Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › Nýr jeppavefur
This topic contains 109 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón Garðar Helgason 14 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
31.01.2010 at 22:23 #210371
Sæl öll.
Í tilefni þess að nú á morgun verða skrifréttindi á f4x4.is takmörkuð við skilvísa félagsmenn, langar mig að benda ykkur á nýjan spjallvef um jeppa: Hið íslenska jeppaspjall.
Þarna geta menn skiptst á upplýsingum og skoðunum og auglýst, óháð bíltegund, staðsetningu, klúbbskírteini eða öðru.
Vonandi verður vefurinn að gagni og fær að dafna samhliða öðrum íslenskum jeppavefum.Bestu kveðjur,
Gísli -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
02.02.2010 at 17:56 #680562
[quote:2oz7qqbc]Mitt point er ekki að kúga einn eða neinn, mitt point er að það ætti að vera sjálfsagt mál að vera í félagi sem gætir hagsmuna allra jeppamanna.[/quote:2oz7qqbc]
Hvergi hef ég séð í lögum klúbbsins að þetta sé til að gæta hagsmuna allra. Aftur á móti stendur:
[quote="úr lögum F4x4":2oz7qqbc]Að gæta hagsmuna [b:2oz7qqbc][color=#FF0000:2oz7qqbc]félagsmanna[/color:2oz7qqbc][/b:2oz7qqbc] varðandi búnað fjórhjóladrifsbifreiða og annað er lýtur að fjórhjóladrifsbifreiðum og ferðalögum í samráði við viðkomandi yfirvöld.[/quote:2oz7qqbc]
[i:2oz7qqbc]Fyrst að þetta kom í gegn þá er ekki búið að loka enþá[/i:2oz7qqbc]
02.02.2010 at 18:24 #680564Já það má segja margt um þessa lokun sem á að framkvæma sem ég er sammála að
eigi að gera, það er nú þannig það gjald sem við borgum sem félagsgjald
er ekki hátt miðað við annað, sem stendur fyrir þeim útgjöldum sem þarf ,
þar á meðal þessari f4x4 síðu sem er ekki ókeypis, því ættum við að
leyfa öðrum að nota þennan vettvang til að koma sínu á framfæri og kosta
ekkert að vera bara þyggjendur. Ég hef verið inni á öðrum síðum sem hafa verið
opnar öllum en í dag er búið að loka þeim, eða þær hættar vegna kostnaðar,
sem enginn vildi taka þátt í. Þeir sem eru að ganga út úr þessum félagsskap
óska ég þeim góðs að geta tjáð sig annarsstaðar. Það sem Sindri nefndi 3 mánuði
er gott og blessað, því fyrr sem við lokum, þeim mun fyrr kemur í ljós hverjir vilja vera í félaginu.
( Veita hinir vefirnir mér einhvern afslátt, ég bara spyr, ef svo er hver er hann? )
KV ,,,, MHN
02.02.2010 at 18:54 #680566Magnús veltir fyrir sér hvort að aðrir vefir (hlýtur að meina klúbbar eða félög) veiti manni afslátt eins og þessi klúbbur gerir. Mín skoðun er sú að ef maður hefur ekki efni á að borga félgsgjöld í þennan klúbb þá ætti maður ekkert frekar að hafa efni á að kaupa þá hluti sem mann langar til að kaupa á þeim stöðum sem veita manni afslátt sé maður borgandi félagsmaður. En reyndar þarf maður líka að kaupa sér nauðsynlega varahluti og þá er nú gott að vera með afslátt. En ok, segjum að ég sé búinn að kaupa mér varahlut án afsláttar enda ekki skráður í klúbbinn en langar að spara mér frekari kostnað með því að gera þetta sjálfur en get ekki aflað mér upplýsinga hér því það er búið að loka á mann. Ef maður fer í eldsneitiskostnað og þann afslátt sem aðild að klúbbnum veitir manni hjá Skeljungi þá getur maður fengið sér viðskiftakort hjá Skeljungi og þá er afslátturinn 2 krónum minni en notist maður við 4×4 kortið. Þarna munar um svo lítið og ef maður miðar við hvað ég hef verið að taka mikið eldsneyti á mánuði þá yrði ég allt árið að borga upp félgagsgjöldin hjá 4×4 þannig að það fellur eiginlega um sjálft sig.
Kv. HaffiSvo er vert að minnast á að fullt af síðum og klúbbum sem hafa galopið netspjall og bara spurning um hvað maður er til í að leggja á sig til að finna það. Svo er kannski líka gott að nefna að miðað við að þessi félgasgjöld eru svona há að þá finnst manni stjórn og jafnvel umsjónaaðilar þessarar síðu ekki standa sig nógu vel í að svara mönnum sem kommenta á stjórnina hér á vefnum. Góðar stundir og hafiðiða gott hér á spjallinu.
02.02.2010 at 19:01 #680568Jæja stebbi fyrst þú sérð ekki samhengið skal ég reyna að útskýra.
Sem dæmi hefur tækninefndin átt mikið og gott samstarf við yfirvöld og ef hennar henni hefði ekki notið við er óvíst að við gætum ekið um á stærri dekkjum en 35". Allir sem vilja aka um á stórum dekkjum nóta góðs af.
Annað dæmi, núna er verið að sækja að ferðafrelsinu og það eru öfl innan stjórnkerfisins sem vilja hefta ferðafrelsið. Núna er verið að vinna mikið starf við að halda því ferðafrelsi sem við höfum og við skulum rétt vona að það takist. Við skulum reikna með því að það takist þá hagnast allir sem vilja ferðast um hálendið.
Þó það komi ekki fram í lögum klúbbsins þá er það augljóst að hann er að gæta hagsmuna ALLRA jeppamanna sem vilja breyta bílunum sínum og ferðast um landið.
kær kveðja
Sindri óþverri
02.02.2010 at 19:25 #680570Það er eitt sem ég bara get ómögulega skilið og það eru menn sem eyða kanski fleirihundruðþúsund í jeppann sinn á ári ég meina bara dekk kosta einhverja hundraðþúsundkalla og svo væla menn undan 6000 kalli vá þvílík blóðtaka!!!
ég hef nú aldrei verið með mikinn pening á milli handanna en ég sé sko ekki eftir 6000 kalli í félagsgjald og fynst það bara hóflegt gjald.
Þið ættuð bara að skammast ykkar og taki til sín sem eigaKV Hilmar
02.02.2010 at 19:46 #680572Afsláttarmálið mitt leyst snarlega, var eitthvað klikk hjá Shell eins og Sveinbjörn hélt. Takk Sveinbjörn fyrir skjót viðbrögð enn eina ferðina, það stendur aldrei á ykkur að leysa úr því sem kemur uppá.
Kv Beggi
02.02.2010 at 19:57 #680574Smá ábending til þeirra sem eru hættir að borga félagsgjöld í 4×4. Látið taka strax út 4×4 rásir og endurvarparásir í VHF stöðvunum ykkar. 4×4 borgar tíðnigjald af þessum rásum fyrir sína félagsmenn, sem borga þau til baka með félagsgjöldum. Þettu eru rásir 4×4, en ekki einhverja manna út í bæ.
Góðar stundir
02.02.2010 at 20:09 #680576[size=150:1w8qhc1r][b:1w8qhc1r]Þetta var góður púntur hjá þér Hlynur.[/b:1w8qhc1r][/size:1w8qhc1r]
02.02.2010 at 20:52 #680578Hlynur þú átt ekki félagið ert bara aumur þjón þess í þinni Fjarskipanefnd Eru menn alveg að tapa sér þetta bætir ekki félagið (Einkafélagið)
02.02.2010 at 21:05 #680580
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Jæja menn eru í sífellu að sýna sitt rétta andlit í þessum klúbbi menn skríða undan steinum. 😉 Góðar stundir Hlynur eða er það Guð?
02.02.2010 at 21:10 #680582Alveg rétt hjá þér guðmundur, Hlynur er bara aumur þjón og hann er löngu búinn að tapa sér.
En hann álpaðist til að segja sannleikann aldrei þessu vant.
F4x4 á rásirnar og borgar af þeim leifisgjald á hverju ári og eingöngu félagsmenn hafa leifi til að nota þær.
þeir sem hætta að borga félagsgjöld eiga að sjálfsögðu að sjá sóma sinn í því að láta taka rásirnar úr stöðvum sínum.
02.02.2010 at 22:43 #680584Hlynur og Sindri eru báðir helv…óþverrar báðir 2 það er löngu vitað. Það er líka vitað að ég fyrirlít Toyota…hvorugt reyndar ekki rétt, en allavega smá pæling, ef við hættu að borga félagasgjöld dettur ykkur í hug hvaða afleiðingar það kann að hafa…
02.02.2010 at 22:52 #680586Já svo er það hin hliðin, eflaust eru fjölmargir sem vilja borga en vegna breytra aðstæðna geta þeir það bara einaldlega ekki, er rétt að loka á þá er þetta rétti tímin fyrir svona ákvörðun/aðgerð…????????????????
02.02.2010 at 23:01 #680588Nú er þetta að verða nokkuð athyglisverð umræða.Nei ég held að það sé ekki rétt að loka á þá, en finnst mönnum allt í lagi að nota þjónustu 4×4 þe. rásirnar í vhf kerfinu sem klúbburinn á og rekur án þess að borga félagsgjald ????????? Hvernig er það, eru til einhver lög um þetta eða er nóg að borga félagsgjaldið einusinni á ævinni, láta setja rásirnar inn og borga svo ekki meir en halda rásunum eins lengi og mönnum sýnist ? Er þetta ekki skoðunarvert fyrir fjarskiptanefnd. Það þarf ekki endilega að rífa rásirnar af mönnum, en ættu þeir sem ekki tíma að borga eða geta ekki borgað félagsgjaldið að sjá sóma sinn í að borga amk. samsvarandi upphæð gamla afnotagjaldinu sem var á þessum stöðvum eða taka rásirnar út ella. Samsvaraði sú upphæð ekki ca 1/4 af bensíntanki á meðal jeppa, og var það ekki hluti af hækkuninni á gjaldinu fyrir nokkrum árum að klúbburinn fór að reka rásirnar sjálfur og fjármagna þær með hluta af félagsgjaldinu ???
Kv Beggi
02.02.2010 at 23:01 #680590[quote="Benedikt":1ns35kj0]Já svo er það hin hliðin, eflaust eru fjölmargir sem vilja borga en vegna breytra aðstæðna geta þeir það bara einaldlega ekki, er rétt að loka á þá er þetta rétti tímin fyrir svona ákvörðun/aðgerð…????????????????[/quote:1ns35kj0]
Þeir eiga allavegana [url=http://www.jeppaspjall.is:1ns35kj0]valkost[/url:1ns35kj0] núna.
Fyrst talað er um að loka á auglýsingarnar líka fyrir utanfélagsmenn, þá vil ég fyrir mitt leyti miklu frekar auglýsa/skoða auglýsingar sem allir jeppamenn hafa aðgang að.
02.02.2010 at 23:05 #680592[quote="gislisv":13pvb0cf]Fyrst talað er um að loka á auglýsingarnar líka fyrir utanfélagsmenn, þá vil ég fyrir mitt leyti miklu frekar auglýsa/skoða auglýsingar sem allir jeppamenn hafa aðgang að.[/quote:13pvb0cf]
ath. að auglýsingar verða áfram opnar fyrir alla.
02.02.2010 at 23:11 #680594[quote:16m3mi0w] Rétt er að fram komi að stjórn er einnig með til skoðunar að loka fyrir skrifaðgengi að auglýsingaþráðunum, og þar með innsetningu auglýsinga, fyrir aðra en greidda félagsmenn. Sama gildir um innsetningu mynda í myndaalbúm vefsíðunnar.[/quote:16m3mi0w]
Tekið af forsíðu.
02.02.2010 at 23:16 #680596[quote="gislisv":w1nlxi7p][quote:w1nlxi7p] Rétt er að fram komi að stjórn er einnig með til skoðunar að loka fyrir skrifaðgengi að auglýsingaþráðunum, og þar með innsetningu auglýsinga, fyrir aðra en greidda félagsmenn. Sama gildir um innsetningu mynda í myndaalbúm vefsíðunnar.[/quote:w1nlxi7p]
Tekið af forsíðu.[/quote:w1nlxi7p]
jamm, en engin ákvörðun verið tekin enn.
02.02.2010 at 23:23 #680598Hvernig er það er ekki eitt fjélagsgjald og ótakmarkaður fjöldi vhf stöfða ég á 100 stöfðar sem allir eru með sem ekki borga félagsgjöld Hvað með ferðaþjónustu jeppana allir með F4x4 rásir er eitthvað hlutafélag að borga félagsgjöld gaman væri að sjá það á pappír
02.02.2010 at 23:32 #680600Er Helgi Brjótur ekki atvinnu bílstjóri og er hann kanski að treysta á VHF kerfið hjá
F 4×4 sem öryggisnet fyrir sig án þess að taka þátt í rekstri þess ?.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.