Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › Nýr jeppavefur
This topic contains 109 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón Garðar Helgason 14 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
31.01.2010 at 22:23 #210371
Sæl öll.
Í tilefni þess að nú á morgun verða skrifréttindi á f4x4.is takmörkuð við skilvísa félagsmenn, langar mig að benda ykkur á nýjan spjallvef um jeppa: Hið íslenska jeppaspjall.
Þarna geta menn skiptst á upplýsingum og skoðunum og auglýst, óháð bíltegund, staðsetningu, klúbbskírteini eða öðru.
Vonandi verður vefurinn að gagni og fær að dafna samhliða öðrum íslenskum jeppavefum.Bestu kveðjur,
Gísli -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
31.01.2010 at 22:26 #680522
Lýst vel á þetta, á samt eftir að kíkja þarna inn. En fær samt mitt atkvæði.
Kveðja Haffi
31.01.2010 at 22:52 #680524Búinn að fara og kíkja á nýja spjallið og skráði mig. Vonandi verður þetta vettvangur fyrir alla jeppamenn
eins og segir í kynningu á hinum nýja spjallvef
31.01.2010 at 23:23 #680526Ég skráði mig áðan og líst vel á vefin, grunsamlega líkur þessum en það er bara gott. Það er þá kanski rétt að nota tækifærið og stimpla sig út hér og kveðja eftir 1277 pósta.
31.01.2010 at 23:58 #680528Flott framtak Gísli, stimpla mig héðan út og bið ykkur vel að lifa 😉
kv Lella
01.02.2010 at 01:08 #680530Líst vel á þetta en mig langar að fá útskýringu á, af hverju er verið að loka spjallinu? Er þetta ekki í fínu lagi eins og það er? Skilvísir félagsmenn geti nálgast umræður um innanfélagsmál en aðrir tjáð sig um allt annað? Hver er hættan á að hafa aðra en félagsmenn inni? Persónulega finnst mér þetta algert ruggl og "gerræði"! Held að það eigi eftir að koma niður á spjallinu ef öðrum en félagsmönnum verði úthýst endanlega! En þetta er nú bara mín skoðun, en held nú reyndar að ég sé ekki einn um hana!
Kv, Stefán Höskuldsson
01.02.2010 at 08:20 #680532Ég myndi fara varlega í notkun á íslenska skjaldarmerkinu.
01.02.2010 at 12:52 #680534Ótrúlega heimskuleg ákvörðun að loka á aðra en félagsmenn í spjallinu. Ég hef verið skráður hér í nokkra mánuði og var að fallast á þá ákvörðun að ganga í klúbbinn en það verður víst ekki úr því núna. Það búa nokkur hundruð jeppahræður í þessu landi og ætti einn góður spjallvettvangur að duga til að sameina þennan hóp, burtséð hvort menn séu skráðir í einhvern klúbb eða ekki. En auðvitað þarf að fara hina sér íslensku leið, hver og einn að rottast í sínu horni engin heildarmynd á hlutunum.
Líst vel þetta nýja jeppaspjall og vona að sem flestir mæti þangað og úr verði ein góð heild.
Kv
HM
01.02.2010 at 17:12 #680536Ég vil benda á það að Ferðaklúbburinn 4×4 hefur unnið ómetanlegt starf í þágu okkar jeppamanna og það er fyrir ötult starf frumherjanna í klúbbnum að við getum núna breytt jeppunum okkar og ferðast á þeim. Og ekki veitir af samtakamættinum núna þegar það er sótt að ferðafrelsinu úr öllum áttum. Þess vegna er mjög mikilvægt að allir þeir sem hafa áhuga að ferðast á breyttum bílum í framtíðinni sýni það í verki og séu félagsmenn í hagsmunasamtökum jeppamanna til að auka vægi samtakanna. En ef menn hlaupa á aðra síðu og vilja ekki taka þátt í því að gera klúbbinn sterkari þá segir það mér að þeir vilji fá allt fyrir ekkert. Það er nefnilega ekkert sjálfgefið að við höfum þetta frelsi áfram, samanber aðra spjallþræði á síðunni.
Það er algert lágmark að þeir sem hafa áhuga á að stunda þetta sport í framtíðinni séu félagsmenn í klúbbnum og leggi með því sitt á vogarskálarnar.
Varðandi aðgang að síðunni legg ég til að það verði opinn skrifaðgangur fyrstu 3 mánuðina og eftir það þurfi viðkomandi að gerast félagi til að halda aðganginum. Með þessu er opið fyrir þá sem vilja kynna sér starfið.
Sindri
01.02.2010 at 17:31 #680538[quote="sindri":28p6hgch]Ég vil benda á það að Ferðaklúbburinn 4×4 hefur unnið ómetanlegt starf í þágu okkar jeppamanna og það er fyrir ötult starf frumherjanna í klúbbnum að við getum núna breytt jeppunum okkar og ferðast á þeim. Og ekki veitir af samtakamættinum núna þegar það er sótt að ferðafrelsinu úr öllum áttum. Þess vegna er mjög mikilvægt að allir þeir sem hafa áhuga að ferðast á breyttum bílum í framtíðinni sýni það í verki og séu félagsmenn í hagsmunasamtökum jeppamanna til að auka vægi samtakanna. En ef menn hlaupa á aðra síðu og vilja ekki taka þátt í því að gera klúbbinn sterkari þá segir það mér að þeir vilji fá allt fyrir ekkert. Það er nefnilega ekkert sjálfgefið að við höfum þetta frelsi áfram, samanber aðra spjallþræði á síðunni.
Það er algert lágmark að þeir sem hafa áhuga á að stunda þetta sport í framtíðinni séu félagsmenn í klúbbnum og leggi með því sitt á vogarskálarnar.
Varðandi aðgang að síðunni legg ég til að það verði opinn skrifaðgangur fyrstu 3 mánuðina og eftir það þurfi viðkomandi að gerast félagi til að halda aðganginum. Með þessu er opið fyrir þá sem vilja kynna sér starfið.
Sindri[/quote:28p6hgch]Verð nú að fá að vera ósammála þér Sindri ég get ekki séð að það þjóni endilega neinum tilgangi að ætla fara fram á það eða skikka menn til þess að vera í F4x4 ef þeir eiga jeppa eða hafa áhuga á þessu dóti,,,,,það er einfaldlega hlutur sem bara gengur ekki upp.Hinsvegar finnst mer alveg fáránlegt að ætla loka þessu spjalli fyrir alla nema staðfesta félagsmenn,,,,,hélt að flokkurinn innannfélagsmál væri einmitt fyrir það sem menn áhvæðu að væri fyrir félagsmenn og enga aðra,,,,,,,,en þetta skiftir ekki öllu það eru nóg af öðrum góðum spjallsíðum til að vera á
Kv Víðir L
01.02.2010 at 17:49 #680540Sammála Fugla (hann birtist meðan ég var að hamra lyklaborðið)
Það er semsagt "pay or get lost" aðferðin sem á að nota. Nei, ég kaupi það ekki. Það er vel hægt að standa að og styðja einhverja hagsmuni án þess að þurfa beygja sig undir ægivald einhverra samtaka.
Klúbburinn hefur eflaust gert margt gott og á þakkir skilið fyrir það. En að halda því fram að menn geti ekki lagt sitt á vogarskálarnar nema vera í þessum tiltekna klúbbi og séu í raun bara að flýja af hólmi, "hlaupa á aðra síðu", er bara ósanngjarnt.
Þetta er mitt persónulega álit. Góðar stundir.
Kv
HM
01.02.2010 at 18:05 #680542
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sindri mér finnst svona kúgunaraðferðir ekki til þess gerðar að lokka menn að og ég held ef þú lest umræðuna sem er búinn að eiga sér stað um þetta þá eru margir sammála um það atriði jafnt félagsmenn sem utanfélagsmenn, og það er heldur ekki til að lokka menn að klúbbnum að þetta virðist bara vera ein gömul klíka sem má tjá sig hérna, til dæmis þorrablótin hjá F4x4 alltaf sömu menn og konur og það var sko minnst sérstaklega á það í þræðinum að þetta árið væru ný nöfn komin á listann…vá..
Og einu sinni var ég uppi í Setri ásamt hóp að koma okkur fyrir þegar að drífur 3 jeppa og útúr þeim stíga nokkrir menn ábúðamiklir og valdslegir og það fyrsta sem þeir segja er…..áttuð þið pantað….. já sögðum við og spurðum ..en þið… og svarið kom frekar valdmannslega ….Við þurfum EKKI að panta við erum í stjórninni…ok ekkert að því svosem heldur hvernig það var sett fram, svona framkoma gerir það að verkum að ég hef nú ekki flýtt mér að skrá mig aftur í klúbb hjá F4x4, semsagt mitt point er að þú þarft að laða fólk í klúbbinn ekki SKIKKA það í klúbbinn.
En gott að það séu til einhverjir sem vilja halda úti spjallsíðu FRÍTTT takk fyrir þaðkveðja Helgi
01.02.2010 at 18:44 #680544Mitt point er ekki að kúga einn eða neinn, mitt point er að það ætti að vera sjálfsagt mál að vera í félagi sem gætir hagsmuna allra jeppamanna. Með því að gerast félagi verður félagið sterkara í hagmunabaráttunni í þágu ALLRA jeppamanna.
Það er ekki rétt að klúbburinn sé "ein " gömul klíka en það eru margar misgamlar klíkur í klúbbnum. Það er og verða alltaf ferðahópar, sem sumir vilja kalla klíkur. það eru að myndast nýar "klíkur" á hverju ári, t.d. hafa myndast margar góðar "klíkur" upp úr nýliðaferðum.
Það er leitt að heyra að þú hafir lent í leiðinlegum samskiptum við meðlimi, en það leynast alltaf einhverjir "óþverrar" innan um í stóru félagi.
Helgi við erum sammála með það að það á ekki að skikka fólk í klúbbinn en mín skoðun er sú að öllum jeppamönnum ætti að finnast það sjálfsagt að vera í samtökum sem gæta hagsmuna þeirra.
Sindri óþverri
01.02.2010 at 20:14 #680546
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sindri minn ekki leggja mér orð í munn ég kallaði þig ekki óþverra og vona að þú hafir ekki lesið það úr orðum mínum, og gott að þú ert á sama máli varðandi hvernig á ekki að fá fólk í klúbbinn ég vildi að fleiri væru á sama máli.
kveðja Helgi
01.02.2010 at 20:34 #680548Helgi, ég ætla svosem ekkert að blanda mér í þessa umræðu þannig séð en má til með að benda þér á skemmtilegan misskilning hjá þér. Þegar Sindri titilar sig "óþverra" er það ekki vegna þess að hann sé að gera þér upp þá skoðun á sér, enda held ég að vart sé hægt að heimfæra þann titil upp á Sindra í eiginlegri merkingu. Hann er hins vegar í ferðaklíku sem kallar sig "óþverragengið". Skal ekkert segja um hversu vel þeir standa undir nafni, eiga nú samt góða spretti í þvi.
Kv – Skúli
01.02.2010 at 20:39 #680550Þetta er skemmtileg umræða og vonandi gagnleg.
Það er þó rétt að það komi fram að allir aðstandendur [url=http://www.jeppaspjall.is:2onbrike]Hins íslenska jeppaspjalls[/url:2onbrike] eru í Ferðaklúbbnum 4×4, hafa verið það um árabil og ætla að vera það áfram.
Þess má líka geta að við stundum vefinn f4x4.is og gerum það líklega áfram, en það eina sem vakir fyrir okkur er að til sé vefur sem er opinn öllum jeppamönnum, því við viljum líka hafa utanfélagsmenn með í umræðunni, fá frá þeim auglýsingar og að þeir geti lesið okkar auglýsingar.
Í þessu liggur engin gagnrýni á f4x4.is enda erum við stofnendurnir ekkert endilega sammála slíkt. Við erum bara sammála um að það eigi að vera til vettvangur sem er opin öllum og fyrst sá vettvangur er hverfa héðan tökum við bara að okkur að skaffa hann annars staðar. Kannski er það bara heppilegra eftir allt saman að Ferðaklúbburinn 4×4 haldi úti hefðbundnu klúbbaspjalli, hver veit, amk. er umræðan hérna inni oft á slíku plani að manni verður nóg um. Með því að bjóða vef sem ekki er tengdur klúbbi og ekki þarf að borga sig inn á verður umræðan kannski málefnalegri og hægt að einbeita sér að því sem máli skiptir, sumsé jeppum, ferðalögum og ferðafrelsi.
Ég stunda líka [url:2onbrike]http://www.sukka.is[/url:2onbrike] af miklum móði og það hefur nú ekki verið hnýtt í mig út af því hingað til.
01.02.2010 at 21:48 #680552Ég sé að ég er ekki einn um þessa skoðun að þetta sé rugl, gott það. En ég sé heldur ekki að það komi neinn og svari fyrir, hverjir ákváðu þetta og af hverju? Þau sjónarmið sem komið hafa fram hérna eru algerlega eins og töluð úr mínum munni, Víðir og Helgi hitta naglan á höfuðið og Gísli, gott framtak og ég segi nú fyrir mig að ég held áfram að heimsækja þennan vef þó ég sé skráður á hinum líka. En sem sagt, ég óska eftir að einhverj gefi mér rökin fyrir að loka þessu fyrir aðra en "gilda limi" í 4×4.
kv, Stefán
01.02.2010 at 22:42 #680554Frábært framtak að loka vefspjallinu!! þá sláum við tvær flugur í einu höggi og erum við lausir við bæði nýskupúkana og væluskjóðurnar;)
01.02.2010 at 23:41 #680556Ég var nú satt að segja hissa á að geta skrifað á spjallið núna, ekki af því að ég sé ekki búinn að borga mín félagsgjöld það gerði ég fyrir löngu og sá svo sem ekkert eftir því, fyrr en í kvöld þegar ég tók bensín á orkunni. Þá sá ég nefnilega að það er búið að loka fyrir afsláttinn á kortinu. Samt er ég búinn að borga. Var afslátturinn á Orkunni kannski bara að detta niður almennt ? Það væri amk gaman ef einhver annar hefur lent í þessu að fá að vita af því. Ég mun leita skýringa á þessu á morgun hjá klúbbnum og láta vita af hverju þetta var svona.
Kv Beggi
02.02.2010 at 08:45 #680558Sæll Bergur
Þú ættir enn að vera inni hjá Orkunni, þetta er einhvað hjá Skeljungsmönnum en sendu endilega póst á skrifstofuna eða hringdu í Rögnu í síma 568-4444 og biddu hana um að athuga málið. Þetta er örugglega einhvað sem lítið mál er að kippa í liðinn.Kveðja
Sveinbjörn
02.02.2010 at 11:24 #680560Þetta er bara hið besta mál í alla staði og ég gæti ekki verið meira sammála því sem kemur fram hjá Tómasi og Sindra.
Ég kíkti líka aðeins á nýja vefinn og sé að þar eru strax mættir "snillingar" sem hrökkluðust af þessum vef og úr klúbbnum fyrir löngu… Gaman af því…
Benni
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.