This topic contains 18 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 20 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Sælt veri fólkið, félagsmenn og aðrir.
Ég hef lengi velt þessu fyrirbæri innan klúbbsins sem kallast víst Nýliðaferð. Allt gott og blessað með það, en það er staðreyndin sem slær mig hvað mest. Það er að 99% af þeim sem fara í þessar „nýliðaferðir“ eru „þjóðþekktar“ persónur innan klúbbsins og engir „nýliðar“ eins og nafnið á ferðinni gefur til kynna (eða ætti að minnsta kosti).
Ég fór í mína fyrstu „nýliðaferð“ í febrúar í febrúar 2004(setur) og skráðu mig í klúbbinn til að geta tekið þátt í þessu ævintýri því mér leist vel á þetta nafn „nýliðaferð“ og ég bjóst við því að þetta væru menn í svipuðum reynsluklassa og ég (búinn að eiga jeppa í 3ár). En neeeeei þá kemur annað í ljós þegar í ferðina er komið. Þarna eru menn frá 35-50 ára á sínum 4-6milljóna króna LandCruser og Patrol. Og einu nýliðarnir voru ég og 2 aðrir bílar sem voru vinir mínir og ég dró þá með í ferðina. Við vorum LANGyngstir í ferðinni. Og það var sko ekkert verið að spara bensíngjöfina í ferðinni því hún var í botni allan tímann sem er svo sem ágætt ég kvartaði ekki mikið þótt buddan hafi kvartað sáran eftir ferðina. En ferðin var mjög skemmtileg að mínu mati fyrir utan hvað það voru fáir nýliðar.
Í sumar hringdi svo Skúli formaður í mig og spurði hvort ég hefði áhuga á að fari í hans stað í umhverfisnefndina því hann væri að bjóða sig til formanns. Ég sló til og er því
í umhverfisnefndinni sem hélt einmitt umrædda „nýliðaferð“. Það er mitt markmið að reyna að koma fleirri ungum jeppamönnum í þennan klúbb því þar er möguleiki á að fá fræðslu í sambandi við jeppa. Eða að minnsta kosti ætti það að vera. En öll fræðsla og slíkt er hljóðlát hérna og lítið í boði sem höfðar til ungra jeppamanna.Þessi klúbbur einkennist af ótrúlegum klíkuskap sem lýsir sér best á fimmtudagsfundum og ferðum sem klúbburinn stendur fyrir! Hópaskipting innan klúbbsins er gífurlega, allavega
fannst mér það þegar ég byrjaði, sú skoðun er enn yfirgnæfandi þegar betur er að gáð. Ég hef þó fundið mér nokkra sem vilja leggjast svo lágt og tala við svona fermingastrák eins og mig…hinir horfa á mann og segja svo í hljóði „hvurn djöfulinn er þessi krakki að gera
hérna á fimmtudagsfundum“. Ég lagði þessa klíkupælingu mína undir einn í stjórn 4×4 og hann var sammála mér í þessu máli…þetta væri augljóst og kannski ekki skrýtið hversu
fáir mæta á fimmtudagsfundi því það er lítið gert fyrir þá sem eru að byrja í klúbbnum. Og ekki bein hlýlegheit sem mæta manni. Það þarf ekki nema eitt sjónvarpstæki og
myndbandsspólur svo að þeir sem eru þarna einir hafi nú eitthvað að gera og kannski fræðst aðeins um þetta sport. Því nóg er til af myndum held ég.Þið afsakið þennan útúrsnúning ef þið viljið kalla þetta það en aftur að pælingunni með nýliðaferðina. Mér finnst að ef fyrirkomulagi á ferðunum verði ekki breytt að þá mæli ég
með að skipt verði um nafn því þetta nafn lýsir á engan hátt ferðinni sjálfri. Það getur verið að þetta sé áralöng hefð…en fyrir 20 árum voru nú ekki margir reynsluboltar í
þessu sporti, en nú eru breyttir tímar. Mér finnst að það ætti annað hvort að breyta skipulaginu og hafa þá meiri síu á þeim sem sækja um að fara í ferðina, þá yrði skilyrðin
sú að þú mátt ekki hafa farið í fleirri en 1 eða 2 nýliðaferðir, en þeir sem eru nýkomnir í klúbbinn hafa algjöran forgang. Svo ef það er ennþá pláss, þá mega þessir „gömlu“ koma með. Hinn kosturinn er að breyta nafninu á þessu í til dæmist vetrarferð eða eitthvað slíkt og þá hafa bara enga ferð fyrir alvöru nýliða! Sem yrði gífurlega skömm fyrir klúbbinn því það þýðir ekki að hugsa bara vel um þá sem eru komnir í „klíkuna“.Endilega skjótið á mig ykkar áliti, ég vill allavega fá að vita að einhver hafi lesið þetta.
kv, Ásgeir
R-3010
You must be logged in to reply to this topic.