FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Nýliðanefnd

by Ásgeir Bjarnason

Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Nýliðanefnd

This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Ásgeir Bjarnason Ásgeir Bjarnason 17 years, 6 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 18.10.2007 at 17:41 #201005
    Profile photo of Ásgeir Bjarnason
    Ásgeir Bjarnason
    Member

    Ég var að lesa fréttina um nýja stjórn Litludeildarinnar og hafði svo sem ekkert út á nýja stjórn að setja en set stórt spurningarmerki við fyrstu stjórnarstörf þeirra. Ákveðið hefur verið að breyta Litludeildinni í Nýliðanefnd, sem virðist eiga að vera einhverskonar móttökunefnd fyrir nýja meðlimi og halda grunnnámskeið um klúbbinn. Mín spurning til starfandi Nýliðanefndarstjórnarmeðlima (vá langt orð) er því þessi; hefði ekki verið sniðugra að stofna nýja nefnd innan klúbbsins til að taka við nýliðunum og leyfa Litludeildinni að halda áfram í óbreyttri mynd? Það er nefninlega ekkert sjálfgefið að allir nýliðar innan deildarinnar séu á litlum bílum eða óreyndir. Að auki spyr ég hver verður munurinn á ferðum Nýliðanefndar og öðrum nýliðaferðum (sem hafa verið í höndum Gemlinganna)? Og verða ferðir á vegum Nýliðanefndar færa öllum lítið breyttum jeppum á sama hátt og ferðir Litlunefndarinnar voru?

    Nú veit ég ekkert hvort þetta var einhliða ávörðun stjórnarmanna eða hvort þetta var samþykkt af einhverjum félagafundi, eða á spjallinu. En mér fannst alveg þess virði að láta þetta flakka.

    Kv.
    Ásgeir

  • Creator
    Topic
Viewing 6 replies - 1 through 6 (of 6 total)
  • Author
    Replies
  • 18.10.2007 at 18:46 #600352
    Profile photo of Helena Sigurbergsdóttir
    Helena Sigurbergsdóttir
    Member
    • Umræður: 115
    • Svör: 2416

    Guð minn almáttugur, það er nokkuð ríkjandi í þessum klúbbi að gagnrýna allt og alla. Gagnrýni getur verið af hinu góða en guð minn almáttugur.
    Nefnin er ekki tekin til starfa og það er búin að gang hér bísna mikill þráður og nú er komin nýr.
    Nefndin hefur ekki gefið út að hún sé hætt að vera með ferðir heldur komi hún inn með nýjar áherslur og akkúrat áherslu sem hefur vantað hér að það sé tekið á móti nýliðum.
    Síðast í dag var ég spurð að því hvort það væri nokkuð hægt að koma inn á opið hús eða fundi eða ferðir því það þekktust allir ………
    Nýliðaferðir á vegum kúbbsins hafa verið í hinum og þessum höndum, bæði hafa nefndir og gengi séð um þær í gegnum árin ( ekki bara Gemlingarnir)
    Ný Litlanefnd starfar væntanlega samkvæmt skipunnarbréfi fram að aðalfundi nema hún verði tekin af lífi hér á vefnum.
    Leyfið nú sjórn og nefnum að fá smá vinnufrið.
    Tuðiði minna og ferðist meira ( snilldar setning Hlynur)
    eða væri kannski réttast að loka spallinu ?
    Kveðja Lella





    18.10.2007 at 19:22 #600354
    Profile photo of Ásgeir Bjarnason
    Ásgeir Bjarnason
    Member
    • Umræður: 14
    • Svör: 340

    Hóhóhó, hefðu þig aðeins hæga "vina".
    Ég tók það nú sérstaklega fram að ég hef greinilega misst af umræðunni um þessa breytingu og þess vegna er þessi þráður settur fram. Ef einhver umræða hefur verið á netinu um þessa breytingu væri fínt ef einhver væri til í að vísa mér á hann því hann hefur alveg farið fram hjá mér.
    Mig langaði bara að vita hvort til stæði að halda áfram því starfi sem Litladeildin sinnti og að nýliðaprógrammið væri hrein viðbót, eða hvort gera ætti róttækar breytingar.
    Forvitni mín er aðeins tilkomin vegna áhuga míns um að reyna að fara í einhverjar ferðir með litludeildinni. Þessi þráður enginn skammar- eða tuðþráður heldur settur fram af hreinni forvitni.

    Kv.
    Ásgeir

    Ps. Það er nú reyndar rétt að ég þyrfti alveg á því að halda að ferðast svolítið meira, en er það ekki svolítið mikið að loka spjallinu í þeirri von að félagsmenn ferðist meira?





    18.10.2007 at 19:34 #600356
    Profile photo of Helena Sigurbergsdóttir
    Helena Sigurbergsdóttir
    Member
    • Umræður: 115
    • Svör: 2416

    já já ég er alveg róleg eins og alltaf.
    [url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=innanfelagsmal/10574:6kvf4b4w][b:6kvf4b4w]hér er þráðurinn[/b:6kvf4b4w][/url:6kvf4b4w]
    Kveðja Lella





    18.10.2007 at 19:35 #600358
    Profile photo of Kristján Kristjánsson
    Kristján Kristjánsson
    Participant
    • Umræður: 13
    • Svör: 166

    Hér er slóð á umræðurnar um nefndina.
    [url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=innanfelagsmal/10574:mxf3r0wd][b:mxf3r0wd]Litlanefnd – nýliðanefnd[/b:mxf3r0wd][/url:mxf3r0wd]
    Ég sakna þess að ekkert hefur heyrst frá stjórninni um málefni litlunefndarinnar

    Kristján Kristjánsson





    18.10.2007 at 19:38 #600360
    Profile photo of Ásgeir Bjarnason
    Ásgeir Bjarnason
    Member
    • Umræður: 14
    • Svör: 340

    Ég kíki á þetta, þakka ykkur kærlega fyrir.

    Kv.
    Ásgeir
    Sem ætlar að reyna að ferðast eitthvað á næstunni.





    18.10.2007 at 21:09 #600362
    Profile photo of Ásgeir Bjarnason
    Ásgeir Bjarnason
    Member
    • Umræður: 14
    • Svör: 340

    Þakka ykkur kærlega fyrir.
    Þetta var verulega áhugaverð lesning og akkúrat það sem ég var að leita að, og svaraði öllum mínum spurningum!! Vona bara að ég hafi ekki valdið of miklum pirringi :)
    Þakka ykkur aftur kærlega fyrir ábendinguna á þráðinn!!

    Kv.
    Ásgeir





  • Author
    Replies
Viewing 6 replies - 1 through 6 (of 6 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.