Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Nýr kjalvegur.
This topic contains 32 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón Ebbi Halldórsson 18 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
12.07.2005 at 14:55 #196091
Veit ekki hvort að fólk hafi verið að tala um þetta hérna en ég rak augun í þetta og vildi spurja hvað fólki finnst um þessa hugmynd ?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
12.07.2005 at 15:21 #524852
Þetta er að minnsta að kosti skárri hugmynd en vegurinn sem Halldór Blöndal vildi fá um Stórasand. Ég er samt á því að það eigi ekki að vera að byggja hér upp hálendisvegi meðan enn eru einbreiðar brýr og handónýtir kaflar út um allar trissur á hringveginum. Þar fyrir utan veit maður að svona vegur verður af vanefnum gerður og ófær með öllu á veturnar.
Ef svona væri framkvæmt, þá ætti að byggja veginn upp á stólpum þannig að hann hreinsi sig sjálfur á veturna í stormi og stórhríð, en ekki leggja hann eða byggja upp eins og gengur og gerist með vegi í byggð.
12.07.2005 at 15:36 #524854Mér finnst þetta vera jafn heimskulegt og fyrri hugmyndin enda sami hópur á ferð
Klakinn
12.07.2005 at 16:29 #524856Ég er alveg 100% sammála Hrafnkelli nema það að mér finnst þetta jafn vitlaus hugmynd,
Við vitum allir að þetta verður ófært á veturnar og það er ekkert ef þar.
12.07.2005 at 18:07 #524858Það er mín skoðun að hálendisvegir eigi að vera til að þjóna þeim sem eru að fara inn á hálendið. En það er auðvitað ekki það sem menn eru að spá, heldur að nota hálendið undir samgönguæðar milli byggðalaga. Ég veit ekki hvort er skárra, Stórasandsleiðin eða þessi. Eitt sem má hafa í huga þarna og það er að á Kili sunnan Hveravalla er mjög þröngt á milli jökla þannig að uppbyggð hraðbraut þarna eyðileggur svæðið verulega sem útivistarsvæði.
Kv – Skúli
12.07.2005 at 20:26 #524860alveg að skilja tilganginn með þessum vegi miðað við kastljósið í kvöld er styttingurinn 35 km Akureyri-Rvk c 15mín í akstri.
það eitt að ef umferð eykst til muna á þessum stað þá eru fluttningsæðarnar sem eiga að taka við umferðinni engan vegin í stakk búnnar til að mæta þeim kröfum umferðin að Gullfossi Geysir og sumarhúsabyggð er það mikil að vegirnir rétt anna því og ef niðurkoman er austan megin þarf nýja brú fyrir ofan eða neðan Gullfoss og aftur er komið að vegakerfi sem ekki er í stak búið að taka við auknum fluttningum um Flúðir og nágrenni.
Og miðað við allt það friðunarkjaftæði sem er í gangi varðandi hálendið er þetta hrein fjarstæða og tilgangurinn virðist vera sá eini að byggja veg með bundnu slitlagi um Kjöl.Klakinn
12.07.2005 at 20:42 #524862…fyrst dísillinn er orðinn þetta dýr – þá spörum við veggjaldið í Hvalfjarðargöngin
sveiattan – Siggi
12.07.2005 at 21:42 #524864Ég talaði fyrir 2 árum við Þingmannsefni frá suðurlandi, minnir að hún heiti Drífa um þennan svokallaða "hálendisveg" sem þau sáu ekki sólina fyrir. Hún vissi í fyrsta lagi ekkert um hvernig landslagið og verðáttan er fyrir ofan 400m er og hafði þess þá heldur aldrei kynnt sér hvernig kjalvegur verður í þokkalegum vetri. Henni fanst þetta bara svo frábær hugmynd og möguleikarnir svo miklir að hún gat ekki annað en stutt þetta heils hugar.
Svo þegar ég gaukaði því að henni að þau ættu kanski að draga hausinn útúr rassgatinu á sér og gleyma þessu og klára hringveginn og tvöfalda Hellisheiðina þá sagði hún að hringvegurinn væri langtímaverkefni og hellisheiðin yrði 3földuð afþví að það gekk svo vel upp að hafa 3 akreinar einhverstaðar í Svíþjóð. Og hún skildi ekkert í mér að vilja 2 földun á hellisheiðini því það var svo dýrt burtséð frá því að það nánast útrýmir framanákeyrslum sem eru það sem drepur sem flesta í umferðini og að hægt væri að leggja hinar 2 akreinarnar meðfram núliggjandi vegi með lámarks umferðatöfum frá vörubílum og vinnuvélum.Nei Takk þannig átti það að verða og þetta samtal veitti mér sérstaka innsýn inní hugarheim stjórnmálamanna og staðfesti álit mitt á þeim sem HÁLFVITUM.
12.07.2005 at 22:15 #524866Mér sýnist nú á þessari umræðu að aðal markmiðið hjá þessu fyrirtæki sé að ná inn peningum á vegatollum, en þannig er ætlunin að fjármagna veginn, ég hefði svo sem getað sætt mig við það að vegagerðinn legði þenna veg þar sem þeir eru svo sem smátt og smátt að lálendisvæða Kjalveg. en hinsvega get ég ekki sætt mig við það að greiða vegatoll til einhvers helvítis fyrirtækis sem er að leggja uppbyggðan veg með gróðarsjónarmið ein að markmiði. Þetta verður flott hjá Litludeildinn að þurfa að borga 2000 kall fyrir það að skreppa í Árbúðir.
12.07.2005 at 22:28 #524868Eins og til dæmis með olíugjaldið, Hvalfjarðargöng, síma, tölvuvæðingu……..
Þá tel ég ekki rétt að fordæma svona hugmyndir algerlega. Bestu rök gegn framkvæmdum á borð við heilsársveg um Kjöl fást að mínu mati við að líta jákvætt á framkvæmdina, skoða hana vandlega, reyna að leita betri leiða sem miða að sama marki og meta ókostina eins og hugmyndin komi til greina.
Ég ætla ekki að taka afstöðu til þessarar framkvæmdar eftir fárra daga umhugsun.
Ég vona að sem flestir félagsmenn geri einmitt hið sama, enda er Kjölur okkur flestum kær eins og hann er, en jafnframt samþykkja flestir framfarir í samgöngum um okkar ágæta land.
Við megum heldur ekki láta eins og okkur komi þetta ekki við, en ég er hræddur um að rök á borð við óskerta náttúru, hávaða, umferð, mengun og hagsmuni þeirra sem stunda vetrarferðir í snjó láti frekar lítils í þessu samhengi. Því miður.Málefnalegar umræður um þetta eru frá mínum bæjardyrum vel þegnar
Látið ljós ykkar skína!!
kv
Grímur R-3167
Verum í BANDI !!!!
12.07.2005 at 23:20 #524870Ég held stundum að þeim sem dettur í hug ýmislegt misgáfulegt í þessu blessaða þjóðfélagi hafa ekki hugmynd um hvað þeir eru að láta sér í hug koma.
Heilsársvegur yfir Kjöl hvað??????
Fyrir utan að þarna geta komið kolvitlaus veður þá er ansi mikið lengra í læknisaðstoð en við þjóðveg 1 í dag og hvernig á að koma í veg fyrir hraðakstur þarna?
Frábært setjum upp sjúkrahús og lögreglustöð á Hveravöllum og sjoppur á 25 km fresti.
Þjóðvegur 1 er ekki malbikaður allan hringinn og lögreglan um allt land er með allt of lítið af mann og bílaflota.
Þessir menn eru ekki í lagi.
Kveðja Lella
13.07.2005 at 01:26 #524872Hvernig fá menn svoleiðis í gegn??? Að taka veg sem er fyrir hendi í eigu þjóðarinnar, fiffa hann til og rukka svo vegfarendur fyrir kostnaði. Ef þetta er málið þá ætla ég að taka til í götuni hjá mér og laga holurnar og rukka alla sem ætla í gegn.
Ef að þetta er raunin að það verði rukkað fyrir kjöl þá líður ekki á löngu þar til það verða hjólför meðfram veginum alla leið norður. Fólk verður að hafa kost á því að fara gömlu leiðina eins og með hvalfjörðinn.Svo er annað, hvað ætli þeir geti haldið veginum opnum langt fram á haust.
13.07.2005 at 08:51 #524874Hvað varðar vegatollana, þá eru foráðamen þessa fyrirtækis búnir að lýsa því yfir að um vegatolla verður að ræða. Því vaknar upp sú spurning hvort þeir sem eru aðeins að aka skamman spöl inn á leiðina þurfi að borga fullt gjald, þarna eru hópar sem eiga leið inn í Kerlingafjöll, Árbúðir og á Hveravelli. Spurning hvernig verður tekið á þeim málum.
En það eru fordæmi fyrir því að þrátt fyrir það að eldri vegur hafi verið fyrir þá voru lagðir á vegatollar á nýja veginn ef fólk man eftir Keflavíkurveginum.
Mér finnst nokkuð auðvelt að sætta mig við vegatoll í Hvalfjarðargöngunum þar sem ég hef alltaf þann möguleika að aka gamla veginn.En hinsvegar verður önnu staða uppi á Kjalvegi þar sem nauðsinlegt verður að leggja nýja veginn yfir þann gamla á köflum, því þegar gamli Kjalvegurinn var lagður var reynt að leggja hann á snjóléttum stöðum þar sem því var viðkomið og má því leiða að því líkum að nýi vegurinn krussi hann að einhverju leiti.
Svo er athyglivert að skoða það sem Klakinn bendir á, en víða eru verulegir flöskuhálsar á lálendi þar sem vegir þola illa mikla umferð. Einsog milli Laugarvatns og Geysis.
Gróðinn vegna vegarins finnst mér einnig takmarkaður, en hann er aðeins 35-60 km eftir hvernig vegurinn er lagður. Það finnst mér heldur naumt fyrir 5,5 miljarða. En það er sú tala sem upp kemur ef það á að ná 60 km markinu. Því til þess að ná því markmiði þarf að fara með veginn um Hraungarð og inn á Eyvindastaðarheiði frekar sunnarlega og krefst það mikilla brúargerða, allavega einsog ég þekki svæðið. Þarf þá að brúa Blöndu, Svörtukvísl, Herjólfslæk, Ströngukvísl, og Bláfellslæk. En hinsvegar geta þeir lagt veginn norðar og þar þá væntanlega að brúa minna þar sem þessar ár eru komnar saman, en þá tapast hinsvegar kílómetrarnir á ný.
Svo er líka spurning hvort ekki megi finna þessa 60 km á þjóðvegi 1, T.d hvað spöruðust margir km með því að færa veginn frá Blönduósi, sem allt varð brjála yfir vegna tveggja eða þriggja sjoppueiganda á Blönduósi. Nú er jú kominn upp sama staða á ný, því það verðu jú sneitt framhjá þeim á ný.
Það sem mér finnst alvarlegast í þessu mál er það að einkafyrirtæki leggi út í svona framkvæmd og ætli sér síðan að reka veginn með hagnaði. Með þessu móti gætu komið upp fleiri keimlík mál, t.d mætti hugsa sér að sama fyrirtæki byggði upp Sprengisandsleið eða eitthvað ámóta.
Veturnir
Hvernig á að gæta öryggis á veginum, væntanlega verður það þannig að allir aki Kjöl í framtíðinni og fara þá auðvita afi og amma á smábílnum eða Anna frænka, sem er 17 ára á sýnum smábíl, því vegurinn er jú malbikaður. Síðan komast þau að því við Innstaskúta. Að stikurnar sjást ekki lengur vegna þess að ruðningstækin eru búinn að kafæra stikurnar fyrir löngu og ekki sést í dökkan díl, vegurinn hvítur og þau sjá því ekki neitt. Afi setur því Hassatið á til þess að ruðningstækin aki ekki á þau þegar það kemur. Afi hefði þó ekki þurft að hafa áhyggju af því að vera mokað út fyrir veg því snjóruðningstækið er stopp langt fyrir norðan hann, en þar eru nokkrir vanbúnir smábílar á ferð sem loka veginum. Þurfa því afi og amma að aka 40 km í kófinu og passasig á því að lenda ekki út í ruðningnum sem þau sjá svo illa. Því ef þau lenda úti í honum geta þau fest sig og ekki er von á aðstoð næstu klukkustundirnar nema jeppakallar á leið í Setrið aki framhjá. Bla bla bla.En þrátt fyrir allt þetta mega jeppa og útivistar menn ekki vera á móti öllum breytingum, því þá erum við kominn í sama hóp og Æjatolarnir og náttúruverndaröfgamennirnir sem allt vilja banna sem ekki er leift. Það fólk vill loka slóðum, rífa skála og yfir höfuð loka hálendinu að mestu leiti nema fyrir gangandi umferð. Jæja nú er nóg komið enda ég kominn í tvo eða þrjá hringi með þetta mál og veit ekki hvort ég vill eða vill ekki.
13.07.2005 at 17:35 #524876Sammála því sem á undan er skrifað – það eru margar ósvaraðar spurningar í þessu – það væri áhugavert að vita hvort KEA – Andri Teitsson og félagar eigi einhver svör við öllum þeim spurningum sem hér eru komnar fram?
Mér heyrist annars að menn séu að spá í að sleppa við Bláfellshálsinn, þannig að það kostar nýja brú á Hvítá, væntanlega við Fremstaver, ef þeir ætla að nýta þann upphækkaða veg sem búið er að gera. Og svo þarf aðra nýja brú á Jökulfall/Jökulkvísl (sem farið er yfir á brú á leið í Kerlingafjöllin)
Ég held að það geti ekki komið til greina að bjóða ekki upp á valkost fyrir þá sem vilja ekki borga. Ath. að Vegagerðin kemur ekki nálægt þessu dæmi – þannig að mér finnst allar líkur á að Vegagerðin verði að halda við "gamla" veginum á sumrin, og ef eins og Ofsi segir að sá nýji krossi þann gamla, að þá er nú væntanlega frekar lítið mál að ryðja nýjan "gamlan" veg í einhvern spotta til hliðar við þann nýja – það er nú ekki flókin vegagerð þar á ferð.
Enn mér finnst áhugavert að vita hvernig þeir ætla að útfæra vegatollinn – hvernig ætla þeir að rukka mann, ef maður kemur t.d. af Haukadalsheiðinni, frá Svínárnesinu, Setrinu/Kerlingafjöllum eða einhverja af fjölmörgum öðrum hliðarleiðum sem hægt er að komast inn á Kjöl.
Einnig – ef það verður gamall vegur, verður þá ekki lítið mál að skipta yfir á gamla veginn stuttu áður en komið er að toll-skúr (það verða varla öfundsverðir vinnustaðir) ?En varðandi snjóalögin – verður nokkuð mikið meira mál að halda þessum vegi snjólausum en t.d. Hellisheiði, eða Öxnadalsheiði ef hann er rétt hannaður og nógu hár yfir landslaginu ? Sjáið t.d. Kvíslaveituveginn – það þyrfti ekki miklar hönnunarbreytingar á honum til að hann væri meira eða minna snjólaus við flestar aðstæður ?
Reyndar gæti svo umhverfismat komið í veg fyrir að þeir fái að hækka veginn nógu mikið upp yfir landslagið.En öryggismálin held ég að verði seint leyst almennilega – þessi vegur fer mest upp í tæpa 700 metra hæð og er yfir 600 metra frá Innri-Skúta og norður fyrir Hveravelli (ca. 30-35 km kafli)
Vegurinn liggur svo í gegnum tvö gjörólík veðursvæði, þannig að gott veður fyrir sunnan getur auðveldlega þýtt snarbrjálað fyrir norðan og öfugt.
Það eru um 60-70 km frá Bláfelli norður á Hveravelli – punktar sem væri hugsanlegt að hafa tékk-punkta (og skjól) á – þarna á milli er sem sagt hátt í klst. akstur – hvað er veðrið fljótt að breytast í þessari hæð á þeim tíma ? Þannig að þó þeir loki veginum á þessum punktum – þá geta margir verið orðnir innilokaðir þarna á milli í millitíðinni. Hvernig komast þá björgunarmenn á svæðið – þarf kannski að hafa snjóbíla tiltæka báðu megin við ?Og hversu tilbúnir verða t.d. flutningabílarnir að taka þá áhættu að vegurinn lokist með stuttum fyrirvara, þannig að þeir þurfa að fara aftur langleiðina til Rvk. til að komast gömlu leiðina norður – það gæti orðið kostnaðarsamt.
Ég get ekki ímyndað mér annað en að svona vegur yrði lokaður ca. 30-40% tímans yfir háveturinn (4-5 mánuðir)Ég er í sjálfu sér ekkert ósáttur við það, þannig lagað, að fá svona veg þarna yfir – það stækkar bara svæðið sem maður getur farið t.d. í dagstúra frá Rvk. og styttir t.d. leiðinlegasta kaflann á leið í Setrið – en ég held því miður að þetta sé alls ekki raunhæft – nema veðrið fari þá að breytast ennþá meira til hins betra (sem ég myndi reyndar kalla verra )
…"Nei, ég var bara svona að spöggúlera"….
Arnór
13.07.2005 at 17:35 #524878Vá – ég held ég hafi slegið Ofsa við í lengd á pósti – sorrý
14.07.2005 at 01:18 #524880Þessa vegar hlýtur að byggjast upp á því að fá þungafluttningabíla til að ferðast um vegin og má þá hugsa sér fiskfluttninga frá Grindavík Þorlákshöfn og hugsanlega frá suðurnesjum ef farið verður út í að gera vegin á milli Grindarvíkur og Þorlákshafnar að heilsársvegi en þá kemur á móti hvað er það sem tapast.
Ég bendi á rök umhverfisajatollana varðandi vélagný og umferð vélknúinna ökutækja. einnig benti ég á að túristminn byggist að miklum hluta á ferðum um óbyggðir ,saman ber hestaferðir um Kjöl og vetrarsafari á superjeep
Eins og ég benti á áður þá þarf í raun að byggja upp allt vegakerfið hvort sem komið er að austan eða vestan og það það þarf náttúrulega að fjármagna af opinberu vegagerðarfé sem að átti að ná inn með kílóagjaldi og fleirri sköttum voru lagðir á til að ljúka gerð hringvegar og þar sem ekki nema helmingur af því fé sem tekið er er notað til vegagerðar sér maður fram á að hækka þurfi þessi gjöld til að ná saman endum.sem sagt ekki fyrirsjáanleg lækkun á bensín og olíugjaldi á næsu árumMiðaða við þessa löngu pósta á undan þessum sem upp voru talin gild og góð rök og enþá er hægt að bæta í safni þá spyr ég bara
TIL HVERS Í SVARTKOLANDISJÓÐBRENDARAUÐGLÓANDIJAKKAFATARASSI eigum við að taka þessu með stillingu
Ég bara spyr
Klakinn
14.07.2005 at 10:46 #524882Nú er þokkaleg grein um Kjalvegsáforminn í Fréttablaðinu, það sem mér finns sérstakt þar er að nú er vegastyttingin skyndilega kominn í 110 km en ég get ekki séð á teikningunni sem fylgir með að nein breyting sé á fyrri áformum, nema það að mér sýnist þeir ætla yfir Bláfellsháls en ekki í gegnum Fremstaver og Innstaver ? sérkennilegt.
einnig er furðulegt að taka veginn ekki strax niður Mælifellsdal eða Gilhagadal. fynnst mér ekki spurning að það ætti strax í upphafi að leggja veginn um Mælifellsdal enda auðveld framkvæmd og aðeins þyrfti tvær smá brýr, reindar mætti nota brúnna sem nú er á Svartá norðan við Bugaskála. Bara svona smá pæling
14.07.2005 at 13:24 #524884Þessi grein í fréttablaðinu er athyglisverð. Þar kemur fram að menn eru búnir að gefa Stórasandinn upp á bátinn. Þessi Kjalvegs útfærsla styttir ekki leiðir milli Reykjavíkur og Akureyrar um neitt sem máli skiptir, 110 km stytting milli Selfoss og Akureyrar samsvarar óbreyttri vegalengd milli Reykjavíkur og Akureyrar ef það eru 55 km milli Reykjavíkur og Selfoss.
Ég held að þetta sé einfaldlega dauðateygjur Norðurvegar, ég tel nánast útilokað að það sé hægt að fjármagna með veggjaldi veg sem styttir engar leiðir frá Höfuðborgarsvæðinu.
-Einar
14.07.2005 at 14:58 #524886Þér Einar að þetta sé í dauðateygjunum. En þeir hefðu kannski ekki á að ana með þetta beint í fjölmiðla fyrr en þeir væru búnir að kanna vel vegarstæðið og reikna vel út hina ýmsu möguleika, þ.a.s vegalengdir, veðurfar og kostnað. styttingarmöguleika ofl í þeim dúr. en það er ljóst að þeir eru búnir að blása af Instaver vegna kostnaðar við það að leggja veg um gilin og á því að fara um Bláfellsháls, þá væri kannski kostur að krækja fyrir Kórinn og fara nærri Skálpanesi eða hvað, þeir ætla sér sennilega að láta brúnna á hvítá duga að sinni. í raun einsog þetta er lagt upp á einungis að lagfæra kaflann milli Fremstavers norður að uppbyggðaveginum norður af Hveravöllum eða við Seyðisá. Þannig að þetta er í raun ekki merkileg framkvæmd. allavega ekki það merkileg að réttlætanlegt sé að fara að innheimta vegatoll. hinsvegar ef þeir færu yfir Blöndu á Eyfirðingaveg og tækju alla sprænurnar þar og niður hjá Hraungarð og kæmu niður Mælifelsdal í Skagafirði. Þá væri hægt að kalla þetta samgöngubót. bara svona pæling
14.07.2005 at 16:53 #524888Málið gæti lifnað við undir nýjum samgönguráðherra. Þar sem núverandi ráðherra er í vasanum á sjoppueigendum á Bölnduósi þá hafa Norðurvegarmenn metið það svo að það væri ekki lag að stytta leiðina milli Reykjavíkur og Akureyrar núna.
Samkæmt kortnum og grein í Fréttablaðinu, sendur nú ekki til að breyta leið núverandi Kjalvegar, heldur að leggja veg sem tengir Kjalveg norðan Blöndulóns við hringveginn í mynni Norðurárdals í Skagafarði. Sá vegur er einmitt hluti af Stórasandsleiðinni, næst þegar Norðausturkjördæmið vær samgögnguráðherra, verður hægt að klára Stórasandsleiðina og fá styttingu á leiðinni milli Reykjavíkur og norðurhluta Norðaustur kjördæmis, sem um munar. Það verður forvitnilegt að sjá hvort sunnlendingar bíta á agnið og styðja þessa vegagerð. Ég á eftir að sjá það gerast.
-Einar
14.07.2005 at 18:27 #524890Væntanlega þarf að bæta vegakerfið frá höfuðborgarsvæðinu að Kjalvegi, ætli það sé inni í þessum kostnaðartölum sem nefndar hafa verið?
ég stórefa það
vegir eiga ekki að vera viðskiptatækifæri
-haffi
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.