Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › Nýr jeppavefur
This topic contains 109 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón Garðar Helgason 14 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
31.01.2010 at 22:23 #210371
Sæl öll.
Í tilefni þess að nú á morgun verða skrifréttindi á f4x4.is takmörkuð við skilvísa félagsmenn, langar mig að benda ykkur á nýjan spjallvef um jeppa: Hið íslenska jeppaspjall.
Þarna geta menn skiptst á upplýsingum og skoðunum og auglýst, óháð bíltegund, staðsetningu, klúbbskírteini eða öðru.
Vonandi verður vefurinn að gagni og fær að dafna samhliða öðrum íslenskum jeppavefum.Bestu kveðjur,
Gísli -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
02.02.2010 at 23:38 #680602
Hver veit kanski eithverjir aðrir í ferðaþjónustu líka
02.02.2010 at 23:52 #680604[quote="vp36":ajs110fb]Hvernig er það er ekki eitt fjélagsgjald og ótakmarkaður fjöldi vhf stöfða ég á 100 stöfðar sem allir eru með sem ekki borga félagsgjöld Hvað með ferðaþjónustu jeppana allir með F4x4 rásir er eitthvað hlutafélag að borga félagsgjöld gaman væri að sjá það á pappír[/quote:ajs110fb]
Til ársins 2007 sá P&F um innheimtu gjalda vegna notkunar félagsmanna á F4x4 rásunum pr notanda. Þetta hafði sögulegar ástæður (ríkisvaldið með puttana í öllu) en árið 2007 var ákveðið að "leiðrétta" þetta og var gjaldheimtunni einhliða velt yfir á F4x4 og þar með beint yfir á félagið F4x4 í stað notenda rásanna (sem á einhverjum tímapunkti höfðu greitt í F4x4). Gjaldið var byggt á lista P&F yfir fjölda notenda rásanna árið á undan og síðan var gefinn "afsláttur" af leyfisgjaldinu pr notanda. Þannig var fundin út ein stór tala sem væntanlega er sú sama enn þann dag í dag nema að til hafi komið einhverjar lögbundnar hækkanir.
Gjaldið er því ekki byggt á fjölda notenda í dag enda engin leið að halda utan um hverjir eru með rásirnar í sínum stöðvum í dag. Það er því málinu alveg óviðkomandi hversu margir eru með rásirnar, hvort þeir eru með margar stöðvar osfrv.
Eftir stendur að félagar í F4x4 bera uppi kostnaðinn af því að greiða fasta gjaldið til P&F og af rekstri og uppbyggingu kerfisins, kostnað sem ógreiðandi félagar sem nota kerfið taka ekki þátt í.
kveðja
Agnar
03.02.2010 at 09:28 #680606Fyrigefið mér finst að þeir sem borga ekki af stöfðum
sínum eigi enngan rétt að nota vfh kerfið þó svo að
þeir líti á þetta sem örigisadriði fyrir sig, en taka ekki
þátt í kosnaði það á við alla hina sem eru utan
félags . Hvað varðar hjálpasveitir þá nota þeir Tetra ,
að mestu leiti. Ef væri hægt að breita tíðni á kerfinu
með litlum kosnaði, Og láta einn aðila sjá um að
sita inn rásir aftur sem er í f4x4 þá ætti að koma í ljós
hverjir eru félagsmen og skrá niður númerið á stöðini.
Ef þetta væri hækt er alltaf hægt að breita tíðni á 3 ára
fresti og finna þá sem vilja ekki borgaKV,,,, MHN
03.02.2010 at 10:01 #680608Það væri nú mikið mál að breyta talstöðvum mörg þúsundir bíla. Því það eru ekki einungis jeppar sem er verið að fjalla um. Heldur húsbíla, verktaka ofl. Auk þess getur ekki einn og sami aðilinn ekki breitt talstöðvunum vegna þess að þarna eru ólík vörumerki og forrit sem þarf til. Þetta væri útilokað. Hinsvegar var það pungspark sem f4x4 fékk þegar þessu var breytt nánast í skjóli nætur og fékk klúbburinn engan andmælarétt eða tækifæri á því að gera athugasemdir.
Reyndar er nú ekki VHF kerfið það eina sem klúbburinn greiðir fyrir aðra. Það hefur verið fjölmargt annað í gegnum tíðina. Og spurning hvort við eigum nokkuð að vera að væla almennt yfir því. Það er bara hluti af starfinu. Samanber Landsbjörg og fleiri sem leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Það mætti t,d nefna stikanir. Þær eru greiddar af f4x4 og koma öllum að notum. Mælingarnar með Landmælingum það sem mælt er undir kostnaðarverði en kom öllum til góða. Styrkir okkar til hálendisgæslu eða bæklingagerð eða hvað eina. Sennilega nokkuð langur listi ef allt er talið. Svo má ekki heldur gleyma því að klúbburinn hefur verið styrktur af hinu opinbera og væri hægt að sækja meir í þá sjóði. Ef menn skoða styrki til frjálsra félagasamtaka. Þá mætti nú klípa meir út úr því apparati og ekki væri verra að gera það á kostnað Landverndar og náttúruverndarsamtaka íslands. Sem eru stofnanir á framfærslu ríkisins með fastan aðgang að nefndarsetum og kæruferli á öllu mögulegu sem ómögulegu ( kannski mest ómögulegu ) samanber Árna hása.
Svo að lokum er ekki helvíti gott að f4x4.is fái samkeppni. Segja ekki allir að samkeppni sé svo mikið af hinu góða he he. Mér heyrist oft gamlir einokunar karlar, fagna því oft þegar þeir lenda loks í samkeppni. Það væri t,d gott ef bankarnir hefðu haft erlenda samkeppni. Ekki væri heldur verra að olíufélög eða jafnver Ísaga fengi samkeppni.
Samkeppni á vefnum gæti t,d hrist upp í g.p.s draumanna eldgömlu. Kannski að við fengjum gráan fiðring í því.Held þó að Einar eik hafi haft rétt fyrir sér í því að hafa rásir klúbbsins opnar öllum, samt fjandi erfitt að viðurkenna það. En gengur það sem Einar fréttir örugglega ekki af þessari U-beygju minni.
Svo má bæta því við að ég man ekki betur en það hafi nú bara verið fjandi mikið fjör þegar fleiri jeppasíður voru á lífi. Samanber ýmsar síður gengjanna og það hafi bara verið af hinu góða.
03.02.2010 at 10:22 #680610Sammála Jónsa Snæ, þetta er nú engin keppni, aðal atriðið að sem flestir séu bara virkir í umræðunum, hvar sem menn gera það. Að fara í einhvern eltingaleik við einhverja kalla með talstöðvar út í bæ út af einhverjum rásum væri fáránlegt fyrir samtök eins og F4x4.
Miklu frekar að hysja upp um sig brækurnar og bæta PR-ið og laða fleiri að klúbbnum. Menn verða svo bara að eiga það við sjálfan sig hvort þeir viljið styðja klúbbinn og það sem hann stendur fyrir.
03.02.2010 at 10:41 #680612Sammála síðustu ræðumönnum, það er nóg pláss á internetinu og fjölbreytni af hinu góða.
Ég er líka sammála því að rásirnar séu aðgengilegar fyrir aðra, það er miklu frekar að leita lausna í styrkjum eða að fá gjöldin sem klúbburinn borgar lækkuð með einhverjum leiðum. Kostnaðurinn af því að skipta um rásir reglulega yrði líka gífurlegur og hver ætti að borga fyrir það?
Klúbburinn hefur líka gert öllum jeppamönnum gott og gerir það ábyggilega áfram. Hagsmunabaráttan er miklu verðugra verkefni en að halda úti vef, þó slíkt styðji vissulega við starfið.
Ég styð klúbbinn heilshugar og hef alltaf gert enda er hann það sem kemst næst þvi að vera hagsmunasamtök okkar jeppamanna.
03.02.2010 at 11:33 #680614Auðvitað erum við ekkert að fara að skipta um tíðnir á VHF inu reglulega og 4×4 hefur nóg annað að gera en að elta uppi fólk sem er með tíðnirnar en er ekki félagar. En ef menn vilja láta aðra um að borga uppbyggingu og rekstur kerfisins þá verða þeir bara að eiga það við sína samvisku.
Ef menn vilja fá styrki, fella niður opinber gjöld eða auka PR-ið eða hvað sem annað sem mönnum þikir að betur mætti fara, er ekki hægt að ætlast til að aðrir sjái um vinnuna, nær væri að bjóða fram aðstoð sína.
4×4 eru áhugamannasamtök og það vantar alltaf drífandi fólk til að taka að sér verkefni.
Ekki misskilja mig ég hef ekkert á móti því að menn skrifi á allar heimsins síður, heldur var ég að benda á það að mér fyndist lélegt að vilja hafa afnot af öllu sem 4×4 hefur að bjóða en láta aðra bera kostnaðinn af því.
Blóm og Kransar afþakkaðir á rottusíðuna
Sindri Óþverrrrri
03.02.2010 at 12:15 #680616Sælir félagar
Auðvita er alltaf gott að fá samkeppni í öllu, nýr jeppavefur er að sjálfsögðu bara til að gleðjast yfir og óska ég forsvarsmönnum hans til hamingju með vefinn, þetta verður vonandi bara til að styrkja og efla það starf sem frammundan er í hagsminabaráttunni um ferðafrelsið. Varðandi VHF stöðvar þá þarf vissulega aðhald í því eins og öllu öðru, félagsmenn verða ekki glaðir ef ómögulegt verður að nota stöðvar sem þeir eru að greiða fyrir ef allar rásir félagsins verða uppfullar af spjalli hinna og þessara sem fá ókeypis afnot af rásum félagsins. Margir af þeim sem eiga stöðvar og eru ekki í félaginu kunna jafnvel ekki að nota stöðvarnar og eru að spjalla saman á enduvarpsrásum félagsins og gera endurvarpan jafnvel rafmagnslausa þannig að þegar á þeim Þarf að halda þá eru þeir dauðir. Því tel ég mikilvægt að ná til allra sem eru með rásir félagsins og þásérstaklega til að uppfræða þá um notkun kerfisins.
Það er ekki stefna félagsins að verða lögga og leita uppi aðila sem eru með rásir félagsins og fjarlægja þær, heldur að stemma stigum við að aðilar sem ekkert vita og nota þær ótæpilega. Það er alveg ljóst að kerfi félagsins er öryggiskerfi og það þarf að ganga þannig um það og efla það til þess að það virki sem öryggiskerfi. Bæði með víðtækri hlustun og aukningu á endurvörpum og rásum (en það kostar peninga), þess vegna er mikilvægt að aðal lífæð felagsins sé góð en það eru félagsgjöld. Styrkur Ferðaklúbbsins felst í því fjármagni sem innheymtist með félagsgjöldum og ekki veitir klúbbnum af félagsgjöldunum því hagsmunabaráttan á eftir að kosta töluvert.Sveinbjörn
03.02.2010 at 13:18 #680618Það er nú þannig að það eru til svo mikið af afætum sem vilja fá allt en lega ekkert til
og röfla mest yfir að fá ekki afnot af öllu , Sem ég kalla Sníkudýr í vasa annara og Óværa
sem þarf að fjarlægja. Margir af þeim sem eru að væla hér yfir 6000 kr kosnaði ættu að vera mina á börum bæjarins sem kostar meira en 6000 kr .KV,,,, MHN
03.02.2010 at 14:14 #680620
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Jæja hér er fjör ég ætla að benda Jökla og fleirum á að öll ferðaþjónustufyrirtækin eiga sínar rásir sjálf og jafnvel fleiri en eina og menn nota frekar rásir frá hvorum öðrum en ekki rásir f4x4 ég veit að einhverjir freistuðust til þess á árum áður en ekki í dag. Ég sjálfur hef stöðina á scan þegar ég er á ferðinni ef einhver skyldi vera í nauðum staddur og vanta hjálp þannig lít ég nú á þetta kerfi sem hjálpartól, en ef stjórn f4x4 vill að ég fjarlægi rásirnar þá er það sársaukalaust frá minni hálfu.
MHN þú ert nú aðeins að misskilja VHF kerfið er ekki bara fyrir F4x4 það er fjöldinn allur af fyrirtækjum búinn að kaupa sér rásir og borga sinn skerf, og þú og aðrir klifa á því að 6.000 sé enginn peningur ég hef ekki séð neinn kvarta undan því og það er ekki ástæðan hjá neinum held ég allavega hef ég ekki séð það og MHN farðu nú varlega í að væna menn um að hanga á börum bæjarins ég held nú að fæstir okkar séu í þeirri deild
Sindri segir að menn ættu frekar að bjóða fram aðstoð sína og byggja upp klúbbinn og þar er ég alveg sammála honum en það er ekki gert með þvingunum og útilokunum, og
Sveinbjörn aðallífæð félagsins er félagsgjöld og fleiri félagar mikið rétt en ekki með svona aðgerðum ég held að þú og allir hljóti að sjá það.
vinstri grænir og samfylkingin vissu að það borgaði sig að lofa öllu fögru til að ná kjöri og fylgi, en svo …….
restina vitum við allir.
kveðja Helgi
03.02.2010 at 14:18 #680622Vona innilega að Magnús dómharði MHN sé með vinnu og eigi afgang eða eitthvað nálægt því um mánaðarmót. Svo er hins vegar alls ekki farið með allt að fjórðung fjölskyldna í samfélaginu í dag og þarf að horfa í hverja krónu. Það er auðvelt að slá um sig hér stórkarlalega og gefa yfirlýsingar um drykkju og skemmtun. Þetta er hins vegar niðrandi tal og ekki umræðunni til bóta.
Því er einfaldlega svo komið núna hjá allt allt of mörgum fjölskyldum landsins að það vantar orðið upp á tugi eða jafn vel hundruði þúsunda um hver mánaðarmót og afar erfitt að réttlæta það á sama tíma að greiða félagsgjöld hingað og þangað fyrir tómstundir, sem jafnvel er engin möguleiki á að veita sér. Að mínu mati er 6000 króna félagsgjald fyrir afnot af rásum félagsins einfaldlega of hátt og finndist mér eðlilegt að það væri skoðað hvort að tekjur félagsins myndu ekki hreinlega aukast ef hægt væri að greiða fyrir afnot af rásunum sérstaklega.
Hagsmunabarátta fyrir ferðafrelsi á Íslandi mun halda áfram hér eftir sem hingað til. F4x4 munu eflaust spila þar eitthvað hlutverk en varla mikið stærra en hingað til, sem erfitt er að sjá að hafi haft nokkursstaðar einhver veruleg áhrif á ákvarðanir. Félagsmenn margir voru virkilegir brautriðjendur og lyftu grettistaki í til dæmis baráttunni fyrir réttindum til breytinga ökutækja til snjóaksturs. Félagið sjálft kom hins vegar á þeim tíma til þess að gera lítið að þeirri baráttu að öðru leyti en því að hún fór fram af aðilum sem einnig voru skráðir félagsmenn hér.
Stærstu sigrar fyrir rétti og frelsi hafa hingað til verið unnir af kraftmiklum einstaklingum sem að hafa safnað baráttumálum sínum fylgis. Svo mun einnig verða um slík mál áfram.
Legg að lokum til að stjórnin fjalli um það sérstaklega á næsta fundi sínum hvort að erfiðleika tímar eins og nú ganga yfir, kalli ekki á sértækar aðgerðir til þess að koma til móts við félagsmenn og þar með HALDA þeim áfram innan félags. Ef félagið ætlar að beita sér á einhverjum vettvangi til árangurs, þá er ljóst að fjöldi félaga í félaginu hefur þar úrslitaáhrif. Það hefur best sést á því undanfarið hvað furðu nýlegar Facebook grúppur hafa getað sumar hverjar komið miklu áleiðis, einungis með því að vísa í félagafjölda upp á þúsundir og tugþúsundir.
03.02.2010 at 14:33 #6806246000 krónur er Gjöf en ekki gjald. Annað eins fær maður nú til baka í afsláttum…
03.02.2010 at 14:38 #680626
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Flottur Baddi þú segir allt sem ég hugsa en þegar ég byrja að skrifa þá man ég ekkert
og Ingaling við sem erum að vinna í þessum bransa erum ekki að sækjast eftir afsláttunum heldur GÓÐUM félagsskap
kveðja Helgi
03.02.2010 at 15:00 #680628Fjöldinn allur af fyrirtækjum búinn að kaupa sér rásir og borga sinn skerf, þar er þarmeð að þeir eigi að vera með 4×4 rásir við sem eru í 4×4 fáum ekki aðgang af öðrum rásum sem eru í gangi, nema borga gjald til þeira sem við á. Það er ekki allt sjálfgefið eins og margir halda. Og þð er nú þannig ef maður hefur ekki efni á því sem langar í þá verður maður vera án þess. Maður velur og hafnar ég læt mart á móti mér til að vera í þessum félagskap sem
gefur mikla ánæju .KV,,,,MHN
03.02.2010 at 15:28 #680630Þetta er mjög áhugavert að verða…
En ég held að menn eins og Baldvin Jónsson ættu að kynna sér sögu klúbbsins áður en að hann fer að halda því fram að 4×4 hafi haft og muni hafa lítil sem engin áhrif í hagsmunabaráttu jeppamanna og ferðafólks. Ég hef sjaldan eða aldrei séð nokkur mann drulla jafn mikið yfir þá sem að vinna baki brotnu fyrir klúbbinn og þar með alla jeppamenn landsins… Og allt í sjálfboðavinnu.
Starfandi í nefndum og stjórnum klúbbsins eru hátt í 100 manns á hverjum tíma – og jú vissulega eru þetta allt einstaklingar er þeir eru og hafa verið frá upphafi að vinna að hagsmunum jeppamanna í nafni Ferðaklúbbsins 4×4 en ekki í eigin nafni.
En þvílíka vanvirðingu við þetta fólk og vinnu þeirra síðastliðin 25 ár hef ég aldrei séð né heyrt nokkurn mann láta frá sér fara.
—–
Helgi – aðalkostnaður 4×4 vegna VHF liggur í uppbygingu, rekstri og tíðnigjöldum vegna endurvarpa, ekki rása á milli bíla. Ég þykist vita að allir í ferðaþjónustunni séu með sínar eigin rásir á milli bíla, en þeir eru líka með endurvarparásir 4×4 og hafa sóst eftir því vegna öryggissjónarmiða. Enda er endurvarpakerfi 4×4 eina kerfið sem dekkar hálendið orðið almennilega og því finnst mér ekki mikið að borga 6000 kr á ári fyrir aðgang að slíku öryggiskerfi ef menn eru á annað borð að þvælast um hálendið.
Bein rás á milli bíla kostar bara smáaura, enda eru einkarásir orðnar mjög algengar hjá föstum ferðahópum sem og fyrirtækjum.
Benni
03.02.2010 at 15:39 #680632Helgi Brjótur ég veit að mörg ferðaþjónustu fyrirtæki eru með sýnar rásir en ekki rásir í gegnum endurvarpa og nota því F 4×4 rásirnar sem öryggisnet sen mér finnst þú viðurkenna í svari þínu.
03.02.2010 at 15:55 #680634Ætli að STJ’ORNARMENN séu með frítt félagsgjald ) gaman að vita það kanski líka nefndarmenn spuning ef svo er þá er 6000 ekkert mál hjá þeim
03.02.2010 at 16:01 #680636Guðmundur – það greiða allir félagsmenn sama gjald, óháð því hversu mikla vinnu þeir leggja fram fyrir klúbbinn….
En hvernig hefur gengið með innflutninginn hjá þér sem þú hefur auglýst reglulega á þessum vef… Vonandi gengur það bærilega, þó svo að flest fyrirtæki hafi nú þurft að borga fyrir sínar auglýsingar hér – en ekki auglýst sem félagsmenn.
03.02.2010 at 16:16 #680638Þar sem ég hef alltaf borgað mín félagsgjöld á réttum tíma og líka 2009 þá tel ég mig eiga rétt á því að nota þennan vef hér. Má ekki spurja um svona á þess að menn fari út í aðra sálma er eitthvað viðkvæmt fyrir stjórnina VAAAAAAAAAAAAA hvað mörg fyrirtæki kaupa aulisyngar hér kanski eitt
03.02.2010 at 16:46 #680640Þetta með félagsgjöld stjórnar- og nefndarmanna er tæpast viðkvæmt mál og bara besta mál að spurningin kom fram, því eins og Benni segir þá borga allir félagsgjöldin, jafnt formenn, nefndarmenn sem aðrir. Og ekki nóg með það því mjög margir af þeim sem eru að starfa fyrir klúbbinn taka á sig umtalsverðan kostnað til þess að gera það og þá sérstaklega aksturskostnað. Menn eru því oft að borga með vinnu sinni. Það er því mesta furða hvað menn endast í þessu, en áhuginn á málefnum klúbbsins getur fengið menn til ýmissa fórna.
Kv – Skúli
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.