Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › nýliðinn!
This topic contains 19 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
12.02.2003 at 13:12 #192167
Anonymousmér datt í hug að þetta væri ef til vill besti staðurinn til þess að koma spurningu minni á framfæri.’Eg er 17 ára og mig langar í jeppa, og ætla helst að láta þann draum rætast í sumar. hvernig bíl er best að byrja með? mér datt í hug að gamall hilux eða 4runner væri mjög basic byrjun? hvernig bíl ætti ég að velja? hvað er viturlegast og hagstæðast í mínu tilviki. þannig er það að ég á heima út á landi, nánartiltekið í sveit við kirkjubæjarklaustur, snjórinn verður stundum í hnjádýpt áður en hann er mokaður og þá duga fólksbíll og 32″ jeppi skammt, hálendið er líka frábært þarna í kring og ég vil geta komist inn á það að vetrarlagi.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
12.02.2003 at 13:26 #468398
Fáðu þér Toyotu jeppa, þá ertu í góðum málum.
Kv: Kátur.
12.02.2003 at 13:29 #468400Fáðu þér Suzuki og þá ferðu ekki á hausinn ; )
12.02.2003 at 13:34 #468402Jeppi til að byrja á, hmmm.
Eins og þú hefur talað um er hilux eða 4runner sniðugir jeppar til að byrja á. Mikil reynsla komin á flest allt sem hægt er að láta sér detta í hug í samb. við þessa jeppa.
Súkka er auðvitað einnig sniðug sniðug. Þú getur ábyggilega skipt á sléttu, RX7 fyrir þokkalega súkku. Súkka á 33-35" dekkjum fer talsvert og er fín til að æfa sig í að gera við.
Sumir vilja auðvitað hafa kraft í jeppanum sínum, sérstaklega gaurar á okkar aldri. Þá væri sniðugara fyrir þig að fara á amerískan bíl, þá helst Bronco eða Willys.
Freyr
12.02.2003 at 14:21 #468404Ég er á Toyotu X-cap og er búinn að vera á honum í 2 ár, ég mæli eindregið með Hiluxnum. Hann virkar vel í snjó á 35" og síðar eru endalausir möguleikar á að breyta og betrumbæta. Þá er ég m.a. að tala um 38" dekk með því sem því fylgir, fá aukinn kraft o.s.frv.
Súkkan er svo góð til síns brúks en bíður ekki upp á að verða með tímanum alvöru kvikindi á fjöllum!!!
En eitt þarf að vera á hreinu, þetta er oftast miklu dýrara en maður býst við og þá er bara málið að hafa gaman af þessu:)
Kveðja Davíð
12.02.2003 at 17:06 #468406sko ég er tvítugur og búinn að eiga 3 jeppa. Ég átti fyst Ford Ranger á 33" og átti hann í tvö ár, mér líkaði mjög vél við hann og mæli eindregið með svoleiðis bíl. Síðan keipti ég mér Toy DC 2,4 efi og seldi hana eftir 5 mánuði. Ég var bara vonsvikinn. Þetta er kraftlaust og hast… Núna á ég Jeep Wrangler og hann er betri en þeir báðir til samans. ÉG myndi fá mér Jeep Cherokee eða Wrangler eða Ford Explorer eða Ranger.
Passaðu þig bara á því að finna þér beiskiptan bíl. Það heldur eyðsluni niðri og þú hefur betri tilfiningu fyrir því sem þú ert að gera.Kveðja Ingi
R-3073
12.02.2003 at 19:39 #468408
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
HIlux, ekki spurning!:P
12.02.2003 at 20:33 #468410
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll Arnþór!
Ég gæti ráðlagt þér ýmislegt en þú verður að ákveða sjálfur hvort þú trúir mér eða ekki.Ég myndi veðja á að kaupa fyrst og fremst bíl sem gæti verið léttur í endursölu.
Bíl sem væri ekki mjög flókinn í viðhaldi og auðvelt aðgengi að varahlutum á guðlegu verði.Ég er 24 ára og búinn að eiga ágætis bíl í rúmlega 3 ár. Þetta er enginn eðalvagn en hann hefur reynst mér vel, bilað lítið sem ekkert og ekki verið mjög dýr í rekstri. Ég breytti honum sjálfur og sparaði þannig u.þ.b. 250 þús krónur (þessi tala verður aldrei annað en ágiskun). Á 35" dekkjum er hann nokkuð duglegur í snjó en ég er alltaf að finna nýja og nýja galla eða vankanta á bílnum. Það vantar lægri drif, læsingar, betri loftdælu, auka bensíntank o.s.frv.
Þetta heitir að finna hjólið upp aftur.
Hinsvegar þá er ég að finna það út núna fyrst hvernig jeppa mig virkilega langar í og hvernig hann á að vera búinn. Á þessum 3 árum hef ég lært hvers virði þessir aukahlutir eru, hvernig ég vil að bílar séu í laginu og annað. Síðan hef ég fylgst vel með Þessum jeppaköllum hérna þræta og monta sig af hinum ýmsu uppátækjum.
Þú skalt muna það að stór bensínvél eyðir miklu. Lítil bensínvél fyrir stór dekk er frekar vonlaust líka, hún eyðir miklu líka en skilar engu. Jeppann sem þú kaupir áttu eftir að keyra kannski 100 daga á ári í sjó en hina 265 á malbiki. Þessi gullni meðalvegur er því vandrataður milli þess að eiga fjallatrukk og bíl.
Kv Isan
12.02.2003 at 20:42 #468412
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Blessaður, ég mæli hiklaust með hilux. Frekar skemmtilegir og þægilegir í sambandi við bilanir og viðhald. Maður þarf ekkert endalausann kraft þó það sé gamann að hafa hann. Ekkert með það að gera, sérstaklega þar sem þetta er fyrsti bíllinn. það er hægt að gera fín kaup í þeim núna, 94-95 árgerð langt undir milljón kallinum ef þeir eru óbreyttir.
Kveðja Jónas
12.02.2003 at 22:39 #468414Hilux er tilvalin jeppi til að byrja á, er með eitt stykki
2,4TD gas á 38" gormar að aftan stýristjakkur kastarar og fleira góðgæti hafðu endilega samband sími 8975680
13.02.2003 at 06:47 #468416
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll Arnþór
Hvernig væri að byrja á Suzuki Vitara? stutti bíllinn á 33"
er fisléttur, ódýr nokkuð bilanafrír ef þokkalega er hugsað um hann.Þetta eru kannski ekki bílar sem hreinlega sprautast áfram en þeir eru örugglega mjög seigir.
Þessir bílar fást frá árgerð 1989 og bíll þar um bil er ekki mjög dýr, hvort sem er breyttur eða óbreyttur.
Það er ekkert stórmál að breyta svona bíl þarf ekki að kosta svo mikið ef menn geta gert hlutina sjálfir.Kveðja Gunnar Már
13.02.2003 at 09:53 #468418
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
hvað gætiru hugsað þér að fá fyrir bílinn? 3-400 .þús?
13.02.2003 at 11:41 #468420Helvíti eru menn harðir að keyra í 100 daga á ári í SJÓ – ég segi nú bara ekki annað!
Fáðu þér léttan og skemmtilegan bíl á 36"-38" dekkjum, t.d. gamlan hrælúx, eða ef þú hefur smá smekk fyrir fegurð þá Jeep.
13.02.2003 at 17:44 #468422ÞAÐ ER GÓÐUR KOSTUR AÐ BIRJA Á PAJERÓ TD STUTTUM EFTIR 89
V6 BÍLLINN Á GORMAFJÖRNUN AFTAN ER ÞRÆLSPRÆKUR FULLT AF HESTÖFLUM ERU MJÖG OFT Á LÁGUM DRIFUM MJÖG AUÐVELT AÐ BREYTA OG FÆST Á FÍNU VERÐI SEM SAGT TÓM HAMINGJA
KVEÐJA AGNAR
13.02.2003 at 19:13 #468424
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Góli!
Ef þú hefur lesið gaumgæfilega textann í þræðinum þá hefðirðu getað séð að þetta er sveitamaður. Sveitamenn eru ekki að skemma bílana sína með óþarfa saltburði og moka ekki göturnar fyrr en styttir upp og njóta því snjósins fleiri daga en við borgarbörnin.Kv Isan
14.02.2003 at 07:02 #468426Þetta er skemmtilegt viðfangsefni. Ég er reyndar kominn á sjötugsaldurinn og ætti því að halda mér saman, en á sínum tíma byrjaði ég eins og fleirri á CJ2A og þótti gott. Nú, svo er maður búinn að eiga ýmislegt, Land Rover, UAZ, Lada Niva, Bronco, Hi-Lux o.s.frv. o.s. frv. Mín ráðlegging til nýliðans er að kaupa ekki rándýran bíl til að byrja með, hann þarf auðvitað að vera í þokkalegu lagi og á sæmilegum dekkjum, en hafa í huga að einhverntíma þarf maður að selja aftur og því þarf þetta að vera nokkuð þekkt tegund. Af minni reynslu mæli ég helst með Hi-Lux, þetta eru miklir jálkar, þola vel álag, flestir eru að vísu heldur vélarvana, en einhvernveginn hefur mér fundist gegn umn tíðina að það væri bílstjórinn sem allt byggðist á og það er ekki slæmt að byrja á bíl sem er ekkert ofboðslega aflmikill. En, eins og hér hefur komið fram, þá eru til margir mjög "praktiskir" bílar og Suzuki hefur reynst mörgum manninum vel. Talandi um Hi-Lux, þá fékk ég á sínum tíma hjá honum Hlöðveri í Japönskum vélum þessa (rúml.) 2,8 lítra vél sem þeir eru seldir með í Ástralíu og víðar (heitir víst 3L þótt hún sé ekki 3ja lítra) og Árni Páll á Eldshöfðanum setti í hann ARB-túrbínu, Iveco millikæli og svo var smíðað í hann 3ja tommu púst. Svo var aðeins bætt við olíuverkið og eldgreinin pússuð eitthvað að innanverðu. Eftir þetta var hægt að taka hann af stað í 5ta gír á auðu malbiki og láta hann reykspóla! Þessi bíll er enn á götunum með þessari vél, hef heyrt að hann sé kominn vel á 6 hundrað þús. km en veit það ekki fyrir víst. ARB-túrbínan hefur þann kost, að hún kemur inn á miklu lægri snúningi en original túrbínan frá Toyota, en er talsvert fyrirferðarmeiri fyrir vikið. Gangi þér vel, nýliði, eins og þú kallar þig.
14.02.2003 at 10:39 #468428Jón Garðar,(isan).
ef ÞÚ hefðir lesið gaumgæfilega þá hefðirðu séð að góli skrifaði SJÓ en ekki snjó.Kv: Kátur frændi.
14.02.2003 at 11:25 #468430
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
og þakka fyrir allt saman, mér líst mjög vel á þetta, en þurftiru að skipta um eitthvað fleira í bílnum samhliða mótorbreytingunum? ég hef alltaf verið á því að hilux jeppar virki vel =) þetta er auðvitað allt saman spurningin um hvernig bílstjórinn er!
14.02.2003 at 12:47 #468432Nei, það þurfti nánast engu að breyta, því öll tengi virkuðu eins og mótorfestingar og púst og hvað nú er, passaði allt saman. Ég held að blokkin sé ansi lík hinni. Það eina, sem var öðruvísi var, að á nýja mótornum var gert ráð fyrir snúningshraðamæli, sem var ekki fyrir í bílnum. En þetta var ekkert mál. Annars veit hann Árni Páll, Eldshöfða 15, sími 567 3444 allt um þetta mál, því hann hefur breytt bílnum meira síðan ég átti hann, m.a. sett undir hann gormafjörðun hringinn, aukatanka og Guð má vita hvað fleira meðan næsti eigandi á eftir mér átti bílinn.
Ég mæli eindregið líka með honum Hlöðveri í Japönskum Vélum, þetta er mjög áreiðanlegur maður að eiga viðskipti við að mínu mati og margra fleirri.
Bestu kveðjur
ólsarinn
14.02.2003 at 19:06 #468434
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
vertu ekki að þessu helv… rugli fáðu þér bara súkku
á 33-36" ef þú færð þér súkku vitöru eða sidekick þá ertu í góðum málum.. ódýrir bílar og endalaust hægt að breyta og gera betri djúnna og stærridekk kbassaðu þig bara að hafa hann 5 dyra stutti bíllinn er hundleiðinlegur
sko þarna ertu með bíl sem er ótrúlega seigur í snjó sama hvað hver segir súkkan er lett einföld og skemmtileg ég mæli endregið með henni því ég er búinn að flakka á þessum bílum um öll fjöll og eg elti alveg "stóru jeppakallana" og oftar en ekki þá nær maður að fara lengra en þeir
Svo HÆTTU ÞESSU RUGLI FAÐU ÞÉR SÚKKU ef þú færð þér amerískan þá ertu kominn með bíl sem jújú hefur kraft en reksturinn á bílnum er mikklu kostnaðarsamari
sidekickinn með 1600cc vélinni er upprunarlega 96hp ég er búinn að setja í mína kraftloftsíu og Tölvukubb og opið pústkerfi og nú mælist bíllinn um 130hp og það er alveg nóg svo geturu skoðað http://www.calmini.com og http://www.rocky-road.com þá geturu séð hvað er hægt að fá í súkkuna (læsingar hlutföll skriðgír og fl) og ef þig langar í eitthverjar meiri upplýsingar þá sendu mér bara póst orn-boli@visir.is
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.