This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Ásgeir Bjarnason 17 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Ég var að lesa fréttina um nýja stjórn Litludeildarinnar og hafði svo sem ekkert út á nýja stjórn að setja en set stórt spurningarmerki við fyrstu stjórnarstörf þeirra. Ákveðið hefur verið að breyta Litludeildinni í Nýliðanefnd, sem virðist eiga að vera einhverskonar móttökunefnd fyrir nýja meðlimi og halda grunnnámskeið um klúbbinn. Mín spurning til starfandi Nýliðanefndarstjórnarmeðlima (vá langt orð) er því þessi; hefði ekki verið sniðugra að stofna nýja nefnd innan klúbbsins til að taka við nýliðunum og leyfa Litludeildinni að halda áfram í óbreyttri mynd? Það er nefninlega ekkert sjálfgefið að allir nýliðar innan deildarinnar séu á litlum bílum eða óreyndir. Að auki spyr ég hver verður munurinn á ferðum Nýliðanefndar og öðrum nýliðaferðum (sem hafa verið í höndum Gemlinganna)? Og verða ferðir á vegum Nýliðanefndar færa öllum lítið breyttum jeppum á sama hátt og ferðir Litlunefndarinnar voru?
Nú veit ég ekkert hvort þetta var einhliða ávörðun stjórnarmanna eða hvort þetta var samþykkt af einhverjum félagafundi, eða á spjallinu. En mér fannst alveg þess virði að láta þetta flakka.
Kv.
Ásgeir
You must be logged in to reply to this topic.