FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Nýr félagsmeðlimur

by Bergur Haukdal

Forsíða › Forums › Spjallið › Klúbburinn › Nýr félagsmeðlimur

This topic contains 7 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Karl Hermann Karlsson Karl Hermann Karlsson 16 years, 1 month ago.

  • Creator
    Topic
  • 26.04.2009 at 00:15 #204311
    Profile photo of Bergur Haukdal
    Bergur Haukdal
    Participant

    Sæl öll!

    Bergur heiti ég og hef ég sótt um að gerast meðlimur í þessu ágæta klúbbi, ég gaf sjálfum mér smá afmælisgjöf í dag!

    Festi kaup á einum 38 tommu breyttum 1995 Jeep Grand Cherokee Orvis, eftir miklar pælingar um það hvort maður ætti að breyta Grand Cherokee WJ bílnum sem maður á, en svona varð niðurstaðan.. ákveðið var að byrja á að kaupa breyttan aðeins eldri bíl og maður sér svo bara til í framhaldi.

    Hér er listi yfir aukahluti og breytingar, ekki tæmandi:

    Góð mudder 38t sumardekk á ný pólíhúðuðum 12t felgum
    Góð negld 38t Mudder á 14t Felgum ný pólíhúðuðum.
    4.88 Hlutföll.
    Dana 44 að aftan.
    Dana 30 reverse að framan.
    Loftlæsing framan og aftan.
    Hásing aftan færð afur um 8 cm.
    Hásing framan færð fram um 3 cm.
    Lengri afturgormar.
    Slaglengri Rancho demparar.
    Tankur færður aftur.
    Hækkaður um 12 cm og svo klippt.
    Smíðaðar nýjar stífur að aftan.
    Orginal stífur að framan, síkkaðar.
    Þverstífu að framan breytt, komin fóðring við grind í stað spindilkúlu.
    Nýtt liðhús með upphækkuðum armi fyrir togstöng.
    Stigbretti.
    Brettakantar.
    NP 242 millikassi.
    Sjálfskiptur.
    Aukakælir og mælir á skiftingu
    K&N sía.
    Kastaragrind framan með prófíltengi. Pólíhúðuð
    Kúla aftan og rör með krókum.
    3 tommu púst.
    Framljós H.I.D hár og lár geisli. Piaa kastarar hár og lár geisli. Hliðarljós.
    Auka bakkljós.
    Toppbogar.
    Húddhlíf .
    Gluggahlífar.
    Filmur í afturrúðum.
    Aukarafkerfi. Nýr Optíma þurrgeymir
    Þjófavörn. Fjarstart.
    Cb og vhf talstöðvar
    Cd/mp3 spilari.
    Leður.
    Aircondition.
    Cruisecontrol.

    Hlakka mjög til að komast í fyrstu ferðina mína!

    Sjáumst á fjöllum :)

  • Creator
    Topic
Viewing 7 replies - 1 through 7 (of 7 total)
  • Author
    Replies
  • 26.04.2009 at 00:54 #646530
    Profile photo of Hafþór Atli Hallmundsson
    Hafþór Atli Hallmundsson
    Participant
    • Umræður: 24
    • Svör: 810

    Sæll og velkominn í klúbbinn. Þetta er flott byrjun og gaman að sjá hvernig þér mun reiðast á fjöllum með svona drykkjubolta í höndunum, sérstaklega í ljósi eldsneytisverðs. En hvað um það.
    Hvar var þessi bíll staðsettur á landinu áður en þú eignaðist hann?
    Haffi





    26.04.2009 at 00:58 #646532
    Profile photo of Einar Þór Stefánsson
    Einar Þór Stefánsson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 26

    óska þér til hamingju..þú ert með fínt efni i höndunum en þú skalt einna helst hugsa um framdrifið á ferðalögum þínum það er vel hægt að brjóta það með góðum vilja..að sjálfsögðu er eldsneytisnotkun ekkert til að hafa áhyggjur af…það er nóg til af bensíni..kv Einar St





    26.04.2009 at 01:02 #646534
    Profile photo of Guðlaugur Jónason
    Guðlaugur Jónason
    Participant
    • Umræður: 19
    • Svör: 210

    Til Hamingju.
    Alvöru luxus bíll með öllu.
    Eyðsla ekki vandamál, eyðir bara því sem er sett á hann.
    EF BÍLAR ERU Í HIMNARÍKI ÞÁ ERU ÞAÐ ÖRUGGLEGA GRAND CHEROKEE





    26.04.2009 at 01:32 #646536
    Profile photo of Bergur Haukdal
    Bergur Haukdal
    Participant
    • Umræður: 66
    • Svör: 402

    Það kostar að keyra eðalinn! Eina sem ég hef áhyggjur af er eldsneytismagn sem hægt er að koma á hann, bara orginal tankur.. ætli ég reyni ekki að finna pláss fyrir svona 100-120 L í viðbót, gæti reynst erfitt.. ekki mikið pláss :)

    Bíllinn var á Akureyri 2007-2009 og hefur verið í reykjavík frá byrjun þessa árs.

    Framdrif, þessar dana 30 reverse hafa nú verið að standa sig ágætlega er það ekki? Hefði nú kannski verið betra að hafa 4.56 hlutföll en ekki 4.88 😀

    Æðislega ánægður með hann, smá viðbætur á stýrið sem ég ætla í eftir helgi. Og svo tölva og GPS.

    Svo smotterí eins og ljós í stigbretti og svona hehe :)





    26.04.2009 at 10:06 #646538
    Profile photo of Ingi Björnsson
    Ingi Björnsson
    Participant
    • Umræður: 73
    • Svör: 1022

    Hann eyðir allavega minna en 2.8 patrol á fjöllum. En meira í venjulegum akstri.





    26.04.2009 at 13:57 #646540
    Profile photo of Óskar Andri Víðisson
    Óskar Andri Víðisson
    Participant
    • Umræður: 51
    • Svör: 778

    þá hefur hann verið í förunum eftir patrolinn… og hugsanlega í bandi í patrolnum líka 😀
    .
    Annars til lukku með bílinn…. ef það er eitthvað annað sem ég hefði hugsað mér að eiga annað en það sem ég er á núna þá væri það hugsanlega Grandinn 😉
    .
    Góðar stundir!





    26.04.2009 at 14:05 #646542
    Profile photo of Karl Hermann Karlsson
    Karl Hermann Karlsson
    Participant
    • Umræður: 140
    • Svör: 1159

    Flottur bíll , ekki amaleg afmælisgjöf það.
    Til hamingju með daginn 😉

    Kveðja.
    Kalli





  • Author
    Replies
Viewing 7 replies - 1 through 7 (of 7 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.