This topic contains 25 replies, has 1 voice, and was last updated by Sævar Örn Eiríksson 16 years ago.
-
Topic
-
Sælir félagar. Er mættur á svæðið galvaskur að fara að jeppast.
Er að vinna í að kaupa mér minn fyrsta bíl, Það Suzuki Sidekick, Smá breyttur til að troða undir hann 31 tuðrum, Sem er auðvitað fjarri því nógu stórt!
En það mun vonandi batna með árunum og þá kannski læri ég og hef efni á að reka toyotu
Ég er 16 ára en hef allt frá því ég man eftir mér stundað jeppaferðir um hálendið, og hef voða lítinn áhuga á því nema bókað sé að eitthvað bili og brotni og það verði mikið af festum og svona „Djöfuls veseni“.
Ég er að læra Bifvélavirkjun á öðru ári.
Bílprófið fæ ég í Október sem er orðinn kjörinn tími til að keyra í slabb-skaflana hérna í bænum á Side kickinum.
Takk fyrir mig. Sævar
You must be logged in to reply to this topic.