Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Nýr kjalvegur.
This topic contains 32 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón Ebbi Halldórsson 18 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
12.07.2005 at 14:55 #196091
Veit ekki hvort að fólk hafi verið að tala um þetta hérna en ég rak augun í þetta og vildi spurja hvað fólki finnst um þessa hugmynd ?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
14.07.2005 at 23:13 #524892
Sælir félagar.
Það vita það allir sem vilja vita að hálendisvegur á milli Akureyrar og Reykjavíkur er mikilvægt byggðarmál og það ber að virða.
Að stytta veginn um ca: 40 km m.v. eins og nú er og fara yfir Kjöl er ekki réttlætanlegt gagnvart skattgreiðendum.
Ég tel að allar þessar umræður (Stórisandur, Kjölur) séu á villigötum og huga beri að því betri vegastæði finnist á milli Akureyrar og Reykjavíkur án þess að spilla hálendinu m.v. eins og nú er.
Við nokkrir 4×4 félagar úr Eyjafajarðardeild höfum aðra sýn á þessar framkvæmdir, en að ég best veit hafa engir þingmenn norðurlandskjördæmis haft samband við okkur varðandi þessi mál.
Það er e.t.v okkar að hafa frumkvæðið.
Kveðjur bestar
Elli
15.07.2005 at 09:27 #524894Þetta er örugglega hárrétt hjá Elías. Þessar hugmyndir um hálendisvegi koma auðvitað upp af því að það eru einhverjir hagsmunir í húfi. Mér finnst hins vegar mjög líklegt að það megi ná meira en einhverri 40-60 km styttingu á ódýrari hátt en með Kjalvegsleiðinni og án þess að fórna hálendissvæðum.
Það virðist vera að töluvert margir geri sér ekki grein fyrir að það skipti máli að halda mannvirkjagerð á hálendinu í lágmarki. Það er því hlutverk okkar sem ferðumst um hálendið að reyna að gera mönnum það ljóst. Ég er líka viss um að þingmenn Norðurlands myndu hlusta frekar á ykkur í Eyjafjarðardeildinni en okkur hér fyrir sunnan.
Kv – Skúli
15.07.2005 at 09:59 #524896Hjá þeim sem standa að þessum málum og allmennt í umræðunni. Rauði þráðurinn í skrifum já manna virðist vera algjört þekkingarleysi á staðháttum og er t.d Skoðun Kára Jónsonar í Fréttablaðinu lýsandi dæmi um bullið í þessum hópi.
Greinilegt er á öllu að einungis á að leggja nýjan veg ofaná gamlaveginn nema í gegnum Kjalhraun á milli Kjalfells og Rjúpnafells og verður því styttingin lítil og kemur ekki til styttingar fyrr en farið verður í lagningu nýs vegar til norðausturs þ.a.s um það bil eftir Kjalvegi hinum forna. Að mínu áliti ef fara á út í þessa framkvæmt þá er alveg eins gott að gera þetta alminnilega eða sleppa því annars og hætta þessu hálfkáki því aðeins er um það að ræða að byggja upp núverandi Kjalveg og innheimta vegatoll. T.d er ekki fyrirhugað að taka veginn í gegnum Fremstaver vegna kostnaðar og verður hann því áfram yfir Bláfellsháls. Þessi stytting er því einfaldlega ekki inn í myndinni fyrsta kasti og ættu því forráðarmenn Norðurvegar ekki að vera í þessum blekkingarleik.
Einig er sérkennilegt að lesa viðtal við framkvæmdarstjóra Spalar þar sem hann heldur því fram að einkaframkvæmdir séu framtíðin og vegatollar á Kjalvegi sé réttlætis mál fyrir vestlendinga, því með vegatollum á Kjalvegi þá eru fleiri en vestlendingar sem greiða vegatolla. Anskotans vittleisa er þetta orðin
15.07.2005 at 10:09 #524898Ég tók ekki eftir því sem Skúli var búinn að skrifa.
Hvar sérð þú þessa 40-60 km styttingu ?
Hagsmunir ? eru það hagsmunir ferðaþjónustuaðila í Kerlingarfjöllum og á Hveravöllum. Ég hef nú reyndar aldrei skilið þau sjónarmið ef þeir þurfa fleyri gesti til sýn hefði þá ekki verið eðlilegra fyrir þessa aðila að kaupa sér sjoppu í Reykjarvík, þeir vissu jú hvernig samgöngurnar voru þegar þeir lögðu út í þessar fjárfestingar
15.07.2005 at 10:16 #524900Í gær var rætt við Kjartan Ólafsson þingmann suðurlands á Talstöðinni.
Þar sagði hann meðal annars, Að nú þegar væri mikið um þjónustustöðvar við Kjalveg og benti hann sérstaklega á þjónustumiðstöðina við Geysi.
Þarna virðist landafræðikunnáttan í molum eða rökinn svona rýr.
15.07.2005 at 13:11 #524902Stytting til Akureyrar hlítur að vera þjóðhagslega hagkvæm, og er hið besta mál, sérstaklega núna eftir að sjóflutningarnir leggjast af.
Til að réttlæta þetta verður styttingin að vera nægjanleg, og þá sú stytting miðað við að búið sé að fjarlæga þennan fáránlega sjoppukrók við Blönduós af núverandi vegi (ca 15-17 km stytting sýnist mér). Í raun verður að bera saman Kjalveginn miðað við allar þær styttingar sem hægt er að gera með góðu á núverandi vegi, annars er verið að bera saman epli og appelsínur.
Ef það á að gera þetta á annað borð, þá á náttúrulega að fara styðstu leiðina strax, strauja yfir Blöndukvíslar undir jökli og ofaní Skagafjörðinn eins sunnarlega og hægt er, t.d. niður við Svartárdalinn. Þá ætti að leggja nýann veg yfir Gjábakkan og Lyngdalsheiðina. Það er vart raunhæft að ætla að vegirnir á Suðurlandinu beri þá auknu umferð sem með þessum vegi kemur án breytinga. Sérstaklega þar sem þeir bera vart umferðina sem er á þeim nú þegar. Með nýjum vegi yfir Gjábakkan þyrfti eflaust einnig að endurskoða eitthvað veginn upp Mosfellsdalinn.
ÉG set stórt varúðarmerki við að leggja veginn yfir Bláfellshálsinn. Bláfellshálsinn er ekki bara einn snjóþyngsti parturinn af Kili, heldur er hann einnig mjög þokugjarn, og eins og við öll vitum þá hefur það aldrei háð íslenskum ökumönnum að sjá ekkert fram fyrir sig við akstur. Þarna munu því verða slæm slys, eins og orðið hafa á Hellisheiðinni.
Það er ekki raunhæft að þessi vegur sé opinn meira en ca 7-9 mánuði á ári. Ekki út af færð, heldur út af veðri, skyggni og vegalengdinni á milli byggðra bóla. Hálendisþjóðvegir eru ekkert nýmæli, einn slíkur er nú þegar á hringveginum og hefur verið það alla tíð. Sá vegur er helmingi styttri en Kjalvegurinn yrði, með bara hluta af umferðaþunganum. Samt var af brýnni nauðsyn stofnuð björgunarsveit á honum miðjum til að aðstoða fólk á veginum, fólki sem flest allt hefur þó mun meiri skilning á hugtakinu "vetur" en Reykvíkingar hafa. Það væri gaman að heyra frá þeim Möðrudalsbændum hvort þeim finnst þetta vitrænt eður ei.
Hvað gerist ef (það er reyndar ekkert ef, heldur þegar) það verður slys á veginum í aðstæðum þar sem þyrla getur ekkert aðhafst? Hvaðan eiga neyðaraðilarnir að koma, og hvað yrðu þeir lengi á staðinn? Ef það væri vont veður myndi það taka fleiri klukkutíma fyrir lækni og sjúkraflutningamenn að komast á staðinn.
Svona vegur yrði kjörinn vettvangur til alvöru hraðaksturs. Allavega verð ég að segja fyrir sjálfan mig að ég myndi nú vart nenna að keyra yfir malbikaðann kjalveginn á löglegum ríkishraða, ef ég væri að "skreppa" norður (og ætti hraðskreyðari bíl en Double Cab….:)
Haust og Vetraropnun yrði alltaf erfið og hættuleg á þessum vegi. Fullt af fólki myndi finnast fullkomlega eðlilegt að burra þarna yfir í jakkafötum, blankskóm, og á sumardekkjunum. Það yrði eflaust hægt að halda veginum vel ruddum með viðeigandi kostnaði, en það er ekki nema hálf sagan. Það er ekki til neins að hafa veginn snjólausan, ef hann sést ekki vegna veðurs. Þá geta vetraraðstæður myndast á þessum vegi mikið fyrr en en við eigum að venjast, og t.d. áður en löglegt er orðið að setja nagladekkin undir.
Ef styðsta leiðin er ekki farinn strax, þá verður hún bara farin síðar, með viðeigandi óþarfa náttúrraski sem og kostnaðarauka fyrir þjóðfélagið.
Ef það er farið í svona framkvæmd, þá þarf að framkvæma hana þannig að vegurinn sé "endanlegur", og það þarf að skoða allar hliðar málsins strax. Ekki nóg að taka bara vanhugsaða ótímabæra pólítíska bygðarstefnuákvörðun
M.ö.o. Set stórt spurningarmerki við öryggið á þessum vegi.
kv
15.07.2005 at 23:42 #524904Mér er ómögulegt að skilja að KEA geti tekið veg í eigu ríkisins, lappað upp á hann og byrjað svo að rukka okkur sem notum veginn.
17.07.2005 at 14:24 #524906Ég var að skoða kárasíðuna og myndir úr páskatúrnum þeirra. Það fyrsta sem mér datt í hug var hvað þessir menn ætla að gera í öllu vatninu sem myndast þarna á vorin í snjóbráð og leysingum?
Uppbyggður vegur þyrfti að vera mjög svo vel hannaður og þyrfti að geta losað sig við allt þetta vatn. Ég man eftir því hvernig vegurinn við Sandkluftavatn var fyrir nokkrum árum þegar þiðnaði og fraus svo aftur í nokkra daga. Hann bókstaflega sporðreistis og stóð í allar áttir. Og það var bara rétt fyrir ofan Þingvelli.
18.07.2005 at 17:43 #524908Tilhugsunin að vera laus við holóttan og ömurlegan Kjalveg er óneitanlega góð og hef ég ekkert á móti því. Það er þó, að ég held, óhófleg bjartsýni að tala um heilsársveg þar sem hann einfaldlega liggur um mitt ísland.
Það er líka spurning hvernig gjald verður innheimt, nú fara nokkrir jeppar með túrista í Skálpanes og í Hagavatn á hverjum degi, ætli þeir þurfi þá að borga fyrir afnot af öllum Kjalvegi? Líklegt er þó að það verði gjaldskýli með reglulegu millibili þar sem menn borga fyrir smá kafla í einu, þannig er það leyst.En persónulega vill ég sjá þessa leið lagaða bundnu slitlagi af vegagerðinni og litið á þetta sem góðan sumarveg. Það er mikil starfsemi við Kjalveg á sumrin og gífurleg umferð af túristum á Jarisum sem dröslast þarna um ömurlegan veginn og lenda í misjafnelga miklum vandræðum. Kostnaður bílaleiganna hlýtur að vera svakalegur við að viðhalda þessum bílum því að útlendingarnir hafa ekki hugmynd um hvað má og hvað má ekki.
Ég held að þessi vegur myndi borga sig fyrir ríkið í aukinni og bættri starfsemi og þjónustu á hálendinu á sumrin sem leiðir til tekna fyrir ríkið í formi virðisauka og hvað þetta heitir allt saman.Þó tel ég ákkurat engar líkur á að nokkuð gerist á þessu svæði þar sem planlagt var samkvæmt vegaáætlun að byggja upp vegin frá Sandá að Grjótá í sumar en ekkert hefur verið gert og ekkert verður gert. Það er vegargerðinni ómögulegt að hefla veginn hvað þá meira!!!
Bara enn aðrar pælingar í þessa umræðu, veit ekki hvort að nokkur átti sig á hvað ég meina
Kv. Davíð
03.02.2006 at 14:53 #524910[url=http://www.ruv.is/main/view.jsp?branch=2574128&e342RecordID=122816&e342DataStoreID=2213589:3k9uleas]Frétt af fundi á Selfossi var í hádegisfréttum RUV í dag.[/url:3k9uleas]
Við Jón Snæland fórum á þennan fund. Það kom okkur einna mest á óvart hversu illa þetta mál er undirbúið. Menn virtust hafa mjög óljósar hugmyndir um vegstæði og engar tölur komu fram á fundinum um fjölda bíla sem hugsanlega færu um þennan veg.Það kom fram að samkvæmt umferðarteljara við Kolku þá aka um það bil 9000 bílar á ári um núverandi Kjalveg. Ef maður gefur sér að brúttó tekjur af veggjaldi þyrftu að vera um það bil einn tíuni af stofnkostnaði (5 miljarðar), á ári, þá kemur út að veggjaldið á bíl yrði um 55 þúsund krónur, miðað við þann bíla fjölda. Þó allir þeir bílar sem nú aka um Öxnadalsheiði færu þennan veg, er óvíst að 1000 kr á bíl myndu duga. Því sýnist mér ólíklegt að það þurfi að hafa áhyggjur af þessari framkvæmd á næstunni.
Þar sem stytting á leið milli Reykjavíkur og Akureyrar er aðeins um 10%, þá myndi þessi leið ekki spara tíma nema þegar veður og akstursskilyrði til fjalla eru eins og best verður á kosið.-Einar
03.02.2006 at 16:49 #524912Það þarf líka að koma fram hver á kjalveg núna. Ég veit ekki betur en þungaskattur hafi borgað fyrir þessa vegi, og við sem greiðum þungaskatt (eða benzínskatt) hljótum þá að hafa borgað fyrir þá. Það á kanski að fara höndla með vegi eins og kvóta, gefa einhverjum útvöldum þessa vegi og leifa þeim að rukka okkur fyrir að keyra þá. Líklega lognast þetta mál útaf, enda er ekki nokkur einasti grundvöllur fyrir þessum vegi.
Hlynur
04.02.2006 at 17:36 #524914Ég tel það á misskilningi byggt að einhverjir séu að ásælast þennan auma veg til að eignast peningamaskínu fyrir lítið…….því það er augljóst að þetta er dæmi sem getur ekki með nokkru móti borið sig miðað við núverandi forsendur nema að ríkið taki verulegan þátt í skjóli byggðastefnu.
Enda er þetta ekki þannig, heldur eru norðanmenn að leita allra leiða til að gera traffik til og frá svæðinu léttari kost, fyrir fyrirtæki og ferðalanga og það ber að virða.
Hinsvegar ef af verður, fengjum við kannski aðra hálendismiðstöð í anda Hrauneyja, sem margir tækju opnum örmum.Kveðja.
Jón Ebbi.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.