekk vel hjá mér, ég breytti eingu í GPS tækinu, sömu stillingar og við Nav_trac, ég er með eins tæki og þú.
Í VisIT ferðu í "file" "options" og stillir com portið, síðan ferðu í "Searsh" "using GPS" og startar.
Þú gertur svo stillt hversu oft staðsetningin uppfærist, kortið blikkar þegar það uppfærist, pirrandi á mikilli ferð og stuttum tíma milli "update".
Þetta er alls ekki galið, ég búinn að nota þetta svolítið í ferðum og er bara hrifinn, að sjálfsögðu er þetta ekki samanburðarhæft við Nav_trac, en kortin mikklu skarpari.
Þú fiktar bara, þetta er jú einu sinni tölvudrasl.
mbk. Mundi
17.01.2003 at 01:34 #463720Svo getur þú líka potað á F7 til að starta þessu….einfalt.
Kv
17.01.2003 at 09:58 #463722
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég er lítilsháttar búinn að skoða þetta og sýnist þetta tæpast vera nothæft í navigation. Til þess vantar að geta sett inn rútur og trökk og vinna með punkta. Ég held hins vegar að þetta geti verið ágætt í sumarferðum, t.d. er alveg snilld að geta slegið inn leitarorð og fundið örnefni á kortinu þannig. Svo er náttúrulega hægt að nota sjálft GPS tækið í navigation og hafa þetta kortaforrit til hliðsjónar. Þú kaupir þetta fyrir smápening miðað við hvað önnur kortaforrit kosta (því auðvitað eru menn ekkert að kópera þau hjá kunningjum, það er jú ólöglegt;) Reyndar ættu allir sem ferðast að vetri til að kunna að keyra eftir tækinu einu sér án aðtoðar tölvunnar, maður veit aldrei hvenær tölvan krassar.
Mér fannst margt skemmtilegt við þennan disk, upplausnin skýr og góð og samsetning kortana mun betri en í Navtrek (þarf kannski ekki mikið til) En ég er sammála Bolla að þetta verður ekki alvöru fyrr en staðfræðikortin í skalanum 1:50.000 verða komin þarna inn, þau eru þau einu sem hafa nægjanlega nákvæmni og eru þokkalega rétt.
Kv – Skúli H.
17.01.2003 at 10:27 #463724Sammála Skúla,
Þetta er fínt með tækinu sjálfu, keyra efir tækinu en geta fylgst með á kortinu hvar maður er staddur, eins og hvert maður ætlar.
mbk.Mundi
17.01.2003 at 17:10 #463726Þetta er allt komið í lag hjá mér, gleymdi bara að ýta á F7( þig segip engum frá því ). Ég hef ekki verið að lenda í því að forritið sé lengi að opnast ég er reyndar með 2 mjög öflugar tölvur sem eru að keyra þetta bara mjög vel.
Kveðja
Einar
14.04.2004 at 17:54 #463728
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Langar bara að segja það svo að það sé örrugt að þessi kort eru til í tveim útfærslum. þ.e.a.s. það er þetta Visit 4.22 sem stendur undir nafninu ATLASKORT. Það er kort sem hægt er að vera með kort í stærðinni 1:100.000 m.a., þetta er nýji diskurinn og er á ensku, en ísl. leiðb.
Einnig er hægt að vera með kort af gervitungli af Íslandi, kort yfir þau kort sem diskurinn býdur upp á og síðan er líka hægt að vera með annað kort sem er held ég í mælikvarðanum 1:570.000. Öll kortin er hægt að vera með uppi í einu og er hægt að setja punkta, línur og annað til að merkja e-ð inná sem þú sjálfur ræður hvar er, sem sést á öllum kortunum, þó samt misilla eftir stærð. Þetta er kortadiskurinn Atlaskort, http://www.lmi.is/landmaelingar.nsf/htm … nning.html sem ég á og hef smá reynslu af, hef þó ekki reynslu af gps en þó kemur bara einn punktur sem þú getur séð engin tracks eða annað en það sést sennilega á öllum kortunum, gervit. yfirlitinu yfir kortin og hin, því að merki sem þú setur inná sjást á öllum.Svo er til hinn diskurinn sem heitir ÍSLANDSKORT, http://www.lmi.is/landmaelingar.nsf/pag … nning.html og er með kort í öðrum mælikvarða, bæði 1:250.000 og 1:500.000 og kannski eitthvað fleira, hef ekki prufað þetta. Þessi diskur er á íslensku en annars svipaður hinum.
ps. Þessi diskar eru mjög sniðugir og gaman að fara í örnefnaleit og fl. og svo er líka hægt að súmma "zoom" á öll kortin(á disknum mínum allvega)og þegar það er gert á 1:100.000 kortinu er þetta orðið nokkuð nákvæmt. Kortin eru líka skýr, allvega stærsta.
ps.2. alltaf gaman að gera smá ritgeð…endilega lesið.
14.04.2004 at 17:56 #463730
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Á líka flug diskinn, http://www.lmi.is/landmaelingar.nsf/pag … nning.html hef ekkert kíkt mikið á hann en hann er ekki hægt að tengja við gps. Bara sona til að skoða landið…
14.04.2004 at 19:04 #463732
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hef notað kortagrunn Landmælinga í VisIT4 að undanförnu til að bera saman við Nobeltec sem ég nota alla jafna.
Landmælingagrunnurinn hefur að mínu mati ýmsa kosti, en einnig galla:
1) Hann er auðveldur í innkeyrslu á tölvuna. Gengur eins og í sögu. Það er auðvelt er að ræsa hann við GPS og stilla staðsetningarkvarða við þá sem við notum (Latitude/Longitude).
2) Það er galli við hugbúnaðinn að þegar maður hefur smellt á Using GPS (í Search) opnast gluggi sem ekki er hægt að leyna eða geyma undir eða fella í stjórnstiku. Hann er alltaf ofan á kortinu. Ég hef alla vega ekki fundið leið til þess.
3) Það er líka galli að kortin skjálfa (alla vega hjá mér) við hverja leiðréttingu. Sjálfgefin stilling er að mig minnir á 3gja sekúndna fresti sem má breyta. Þetta gerist ekki í Nobeltec.
4) Það er kostur við VisIT4 að maður getur haft bæði hann og Nobeltec opinn á sama tíma, þó þannig að meðan maður notar Nobeltec verður maður áður að hafa smellt á Stop using GPS í VisIT4. Nobeltec þolir VisIT4 illa og getur krassað sé maður með hann opinn og ræsir GPS-inn í VisIT4.
5) Kortin eru bráðskýr og þægileg aflestrar í VisIT4. Þau falla vel saman eitt af öðru (en ekki óaðfinnanlega sums staðar – þó alls staðar betur en þar sem illa tekst til í Nobeltec).
6) Það er líka kostur að geta fært kortin til og frá í VisIT4 með músinni eins og blað á borði. Það finnst mér mjög góður kostur.
7) Það er mikill kostur að geta fundið staði í leit (slegið inn bæjar- eða fjallsnafn) – sú skrá er þó langt í frá tæmandi.
8) Það er ekki hægt að ,,trakka" eða búa til leiðir. Það er höfuðástæða þess að mér sýnist Landmælingagrunnurinn aðeins nýtast á sumarferðalögum enn sem komið er. Þess vegna hefur mér ekki enn sýnst vanta nánari kvarða í kortin. Allar helstu fjallaleiðir eru þarna að mér sýnist.
9) Það er stór galli við VisIT4 að bíllinn er rauður hringur, sem ekki virðist unnt að breyta. Það er beinlínis hættulegt því hann fellur inn í vegakerfið þannig að maður þarf að rýna talsvert vel í kortin og gæti fipast við aksturinn. Þá er það einnig galli að mínu mati að ekki virðist heldur unnt að breyta táknum við staði sem maður setur inn sjálfur (create new bookmark).Þetta sýnist mér við fyrstu sýn! Þetta á án efa eftir að breytast til batnaðar. Á meðan nota ég Nobeltec þegar mikið liggur við en hinn meira til gamans.
bv
15.04.2004 at 09:36 #463734Miðað við póst sem olafurag sendi inn hér fyrir nokkru (Sent inn 24.10.2002 16:19:08) hefur sölustjóri Landmælinga Íslands gefið í skyn að von væri á betri kortum nú fjótlega ef þau eru ekki komin. Væntanlega 1:100.000 kortin. Ég vissulega bíð spenntur eftir 1:50.000.
Tvær spurningar:
1) Hefur einhver heyrt nánar um hvenær þessi kort eru væntanleg?2) ætlar LMÍ að bæta við að hægt verði að vinna með rútur, track og point í þessu forriti?
Elvar
15.04.2004 at 09:47 #463736
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég hef heyrt þær fregnir að þær ætla vissulega að koma með betri kort, ég á 1:100.000 kortið og er hægt að súmma á það og þá er þetta orðið nokkuð nákvæmt.
En með þessum nýja disk á að koma stærra kort, 1:50.000 og þeir sögðu það að fjallamenn hafa verið að vinna með þessi kort í gps en sögðu að routs og tracks yrði ekki sett með.
15.04.2004 at 10:01 #463738Veit einhver hvort þessi nýju 1:50þ kort sem "eru á leiðinni" verði skönnuð (eins og 1:100þ kortin) eða "nýunnin" (eins og 1:250þ kortin)??
-haffi
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.