FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

nýr í jeppabransanum :)

by

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › nýr í jeppabransanum :)

This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Sigurþór Þórsson Sigurþór Þórsson 22 years, 5 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 19.10.2002 at 19:15 #191722
    Profile photo of
    Anonymous

    sælir, nú hef ég sagt skilið við sportbílana og er að spá í að byrja að reyna fyrir mér í jeppabransanum, ég fékk um daginn í hendunar 91árg af toyota 4ljótur en hann er óbreyttur í alla staði og dauðlangar mig til að breyta honum á 38″ dekk þannig að greyjið geti nú borið 4Runner nafnið :)

    ég var búinn að athuga með upphækkunarsett hjá artic truck’s og minnir mig að 100mm klossar hafi kostað um 24þús, ég var að spá í að skella mér á þetta en þá fór ég að heyra um ókosti þess að breyta bílnum á þennan hátt…

    ég var að spá hvort það væri einhevr hérna sem hefði reynslu af þessum jeppum og gætiu kannski ´gefið mér sona smá plan yfir hluti sem þarf að breyta og hentugustu leiðinar til þess en ég nenni ekki í sanleika sagt ekki að þurfa að fatta hvað var nú sniðugt og hvað ekki eftir að búið er að breyta.. (fékk nóg af því í kaggabransanum :)

    ekki væri nú slkæmt ef þið gætuð gefið mér smá verðhugmynd.. þá án dekkja

    kær kv, newbee-ið

  • Creator
    Topic
Viewing 5 replies - 1 through 5 (of 5 total)
  • Author
    Replies
  • 19.10.2002 at 19:31 #463608
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    þarf ekki að breyta í samb við stýri? þar sem boddyið hækkar upp.. og lengja armin uppí skiptirinn? er ekki mun meira mál að sjóða hækkun á grindina heldur en að setja klossa?

    allar uppls vel þegnar..

    hvernig útfæra menn "skiptir á milli tanka ef aukatankur er settur í bílin? hefur einhver hérna sett sona tank undir 4runner?





    21.10.2002 at 10:02 #463610
    Profile photo of Kjartan Gunnsteinsson
    Kjartan Gunnsteinsson
    Participant
    • Umræður: 13
    • Svör: 312

    Talaðu við Sigþór í Arctic Trucks, hann getur ráðlagt þér hvernig best er að breyta 4Runner.
    Kv
    Kjartan





    21.10.2002 at 10:21 #463612
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Það er ekki talið ráðlegt að hækka boddíið eingöngu með klossum, fer mun betur með boddíið að sjóða upp boddífestingar á svosem tveimur stöðum til að stoppa lárétta hreyfingu.

    Svo þetta með aukatankinn, einfaldasta og algengasta leiðin er að setja leiðslu og dælu á milli tanka, þannig að þú dælir af aukatankinum yfir á aðaltankinn. Ef þú setur undir áltank (færð hann hjá Prófílstál) þá borgar sig að setja gúmmípúða á festingarnar því annars er hætta á að það komi sprungur í tankinn þegar grindin vindur uppá sig. Ég þurfti tvisvar að láta gera við tankinn áður en ég gerði þær ráðstafanir.

    Kv – Skúli H.





    26.11.2002 at 11:25 #463614
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Blessaður!

    Svo á klippa alveg eins mikið úr og hægt er. Hækkann sem minnst, frekar að falsa bretti og eitthvað:





    26.11.2002 at 13:00 #463616
    Profile photo of Sigurþór Þórsson
    Sigurþór Þórsson
    Participant
    • Umræður: 45
    • Svör: 557

    Sæll newbee

    Þegar þú notar 100mm hækkunarklossa skaltu færa minnst 2 ef ekki 4 boddýfestingar, festingarnar aftan við framhjólin verður þú t.d. að færa svo dekkin rekist ekki í þær.

    Þú þarft að hækka stuðarana (gott að færa framstuðara nokkra cm. fram) og klippa úr frambrettunum við sílsinn.

    Setja lengri bremsuslöngu í afturhásinguna, getur hagrætt bremsurörinu að framan til að mæta hækkuninni, einnig beygja stöngina í hleðslujafnarann svo afstaðan á honum verði áfram rétt.

    Svo þarft þú að síkka vatnskassanum niður svo spaðinn hitti nú í trektina, nóg að bora 4 ný göt.

    Það þarf einnig að lengja í gírstöng og stönginni í millikassann ásamt því að breyta stýrisstöng.

    Einnig þarft þú að versla þér ný drifhlutföll og mæli ég með 5,29/1 fyrir 38".

    Ekki skrúfa klafana að framan neitt upp þó það sé einfalt og þægilegt!!! Gerir bílinn bara hastann og leiðinlegan..

    Þetta er nú bara svona það sem er efst í kollinum eins og er, en eins og eins og kjartang nefndi réttilega væri kjörið fyrir þig að ná tali af Sigþór sem var í Arctic Trucks, held að hann sé farinn í Bílanaust í Hafnaf. Hann hefur sjálfsagt einna mestu reynsluna af 4Runner breytingum.

    Gangi þér annars bara allt í haginn,

    lilli…





  • Author
    Replies
Viewing 5 replies - 1 through 5 (of 5 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.