FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Nýliðafræðsla

by Guðmundur Guðmundsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Nýliðafræðsla

This topic contains 44 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Stefán Stefánsson Stefán Stefánsson 19 years, 1 month ago.

  • Creator
    Topic
  • 21.04.2006 at 22:34 #197816
    Profile photo of Guðmundur Guðmundsson
    Guðmundur Guðmundsson
    Participant

    Hér á bara að skrifa fræðsluorð til nýliða í 4×4

    Boðorð
    1. Ekki fara á hálendi Íslands einbíla

    2. Skilja áfengið eftir heima. Aldrei að vita nema þú þurfir að hreyfa farartækið hvenær sem er sólahringsins. Aldrei skilið hvers vegna Kóarinn situr með bjór í hendi. Gæti komið til þess að hann þyrfti að taka við!!!!

    3. Hafa og læra á GPS tæki

    4. Hálendiskort, það er þýðingarlaust að hafa GPS tæki án korta, jafnvel þó að um kortatæki sé um að ræða.

    5. Áttaviti á líka að vera með í för.

    6. Hafa og læra á VHF stöð eða CB

    7. Hafa NMT síma

    8. Hafa tappasett og læra að nota það

    9. Hafa verkfærasett í bílnum

    10. hafa sjúkrapúða og slökkvitæki

    11. hafa loft í kút dælu eða komast á einhvern veg í loft ef fara á á jökul eða snjó

    12 hafa skóflu og spotta meðferðis

    13. hafa nóg af nesti og jafnvel svefnpokann ef veðurspáin er óljós……

    14. Hafa heilbrigða skynsemi meðferðis

    15. Og gefa upp ferðaáætlun og halda sig við hana

    16. Hafa nægt eldsneyti, alltaf að gera ráð fyrir smá basli og hafa því aukabirgðir.

    17. Þeir sem eru á díselbílum eigi alltaf að hafa auka hráolíusíu í bílnum.

    18 Ísvari í olíu og bensín svo og smá slurkur af öllum olíum, mótorolíu, gírolíu, frostlegi, bremsuvökva, sjálfskiptivökva, sérstaklega ef farið er í lengri ferðir.

    19. Auka viftureimar, maður veit aldrei hvenær maður lendir í púðri sem veður inná vél hjá manni og rífur reimarnar af hjólunum… þá er gott að hafa auka. reyndar eru nýrri bílar oft betur varðir fyrir þessu en eldri.

    20. Ég bendi á pökkunarlista sem er inni á Litludeildarsíðunni og fenginn var frá Freysa,listinn sá er þarfaþing og hvet ég alla til að prenta hann út og hafa til hliðsjónar,og þar á síðunni er ýmislegt fróðlegt annað sem kemur jeppamönnum til góða.

    21. Eins tek ég undir að hafa með kort og áttavita eins lengdarmælir og æfa sig í notkunn á þeim,og geta fært inn lengdar og breiddar tölur þær sem koma fram á gps,það er ekki svo flókið.
    .
    .
    .. Fylgjast með veðurspá.__

    . Gera ferðaáætlun og varaáætlun.__

    . Láta einhvern vita hvert á að fara og hvenær áætlað__

    er að koma til baka, einnig ef breyting verður á

    ferðaáætlun.__

    . Ef slæmt veður er í byggð er það tvöfalt verra á

    hálendi.

    . Ekki ferðast einbíla.

    Undirbúningur bíls

    ¤ Mjög gott er að byrja á því að láta smyrja bílinn.

    ¤ Staðsetningartæki og kort/tölva – Áttaviti.

    ¤ Fjarskiptabúnaður (NMT,VHF,SSB) (GSM virkar ekki).

    ¤ Skófla og dráttartóg.

    ¤ Loftdæla / loftkútur.

    ¤ Skíðagleraugu / sólgleraugu.

    ¤ Vasaljós / ennisljós.

    ¤ Ísvari.

    ¤ Ruslapokar.

    ¤ Helstu verkfæri.

    ¤ Dekkjaviðgerðasett.

    ¤ Vatn.

    ¤ WC pappír.

    Undirbúningur hópsins

    ¤ Drullutjakkur.

    ¤ Dráttarspil.

    ¤ Startkaplar.

    ¤ Mótor-, gír-olíur, frostlögur, ATF olíur.

    ¤ Varadekk, ef því er mögulega við komið.

    Fatnaður í vetrarferðir

    ¤ Kuldagalli / hlífðargalli.

    ¤ Svefnpoki.

    ¤ Flís peysa / lopapeysa.

    ¤ Regnföt.

    ¤ Ullarsokkar.

    ¤ Nærföt- síð.

    ¤ Bómullarbolur.

    ¤ Auka buxur ( ekki nota gallabuxur).

    ¤ Húfa og vettlingar.

    ¤ Stígvél.

    ¤ Gönguskór.

    ¤ Vasahnífur.

    Nestið

    . Borða góðan morgumat.

    . Miða við eina heita máltíð á dag.

    . Borða reglulega og ekki alltaf að maula.

    . Smyrja brauð til dagsins.

    . Eiga súkkulaðistykki.

    . Heitt vatn á brúsa.

    . Drekka kalt vatn.

    Skálar

    . Taka tillit til annarra skálagesta – komin ró kl. 24,00.

    . Ganga snyrtilega um.

    . Ganga frá eftir eldamennsku.

    . Taka allt rusl með sér.

    . Fara vandlega yfir allt þegar húsið er yfirgefið.

    . Skrifa í gestabók.

    . Greiða skálagjöld.

    Ef vandamál koma upp

    . Ef slys verður, hringja þá í 112

    Taka skýrt fram um staðsetningu 112 sér um að

    boða réttu aðilana og getur leiðbeint um fyrstu

    hjálp.

    . Ef menn sjá fram á að þurfa björgun eða ef hætta

    stafar að fólki þá er hringt í 112 og óskað eftir

    aðstoð björgunarsveita.

    Ath. lýsa aðstæðum eins vel og hægt er.

    Hjálparsveit 4×4

    . Ekki útkallssveit / neyðarsveit.

    . Aðallega til að hjálpa ef farartæki hafa verið skilin

    eftir eða ekki liggur á aðstoð.

    . Hlutverk sveitarinnar, skv. lögum félagsins, er að

    vera félagsmönnum innan handar, lendi þeir í vandræðum

    með farartæki sín og þurfi aðstoð.

    Að lokum

    . Í ferðalagi þarf að fylgjast með veðurspá.

    . Það er oft betra að hætta við ferð eða halda til

    baka ef útlit er slæmt.

    . Takið tillit til barna / ferðafélaga með börn.

    .
    .
    Mikilvægi fjöldi Varahlutir

    1 -:::::::- 1 Elsneytissía

    3


    4 12mm boltar ,rær og kónar , liðhús

    2


    6 Felguboltar aftan

    2


    -6 Felguboltar framan

    2


    -6 Felgurær

    3


    6 8mm boltar rær og kónar f. Öxla

    3


    1 Hjöruliðskross

    3


    4 Boltar í hjöruliðsflangs

    3


    2 Spindillegur

    3


    2 tappar í styristjakk

    2


    1 Gamlar hjóllegur m. Pakkdós

    2


    1 Pinionpakkdós

    2


    1 Turbo hosa 90°

    2


    0,3 Turbo hosa bein 30cm

    3


    1 Drifhlutfall 4.88

    3


    1 6Kúluliður með splitti pakkdós ogfóðringu

    1


    10 Hosuklemmur 10mm- 73mm

    1


    Mism. Boltar

    1


    1 Mism. Rær

    1


    1 Mism. Skífur

    1


    10 plastbensli

    2


    1 Mism slöngubútar

    3


    1 Boltalím

    1


    1 Silikon fljótandi pakkning

    1


    1 Einangrunarlímband

    1


    1 Mannræningjateip

    2 —1 Rafmagnskitt(öriggi, tengi,relay og rofar, vír) Verkfæri

    3


    1 toppur 54mm á framhjóllegu

    3


    1 Toppur á afturhjóllegu

    1


    1 Topplyklasett 1/2″ sem inniheldur:

    Toppar :10,11,12,13,14,17,19,21,22,24.30.32

    Skrall,4 og 10cm.framlengingar,hjöruliðog skaft

    1


    1 Topplyklasett 1/4″ sem inniheldur:

    Toppa :3.5.4.4.5.5.5.5.6.7.8.9.10.11,12,13,14,1/4″

    Skrall,4og 15cm.Framlengingar, hjörulið

    1


    1 Síutöng

    2


    1 Járnsög

    2


    5 Járnsagarblöð

    2


    1 10cm meitill

    2


    1 Rörtöng millistærð

    1


    1 Skiftilykill 12″

    2


    1 Lítil vise grip

    1


    1 Stór vise grip

    2


    1 Vatnspíputöng

    2


    1 Bítari

    2


    3 Stjörnuskrúfjárn ph 3 stærðir

    2


    3 Skrúfjárn venjul. 3 stærðir

    1 –12 Fastlyklar: 7,8,9,10,11,12,13,14,17,19,22,24

    1


    1 Hamar 500gram

    1


    1 Felgujárn 40cm
    .
    .
    .
    Olíur og vökvar

    2


    1 Koppafeitistúpa

    1


    1 4liter Mobil 1 motor oil

    2


    1 ATF olía á stýri eða skiftingu

    2


    1 gírolía

    3


    1 bremsuvökvi

    2


    1 Kreistibrúsi f oliu

    1


    0,5 Steinolía eða gas
    .
    .
    .
    Undirbúningur

    1


    1 Laga það sem var í ólagi eftir síðasta túr

    1


    10 Smyrja í koppa

    1


    Ath smurbók smyrja eða fara í þjómn.

    1


    Ath olíu á vél og hæð á vökvum

    2


    Skoða loftsíu

    2


    Ath loftþrysting í dekkjum

    1


    Prófa GPS

    1


    Prófa NMT síma

    1


    Prófa loftdælu

    2


    Lifta bílnum upp og prófa hjóllegur

    1


    1 Athuga sjúkrakassa og slökkvitæki

    1


    Næjanlegt eldsneyti
    .
    .
    .
    Matur og tilheyrandi

    1


    1 Kælikassi

    1


    Sviðasulta

    1


    Huggulegur kvöldmatur t.d skaflasteik m. Öllu

    1


    Brauð

    1


    álegg

    1


    Smjör

    3


    Bjór

    3


    Gos

    3


    Snakk

    1


    1 Neyðarmatur t.d umslög

    1


    2 Bolli

    1


    2 Diskur

    1


    2 Hnífapör

    1


    1 Hitabrúsi

    1


    1 Pottasett

    1


    1 Ruslapokar

    1


    1 Tröllaskeinir
    .
    .
    .
    Fatnaður og svefnbúnaður

    1


    1 Svefnpoki

    1


    1 Einangrunardyna

    1


    1 Jöklasólgleraugu

    1


    1 Skíðagleraugu

    1


    1 Snjóbomsur

    2


    1 Gönguskór

    1


    1 Inniskór

    1


    1 Peningaveskið

    1


    1 Lyklar af skálum, bíl og heima

    1


    1 Letherman fjöltól

    1


    1 Fatapokinn

    1


    4 Ullarsokkar

    1


    2 Ullarnærbolir

    1


    2 Síðar ullarnærbuxur(föðurland)

    1


    2 Nærbuxur

    1


    1 Vatns og vindheld húfa

    1


    1 ullarlambhúsetta

    1


    1 hlýju vetlingarnir

    1


    1 Vinnuvetlingar

    1


    1 Snjósleðasamfestingur

    1


    1 Gamli samfestingur till viðgerða

    1


    1 Flísbuxur

    1


    1 Utanyfirbuxur, goretex

    1


    1 Vindstopper flís

    1


    1 Lopapeisa

    1


    1 Goretexúlpa

    1


    1 Vöðlur

    1


    1 Sundföt

    1


    1 Handklæði

    1


    1 Snyrtituðra

    1


    1 Tannbursti og tannkrem

    1


    1 Showergel

    1


    1 Sunblock
    .
    .
    .
    .
    Annar búnaður

    2


    1 Spil á skúffu

    2


    1 Spilfjarstyring

    2


    1 Blökk og lás

    1


    1 GPS tæki

    3


    1 VHF aukahandstöð

    1


    1 Fartölva eða kort og vegpunktabók

    2


    Myndavél

    1


    1 Olíu eða gasprímus

    1


    1 Eldspítur

    2


    1 Dynex tog

    2


    1 gaslóðbolti

    1


    5 Farangursstrekkjarar

    2


    1 Affelgunartöng

    2


    1 ohm and volt mælir

    1


    1 Skófla

    1


    1 HiLift 60″

    1


    1 Tappasett

    2


    1 bætur f. Stór göt á dekki

    1


    1 Loftmælir 0-20psi

    3


    20 Suðuvírar í vatnsheldu hulstri

    3


    1 Rafsuðugler

    2


    1 Álkall

    2


    1 Startkaplar

    1


    1 Rúðuskafa

    1


    1 Tegjuspotti

    1


    1 Loftslanga

    1


    1 Vasaljós …

    Þessi listi er tekin af http://litladeildin.a47.net/

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 21 through 40 (of 44 total)
← 1 2 3 →
  • Author
    Replies
  • 22.04.2006 at 11:18 #550342
    Profile photo of Einar Lárusson
    Einar Lárusson
    Member
    • Umræður: 57
    • Svör: 366

    [url=http://www.f4x4.is/new/misc/?file=35/29:g6sc3u7d][b:g6sc3u7d]Nálgast fleiri bæklinga[/b:g6sc3u7d][/url:g6sc3u7d]. Hérna er líka smotterí um fyrstu hjálp. Prentið þetta allt saman út í lit og látið plasta þetta og að sjálfsögðu hafið þetta í bílnum.





    22.04.2006 at 16:30 #550344
    Profile photo of Erlingur Harðarson
    Erlingur Harðarson
    Participant
    • Umræður: 75
    • Svör: 1668

    Þetta er nú þokkalegur listi hjá ykkur! Ekki veit ég hverskonar bílum þið eruð að keyra á en samkvæmt listanum vantar ekkert nema auka boddy, þá er komin annar bíll með öllu. Ef ég þyrfti að fara á fjöll með allt þetta drasl og bjórlaus í þokkabót þá held að ég að ég héldi mig bara heima. Það er gott að hafa með sér nauðsynlegustu verkfæri og varahluti en þetta er nú aðeins of mikið. Mér sýnist að það sé búið að telja upp alla hluti sem prýða gott bílaverkstæði að lyftunni undanskilini.
    Ég spyr bara í hreinskilni; er alltaf eitthvað að bila hjá ykkur?

    Kveðja:
    Erlingur Harðar





    22.04.2006 at 16:31 #550346
    Profile photo of Erlingur Harðarson
    Erlingur Harðarson
    Participant
    • Umræður: 75
    • Svör: 1668

    Og nú bættist bráðavaktin við…

    En þvílík speki; að hafa spotta, skóflu, fatnað og nesti með… ég bara spyr; hvar hafa þessir menn verið? Þarf VIRKILEGA að segja einhverjum þetta?

    Kveðja:
    Erlingur Harðar





    22.04.2006 at 16:39 #550348
    Profile photo of Jóhannes þ Jóhannesson
    Jóhannes þ Jóhannesson
    Participant
    • Umræður: 52
    • Svör: 2995

    Og nú fáum við okkur MAN til fjallaferða





    22.04.2006 at 17:14 #550350
    Profile photo of Sigurlaugur Þorsteinsson
    Sigurlaugur Þorsteinsson
    Participant
    • Umræður: 36
    • Svör: 1915

    Þú sér Jþj hann er á pallbíl og með kerru í hverri ferð.
    Annars er þessi listi til viðmiðunar og kemur það fram á Litlusíðunni,en þeir sem þekkja bíla sína vel vita nokk hvað er ráðlegt að hafa með í ferð,en hins vegar þarf að segja fólki sem stoppar vegna hitavandamála að setja bílinn í lágadrifið hvað þá að óvanir ferðalangar viti að hægt sé að nota skiptingu öðruvísi en að keyra bara í drive og ég hef líka séð það að bíll sé í overdrive og háadrifi í þéttingsfærð og allt sé á suðu.
    Þannig að allar þær upplýsingar sem eru í þessum þræði gagnlegar og vantar töluvert á að allt sé komið.
    kv Klakinn.





    22.04.2006 at 18:08 #550352
    Profile photo of Benedikt Sigurgeirsson
    Benedikt Sigurgeirsson
    Participant
    • Umræður: 171
    • Svör: 3595

    Flest af þessu er af hinu góða EN stór hluti ekki þarfur s.s eins og t.d hlutföll….hvað haldið þið að margir færu að skipta um hlutföll upp á jökli eða hvar sem er í óbyggðum?????

    Það er kanski spurning um 2 lista það sem er nauðsinlegt og hvað væri einnig gott að hafa svo þetta fari nú ekki alveg með menn sem eru að byrja og taka svona hluti mjög heilaga?





    22.04.2006 at 18:25 #550354
    Profile photo of Ásgeir Halldórsson
    Ásgeir Halldórsson
    Participant
    • Umræður: 36
    • Svör: 848

    Sælar,

    Ég er sammála Erlingi, þetta er einum of mikið! Hver tekur með sér hlutföll í ferðir?
    –
    Og svo finnst mér fáranlegt að showergel er mikilvægara samkvæmt þessum lista en suðuvírar!
    kv, Ásgeir…hokinn af reynslu!





    22.04.2006 at 20:17 #550356
    Profile photo of Arnór Magnússon
    Arnór Magnússon
    Participant
    • Umræður: 14
    • Svör: 640

    ——





    22.04.2006 at 21:20 #550358
    Profile photo of Guðmundur Guðmundsson
    Guðmundur Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 90
    • Svör: 1091

    . Fylgjast með veðurspá.__
    . Gera ferðaáætlun og varaáætlun.__
    . Láta einhvern vita hvert á að fara og hvenær áætlað__
    er að koma til baka, einnig ef breyting verður á
    ferðaáætlun.__
    . Ef slæmt veður er í byggð er það tvöfalt verra á
    hálendi.
    . Ekki ferðast einbíla.

    Undirbúningur bíls
    ¤ Mjög gott er að byrja á því að láta smyrja bílinn.
    ¤ Staðsetningartæki og kort/tölva – Áttaviti.
    ¤ Fjarskiptabúnaður (NMT,VHF,SSB) (GSM virkar ekki).
    ¤ Skófla og dráttartóg.
    ¤ Loftdæla / loftkútur.
    ¤ Skíðagleraugu / sólgleraugu.
    ¤ Vasaljós / ennisljós.
    ¤ Ísvari.
    ¤ Ruslapokar.
    ¤ Helstu verkfæri.
    ¤ Dekkjaviðgerðasett.
    ¤ Vatn.
    ¤ WC pappír.

    Undirbúningur hópsins
    ¤ Drullutjakkur.
    ¤ Dráttarspil.
    ¤ Startkaplar.
    ¤ Mótor-, gír-olíur, frostlögur, ATF olíur.
    ¤ Varadekk, ef því er mögulega við komið.

    Fatnaður í vetrarferðir
    ¤ Kuldagalli / hlífðargalli.
    ¤ Svefnpoki.
    ¤ Flís peysa / lopapeysa.
    ¤ Regnföt.
    ¤ Ullarsokkar.
    ¤ Nærföt- síð.
    ¤ Bómullarbolur.
    ¤ Auka buxur ( ekki nota gallabuxur).
    ¤ Húfa og vettlingar.
    ¤ Stígvél.
    ¤ Gönguskór.
    ¤ Vasahnífur.

    Nestið
    . Borða góðan morgumat.
    . Miða við eina heita máltíð á dag.
    . Borða reglulega og ekki alltaf að maula.
    . Smyrja brauð til dagsins.
    . Eiga súkkulaðistykki.
    . Heitt vatn á brúsa.
    . Drekka kalt vatn.

    Skálar
    . Taka tillit til annarra skálagesta – komin ró kl. 24,00.
    . Ganga snyrtilega um.
    . Ganga frá eftir eldamennsku.
    . Taka allt rusl með sér.
    . Fara vandlega yfir allt þegar húsið er yfirgefið.
    . Skrifa í gestabók.
    . Greiða skálagjöld.

    Ef vandamál koma upp
    . Ef slys verður, hringja þá í 112
    Taka skýrt fram um staðsetningu 112 sér um að
    boða réttu aðilana og getur leiðbeint um fyrstu
    hjálp.
    . Ef menn sjá fram á að þurfa björgun eða ef hætta
    stafar að fólki þá er hringt í 112 og óskað eftir
    aðstoð björgunarsveita.
    Ath. lýsa aðstæðum eins vel og hægt er.

    Hjálparsveit 4×4
    . Ekki útkallssveit / neyðarsveit.
    . Aðallega til að hjálpa ef farartæki hafa verið skilin
    eftir eða ekki liggur á aðstoð.
    . Hlutverk sveitarinnar, skv. lögum félagsins, er að
    vera félagsmönnum innan handar, lendi þeir í vandræðum
    með farartæki sín og þurfi aðstoð.

    Að lokum
    . Í ferðalagi þarf að fylgjast með veðurspá.
    . Það er oft betra að hætta við ferð eða halda til
    baka ef útlit er slæmt.
    . Takið tillit til barna / ferðafélaga með börn.





    22.04.2006 at 22:04 #550360
    Profile photo of Baldur Gunnarsson
    Baldur Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 43
    • Svör: 821

    er þessi listi sem þið segið að Freyr hafi skrifað ekki bara frá því hann fór á suðurskautslandið? 😀

    annars finnst mér nú alveg eðlilegt að menn séu með varahluti í það sem er veikt í bílnum þeirra, framhjólalegur í patrol, hrútshorn í hilux, öxla í landrover.. ofsv. svona í það minnsta það sem er nóg til að koma manni til byggða





    22.04.2006 at 22:28 #550362
    Profile photo of Olgeir Engilbertsson
    Olgeir Engilbertsson
    Participant
    • Umræður: 8
    • Svör: 463

    Einu sinni var ég stoppaður inn við Frostastaðaháls á mínum gamla Víbon og spurður hvort ég væri með lykil ! en ég hef orðið var við að sumir eru ekki með eitt einasta verkfæri. Þetta var að vísu að sumarlagi. Einn kunningi minn sem á Víbon var á ferð á Syðra Fjallabaki fyrir löngu og var með vara drif með sér sem var eins gott því að drifið brotnaði í brekkunni upp úr Kaldaklofskvíslinni .Hún var mjög kröpp og erfið í gamla daga . Þá sagði pabbi hans : Það vantar ekki fyrirhyggjuna í þann dreng . Þetta er nú svona til gamans. Fyrirhyggjukveðjur Olgeir
    Ps. Hann vissi að drifið var lélegt.





    23.04.2006 at 01:46 #550364
    Profile photo of Sigurlaugur Þorsteinsson
    Sigurlaugur Þorsteinsson
    Participant
    • Umræður: 36
    • Svör: 1915

    Þetta er akkurat það sem ég á við,þeir sem þekkja bílana sína vita hvað þarf að hafa með.
    Klakinn





    23.04.2006 at 12:58 #550366
    Profile photo of Erlingur Harðarson
    Erlingur Harðarson
    Participant
    • Umræður: 75
    • Svör: 1668

    Weapon, er það fyrirhyggja að hafa með sér annað drif ef viðkomandi veit að drifið er bilað?
    Hefði ekki fyrirhyggjan átt að eiga sér stað ÁÐUR en lagt var af stað. Þetta er áhætta og frekar fíflaleg að mínu mati! Ofar í þessum þræði er minnst á í einu atriðinu að laga það sem bilaði í síðustu ferð. Það er fyrirhyggja en ekki að taka með sér varahluti og verkfæri til að gera við þegar það bilar á fjöllum. Öllum hinum sem ferðast með til leiðinda og ama.

    Kveðja:
    Erlingur Harðar





    23.04.2006 at 13:21 #550368
    Profile photo of Arnór Magnússon
    Arnór Magnússon
    Participant
    • Umræður: 14
    • Svör: 640

    —-





    24.04.2006 at 03:34 #550370
    Profile photo of Ásgeir Halldórsson
    Ásgeir Halldórsson
    Participant
    • Umræður: 36
    • Svör: 848

    ….





    24.04.2006 at 12:19 #550372
    Profile photo of Benedikt Magnússon
    Benedikt Magnússon
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 3004

    Sælir,

    Það er nú allt gott og gilt við það að setja fram langa lista um það sem þarf og þarf ekki að gera ef menn fara á fjöll.

    Og af þessum listum að dæma er til næg þekking til að miðla af – þó svo að mér þyki dálítið "overkill" að birta hér lista sem ætlaður var fyrir ferð á Grænlandsjökul sem standardlista fyrir fjallaferðir… Nær væri að búa til lista sem reynst hefur vel við lengri sem og styttri ferðir hér á íslandi þar sem hægt er að fá aðstoð En nóg um það.

    Nýliðafræðsla er mjög nauðsynleg og er eitthvað sem 4×4 klúbburinn á að setja mjög ofarlega á sinn verkefnalista. En hvernig er best að ná til nýliðanna ? Það að setja langa lista í spjallþræði á netið er að mínu mati ekki besta leiðin – það eru fáir sem nenna að lesa svona mikið og langt frá því allir sem við viljum ná til sem lesa þennan vef.

    Því tel ég að það sé mun áhrifaríkara að halda nýliðakynningar með reglulegu millibili – mynda sérstakan hóp um fræðslumál innan klúbbsins sem sæi um slíkt og héldi slíkar kynningar t.d. mánaðarlega yfir veturinn og mætti gera slíkt í samvinnu við aðra, eins og T.d. björgunarsveitir eða fyrirtæki – Slíkar kynningar ætti svo að auglýsa í sjónvarpi og blöðum og ég er þess fullviss að hægt er að fá styrktaraðila til að kosta slíkt.

    Það eru nefnilega að mínu mati þeir sem eru ekki innan 4×4 sem við þurfum fyrst og fremst að ná til – bæði hvað varar öryggis – og nýliðafræðslu. Og einnig til að fara yfir atriði er varða umgengni við náttúruna og utnavegaakstur.

    Ég held nefnilega að félagsmenn 4×4 séu almennt vel upplýstir um öryggismál og umgengnisreglur á fjöllum.

    Benni





    24.04.2006 at 12:59 #550374
    Profile photo of Guðbjartur Magnússon
    Guðbjartur Magnússon
    Participant
    • Umræður: 19
    • Svör: 368

    Þetta er fínn listi hjá ef þú ætlar í sveinsprófið eða vinnuferð inná fjöllum.

    Alltí lagi að skjóta á menn en það er nú óþarfi að skjóta og stíga svo á hausinn á þeim.

    Góð og þörf umræða hjá Gundi.

    Eins og máltækið segjir.

    "Common sense is not so common"





    24.04.2006 at 13:40 #550376
    Profile photo of Sigurlaugur Þorsteinsson
    Sigurlaugur Þorsteinsson
    Participant
    • Umræður: 36
    • Svör: 1915

    Ég get tekið undir flest það sem Benni setur hérna fram,þó skal tekið fram að listi sá er Freysi lét okkur í té til að hafa á Litlusíðunni er til viðmiðunar.
    Hvað varðar nýliðafræðslu og að ná til utanfélagsmanna þá tel ég það vænlegast að vera með fræðslu í ferðum og er hægt um heimatökinn að koma þessu í Litludeildarferðum,fólk setur það ekki fyrir sig að stoppa í smá tíma til að læra,en telur eftir sér að koma á kvöldnámskeið sem jafnvel kostar inn á.En aftur á móti þegar farnar eru nýliðaferðir sem eru á hverjum vetri væri hægt að setja kröfu um að viðkomandi mæti á fræðslukvöld.
    Þannig að ef sett yrði upp námsefni með það fyrir augum að koma því að í ferðum og hafa efnið tiltækt á netinu til útprentunar,tel ég að auðveldara verði að ná til fólks.
    Og þar sem þetta er í stefnuskrá Litlunefndar viljum við koma að þessari vinnu,ég tel það eigi að vera sjálfsagt mál þar sem við erum að fara með fólk og bíla í sína fyrstu vetrarferð og náum þannig til fólks í byrjun.
    Klakinn





    24.04.2006 at 14:40 #550378
    Profile photo of Benedikt Magnússon
    Benedikt Magnússon
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 3004

    Það er alveg rétt að Litladeildin hefur lyft Grettistaki í fræslumálum nýliða síðan hún var stofnuð og hefur "útskrifað" marga jeppamenn yfir á stærri dekk með heilmikla þekkingu og svolitla reynsu í farteskinu.

    Litladeildin gæti vel sinnt þessu starfi áfram – og mun vafalítið gera það ef ég þekki þá félaga rétt – en betur má ef duga skal og það hefur sýnt sig undanfarið, því miður.

    Það þarf því að ná til enþá fleiri og með því að fjölga valkostunum þá aukast möguleikarnir á því að við gerum enþá meira gagn.

    Það mætti t.d. sjá fyrir sér að ná til fleiri með því að efla litludeildina en frekar – auglýsa ferðir hennar opinberlega og halda kynningu fyrir ferð og í ferð…. Möguleikarnir eru fjölmargir og ég fæ ekki betur séð en að nóg sé af fólkinu til að vinna verkin (hátt í hundrað manns í nefndum og stjórnum klúbbsins) og þekkingin er til staðar.

    Það þarf því að leggjast í að skipuleggja nýliðafræðsluna enþá frekar. Umræðan hérna er virkilega Þörf og mjög gott hjá Gundi að hefja hana – en eins og ég benti á áðan þá þarf að ná víðar en til þeirra sem lesa hér og gera þetta á skipulagðan, markvissan og hnitmiðaðan hátt til að ná sem bestum árangri.

    Benni





    24.04.2006 at 15:23 #550380
    Profile photo of Óskar Hafþórsson
    Óskar Hafþórsson
    Participant
    • Umræður: 66
    • Svör: 655

    Ég helt að ef á að ná til manna og koma þeim á bragðið þá þarf að fara að fara í nýliðaferðir sem eru bara dagslangar. Þar geta menn prufað bílinn og séð hvernig hinnir gömlu og reyndari félagsmenn fara að við hinn ýmsu aðstæður. Þar finna svo nýliðarnir hvað þarf að eiga og hvernig á að nota það. Þannig byggja menn upp meira sjálfstraust og eignast líka ferðafélaga sem leiðir til þess að menn vilja fara að fara í stæritúra.
    Ég held að við fáum fleiri inn ef við förum nokkrar dagsferðir með fólk. Dagsferð þarf ekki að taka allan daginn þannig að þetta getur verði fínn sunnudagsbíll túr.





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 21 through 40 (of 44 total)
← 1 2 3 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.