Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › Nýr jeppavefur
This topic contains 109 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón Garðar Helgason 14 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
31.01.2010 at 22:23 #210371
Sæl öll.
Í tilefni þess að nú á morgun verða skrifréttindi á f4x4.is takmörkuð við skilvísa félagsmenn, langar mig að benda ykkur á nýjan spjallvef um jeppa: Hið íslenska jeppaspjall.
Þarna geta menn skiptst á upplýsingum og skoðunum og auglýst, óháð bíltegund, staðsetningu, klúbbskírteini eða öðru.
Vonandi verður vefurinn að gagni og fær að dafna samhliða öðrum íslenskum jeppavefum.Bestu kveðjur,
Gísli -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
04.02.2010 at 23:03 #680720
100 póstar af væli…hlýtur að vera heimsmet !!!
Góðar stundir..
04.02.2010 at 23:20 #680722Alls ekki sammála því Dolli að þetta séu 100 póstar af væli. Þvert á móti með áhugaverðari umræðum sem komið hefur á vefinn lengi, smá krufning á starfi klúbbsins. Stundum þarf "leiðinlegar" spurningar til að koma slíku af stað.
Baddi þegar þú nefnir Jeppavini þá er það náttúrulega þannig að það eru frekar nýleg samtök og raunar mjög stutt síðan menn á þeim bæ fóru að kveða sér hljóðs í þessum hagsmunamálum allra jeppaeigenda (eða öllu frekar eigenda breyttra jeppa). Fram að þessu hefur fókusinn verið aðallega á þrengri hagsmuni túristaökumanna. Hins vegar hafa ýmsir forsvarsmenn þar unnið að þessum málum á vettvangi 4×4. Nægir þar að nefna Þorvarð Inga sem hefur lengi verið viðloðandi þessi slóðamál innan klúbbsins og kemur nú fram á völlinn undir merkjum Jeppavina sem er fínt því þannig setur hann þessi mál í nýtt samhengi, þ.e. hagmuni ferðaþjónustunnar. Slóðavinir komu fram fyrir nokkrum árum, að sumu leiti eigum við samleið með þeirra hagsmunabaráttu en ekki að öllu leiti. Ég held ég geti því fullyrt að mestan hluta af 27 ára baráttusögu klúbbsins hefur hann verið eini málsvarinn. Stundum hafa þó breytingaverkstæði staðið með okkur þannig að því sé haldið til haga. Í baráttunni gegn 50 cm. ákvæðinu í reglugerðinni frá 2005 kom reyndar líka jeppadeild Útivistar að málinu og það hjálpaði örugglega til í því. En alltaf hefur það þó verið 4×4 sem hefur haft frumkvæðið í baráttunni og ég held ég geti fullyrt að hefði hann ekki verið til hefði lítið verið um varnir. Þó svo mönnum finnist stundum að við ofurefli sé að etja þá er ég nokkuð viss um að 4×4 er mun sterkari þrýstihópur en margir gera sér grein fyrir og það er fyrst og fremst að þakka málefnalegum og vel rökstuddum málflutningi.
Kv – Skúli
05.02.2010 at 00:32 #680724
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sveinbjörn þú segir hagsmunasamtökin hvetji menn til að greiða, ég get nú ekki kallað þetta hvatningu hjá ykkur að loka spjallinu það bara hvetur ekki menn til að borga menn fara í vörn. Hvernig væri nú að skifta greiðslunni í tvennt fyrir þá sem vilja ég hugsa að það myndi hvetja menn frekar til inngöngu í klúbbinn ekki satt?
kveðja Helgi
Ps. og enn skríða menn undan steinum dolli og varpa gullkornum
05.02.2010 at 11:05 #680726Held að helgi sé með ágætis hugmynd þarna, að bjóða mönnum upp á að skipta greiðslum í tvennt eða jafnvel þrennt ef þurfa þykir. Ég veit að vísu ekki hvort það hefði í för með sér einhvern aukinn kostnað fyrir klúbbinn, það verða aðrir að svara því. Ég á samt bágt með að trúa því að þessar 6000 krónur geri útslagið á því hvort menn eru í klúbbnum eða ekki því þetta eru einhver ódýrustu félagsgjöld sem maður þekkir til. Bara smá dæmi, hér í mínu heimahéraði var nýlega stofnaður vélhjólaklúbbur og þar eru félgasgjöldin að mig minnir 10.000 á ári og menn bara þokkalega sáttir við það enda verið að byggja upp aðstöðu og svoleiðis fyrir klúbbinn.
05.02.2010 at 11:49 #680728Persónulega finnst mér gjaldið ekki hátt og borgaði með glöðu geði. Bensínafslátturinn sem ég hef fengið borgar líklegast árgjaldið fyrir mig (en aðra afslætti er ég yfirleitt með betri eftir öðrum leiðum). Hef ekki fjárfest í vhf stöð ennþá en þá verður hagurinn ennþá meiri. Samt er það ekki afslátturinn sem rak mig í klúbbinn, ég kynntist starfi hans á netinu (var búinn að vera jeppamaður í áratugi og ekki séð ástæðu til að vera í klúbbnum) og komst á þá skoðun að klúbburinn væri að vinna gott starf og að ég vildi tilheyra og styðja þennan hóp.
En þó 6000 kr á ári sé ekki mikill peningur fyrir flesta þá er hellingur af heimilum sem þurfa að velta hverri krónu fyrir sér. Fólk sem er farið að fara allra sinna ferða með strætó og á hjóli (fer reyndar oft á reiðhjóli í vinnuna sjálfur) sér kannski ekki hag í bensínafslætti. Þarna eru jeppamenn sem hafa ekki efni á að stunda sportið eins og er en vilja kannski geta lagt orði í belg.
En óháð því hvora afstöðuna menn taka (með eða á móti lokun) þá held ég að menn ættu að spara gífuryrði því það hjálpar engum (síst klúbbnum) og getur gefið þá mynd af klúbbnum að hér séu eintómir kverúlantar sem geta ekki rætt málin eins og fullorðnir menn.
05.02.2010 at 23:54 #680730Eftirfarandi pistill er einungis mínir hugarenningar og pælingar mínar sem mig langar að deila með ykkur eftir að hafa fylgst með þessum þræði.
Ég held að menn átti sig ekki á því hversu mikið Ferðaklúbburinn 4×4 hefur nú þegar komið til móts við þá sem greiða félagsgjaldið sbr. 14. grein í lögum Ferðaklúbbsins 4×4 frá nóvember 2009 (sjá neðst í innleggi).
Þar sem þröngum hópi innan klúbbsins fannst of mikið að borga 6.000 kr. fyrir sig sem félagsmann og sinn aukafélaga sem fékk í staðinn alla þá afslætti sem fullgildum F4x4 félaga stendur til boða og mátti taka þátt í félagstarfinu nema hann hafði ekki atkvæðisrétt í málefnum klúbbsins, þ.e. [b:3dg2lumh]eitt félagsnúmer var eitt atkvæði[/b:3dg2lumh].
Hefði verið eðlilegast ef aukafélaginn myndi vilja ÖLL réttindi sem fullgildur félagsmaður þ.e. að fá kosningarétt að hann borgaði bara 6.000 kr fyrir og tæki síðan þátt í starfinu sem fullgildur félagsmaður. Í staðin var farin sú leið á aukaaðalfundinum í nóvember sl. að 10 manns gegn 8 manns samþykktu lagabreytinguna sem kalla má [b:3dg2lumh]tveir fyrir einn tilboð[/b:3dg2lumh].
Þ.e. að félagsmaður getur skráð einn aukafélaga sem hefur sama lögheimili án sérstakrar greiðslu. Aukafélaginn hefur öll sömu réttindi og skyldur og aðalfélagi og jafnframt gerist það að [b:3dg2lumh]nú eru tvö atkvæði á bak við eitt félagsnúmer [/b:3dg2lumh]á félagsfundum Ferðaklúbbsins [b:3dg2lumh]hjá útvöldum hópi [/b:3dg2lumh]svo framarlega sem aukafélagi séð skráður á sama lögheimili og áttið ykkur á því að þetta er á landsvísu.
Það sem jafnframt gerðist er að aukafélagi getur orðið formaður Ferðaklúbbsins sem er vægast sagt mjög sérstakt. Reyndar er núverandi formaður í þeirri stöðu að ef móðir hans sem er með sama lögheimili skráir sig í klúbbinn og gerir son sinn að aukafélaga þá er formaðurinn [b:3dg2lumh]greiddur aukafélagi[/b:3dg2lumh]. Ef móðir hans er orðin 67 ára og hefur verið greiddur félagi sl. 5 ár þá getur formaður verið [b:3dg2lumh]fullgildur-ógreiddur-aukafélagsmaður[/b:3dg2lumh] þar sem hún þarf þá ekki lengur að borga sitt félagsgjald. Spáið í því.
Ég veit reyndar ekki af hverju hann ætti að kallast aukafélagi hann hefur jú öll réttindi á við fullgildan félagsmann bara frítt.
[b:3dg2lumh]Hvaða félag býður upp á svona kosta tilboð? þannig að í raun er gjaldið bara 3.000 kr. á manninn fyrir stóran hóp félagsmanna.[/b:3dg2lumh]
Þeir sem búa svo illa að búa ekki með "aukafélaga" borga þar af leiðandi áfram 6.000 kr og fá fyrir það [b:3dg2lumh]aðeins eitt atkvæði [/b:3dg2lumh]fyrir.
Ég borga sem sagt 6.000 kr og fullt af útlögðum kostnaði fyrir að taka þátt í þessu starfi. Ég hef ekki verið að gráta það. Ég hef lent í því að þurfa að borga félagsgjaldið seint þar sem ég þurfti að forgangsraða mínum reikningum eins og svo margir. Núna borgaði ég það mjög snemma þar sem ég vissi að ég gæti lent í því að hafa lítið á milli handanna þegar fram í sækti.
Ég tek það fram að þetta er mitt val eins og allra annarrra að borga fyrir að taka þátt í þessu starfi. Og hvað felst í því?
Ég hef eins og margir aðrir lagt fram krafta mína og bílana mína ásamt eldsneyti bæði sem nefndarmanneskja og án þess að vera í nefnd í þágu klúbbsins. Tekið á mig aukakostnað s.s. vegna skemmda á dóti mínu við þessi störf sem og t.d. við að taka á leigu talstöð hjá klúbbnum sjálfum til að geta veitt aðstoð í ferðum einmitt á vegum klúbbsins. Ég er ekki ein um þetta.
Ég hef tekið mér ítrekað launalaust frí frá vinnu eins og allir núverandi og fyrrverandi stjórnarmenn F4x4 sem og aðrir nefndarmenn hafa einhvern tíman þurft að gera til að geta mætt á fundi á vegum klúbbsins. En í ljósi stöðunnar í þjóðfélaginu í dag þá hef ég því miður orðið að fórna hluta af félagsstarfinu fyrir þá vinnu sem bíðst enda bætir klúbburinn ekki upp vinnutap.
Stjórnarmenn og aðrir nefndarmenn greiða fyrir þátttöku sína á árshátíð klúbbsins. Reyndar sáu stjórnarmenn líka um skemmtiatriði sem þeir eyddu frítíma sínum í að æfa upp fyrir utan önnur stjórnarstörf, og ekki veitti þeim af æfingartímanum.
Vefnefndarmenn hafa unnið launalaust við að koma nýrri vefsíðu klúbbsins í loftið og hafa menn orðið varir við það þar sem það hefur tekið tíma að smíða hana. Hún hefur sætt harðri gagnrýni fyrir en það ræðst af þeim frítíma sem menn geta fórnað í þetta hversu hratt hlutirnir gerast. Vefsíðan nýtist svo aftur sem spjallvefur fyrir félagsmenn sem og við að koma upplýsingum á framfæri til félagsmanna og í leið annarra sem lesa síðuna.
Hvað varðar upplýsingaflæði til félagsmanna í stjórnartíð sitjandi stjórnar þá hefur það verið langtum meira en nokkrum sinni fyrr. Stjórnin hefur látið birta ítarlegar fréttir á netinu af félagsfundum hjá móðurfélaginu sem og öðrum fundum s.s. nefndarfundum, gagngert fyrir þá sem ekki komast á þá s.s. landsbyggðadeildirnar. Þetta hefur verið unnið í sjálfboðavinnu og með tölvubúnaði í einkaeign með hugsjón að leiðarljósi og tilheyrandi “töff lökk” aukakostnaði fyrir viðkomandi. Og er markmið stjórnar að gera enn betur í þessum málaflokki.
Ef menn skoða fréttir frá félagsfundinum 1. febrúar á forsíðu þá má sjá langan lista af mikilvægum málefnum sem stjórn og nefndir hafa verið að sinna launalaust. Þarna er upptalning á broti af þeim hagsmunamálum sem klúbburinn hefur aðkomu að. En hann er fyrst og fremst hagsmunafélag.
VHF endurvarpakerfið er stór öryggisþáttur í ferðafrelsi félagsmanna. Enda hafa þó nokkrir séð sér hag og leikið þann leik að skrá sig í Ferðaklúbbinn til þess eins að fá rásir klúbbsins í talstöðvarnar og það hefur jafnramt verið síðasta félagsgjaldið sem þessir aðilar hafa greitt. En rásirnar nota þeir um ókomna tíð á kostnað félagsmanna sem sinna viðhaldi endurvarpakerfisins bæði í formi félagsgjalda sem og í sjálfboðavinnu.
Sem gagnrýni við lokun á skrifaðgang á vefspjallinu hafa menn meðal annars notað sem rök að það muni færri skrifa á vefinn og bakka upp þessi hagsmunamál á vefsíðu klúbbsins. Ykkur að segja þá hef ég nú ekki séð mikið fara fyrir þessu baklandi á vefnum. Það eru ófáir þræðirnir sem Jón Snæland hefur startað um gríðarlega mikilvæg mál er varðar hagsmunamál jeppamanna og ferðafrelsi allra landsmanna. Þeir hafa jafnharðan horfið af radarnum með hans eina innleggi svo mikil voru þau orð og stuðningur. Horfið af því menn búa til nýja þræði um t.d. nýja bílinn sinn og vandamál eða ekki vandamál tengdum honum sem eðlilegt er. Oft eru það ekki einu sinni félagsmenn sem eru að stofna þessa þræði og ýta þar með hagsmunamálunum í burtu. Sem betur fer eru nefndirnar að berjast í þessum hagsmunamálum þó það hafi ekki farið hátt hingað til en nú er orðin breyting á því.
Svo barma menn sér í skjóli kreppu og vilja fá allt frítt eða fá að greiða þennan skitinn 6.000 kall á raðgreiðslum eða fá hann niðurgreiddann af því þeir vilja [b:3dg2lumh]bara [/b:3dg2lumh]getað lesið og skrifað á vefinn, ekkert annað… á kostnað klúbbsins og fullgreiddra félagsmanna hans. Geta fengið ráðleggingar, aflað sér upplýsingar t.d. um færð eða hvernig gera eigi við bílinn sinn nú eða kaupa/selja varahluti sér að kostnaðarlausu, frítt. Af vefsíðu sem tilkominn er vegna gríðarlegra vanmetinnar og óeigingjarnra vinnu félagsmanna.
Ferðaklúbburinn er ekki á vegum Hjálparstofnunar kirkjunnar eða annara álíka stofnanna sem eru mörgum fjölskyldum því miður mikilvægar í dag. Það er valfrjálst að borga í hann. Það er ekki sigað á þig innheimtustofnunum ef þú greiðir ekki. Þú einfaldlega greiðir ekki, starfsmanninum þætti betra ef hringt væri í hann og hann látinn vita í síma 568-4444. Síðan ferð þú samviskusamlega og lætur fjarlægja rásirnar úr talstöðinni þinni ef þú ert með þær enda hefur þú ekkert við þær að gera þar sem þú ert hvort sem er ekki á leið á fjöll sökum bágrar fjárhagsstöðu og ferð ekkert fyrr en hún lagast, verður alla vega að eiga fyrir einni tankfylli. Þegar það gerist þá rennir þú einfaldlega við á radioverkstæði á leiðinni út úr bænum og lætur henda rásunum inn, um leið og þú hefur greitt félagsgjaldið að nýju… er það ekki.
Ég hef t.d. ekkert farið í langan tíma þar sem bíllinn minn hefur verið bilaður og ég ekki haft efni á að láta gera við hann. Ég kem ekki til með að fara í stórferðina “í hjólför aldamótanna” þar sem ég hef ekki efni á að breyta bílnum mínum fyrir 38” dekk sem ég þó á en það eru lámarksskilyrði fyrir þátttöku sem og í mörgum öðrum ferðum sem ég fer ekki í. Ég endurtek ég er ekkert ein um að vera í þessum sporum en þetta er bara partur af lífinu eða eins og einhver sagði “life is a bitch”.
Það er þannig að aðalfundur tekur ákvörðun um félagsgjöldin og greiðslufyrirkomulagið á þeim. Stjórn hefur ekki heimild til að breyta þeim.
Breytingar á greiðslufyrirkomulagi félagsgjalda með þeim háttum sem nefndir hafa verið þýðir aukakostnað fyrir klúbbinn, aukna vinnu fyrir starfsmann sem og stjórn klúbbsins. Það er gríðarlega mikil vinna og óeigingjarnt starf sem liggur að baki við að reka þetta hagsmunafélag og það þarf fjármagn til að geta rekið það EN hvað um það.
Af hverju bara ekki vera grand á því og [b:3dg2lumh]BORGA fólki fyrir að ganga í klúbbinn [/b:3dg2lumh]og launa því svo fyrir sjálfboðavinnuna. Tökum síðan lán og skuldsetjum Klúbbinn og endum loksins í sömu sporum og mörg heimili í landinu standa í í dag … og þar er gott að vera eða hvað?
[b:3dg2lumh]MBK. Stefanía Guðjónsdóttir
varamaður í stjórn og fyrrverandi nefndarmaður.[/b:3dg2lumh][i:3dg2lumh]Réttindi og skyldur félagsmanna
14. Grein
Félagi getur hver sá orðið sem áhuga hefur á markmiðum félagsins. Inntökubeiðni skal vera skrifleg og send stjórn félagsins. Sæki félagi um flutning milli deilda skal það tilkynnt skriflega til stjórnar og tekur flutningurinn gildi við upphafa næsta starfsárs.
Hver félagi getur skráð einn aukafélaga sem hefur sama lögheimili og aðalfélagi án sérstakrar aukagreiðslu fyrir hann.
Aukafélagar hafa öll sömu réttindi og skyldur og aðalfélagar að því undanskyldu að þeir deila póstsendingum frá klúbbnum með aðalfélaga.[/i:3dg2lumh]
06.02.2010 at 00:38 #680732
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég ég ég ég ég ég ég, mér sýnist ekki þurfa fleiri en þessa konu í klúbbinn og það þarf ekki annað en lesa þennan þráð til að skilja hvað ég meina um hroka í sumu fólki oG STEFANÍA ÉG VONA AÐ ÞÚN TAKIR EKKI AÐ ÞÉR MEIRA STARF FYRIR KLÚBBINN OG EKKI GENG ÉG Í HANN MEÐAN ÞÚ ERT ÞARNA VIÐ VÖLD OG ÞÚ VITNAR ÞARNA Í MINN PISTIL
EN LESTU BETUR ÉG HEF ALDREI BÝSNAST YFIR ÞESSUM HELVÍTIS 6.000 KALLI LÆRÐU AÐ LESA..Helgi Brjálaði
06.02.2010 at 00:50 #680734Helgi vinur minn enn ertu mættur. ´
Ef mig brestur ekki minni þá voru komment þín á innlegg mitt á öðrum þræði í þá veru að þú nenntir ekki að lesa mín innlegg og taldi ég þig vera mann orða þinna.
Eins og ég sagði í upphafi þá eru þetta aðeins hugarrenningar mínir eftir að hafa lesið þetta spjall í heild sinni og er ég ekki að vitna í neinn einn sérstakann heldur þá umræðu sem hefur verið í gangi á þessum þræði. Jafnframt var meining mín að varpa ljósi á þá vinnu sem fjöldi manns er að leggja á sig í þágu klúbbsins og velja það að borga fyrir að fá að taka þátt í þessu.
það er valfrjálst að ganga í klúbbinn og hver og einn verður að gera það upp við sig hvað hann velur.
Mbk. Stefanía
06.02.2010 at 02:25 #680736Daginn.
Þetta er athyglisvert spjall á þræði sem hófst með því að nýr spjallvefur hafi verið opnaður og á að taka við umferð þeirra sem greiða ekki félagsgjöld í ferðaklúbbinn 4×4. Sniðugast við allt þetta spjall er það hvað félagsmenn eru harðir á því að menn eigi stóra jeppa með öllum græjum. Rétt eins og ríkisstjórnin virðist vera klár á að það séu bara til fólk með himinháar skuldir, litlar skuldir og fjármagnseigendur. Mér hefur alltaf fundist það vottur um þröngsýni.
Ég þykist vita að upptalningar Skúla og Benna séu kórréttar um það sem 4×4 hefur áorkað að undangengnu og þetta sé aðeins brotabrot af því sem félagsskapurinn hefur breytt jeppafólki til bóta.
Ég ætla aðeins að velta félagsgjaldinu fyrir mér. Ætli ég taki það ekki fram að ég hef undanfarin ár greitt félagsgjaldið án þess að velta mikið fyrir mér hvaða afslætti ég fæ í staðin, mér finnst félagsgjöldunum mínum ágætlega varið hjá þessu félagi og sérstaklega af því að landsbyggðadeildin sem ég stunda fær sinn hluta gjaldsins. En…. Ef ég ætti ekki jeppa eða lítið breyttan, s.s. væri ekki að fara í ferðir með klúbbnum, ætti í raun litla samleið með stóru köllunum þætti mér gjaldið þá kannski dálítið hátt. Ef ég svo ætti ekki VHF stöð, eins og þorri þeirra sem áður hafa skrifað ganga að sem gefnu að menn eigi, get ég alveg sagt í hreinskilni að mér þætti félagsgjaldið svolítið hátt.
Þessi sorgarsaga um VHF innheimtuna og hverjir nota kerfið og hverjir ekki er náttúrulega ekki þægileg til að ráða við. P&S auðsjáanlega missti valdið yfir þessu og velti ábyrgðinni allri yfir á 4×4 og gekk í raun út frá því vísu að allir 4×4 félagar eigi stöð. Það sem einhverjir hafa minnst á að láta fjarlægja rásirnar úr stöðinni sinni er náttúrulega bara brandari því að ég veit ekki betur en að það sé nóg að eiga svona amatör stöð til að hafa aðgang að öllum VHF rásum sem eru í loftinu. Væri kannski eðlilegast að tækninefndin reyndi að fá þessar stöðvar dæmdar ólöglegar með öllu.
Annað hefur gerst að undanförnu sem hefur hjálpað hinum almenna íslenska jeppakarli í hagsmunabaráttunni er sú staðreynd hvað þessi sérstaða er orðin stór atvinnuvegur. Ég hef trú á að gegn ESB gæti það vegið dálítið þungt í ferðafrelsisbaráttu okkar og vona það innilega.
Félagsgjaldið er í raun og veru ekkert óskaplega hátt fyrir markhóp félgasins en mínar vangaveltur snúast um hina. Lokanir á skrifaðgangi er farartálmi fyrir hluta þess hóps sem fylgist með starfinu og getur orðið til þess að einhverjir hellast algerlega úr lestinni. Mér finnst það ekki þjóna hagsmunum félgasins.
Ég hef ekki enn komið auga á það hvernig það bætir ferðaklúbbinn 4×4 að loka þessu. Þetta minnir frekar á það þegar Stjáni Kaupfélgasstjóri harðbannaði annan umgang um túnin sem voru í eigu Kaupfélagsins bara af því að honum fannst það. Kom æpandi og gólandi ef einhver vogaði sér að sækja bolta yfir girðinguna. Veit einhver meira en ég.
Kv Jón Garðar.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.