This topic contains 17 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón G. Guðmundsson 17 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Jæja félagar svona aðeins til að snúa spjallinu frá rifrildi síðustu daga þá langar mig að deila með ykkur hugmyndum um að smíða mér bíl nánast frá grunni.
Umræddur bíll eins og ég hef hugsað hann verður líklega byggður á Patrol grind og hásingum, ástæða þess er að ég þetta þekki ég mjög vel og ber mikið traust til drifbúnaðar í Patta, einnig er grindin mjög sterk (kannski of þung),hásingarnar koma frekar lágt gíraðar 4.635:1 sem dugar ef bíllinn er léttur og vélin togar vel.
Bíllinn þarf að vera 44″ og það þolir bæði grindin stýrið og drifbúnaður í Pattanum vel einnig er hann org 100%læstur að aftan.
Það er frekar ódýrt að fá vélarlausann Patta í dag.
Hingað er ég kominn: mig langar að setja í bílinn V8 vél úr einhverjum nýrri pallbíl Amerískum eða Japönskum, eina skylirðið er að hún sé ca 300 hö og togi vel niðri þá sakar ekki að hún sé eiðslugrönn.
Hann verður að vera sjálfskiftur, millikassinn verður kannski úr Patta vegna styrks og möguleika á að fá milligír við hann (reindar ekkert vandamál við aðra kassa).
Léttleiki er markmið hjá mér því datt mér í hug að setja á hann boddý af Wrangler og lengja það hressilega til að það passaði á pattagrindina.
Hann mætti alveg smíða 4 dyra en vandamálið er þá toppurinn hann þarf að vera flottur og ekki of þungur
með veltibúri og því sem telst nauðsinlegt í góðum fjallabílum í dag.
Hvernig lýst ykkur á?
Þetta eru hugmyndir í hausnum á mér í dag en þeir sem mig þekkja vita að allt getur gerst, þessvegna er gaman að velta þessu svolítið fyrir sér.
OG TJÁ SIG SVO
kv Gísli Þór (ruglaði)
You must be logged in to reply to this topic.