This topic contains 7 replies, has 1 voice, and was last updated by Karl Hermann Karlsson 15 years, 7 months ago.
-
Topic
-
Sæl öll!
Bergur heiti ég og hef ég sótt um að gerast meðlimur í þessu ágæta klúbbi, ég gaf sjálfum mér smá afmælisgjöf í dag!
Festi kaup á einum 38 tommu breyttum 1995 Jeep Grand Cherokee Orvis, eftir miklar pælingar um það hvort maður ætti að breyta Grand Cherokee WJ bílnum sem maður á, en svona varð niðurstaðan.. ákveðið var að byrja á að kaupa breyttan aðeins eldri bíl og maður sér svo bara til í framhaldi.
Hér er listi yfir aukahluti og breytingar, ekki tæmandi:
Góð mudder 38t sumardekk á ný pólíhúðuðum 12t felgum
Góð negld 38t Mudder á 14t Felgum ný pólíhúðuðum.
4.88 Hlutföll.
Dana 44 að aftan.
Dana 30 reverse að framan.
Loftlæsing framan og aftan.
Hásing aftan færð afur um 8 cm.
Hásing framan færð fram um 3 cm.
Lengri afturgormar.
Slaglengri Rancho demparar.
Tankur færður aftur.
Hækkaður um 12 cm og svo klippt.
Smíðaðar nýjar stífur að aftan.
Orginal stífur að framan, síkkaðar.
Þverstífu að framan breytt, komin fóðring við grind í stað spindilkúlu.
Nýtt liðhús með upphækkuðum armi fyrir togstöng.
Stigbretti.
Brettakantar.
NP 242 millikassi.
Sjálfskiptur.
Aukakælir og mælir á skiftingu
K&N sía.
Kastaragrind framan með prófíltengi. Pólíhúðuð
Kúla aftan og rör með krókum.
3 tommu púst.
Framljós H.I.D hár og lár geisli. Piaa kastarar hár og lár geisli. Hliðarljós.
Auka bakkljós.
Toppbogar.
Húddhlíf .
Gluggahlífar.
Filmur í afturrúðum.
Aukarafkerfi. Nýr Optíma þurrgeymir
Þjófavörn. Fjarstart.
Cb og vhf talstöðvar
Cd/mp3 spilari.
Leður.
Aircondition.
Cruisecontrol.Hlakka mjög til að komast í fyrstu ferðina mína!
Sjáumst á fjöllum
You must be logged in to reply to this topic.