Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Nýr Hyundai Jeppi.
This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Stefán Stefánsson 22 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
18.03.2002 at 19:58 #191395
AnonymousÉg er búinn að vera að leita að bíl sem getur komið mér yfir landið þvert og endilangt. Hefur einhver skoðað þetta ökutæki, og er einhver sem getur leiðbeint mér, hvaða tegund er best á fjöllum. Ég er búinn að skoða flestar tegundir, og ég verð að segja að nýi Hyundai Terracan jeppinn komi mjög á óvart. Hann er lang sprækastur af þessum ökutækjum, virðist vera mjög svo sterk byggður, og ekki skemmir verðið á þessum bíl.
Þetta eru vangaveltur sem ég er með, og vantar smá hjálp með að geta tekið ákvörðun, þannig að maður kaupi nú ekki köttinn í sekknum. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
19.03.2002 at 17:06 #459774
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þakka góð vioðbrögð félagsmanna.
Ég fékk þá hjá fjallasport til að skoða bílinn, og vilja þeir meina að þessi bíll eigi eftir að kopma skemtilega á óvart. Þeir skoðuðu vel og vandlega undirvagninn í bílnum og vilja þeir meina að þessi bíll sé með þeim sterkbygðari bílum sem þeir hafa séð. Bíllinn sem ég keypti er með 2,9 common rail vél Turbo Intercooler sem er að skila 154 hö.
Þeir hjá fjallasport eru að breyta bílnum, og er von á að þessi bíll verði kominn á götuna fyrir páska.
En gaman væri að fá að heira frá þeim sem hafa skoðað bílinn.
20.03.2002 at 00:19 #459776
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég held að þú ættir að leita umsagnar fleiri en bara Fjallasports því þeir eru eðlilega bara að selja sína breytingu og eru þar af leiðandi ekki óháður aðili.
Það voru nokkrir aðilar fengnir til að bjóða í breytingar á þessum bíl fyrir 38". Einn af þeim vildi ekki bjóða í breytinguna vegna þess að hann taldi bílinn ekki hæfan til breytinga og sérstaklega ekki eins og B&L vildi breyta honum , þessi aðili breytti svona bíl fyrir 33". Segi ekki meira um þetta, þetta er viðkvæmt mál.
20.03.2002 at 09:26 #459778Sæll Rebbi.
Mér finnst þú draga mjög úr trúverðugleika pistils þíns með því að gefa ekki upp nafnið þitt. Hvað er svona viðkvæmt í þessu máli? Á ekki öll málefnaleg umræða rétt á sér?
Ef þú ferð með rétt mál, þá þurfa þær upplýsingar sannarlega að komast til félagsmanna. Hins vegar er þetta atvinnurógur af verstu gerð ef orð þín eiga ekki við rök að styðjast.
Kv. BÞV
20.03.2002 at 09:51 #459780Held þetta séu alveg ágætis bílar og ekkert verri en margir jafnvel betri en margir. Hef svo sem "ekki" hundsvit á þessu en mér líst samt alveg þokkalega vel á þennan jeppa.
Líst vel á að ný merki komi inn og sjáist á fjöllum og á götum borga og bæja, auðvitað eru alltaf einhverjir til að gagnrína og er það vel, en það verður að gera þokkalega faglega.salutations
Jonps: tek undir með BÞV hér að ofan og legg áherslu á að eingöngu skráðir félagar í 4×4 geti tjáð sig hér eða þá að aðrir skrái sig hér inn með fullu nafni, síma etc eins og við hinir gerum að kostgæfni.
20.03.2002 at 09:59 #459782
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég verð að láta í ljós skoðun mína á málflutingi Rebba hér á síðunni og finnst hánn lýsa eitthverri andúð í garð Fjallasports.
Ég hef skipt við Fjallasport síðan þeir breyttu bíl fyrir mig 1999 og nokkrar viðbætur síðan. Þar fæ ég hreinskiptin svör og vinnubrögðin eru til fyrirmyndar að mínu mati. Ég hef aldrei orðið var við að þeir ráðlegðu mér með sína hagsmuni í huga.
Það mundi líka spyrjast út í okkar litla þjóðfélagi ef vinnu brögðin væru eins og Rebbi vill halda fram.
Ég hvet Rebba til að koma fram undir nafni og vera ekki með þennan refshátt.
20.03.2002 at 10:25 #459784
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir nú.
Ég hef fengið að líta aðeins undir þennan nýja /gamla
Hunday og það kemur mér ekki á óvart að þið hrósið styrk
á undirvagni,enda er hann sóttur í smiðju Mitsubishi.
Þannig að það ætti ekki að vera neitt mál að hækka og
breyta bílnum.
með kveðju Ásgeir Gunnarsson
20.03.2002 at 11:52 #459786
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég er sammála mönnum um að það sé lélegt að geta ekki staðið fyrir máli sínu. Ef maður hefur eitthvað til málana að leggja og þorir svo ekki að standa á bakvið orð sín á maður hreinlega að halda kjafti…(afsakið orðbragðið)
Ég er bara orðinn svo þreyttur á þessum "fokking" fullyrðingum í mönnum sem yfirleitt hafa ekki hundsvit á því sem þeir eru að segja.
Það er nú yfirleitt þannig að þeir sem fullyrða mest eru þeir sem ENGA reynslu hafa af þeim hlutum sem þeir eru að setja útá.
Sem dæmi, þá eru menn sem segja jeppan hjá mér bölvaða tík og að þetta sé til skammar hversu lélegir þessir sömu jeppar eru og eru þetta menn sem ENGA reynslu hafa af þessum jeppum.
Þetta er alveg týpískt fyrir þá sem ekkert hafa að segja en fullyrða alltaf um allt.
Kv
Siggi
20.03.2002 at 18:37 #459788
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er gaman að sjá að blóðið rennur í æðum fólks, og gott að fólk hefur skoðanir. Ég var nú bara að falast eftir komment á bílinn, en tel mig nokkuð glöggan að sjá hvort fólk sé að reyna að plata mig eður ei.
Þeir hjá fjallasort meiga eiga það að framkoma þeirra er til fyrirmyndar, alveg sama hvað maður spyr um, sér maður að þarna er heiðarlegt fólk sem er opið fyrir nýungum.
Það er líka gaman að sjá hversu góð samstaða virðist vera meðal félagsmanna um að koma til dyranna eins og maður er klæddur. ‘eg hef greinilega valið réttan félagsskap hvað þetta varðar.Ps: Rebbi hver ertu og afhverju ertu svona fúll úti fjallasport og Hyundai. Þú gefur enga skýringu á máli þínu, þú hlýtur að geta fært rök fyrir þessu.
21.03.2002 at 00:16 #459790
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég vil byrja á að taka það fram að ég hef enga andúð í garðs Fjallasports, það var ekki meiningin að vega að starfsheiðri þeirra og þykir mér leitt ef menn hafa lagt þann skilning í skrif mín. Fyrir mér er Hyundai einfaldlega framleiðendaheiti eins og Toyota, Nissan, MMC, Jeep, Dodge etc, etc. Sjálfur hafði ég rennt hýru auga til þessa bíls áður en ég heyrði álits fyrrnefnds aðila. Persónulega hef ég lítið vit á jeppabreytingum og leita álits annara um breytingar. Kannski má segja að ég hef sjálfur fallið í þessa gryfju að leita álits hjá aðeins einum aðila. Ég taldi það einfaldlega vera skyldu mína að benda Gressa á að leita álits annarsstaðar og mynda sína skoðun út frá því. Ég vil aftur biðjast velvirðingar á þeim leiðindum sem þetta kann að hafa valdið Fjallasporti og óska Gressa til hamingju með bílinn og ég mun ekki skrifa meira um þessi mál.
p.s. mér sýnist Snake vera búinn að fá sig fullsaddann á kommentum um bílinn sinn en eins og hann er búinn að hampa honum hér á síðunni og það jafnvel áður hann prófaði bílinn þá mátti hann búast við skotum.
21.03.2002 at 01:00 #459792
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég hef aðeins verið að velta þessu fyrir mér….
mér finnst mjög einkennilegt…að Stebbi og Rebbi skuli rýma svona flott og að það skuli koma svipaðar fullyrðingar frá þessum köllum…mætti halda að þetta væri einn og sami maðurinn.
Það er kanski spurning til Vefstjóra hvort að hann geti ekki fundið út IP töluna á þessum manni.
Kv
Snake
21.03.2002 at 18:41 #459794Mér finnst að þú SNAKE ættir að hætta að hugsa í smá stund. Þó svo að ég hafi kommentað bílana þína einhverntíman þá geri ég það alltaf undir mínu nafni, og svo þætti mér gott ef þú værir ekki að draga mig inn í einhverjar sálarflækjur sem þá átt við að stríða þessa dagana eftir að þú keyptir mussoinn, og klína nafninu mínu ekki á einhvern miskilning sem gerist í hausnum á þér þegar þú hugsar eða "veltir fyrir þér".
Mig langar líka til að vita hver rebbi er!!
21.03.2002 at 19:16 #459796
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er ansi furðulegt að fullorðið fólk skuli nenna að kíta svona á spjallinu. Ég hóf þennan þráð til að fá komment á þennan lítt umrædda bíl, en hér eru menn aðeins að reyna að niðurlægja hvorn annan. Hvernig væri að nota þetta spjall um áhugamál okkar,í staðin fyrir að vera með árásir hvor á annan. Það er allt í lagi að fólk tjái sig sín á milli, en er þá ekki ráð að biðja vefstjóra um að bæta inn þræðinum FIFLIÐ ÞITT.
En ég vil bara þakka veittan stuðning, og að ykkar álit á bílnum kom ekki svo mikið fram á þessum þræði. Það er greinilegt að það er til fólk í klúbbnum sem hefur þó samt sem áður áhuga á bílum.
Gretar Harðarson
21.03.2002 at 19:21 #459798Sæll Gressi.
Ég er þér sammála. Alveg óþarfi að lenda í að vera með skítkast og persónulegar árásir. Mér finnst þó alveg nauðsynlegt að menn skiptist á skoðunum og enn skemmtilegra ef menn eru ekki alltaf sammála um allt. Höldum umræðunni þó á málefnalegum nótum og okkur mun vel farnast…
Annars held ég að menn hafi lítið kommenterað á þennan bíl af þeirri einföldu ástæðu að hann hefur lítið sést ennþá og því sennilega fáir sem þekkja hann. Að sjálfsögðu bara enn ein tegundin í flóruna – hið besta mál. Vonandi reynist hann vel.
Ferðakveðja,
BÞV
21.03.2002 at 23:49 #459800Til hamingju með nýja bílinn og ég vona að ég hafi ekki skemmt neitt fyrir þér, en þegar er drullað yfir mann hérna á síðunni fyrir í votta viðurvist þá er hálf erfit að hemja sig með það að svara í sömu mynt. Ég ætla bara að vona að bíllinn reynist þér vel.
Kveðja í von um páskahret á heimsmælikvarða
Stebbi.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.