Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › Nýr jeppavefur
This topic contains 109 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón Garðar Helgason 14 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
31.01.2010 at 22:23 #210371
Sæl öll.
Í tilefni þess að nú á morgun verða skrifréttindi á f4x4.is takmörkuð við skilvísa félagsmenn, langar mig að benda ykkur á nýjan spjallvef um jeppa: Hið íslenska jeppaspjall.
Þarna geta menn skiptst á upplýsingum og skoðunum og auglýst, óháð bíltegund, staðsetningu, klúbbskírteini eða öðru.
Vonandi verður vefurinn að gagni og fær að dafna samhliða öðrum íslenskum jeppavefum.Bestu kveðjur,
Gísli -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
04.02.2010 at 01:15 #680682
Ja.hérna hér,illa látið þið. Þetta er ósköp einfalt,hættum væli og gremju,tökum okkur saman um að gera gott félag betra. F4x4 er góður félagsskapur og þetta er mitt líf og yndi að ferðast og hafa gaman af. Ætla ekki að yfirgefa félagið,held mig við það og nýt þess bara. Hvað er betra en að geta skroppið uppí skemmu 3 og fá sér kaffisopa og hlusta á smá jeppaspjall eða hvað sem um er rætt? Vissulega eru margir hlutir sem þarf að lagfæra því sem tengist ferðafrelsinu og stefna félagsins er mjög góð að mínu mati. En það gerist ekkert með eintómum skömmum og rexi. Verum góðir félagar,sýnum að við séum þroskaðir félagar og veitum þeim sem gera gott starf á vegum klúbbsins stuðning. Víst eru lokanir þær sem eru í gangi slæmar,en við stöndum saman til að breyta því til baka og náum að sýna þjóðinni það sem við viljum gera,og það er að aka snyrtilega um hálendi ísland og sýnum því virðingu,sem því miður er gert lítið af oft á tíðum sökum aðila sem vita ekki hvað þeir eru að gera,því þeir kunna ekki og/eða hafa ekki það markmið að leiðarljósi sem við höfum.
04.02.2010 at 01:26 #680684Jæja, hér sé stuð.
Benedikt, ég veit ekki hvað veldur því að þú og "allir sem höfðu samband við þig" vegna skrifa minna takið þetta svona persónulega til ykkar. Tilgangur skrifa minna var alls ekki að gera lítið úr störfum félaganna í F4x4, heldur að benda á að þetta eru allt mannanna verk og verða það áfram óháð því í hvaða félagsskap þeir starfa. Ferðaklúbburinn sem slíkur er áhugamannafélag um ferðamennsku og hafa félagar innan hans haft áhrif á afar margt í þróun breytinga á jeppum sem dæmi, sem ég nefni einmitt í fyrri pósti mínum. Klúbburinn hefur hins vegar ekki haft teljandi áhrif á þróun ferðamennsku á Íslandi, friðun stórra svæða, stækkun þjóðagarða og lokun fjölda slóða. Stjórnir klúbbsins hverju sinni hafa vissulega reynt að hafa á þá þróun sem mest áhrif. Þau hafa hins vegar því miður verið lítil á heildina litið hingað til. Ekki vegna vanefnda eða dugnaðarskorts stjórnarmanna, heldur vegna þess að það eru því miður allt of oft einhverjir allt aðrir hagsmunir sem ráða för hjá þeim sem að taka á endanum ákvarðanir. Sú þróun mun síðan áfram versna til muna á meðan að stefnan er enn sett á fulla ferð inni á báknið sem Evrópusambandið er. Nú eru meira að segja orðnar til þess miklar líkur að sjálfboðaliða starf Ofsa og margra annarra góðra félaga í slóðaverkefninu verði beytt gegn okkur og upplýsingar notaðar meðal annars til þess að loka fjölmörgum slóðum. Þetta hef ég beint frá Þórunni Sveinbjarnardóttur á meðan að hún var starfandi umhverfisráðherra.
Ég var að benda á þá staðreynd í skrifum mínum, ekki að gagnrýna störf félagsmanna. Hnekkti hins vegar á því með skýrum hætti að það er fyrir einstaklinga sem stíga fram til að berjast fyrir hugsjónum sínum sem hlutirnir gjarnan gerast. Svo er einnig með vel flest sem áunnist hefur undir nafni 4×4. Ég þekki sögu klúbbsins ágætlega og man margt af þeirri vinnu sem fór fram í upphafi til þess að koma á skilningi á þörfum okkar og breytinganna á bílunum. Margir hafa unnið mikið og gott starf. Það hefur þó enginn staðið í því árum saman, eða í jafnvel 25 ár eins og þú nefnir, einungis af þjónustulund. Menn taka þátt í svona starfi meðan að það gefur þeim einhverja ánægju. Afar fáir endast lengi í slíkum störfum eftir að ánægjan er horfin og ekkert nema þrasið eftir.
Rámar einmitt í að slík leiðindi hafi haft áhrif á það að þú gafst ekki kost á þér sem formaður áfram, en gæti misminnt þar.Var reyndar ekki með kastaragrinda málið í höfðinu akkúrat þegar ég skrifaði þetta, þar var vel að verki staðið. Ég hef hins vegar bæði afar mikla reynslu af ýmsum félagstörfum, nefndarstörfum og sjálfboðaliðastörfum og veit sem er, að slík störf hafa mjög gjarnan lítið vægi nema að þeim mun fleiri skráðir félagar séu ætlaðir fylgjandi þeim. Það eru jú hagsmunir fárra voldugra sem ráða mestu, þá næst hagsmunir þeirra sem þurfa á kjósendum að halda og svo hagsmunir fólksins og okkar þar síðast á eftir.
Það hefur kannski misfarist í hughrifum ykkar og vanþóknun á innleggi mínu að sjá þar punktinn sem ég vildi helst koma á framfæri. Ef 4×4 missir mikið af félagsmönnum nú á þessum samdráttar tímum vegna mögulegra blankheita fjölmargra, veikir það enn frekar stöðu klúbbsins í opinberri umræðu og í baráttunni við kerfisbáknið. Þess vegna lagði ég það til að stjórnin myndi fjalla um þessi gjaldamál sérstaklega og sjá hvort hægt væri að koma til móts við þá sem telja sig ekki ráða við gjaldið. Það er jú þannig gagnvart hinu opinbera að því fleiri félagsmenn sem hægt er að benda á að standi á bakvið eitthvað, þeim mun meira gæti vægi klúbbsins verið í umræðunni.
Vil síðan að lokum taka skýrt fram að engan hef ég þjófkennt í þessum skrifum eða sakað um óheiðarleika.
Ég hef hins vegar lítinn skilning á blindu MHN gagnvart aðstæðum fjölmargra í samfélaginu í dag. Þekki orðið marga sem standa frammi fyrir því að velja á milli þess að geta borgað matarinnkaup þessarar viku eða þess að greiða afnota- eða félagsgjöld einhversstaðar.
04.02.2010 at 11:00 #680686Án þess að til standi að gera lítið úr fjárhagsvanda heimilanna er það mín skoðun að það megi vera orðið verulega slæmt ástand til að hafa ekki efni á því að greiða 6000 krónur á ári til klúbbsins. Og, ef maður ber það saman við matarkörfu vikunnar, eins og síðasti ræðumaður, verður gjaldið hvorki meira né minna en 115,38 krónur á viku. Myndi sú upphæð ráða úrslitum um afkomu fjölskyldunnar? Og á dag færu þá 16,4 krónur, eða sem svaraði verði einnar brauðsneiðar án smjörs, til klúbbsins. Þeirri upphæð væri síðan hægt að ná ríflega til baka með því að slökkva á tölvunni í tvo tíma yfir blánóttina.
04.02.2010 at 11:02 #680688Þessi umræða er alltaf að verða áhugaverðari.
[quote:2nvaoux9]Klúbburinn hefur hins vegar ekki haft teljandi áhrif á þróun ferðamennsku á Íslandi, friðun stórra svæða, stækkun þjóðagarða og lokun fjölda slóða. Stjórnir klúbbsins hverju sinni hafa vissulega reynt að hafa á þá þróun sem mest áhrif. Þau hafa hins vegar því miður verið lítil á heildina litið hingað til.[/quote:2nvaoux9]
Ég held að það sé þess virði að skoða þessa fullyrðingu aðeins nánar. Það er oft erfitt að koma auga á árangurinn þegar baráttan er varnarbarátta. Ávinningar í slíkri baráttu felast í því að breytingar verði sem minnstar og fara því gjarnan hljótt. Þessir ávinningar eru samt umtalsverðir. Ég skal nefna einhver dæmi svona sem eru í kollinum.
Árið 2005 var sett ný reglugerð um umferð í náttúru Íslands af þáverandi umhverfisráðherra (Sigríði Önnu Þórðardóttur). Í drögum að þessari reglugerð voru ákvæði sem hefðu nánast gert útaf við akstur á snjó. Meðal annars var þar ákvæði um að þykkt snjóalagsins þyrfti að vera að lágmarki 50 cm (sic!). Það var fyrir úthugsuð viðbrögð klúbbsins sem öll slík ákvæði fengust út úr reglugerðinni og ákvæðið um akstur er algjörlega samhljóða lögunum (Heimilt er þó að aka vélknúnum ökutækjum á jöklum svo og snævi þakinni og frosinni jörð svo fremi að ekki skapist hætta á náttúruspjöllum). Þessi ávinningur fékkst ekki með neinum látum heldur með því að senda inn vel útfærða athugasemd og fundum með starfsmönnum ráðuneytisins þar sem það var útskýrt fyrir þeim í rólegheitum hvernig þetta ákvæði myndi gera það útilokað að ferðast um hálendið yfir vetrartímann. Allar tilraunir til að þrengja frekar að snjóakstri hurfu úr reglugerðinni eftir þá fundi.
Nokkuð síðar þegar þessi sami ráðherra var í þann veg að kveðja ráðuneytið (kosningar voru í nánd) var gefið út af ráðuneytinu kort sem var sett á vefinn sem sýndi “löglegar slóðir” á landinu. Að vísu var gefið til kynna að ekki væri víst að þarna væru allar slóðir sem mætti aka enda enginn lagagrunnur á bak við þetta kort. Það kom svosem ekki sérstaklega á óvart að stóran hluta slóða landsins vantaði þarna inn. Hugmyndin var að þetta kort yrði sá grunnur sem notaður yrði og lög sett um að allar aðrar leiðir teldust utan vega. Klúbburinn brást við með því að sýna fram á marga mjög alvarlega galla á kortinu og að þetta gæti aldrei virkað sem grunnur til að byggja á. Vinnubrögðin yrðu að vera vandaðri og gögnin betri ef hugmyndin væri að lögbinda leyfilegar vegslóðir. Útkoman úr þessu er sú ferlunarvinna sem klúbburinn undir forystu Ofsa hefur unnið með LMI. Hver endanleg útkoma verður þarna er kannski of snemmt að segja, en aðeins eitt sveitarfélag af þeim sem taka þátt í þessu ferli hefur klárað þetta slóðaskipulag (og í því tilfelli var mjög lítið um lokanir og menn vel sáttir við útkomuna þar). Það er framundan mikil vinna við að fylgjast með þeim tillögum sem eiga eftir að koma fram og vaka yfir því að leiðir sem skipta máli séu ekki að lokast.
Við getum því sagt að ef starfi klúbbsins nyti ekki við væri ekki hægt að stunda vetrarakstur á hálendinu nema á bestu snjóavetrum og lítill hluti slóða á hálendinu væru opnar. Í staðin hefur tekist að verja rétt okkar til að aka á snjó og frosinni jörð og enn sem komið er hefur lítið verið lokað af slóðum. Ógnunin er samt jaft til staðar og því þarf að vera stöðugt á varðbergi.
Hvað tæknimálin varðar gildir raunar sama. Á upphafsárum klúbbsins fengu menn í gegn mjög góðar reglur um breytingar á jeppum sem allt þetta stúss grundvallast á. Oftar en einu sinni og oftar en tvisvar hafa komið fram vangaveltur um að þrengja þessar reglur. T.d. kemur slík umræða gjarnan upp þegar bílslys verða þar sem breyttir jeppar koma við sögu, alveg óháð því hvort breytingin hafi haft nokkuð með slysið að gera. Þá hefur þurft að fara á fundi, útskýra, ræða málin o.s.frv. Þá hefur klúbburinn notið góðs af þeirri miklu tækniþekkingu sem er til innan hans. Það er því ekkert út í hött að segja að ef klúbbsins nyti ekki við væri allavega búið að þrengja verulega að jeppabreytingum, hugsanlega setja reglur um að aðeins viðurkennd verkstæði mættu breyta jeppum, hugsanlega setja takmarkanir á dekkjastærð eða eitthvað annað sem mönnum dettur í hug.
Í mínum huga er þetta hér að ofan nægjanleg ástæða til að borga félagsgjaldið, en það metur náttúruleg hver fyrir sig. VHF kerfið er enn ein ástæða, ekki bara til þess að fá aðgang að rásunum heldur líka þar sem það sýnir að peningarnir eru að fara í eitthvað sem gagnast manni. Allir endurvarparnir eru kostaðir með þeim hætti að klúbburinn borgar það sem þarf að borga og félagsmenn leggja fram vinnu og bíla til að koma dótinu fyrir. Ef opinber aðili hefði kostað þetta kerfi hefði það kostað tugi ef ekki hundruð milljóna en þar sem menn hafa frá upphafi verið ötulir við að finna ódýrustu leiðirnar (án þess að það komi niður á gæðum) og vinna svo ómælda vinnu í sjálfboðavinnu, þá er óhætt að segja að þarna séum við að fá mikið fyrir lítið. Svo má auðvitað ekki gleyma Sigga Harðar í þessu sambandi sem hefur verið lykillinn að því að þetta var hægt og sparaði klúbbnum margar milljónir.
Það heyrist oft að ávinningurinn af þessu starfi sé lítill og að sú aðferðafræði sem notuð hefur verið hjá klúbbnum á undanförnum árum og áratugum hafi ekki skilað okkur neinu. Vissulega er þetta alltaf varnarbarátta, en þegar grant er skoðað held ég það sé öruggt mál að raunveruleikinn væri talsvert öðruvísi ef þessa starfs hefði ekki notið við.
Kv – Skúli
04.02.2010 at 11:40 #680690Ég vil ítreka að hugrenningar mínar eru ekki settar fram sem gagnrýni á störf félaga í 4×4, heldur til þess að leggja á það áherslu að vægi klúbbsins í umræðunni er því meira sem félagar eru fleiri. Þess vegna setti ég fram þessa hugleiðingu um hvort að stjórn þyrfti ekki að fjalla um það sérstaklega hvort að sérstakir tímar eins og nú eru kalli ekki á sértækar aðgerðir til þess að halda félögum sem eiga erfitt með að greiða.
Með hugleiðingum mínum vildi ég líka leggja á það áherslu að öll þessi störf eru unnin af fólki sem hefur áhuga á að berjast fyrir eigin hagsmunum og frelsi til þess að ferðast um hálendið. Sú hagsmunabarátta væri veikari án klúbbsins væntanlega, en engu að síður án vafa til staðar og fer þegar fram á fleiri stöðum en aðeins hér. En svo ég endurtaki mig, klúbburinn þarf á því að halda fremur öllu að vera stór og voldugur vilji hann áfram hafa vægi í umræðunni. Að öðrum kosti verðum við mjög fljótt skilgreindir sem lítill frekur sérhagsmunahópur.
Ég bið alla þá aðila innilega afsökunar, sem telja að þessi skrif mín hafi brotið á þeim.
Ég geri mér grein fyrir að margt gott hefur verið gert og kann þér Skúli bestu þakkir fyrir að rifja það enn betur upp hér. Baráttan er varnarbarátta eins og þú réttilega nefnir, barátta sem mun tapast gegn Evrópubákninu ef við erum ekki þeim mun fleiri félagar sem þrýsta á stjórn landsins. Það er jú vægi atkvæða sem virðist heilla það fólks helst.
Sjálfur starfa ég við akstur með ferðamenn og nota ekki rásir klúbbsins við þau störf, það kom þó fyrir áður fyrr en nú eru fjölmargir aðilar komnir með sínar eigin rásir og notum við þær við vinnu. Ég tek hins vegar undir með Helga, þegar ég er einn á ferð á hálendinu, hef ég stöðina mjög gjarnan á skönnun til þess að geta mögulega komið einhverjum til aðstoðar ef kall um það berst.
04.02.2010 at 11:48 #680692[quote="valdur":b9u3dlqb]Án þess að til standi að gera lítið úr fjárhagsvanda heimilanna er það mín skoðun að það megi vera orðið verulega slæmt ástand til að hafa ekki efni á því að greiða 6000 krónur á ári til klúbbsins. Og, ef maður ber það saman við matarkörfu vikunnar, eins og síðasti ræðumaður, verður gjaldið hvorki meira né minna en 115,38 krónur á viku. Myndi sú upphæð ráða úrslitum um afkomu fjölskyldunnar? Og á dag færu þá 16,4 krónur, eða sem svaraði verði einnar brauðsneiðar án smjörs, til klúbbsins. Þeirri upphæð væri síðan hægt að ná ríflega til baka með því að slökkva á tölvunni í tvo tíma yfir blánóttina.[/quote:b9u3dlqb]
Þessi rök þín héldu ágætlega ef að staðreynd máls væri að fólk safnaði sér fyrir þessu félagsgjaldi jafnt og þétt yfir langt tímabil. Flestir gera það væntanlega ekki og eru því að horfa á það núna hvort að þeir hafi efni á því að setja 6.000 kr. í þetta eða að nota þær til þess að kljúfa um 50% af matarinnkaupunum.
Ég er með þessu að segja að ég skil þá aðila afar vel sem þurfa að horfa í krónuna, og tel að við ættum fremur að horfa til þess hvernig við getum komið til móts við þá aðila og haldið þeim þar með sem félögum áfram, fremur en að gera lítið úr fjárhagsgreind þeirra hér ítrekað með söluræðum um hvað þetta sé nú gott málefni. Málefnið er vissulega gott, en val margra stendur hins vegar einfaldlega á milli bráðanauðsynja og munaðar.
Ég hef kosið að greiða gjaldið að þessu sinni og flest undanfarin ár einmitt vegna þess að mér hefur fundist að ég ætti að styðja við þá aðila sem hafa áhuga á að verja þessa hagsmuni, sem ég augljóslega nýt þá góðs af. Sem og vegna þess að ég nota VHF rásir félagsins mikið þegar ég ferðast á eigin vegum og finnst það auka á ánægjuna og öryggið.
Ég er kannski einfaldlega að reyna að koma þeim málstað á framfæri hér að við skoðum málið frá annarri hlið, sýnum samhyggð með erfiðleikum margra og reynum að finna leiðir til þess að halda þeim innan félags áfram.
04.02.2010 at 11:50 #680694Mér líst bara vel á að fá fleirri mótorsport vefi til að rúnta um á,
en ég skil ekki þetta skítkast útí ferðaklúbbinn,ef menn eru að versla einhverja varahluti,föt eða bara fara með bíla í skoðun þá er árgjaldið fljótt að snúast í hagnað með afsláttarkjörum!
Vennlig hilsen Gunni
04.02.2010 at 12:06 #680696Sælir
Ég er sammála Benna Magg um að það sé ekki rétt að halda því fram að klúbburinn hafi lítið haft með hagsmunabaráttu jeppamanna að gera. Ef menn horfa til baka, til dæmis til áranna í kringum 1980, þá voru þar á ferð margir af helstu brautryðjendum jeppamennskunnar jafnvel að stíga sín fyrstu spor. Á þeim tíma kom í ljós að gamla góða Bifreiðaeftirlitið hataðist út í allt sem hétu jeppabreytingar. Á þeim tíma voru menn og ferðahópar hver í sínu horni að slást við báknið og fengu litlu sem engu áorkað. Þegar hugmyndin að stofnun klúbbsins kom upp, var hugmyndin að sameina þessa aðila til að búa til þrýstihóp sem gæti hreyft við bákninu. Árið 1983 eða í mars þegar fyrsti fundur klúbbsins var haldinn mættu að mig minnir yfir 30 aðilar og stofnuðu klúbbinn sem fékk til bráðabirgðar nafnið Ferðaklúbburinn 4×4. Fljótlega var stofnuð nefnd sem fékk nafnið Dekkjanefnd (varð síðan Tækninefnd). Þessi nefnd sem skipuð var af einstaklingum frá ólíkum ferðahópum (Guðni Ingimarsson, Kolbeinn Pálsson, Sigfús Gunnarsson, Snorri Ingimarsson og Þorvarður Hjalti Magnússon) fékk það verkefni að ræða við Bifreiðaeftirlit ríkisins til að stemma stigum við aðgerðir eftirlitsins vegna breyttra jeppa. Þessi nefnd sem hafði stuðning allra þeirra félagsmanna sem gengu í klúbbinn fékk þar stuðning til að sinna þeirri vinnu sem þurfti til að ná í gegn þeim breytingum sem við búum enn við í dag. Með þessu vil ég sýna að þótt einhverjir aðilar vilji rífa niður starf klúbbsins og reyna að láta hann líta illa út þá er ég viss um að það verði erfitt fyrir þá. Allir klúbbar eru byggðir upp á einstaklingum, en einn aðili á sér ekki viðreisnar von gagnvart ríkisbákninu. Ég hef verið þeirrar ánægju aðnjótandi að þekkja flesta þá aðila sem komu að stofnun Ferðaklúbbsins 4×4 og að þeirra sögn þá varð það klúbburinn sem sameinaði marga ólíka ferðahópa í eina heild sem varð nógu sterk til að ná þeim breytingum í gegn sem þurfti til að við fengjum að aka á þeim bílum sem við ökum á í dag. Svona er hægt að halda áfram endalaust og væri hægt að taka saman margar nefndir klúbbsins sem hafa sameinað ólíka einstaklinga og búið til marga ferðahópa og vinahópa sem halda saman.
Um að hygla stjórn og nefndum innan klúbbsins þá er því fljótsvarað. Þeir aðilar sem taka að sér stjórnunar- og nefndarstörf í klúbbnum fá engar sporslur frá klúbbnum, hvorki til að mæta á fundi né þegar um sjálfboðaliðastörf er að ræða. Þó ber að gæta að klúbburinn reynir eftir fremsta megni að aðstoða félagsmenn sem leggja á sig vinnu fyrir klúbbinn og leggja fram farartæki, með því að gera eitthvað fyrir þá. Ekki í formi peninga, heldur með sameiginlegum máltíðum og ókeypis gistingu (í Setrinu). Um störf stjórnar og sporslur handa þeim þá vísa ég því aftur til baka, bókhald klúbbsins er endurskoðað af endurskoðendum klúbbsins sem kosnir eru á aðalfundi félagsins. Reikningar félagsins eru lagðir fram á aðalfundi og þar geta félagar rætt reikningana og lagt fram spurningar um færslur í bókhaldinu. Ársreikningur félagsins er til og liggur á skrifstofu félagsins ef menn vilja sjá hann.
Kveðja
Sveinbjörn Halldórsson
formaður 4×4.
04.02.2010 at 12:16 #680698Ég ætla nú að þakka Skúla og Sveinbirni fyrir að rifja upp fyrir okkur fáein atriði úr sögu klúbbsins. Þessi atriði sem og fjölmörg önnur geta menn auðveldlega kynnt sér með því að lesa yfir gömul Setur sem eru, eða í það minnsta voru hér á vefnum sem og fundargerðir og fleira.
Eins er ágæt upprifjun á þessum hlutum í bókinni Farið sem að rifjaði í máli og myndum upp sögu klúbbsins fyrstu 20 árin.
Ég held að það væri ýmsum hér ansi holt að kynna sér hlutina almennilega áður en þeir skeiða hér fram á ritvöllin með þeim hætti sem að hér hefur verið gert. Það að reyna að klóra svo í bakkann og segjast hafa meint eitthvað allt annað dæmir sig sjálft…
Og svo finnst mér æðislega gaman að því að sjá skrifin koma frá mönnum sem hafa atvinnu af jeppamennsku – sem að er til fyrir tilstuðlan 4×4 klúbbsins.
Gaman að þessu.
04.02.2010 at 13:20 #680520
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ef ég geng í klúbbinn má ég þá borga 115 krónur á viku?
kveðja Helgi
04.02.2010 at 13:25 #680700
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
HAH!! góður Helgi! hehehe…
04.02.2010 at 13:33 #680702Sæll Helgi
Ég skal leggja út fyrir þig 6.000 kr. ef þú greiðir mér 115 kr. á viku
kv.
Sveinbjörn
04.02.2010 at 13:48 #680704Aungvan á ég jeppan og ekki á ég talstöð, samt borgaði ég félagsgjaldið ….bank bank er einhver heima, mikið hlýt ég að vera vitlaus.
04.02.2010 at 13:49 #680706Athyglisverðar umræður by the way
04.02.2010 at 14:12 #680708Hafinn er almenn dósasöfnun fyrir félagsgjaldi Helga brjóts. Þeir sem telja sig vera aflögufæra með dósir. Er bent á Rauða-hálfmánann eða senda póst á rotta01@gmail.com.
Baldvin Jónsson fjallar um það að hagsmunagæslan muni fara fram annastaðar en einungis hjá f4x4. ég held að áhrifamáttur einstaklinga væri ansi lítill í þessari baráttu og lítið væri tekið mark á þeim, hversu góðir sem þeir annars væru. Af því höfum við reynslu og má t,d nefna það að ríkisstofnanir vilja frekar eiga við samtök félaga frekar en einstök félög. T,d er ég fulltrúi Samút í slóðanefndinni en ekki Ferðaklúbbsins 4×4, þetta var að ósk ráðuneytisins.
Nú ferð hagsmunagæslan ekki einungis fram hjá f4x4. Heldur og einsog túristaökumenn eiga að vita. Þá eru Jeppavinir einnig við störf, Slóðavinir (mótorhjólamenn er mjög öflugir og fjölmörg fyrirtæki í ferðaþjónustu. Og ekki síst sveitarfélög sem átta sig á því að það þjóna ekki þeirra hagsmunum að loka og læsa sínum sveitarfélögum.
04.02.2010 at 20:10 #680710
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Takk rottur þið eruð ekki óþverrar ;)hehehehe
04.02.2010 at 21:46 #680712[quote="hmm":j5160bmu]Ég held að það væri ýmsum hér ansi holt að kynna sér hlutina almennilega áður en þeir skeiða hér fram á ritvöllin með þeim hætti sem að hér hefur verið gert. Það að reyna að klóra svo í bakkann og segjast hafa meint eitthvað allt annað dæmir sig sjálft…[/quote:j5160bmu]
Það að þú viljir lesa eitthvað út úr skrifum mínum Benedikt, einhverja ríkari meiningu en þar kom fram verður þú að eiga við þig. Hvernig svo sem þú vilt dæma það.
Það sem að síðan bæði Sveinbjörn og Ofsi hafa lagt hér inn í umræðuna staðfestir einmitt enn frekar það sem ég er búinn að síklifa á hér, ef klúbburinn fer að missa frá sér fjölda félaga vegna blankheita missir hann um leið vægi í umræðunni. Ofsi staðfestir ennfremur mín orð um að fleiri komi að hagsmunabaráttunni, en þar átti ég einmitt við meðal annarra Jeppavini sem er starfandi áhugahópur atvinnubílstjóra í jeppamennsku.
Þau orð Benedikts að ég og fleiri getum starfað við jeppamennsku fyrir tilstuðlan klúbbsins 4×4 eru hins vegar verulega orðum aukin. Klúbburinn hefur komið augljóslega ýmsum góðum málum í gegn og varið önnur sem fyrir voru. Það er hins vegar ekki einungis fyrir tilstilli hans að jeppar eru til á Íslandi.
En hvernig stendur á því að engin hættir sér út í þá umræðu sem ég tiltek ítrekað sem megin ástæðu skrifa minna, að koma til móts við þá félaga sem standa afar illa þessa dagana og hjálpa þeim til þess að vera áfram í klúbbnum?
04.02.2010 at 22:01 #680714„En hvernig stendur á því að engin hættir sér út í þá umræðu sem ég tiltek ítrekað sem megin ástæðu skrifa minna, að koma til móts við þá félaga sem standa afar illa þessa dagana og hjálpa þeim til þess að vera áfram í klúbbnum?“
Og hvernig ætti það að þínu mati að fara fram?
Ein leiðin væri sú að gefa verulegan afslátt af félagsgjöldum til bágstaddra. Þá mætti hugsa sér að fella þau niður. Sumum myndi henta að greiða með afborgunum.
Hvernig ætti að velja þá sem nytu aðstoðar? Hverjir ættu að velja þá sem nytu aðstoðar? Væri nóg að sækja um? Þyrftu menn að sýna fram á litla greiðslugetu? Fengju menn afslátt í hlutfalli við fjölskyldustærð? Þvermál hjólbarða? Einhverjar aðrar hugmyndir? Hverjar?
04.02.2010 at 22:18 #680716Hef ekki komist að niðurstöðu með það sjálfur Þorvaldur. Það þyrfti þó að vera á einhvern þann máta að menn héldu virðingu sinni óskertri.
Til dæmis mætti skoða hvort að menn gætu farið fram á að greiða aðeins hálft gald næstu 2 árin, eða að fá alfarið niðurfellt gjaldið vegna erfiðleika þetta árið. Þetta eru allt nýjir hlutir, nýjar hugmyndir og aðstæður. Eins og barátta til að mynda Hagsmunasamtaka Heimilanna hefur sýnt okkur skýrt fram á, að þá er verulegrar þörf á að hugsa út fyrir boxið þessi dægrin.Ef að það eru hagsmunir klúbbsins að halda sem flestum félögum innanborðs til þess að hafa sterkari röddu út á við hlýtur að vera eðlilegt að stjórnin fjalli um þetta. Þetta er að mínu mati eðlilegt að skoða þó ekki væri nema bara að samhyggð fyrir erfiðleikum náungans.
04.02.2010 at 22:47 #680718Sæll Baddi
Ég hef nú fengið uppl. frá Hagsmunasamtökum heimilana þar sem þeir hafa hvatt menn til að greiða félagsgjald ma. vegna þeirra afslátta sem þeir njóta hjá félaginu. Ég er á þeirri skoðun eins og margir aðrir að félagsgjaldið er ekki hátt miðað við það sem við fáum í staðin. Ég get auðvita ekki talað fyrir munn allra en ein dekkjaskipti á ári, allanvegan ein olíuskipti, nokkrar áfyllinga af eldsneiti, smá varahlutir svo ekki sé talað um einhver verkfæri hafa greitt mér til baka félagsgjaldið. Auðvita á ég líka talstöð og fæ engan reikning frá fjarskiptastofnun (sem ég er ánægður með). Bara þessi litla upptalning er fljót að verða að töluverðri upphæð og ekki eru þau fyrirtæki sem selja þessa hluti að velta fyrir sér hvort eg sé blankur eða ekki. Ef félagsgjaldið er það eina sem hægt er að finna til að setja ú á félagsskapinn hjá okkur þá er klárt mál að við erum á réttri leið.ps. ég er viss um að ef þú hefðir tekið þátt í starfi klúbbsins td. í einhverri nefndinni þá myndir þú sjá hvað þessi hópur getur gert saman.
Kveðja
Sveinbjörn
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.