FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Nýliðaferðir og hugmyndin bakvið þær!

by Ásgeir Halldórsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Nýliðaferðir og hugmyndin bakvið þær!

This topic contains 18 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of  Anonymous 20 years, 6 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 07.11.2004 at 22:12 #194806
    Profile photo of Ásgeir Halldórsson
    Ásgeir Halldórsson
    Participant

    Sælt veri fólkið, félagsmenn og aðrir.

    Ég hef lengi velt þessu fyrirbæri innan klúbbsins sem kallast víst Nýliðaferð. Allt gott og blessað með það, en það er staðreyndin sem slær mig hvað mest. Það er að 99% af þeim sem fara í þessar „nýliðaferðir“ eru „þjóðþekktar“ persónur innan klúbbsins og engir „nýliðar“ eins og nafnið á ferðinni gefur til kynna (eða ætti að minnsta kosti).

    Ég fór í mína fyrstu „nýliðaferð“ í febrúar í febrúar 2004(setur) og skráðu mig í klúbbinn til að geta tekið þátt í þessu ævintýri því mér leist vel á þetta nafn „nýliðaferð“ og ég bjóst við því að þetta væru menn í svipuðum reynsluklassa og ég (búinn að eiga jeppa í 3ár). En neeeeei þá kemur annað í ljós þegar í ferðina er komið. Þarna eru menn frá 35-50 ára á sínum 4-6milljóna króna LandCruser og Patrol. Og einu nýliðarnir voru ég og 2 aðrir bílar sem voru vinir mínir og ég dró þá með í ferðina. Við vorum LANGyngstir í ferðinni. Og það var sko ekkert verið að spara bensíngjöfina í ferðinni því hún var í botni allan tímann sem er svo sem ágætt ég kvartaði ekki mikið þótt buddan hafi kvartað sáran eftir ferðina. En ferðin var mjög skemmtileg að mínu mati fyrir utan hvað það voru fáir nýliðar.

    Í sumar hringdi svo Skúli formaður í mig og spurði hvort ég hefði áhuga á að fari í hans stað í umhverfisnefndina því hann væri að bjóða sig til formanns. Ég sló til og er því
    í umhverfisnefndinni sem hélt einmitt umrædda „nýliðaferð“. Það er mitt markmið að reyna að koma fleirri ungum jeppamönnum í þennan klúbb því þar er möguleiki á að fá fræðslu í sambandi við jeppa. Eða að minnsta kosti ætti það að vera. En öll fræðsla og slíkt er hljóðlát hérna og lítið í boði sem höfðar til ungra jeppamanna.

    Þessi klúbbur einkennist af ótrúlegum klíkuskap sem lýsir sér best á fimmtudagsfundum og ferðum sem klúbburinn stendur fyrir! Hópaskipting innan klúbbsins er gífurlega, allavega
    fannst mér það þegar ég byrjaði, sú skoðun er enn yfirgnæfandi þegar betur er að gáð. Ég hef þó fundið mér nokkra sem vilja leggjast svo lágt og tala við svona fermingastrák eins og mig…hinir horfa á mann og segja svo í hljóði „hvurn djöfulinn er þessi krakki að gera
    hérna á fimmtudagsfundum“. Ég lagði þessa klíkupælingu mína undir einn í stjórn 4×4 og hann var sammála mér í þessu máli…þetta væri augljóst og kannski ekki skrýtið hversu
    fáir mæta á fimmtudagsfundi því það er lítið gert fyrir þá sem eru að byrja í klúbbnum. Og ekki bein hlýlegheit sem mæta manni. Það þarf ekki nema eitt sjónvarpstæki og
    myndbandsspólur svo að þeir sem eru þarna einir hafi nú eitthvað að gera og kannski fræðst aðeins um þetta sport. Því nóg er til af myndum held ég.

    Þið afsakið þennan útúrsnúning ef þið viljið kalla þetta það en aftur að pælingunni með nýliðaferðina. Mér finnst að ef fyrirkomulagi á ferðunum verði ekki breytt að þá mæli ég
    með að skipt verði um nafn því þetta nafn lýsir á engan hátt ferðinni sjálfri. Það getur verið að þetta sé áralöng hefð…en fyrir 20 árum voru nú ekki margir reynsluboltar í
    þessu sporti, en nú eru breyttir tímar. Mér finnst að það ætti annað hvort að breyta skipulaginu og hafa þá meiri síu á þeim sem sækja um að fara í ferðina, þá yrði skilyrðin
    sú að þú mátt ekki hafa farið í fleirri en 1 eða 2 nýliðaferðir, en þeir sem eru nýkomnir í klúbbinn hafa algjöran forgang. Svo ef það er ennþá pláss, þá mega þessir „gömlu“ koma með. Hinn kosturinn er að breyta nafninu á þessu í til dæmist vetrarferð eða eitthvað slíkt og þá hafa bara enga ferð fyrir alvöru nýliða! Sem yrði gífurlega skömm fyrir klúbbinn því það þýðir ekki að hugsa bara vel um þá sem eru komnir í „klíkuna“.

    Endilega skjótið á mig ykkar áliti, ég vill allavega fá að vita að einhver hafi lesið þetta.

    kv, Ásgeir
    R-3010

  • Creator
    Topic
Viewing 18 replies - 1 through 18 (of 18 total)
  • Author
    Replies
  • 07.11.2004 at 23:08 #508262
    Profile photo of Jóhann Ingi Jónsson
    Jóhann Ingi Jónsson
    Member
    • Umræður: 44
    • Svör: 170

    Sæll Ásgeir

    mikið er gott að heyra að aðrir séu varir við þetta!! Var farinn að halda að þetta væri einelti :)

    Ég hef orðið vel var við þetta þar sem ég er algjörlega einn um þetta áhugamál í mínum vina hóp og alveg eiturgrænn er kemur að jöklaferðum!! En áhuginn er sko til staðar.

    En hvað varðar þennan meinta "klíkuskap" (einsog þú kallar það) þá kemur hann ekkert á óvart. Þetta er fólk sem að er vant að ferðast saman og eru farnir að þekkja hvert annað mjög vel og í sonna ferðum geri ég fastlega ráð fyrir að þú þurfir að treysta ferðafélögum þínum 100% því oft þarf snör handtök svo ekki fari illa.
    Svo ég styð þá hugmynd sem kom upp síðasta mánudag þ.s. hópar voru hvattir til að "ættleiða" svona einsog einn nýliða og taka hann undir sinn vendarvæng……. og siða til ef með þarf 😉

    hvað sem því líður þá hlakkar mig til að fara í mína fyrsta alvöru jeppaferð uppí Setur dagana 26-28 nóv

    nýliðakveðja
    jóhann





    07.11.2004 at 23:51 #508264
    Profile photo of Jóhannes þ Jóhannesson
    Jóhannes þ Jóhannesson
    Participant
    • Umræður: 52
    • Svör: 2995

    Sæll Geiri

    Það sem ég vill leggja til þessa máls er að ég er ekki sammála þessu með fimmtudagsfundina,ég tel það ekki rétt að maður sé litinn einhverju hornauga af því maður sé ungur að árum,´fyrir mína parta hef ég ekki verið var við þessa framkomu sem´þú lýsir.

    Það sem ég hef verið var við er akkúrat öfugt,mér hefur allavega verið sýnd góð viðhorf og ávallt boðinn velkominn frá fyrsta degi sem ég leit þarna inn.

    Hvað nýliðaferðarnar varða þá ætla ég ekki að tjá mig um það ég er búinn að fara í gegnum þá umræðu áður og ég er kominn í sundskýluna :)

    kv
    Jóhannes





    08.11.2004 at 00:53 #508266
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Það er bara svona

    Ég er hjartanlega sammála þér um ýmiss atriði, en þó vill ég fyrst aðeins fjalla um Nýliðaferðirnar og útskírar fyrir þér hvernig þær hafa gengið fyrir sig undanfarinn ár.
    Þá eru einu Nýliðaferðirnar þær sem farnar eru um mánaðarmótin nóvember-desember og þessi ferð sem þú fórst var aukaferð, ekki ætla ég að gera lítið úr þessu framtaki Einars og félaga hann í umhverfisnefndinni. Framtakið var mjög gott og það getur líka verið að það hafi einfaldlega vantað nýliða það veit ég ekki. En nýliðaferðirnar sem farnar eru um þessi umræddu mánaðarmót eru þannig að nýliðar ganga fyrir ? svo einfalt er það ? ef nýliðar fylla ekki ferðina er gömlum refum hleypt með. Svo er anna aldur skiptir ekki máli, 70 ár einstaklingar geta líka verið nýliðar í svona ferðum, og ég get ekki heldur séð hvað 4-5 milljónabíla skipta máli, í mínum huga er verð jeppana aukaatriði. Ég lít svo á að það sé kostur að aldurs dreifing og fjölbreytileiki jeppana sé sem mestur og ferðafélagarnir komi úr sem flestur geirum þjóðlífsins og þannig held ég að það sé í þessum klúbb.

    En hvað það varðar að það vanti fleiri yngri einstaklinga í klúbbinn, þá er ég alveg sammála þér í því. En hvað þarf til svo klúbburinn verði meir spennandi kostur fyrir þá veit ég ekki, því þarft þú og þínir líkar að gera eitthvað í því máli, eða koma með hugmyndir til stjórnar um hvað betur mætti fara í starfinu. Og þú veist að það er ekki erfitt að ná sambandi við okkur.

    Hvað varðar klíkuskap, já það er alveg rétt en svona er þetta bara víða í klúbbum sem þessum og kannski ekki gott við að eiga. Þó eru til ýmiss úrræði t.d þessi hugmynd að þessar klíkur taki einn og einn nýliða í fóstur. Annað sem stjórnin hefur verið að reina, það er að halda stjórnarfundi á þriðjudögum þannig að þeir séu lausir á fimmtudögum. Emil Borg kom með ýmsar hugmyndir um hvað hægt væri að gera á fimmtudögum og þar á meðal var það að nefndar menn og stjórn skipti með sér fimmtudagsfundunum og þá ætti sá sem sæi um kvöldið að reina að vera með einhverja afþreyingu, þetta hefur þó alveg skolast til, en meininginn var góð allavega.
    Að loku þar sem ég nenni ekki að pikka meir, þá má vafalaust hressa verulega upp á þennan klúbb með ferskum hugmyndum og eru þær auðvita vel þegnar

    Jón Ofsi Snæland

    PS ef þú væri ekki bar fermingar drengs skratti þá hefði ég verið málefnalegri og nennt að eyða á þig fleiri orðum.

    PS Trúðarnir voru að koma úr miklum háska túr og náðu að hálf drepa alla nýliðanna.
    En einn nýliðinn sem ég náði tali af sagðist vera orðinn þvílíkur reynslu bolti eftir ferðina og sagðist hann í framtíðinni myndi gera allt gagnstætt við Trúðanna og þá ætti hann von á að sér gengi vel í framtíðinni á fjöllum. Lúter lofaði umhverfisráðuneytinu því að fara upp í Setur eftir helgi og safna samann brakinu úr jeppahræjunum úr Setursferðinni.





    08.11.2004 at 01:20 #508268
    Profile photo of Ásgeir Halldórsson
    Ásgeir Halldórsson
    Participant
    • Umræður: 36
    • Svör: 848

    sælir,

    Jói: ég veit að þér var tekið opnum örmum enda ertu með risastórt skilti á hausnum á þér sem á stendur MMC 😉 neinei þetta er bara spurning um að vera ekki feiminn þegar maður kemur þarna inn!

    Jón hinn ofsalegi: gaman að heyra í þér gamli! Ég ákvað bara að skella þessu máli á borðið því ekki hefur þú verið iðinn síðustu mánuði við að mata okkur af þinni visku(fáfræði?) 😉

    Gott að fá þetta frá þér með sögu nýliðaferða…EN…það er hvergi tekið fram að nýliðar séu í forgang…ef þú lest auglýsingu frá "fastur" þá stendur skýrt og greinilega FYRSTIR KOMA FYRSTIR FÁ! það er þetta sem ég vill breyta…það gerðist í þessari ferð sem ég fór að þáverandi umhverfisnefnd augýsti ferðina og allt varð svo brjálað minnir mig að þeir sögðust vera hættir að taka við skráningum. Þar var þessi regla ykkar "fyrstir koma fyrstir fá".

    En eins og joiplay sagði hér fyrr og þú jón að á síðasta mánudagsfund var ákveðið að hver hópur taki að sér EINN nýliða! Mér finnst nú ekki mega kalla þetta nýliðaferð þegar það eru 5 nýliðar af ca.25. það væri kannski meira vit í 2-3 nýliðar í hverjum 5 manna flokk.

    En jú ég og fleirri þurfum að koma með hugmyndir…það er alveg rétt…annars gerist ekki neitt. En mér líst vel á þessa hugmynd ykkar að hver nefnd sjái um einhverja dagskrá…en ég held að það sé bara engin aðstaða til að sýna neitt þarna. Eða hvað? er sjónvarp þarna?

    En þetta með að þið í stjórninni séuð ekki hangandi á fundi allan tíman líst mér vel á…þótt það kalli á að þið þurfið að hittast á (þriðjudögum?)

    kv, Ásgeir





    08.11.2004 at 09:17 #508270
    Profile photo of Elvar Níelsson
    Elvar Níelsson
    Participant
    • Umræður: 16
    • Svör: 649

    Sælir,

    Gurkan bendir á, "Fyrstir koma fyrstir fá".

    Ég vil aðeins taka á þessu máli og velta upp skilgreiningunni nýliði. Fyrir mér getur nýliði verið t.d. eitt af eftirfarandi:
    – Sá sem hefur litla reynslu
    – Ökutæki sem ekki hefur verið reynt mikið á fjöllum
    – Einstaklingur og/eða ökutæki sem ekki hefur verið á fjöllum í talsverðan tíma.
    – Einstaklingar sem eru að leita sér að ferðafélugum.

    Eins og lesa má einnig á vefsíðu ferðarinnar í Setur má sjá þetta:
    "Ferðin er hugsuð fyrir alla sem telja sig betur komna með að ferðast í skipulögðum hóp…"

    Til að fara að valda okkur sem tökum á móti skráningu í Setur ekki auknum hausverk í að flokka niður hvort þú sért raunverulega nýliði eður ei höfum við skráninguna líka aðgengilega á vefnum, þú getur séð hverjir eru skráðir. T.d. er nú í morgun 12 bílar og 25 einstaklingar. Þannig að nóg er af lausu plássi enn.

    Ég vil hér með bjóða þig gurkan velkominn í ferðina ef þú telur að ferðin eigi við þig og þú uppfyllir þau skilyrði sem sett eru.

    Kveðja
    Elvar





    08.11.2004 at 09:50 #508272
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Ferðin sem Ásgeir vísar í, og farin var 6-8 mars var ætluð þeim sem eru nýliðar, að eigin mati. Fyrir utan fararstjóra þá voru, eftir því sem ég best veit, flestir með litla reynslu af vetrarferðum á jeppum. Þó á tímabili hafi litið út fyrir að fullbókað yrði í ferðina, þá fegnu allir sem skráðu sig á biðlista að koma með.
    Þetta var þrijða nýliðaferðin sem umhverfisnefnd hefur staðið fyrir, en hefðbundnar nýliðaferðir hafa verið farnar um mánaðamótin nóvember desember. Gallinn við þennan tíma er að færi er mjög óútreiknanlegt, ef á annaðborð er eitthver snjór þá er hann oft mjög laus í sér og ár á ótraustum ís.
    Auk tímasetningarinnar hafa nýliðaferðir umhverfisnefndar verið frábrugðnar öðrum nýliðaferðum á vegum klúbbsins að því leiti að mönnum hefur ekki verið snúið frá vegna þess að þeir væru á of litlum dekkjum og að í öllum ferðunum hefur verið farið á jökul.





    08.11.2004 at 11:24 #508274
    Profile photo of Ásgeir Halldórsson
    Ásgeir Halldórsson
    Participant
    • Umræður: 36
    • Svör: 848

    elvararni: takk fyrir boðið, ég ætlaði að mæta en þetta er helgin fyrir lokapróf þannig að ég held að ég sleppi þessari en mæti í næstu. Ég hugsa að ég skíti vel uppá bak í skólanum ef maður fer útí einhverja svona vitleysu. Því ég veit að í þeim ferðum sem fastur er með, þá er í fyrsta lagi komið heim viku eftir áætlaðan komutíma í bæinn 😉

    kv, Ásgeir





    08.11.2004 at 11:28 #508276
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ágætt að hreyfa við þessu máli. Það er sjálfsagt hægt að deila um einstök atriði í rökstuðning Geira gúrku, t.d. vil ég meina að skipuleggjendur nýliðaferða reyni að láta nýliða ganga fyrir, en hafa jafnframt einhverja reyndari í hópnum til að bregðast við þegar vandamál koma upp, en það er kannski ekki aðalmálið í þessu. Punkturinn er eiginlega hvernig er fyrir nýliða og nýjan félagsmann að koma inn í klúbbinn (nýliðaferðir mikilvægur þáttur í því. Töluvert er búið að spá í þetta, t.d. hefur Litla deildin velt þessu heilmikið fyrir sér þar sem margir nýliðar leita í þeirra ferðasmiðju, Trúðarnir voru með flott framtak í þessu í Setursferðinni með því að setja forgang á þá sem ekki höfðu áður komið í Setrið (er ekki búinn að lesa fréttir af þeirri ferð ennþá en strax farið að hlakka til) svo eitthvað sé nefnt. Þó er ekki þar með sagt að ekki sé hægt og þörf á að gera betur. Stundum vantar smá power til að fylgja fylgja hlutunum eftir. Það er fullt af góðum hugmyndum í gangi sem ekki tekst að koma í verk, s.s. þessi hugmynd sem ofsi nefnir með umsjónamenn á opnu húsin. Þið félgarnir framkvæmdu einmitt glæsilega þá hugmynd upp á ykkar einsdæmi þá hugmynd eftir umhverfisnefndarferðina í fyrra með slædsmyndasýningu. Það er einmitt eitthvað svoleiðis sem vantar. Það er sjónvarp á staðnum, vídeó og tjald þannig að það er ýmislegt hægt að gera (að vísu ekki skjávarpi). Eins hafa verið pælingar um bækling eða eitthvað gott ?handout? sem nýir félagsmenn fengju þegar þeir skrá sig í klúbbinn, en bara ekki fundist tími til að spá meira í það.

    Svo er eiginlega sérstakt dæmi hvort/hvernig klúbburinn geti náð til ?fermingardrengjanna? (s.s. -25). Svona klúbbar og félög lenda oft í því að eldast og daga uppi. Meðalaldurinn vill oft hækka eftir því sem klúbburinn og stofnmeðlimir eldast ef ekki er nógu mikil endurnýjun. Ég held að lausnin á því sé ekki endilega að setja í gang einhverja sérstaka starfsemi fyrir þennan hóp en kannski þarf að fríska eitthvað upp á einhverja þætti í starfinu.

    Þetta með fóstursynina. Hlynur nefndi þetta á mánudagsfundinum í sambandi við fyrirhugaða stórferð yfir Hofsjökul. Í slíkum ferðum þarf að skipta hópnum niður í litla hópa og þá er æskilegt að meðlimir hvers hóps þekkist innbyrðis og séu helst vanir að ferðast saman og geti bjargað sér sæmilega. En þá er spurningin með þá sem eru stakir eða eiga ekki ferðafélaga í túrnum (eiga enga vini eins og Hlynur orðar það svo snyrtilega). Þá kom upp sú hugmynd að þeim sé ?komið í fóstur?. Eins voru pælingar um að fólk sem ætlar í þennan túr myndi hreinlega ferðahópa með því að hóa sig saman á vefnum í skemmri og lengri túra því þannig verða oft ferðahópar til.

    Kv – Skúli





    08.11.2004 at 11:53 #508278
    Profile photo of Elvar Níelsson
    Elvar Níelsson
    Participant
    • Umræður: 16
    • Svör: 649

    Ég vil hvetja Fast til að svara fyrir sig… Mér er skemmt :)

    Elvar
    ps. viku seinkun…. he he





    08.11.2004 at 12:02 #508280
    Profile photo of Birkir Jónsson
    Birkir Jónsson
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 1596

    Hvaða dag eru lokapróf??

    Skv drögum að dagskrá þá átti þetta að taka 1-5 daga.

    þú værir þá kominn heim í síðasta lagi á þriðjudag.

    Skv venju þá er heimkoma svona frá 6 á sunnudeigi til 10 á mánudags morgun. Oftast er heimkoma í frá átta til miðnættis á sunnudögum. Að því gefnu að við lendum í basli á heimleið.

    En ef þú ert ragur við að reyna þá er ekkert við því að gera.

    Kveðja Fastur





    08.11.2004 at 17:22 #508282
    Profile photo of Ásgeir Halldórsson
    Ásgeir Halldórsson
    Participant
    • Umræður: 36
    • Svör: 848

    fastur: Lokaprófin byrja 1.des, ef ferðin hefði verið farin eftir 10.des þá hefði ég komið…það er ekkert gaman í ferðum nema að það sé komið heim viku eftir áætlaðan komutíma. Þú ert nú margrómaður um að eiga lítið vandamál að redda því.

    ég er ekki hræddur við neitt, enda sést það á bílnum mínum 😉

    Skúli: Já þetta er bara eitthvað sem lá mér á hjarta og þótti vert að ræða, svona með framtíðina í huga.

    kv, Ásgeir





    08.11.2004 at 18:15 #508284
    Profile photo of Elvar Níelsson
    Elvar Níelsson
    Participant
    • Umræður: 16
    • Svör: 649

    Kemur ekki próf eftir þetta próf, og þessi próf eru sífellt með sömu spurningarnar.
    Það kemur jú nýliðaferð eftir þessa nýliðaferð en hver nýliðaferð er einstök, ekki satt. Nú svo ferðu ekki í nýliðaferð á prófinu þínu.
    Þetta er bara eitthvað sem mér liggur á hjarta :)

    Kveðja
    Elvar
    ps. "ment er máttur"





    08.11.2004 at 18:25 #508286
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Skil ekki með þessa nýliða, skil ekki allt þetta tuð og endalausa væl um að fá ekki að vera með, allt sé fullt og ekki sé tekið á móti þessum nýliðum með kaffi og kökum, hvað er málið eiginlega, í byrjun hvers einasta vetrar byrjar þessi umræða, útaf af einhverjum bitrum mönnum.

    Veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Menn tuða og grenja bara og gera svo ekki neitt, núna er tækifærið eins og svo oft áður en ekkert gerist, held að menn ættu að fara athuga sinn gang hérna.

    Svo eru menn alltaf að væla um að allir séu í grúbbum og nýliðar séu litnir hornauga. Þetta er ekki rétt, auðvitað er allt morandi í grúbbum, en maðu verður bara vera hress og kynnast þessu fólki, heyra hvað er í gangi, leggja eitthvað til málana, þetta kemur allt saman, svo geta alltaf þessir svokölluðu nýliðar myndað sínar eigin grúppur, en það er einstaklingurinn sem ræður, bara vinda sér í þetta, ekkert væl og tuð neitt.

    Sammála SkúlaH, ekki vera koma með eitthvað sérstakt efni, heldur kannski að breyta áherslum í starfinu til að reyna koma á móts við alla. En allavega, bara bera sig eftir björgini.

    Jónas





    08.11.2004 at 22:11 #508288
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ég skemmti mér konunglega í þessari blessuðu nýliðaferð. Var heldur lítið að nýliðunum, ég heyrði nú samt í talstöðinni "Hvernig set ég svo í fjórhjóladrifið" Veit ekki hvort það var djók eða hvað…

    Ég er til í hvað sem er seinnipart Desember ásgeir minn, bara leið og ég kemst heim frá þessu blessaða írlandi.. ég vona að jeppanum mínum líði vel hjá þér.

    Kv,
    JT





    08.11.2004 at 22:50 #508290
    Profile photo of Ásgeir Halldórsson
    Ásgeir Halldórsson
    Participant
    • Umræður: 36
    • Svör: 848

    Þarna mælti greinilega einn mjög svo bitur jeppamaður. Jónas minn má aldrei ræða neitt? Mig grunaði það að sumir hérna myndu skylja þetta sem tuð og væl, þú gasprandi um á þínum fancy pansí Landcrúser, mér sýnist nú af flestum af þessu 300+ póstum sem þú sendir hérna inn séu ekkert nema bölvað væl og þú heldur að það sé svo stórt undir þér að þú haldir virkilega að þú hafir efni á að gagnrýna allt og alla! Skoðaðu bara síðustu 5 póstana þína : ekkert nema væl og talandi niður til allra hérna! Já jónas þú mátt túlka þetta eins og þú vilt þetta sem ég er að skrifa hérna. Ef þú tekur þessu illa þá er nú stuttur í þér kveikiþráðurinn.

    Elvar: ég er búinn að hafa þessa forgangsröð sem þú mælir með í gangi í mörg ár, ég hugsa að það sé ástæðan fyrir því að ég er ennþá í framhaldsskóla. Ég er þó að klára núna…svo skal ég mæta í allar á næsta ári…ef það er pláss fyrir svona "reynslubolta" eins og mig 😉

    Stráksi(Jón Þór): Jú það var mjög gaman í fyrra, vantaði bara eins og þú segir fleirri nýliða. Jú GameOvernum þínum líður bara mjög vel hérna fyrir utan við hliðina á græna tröllinu. Menn hægja ennþá meira á sér þegar þeir keyra hérna framhjá því það er svo mikið að sjá núna 😉
    Annars þurfti ég að nota dekkin þín uppí kókaínskuld, þú gast hvort sem er ekkert selt þau, enda kevlar dekk 😉

    kv, Ásgeir

    ps. ég býð eftir 2 blaðsíðum frá þér Jónas 😀





    09.11.2004 at 12:02 #508292
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ég er ekkert bitur, langt í frá. Að sjálfsögðu má ræða hluti, en þetta ræða saman virðist ekki vera að gera sig, allavega mér finnst þetta alltaf hljóma eins og væl. Afhverju ekki að koma me hugmynd og burja póst á, afhverju ekki að gera svona, breyta þessu og bæta þessu við, en nei það gerist ekki, pósturinn byrjar á, afhverju má ég ekki neitt, afhverju er ekkert gert fyrir mig, afhverju er ekki talað við mig, afhverju er ég alltaf heima og endalaust jaríjaríjarí…………………..

    Ég geri engan mun á mönnum eftir hvernig bílum þeir eru á eða hve gamlir og reyndir þeir eru. En það gerir þú, finnst pirrandi að það séu gamlir kallar á bílum sem þeir eru búnir að vinna fyrir hvort sem þeir eru nýliðar eða reyndir menn á ferð. Hvaða máli skiptir hvernig bíl maður ekur á, ekki nokkru, ef þig langar að eiga svona þá er það flott má, ef mig langar að eiga svona bíl er það flott mál. Auðvitað er alltaf gaman að hjálpa mönnum sem eru að kaupa sinn fysrta bíl og ryðja leiðina inn á rétta tegund en það er annað mál.

    Það eru allir jafnir hérna fyrir mér og geri ég engan greinarmun á mönnum. En þú gerir ekki annað en að hrauna yfir þá sem eiga ágætis leiktæki og geta það. Það þýðir ekkert að vera fúll og pirraður yfir því að þú hafir ekki efni á þessum fínu tækjum eða þykist ekki langa í svoleðis, en virðist ég vera nokkuð viss um að ég heyri öfund í skrifunum þínum. Ég tala ekki niður til neins eins og þú ert að reyna segja. Það er bara orðið þreytt þetta væl um sömu hlutina.

    Það er ekkert stærra undir mér en einhverjum öðrum, svo er það nú þannig að þau eru mismunandi eins og jepparnir. 😉

    Flestir af mínum póstum er skrifaðir í gríni þó margir séu fullir af alvara. Og ef menn geta ekki greint á milli þá er það þeirra mál.

    Svo er ekki sterkt að vera koma með málefni og segist svo ekki ætla mæta núna, vegna þess að þetta er helgi fyrir próf, hvar jeppaáhuginn?? 😉

    Nei svona, ætla ekkert að rífast við einn eða neinn, svo við skulum bara halda þessu innan marka.

    Jónas





    09.11.2004 at 19:30 #508294
    Profile photo of Ásgeir Halldórsson
    Ásgeir Halldórsson
    Participant
    • Umræður: 36
    • Svör: 848

    Ég veit ekki um nokkurn mann sem skrifar hérna á netið í fúlustu alvöru, ef einhver gerir það þá má guð hjálpa þeim einstakling sem þarf að nota netið til að rífast en þegar á hólmann er komið og talað er undir fjögur augu brotnar hann niður og þorir ekki að tjá sig.

    Þetta snérist nú ekki beint um mig…þetta var meira svona tillaga, af því að ég er nú nýliði og er í nefnd innan 4×4 fannst mér að ég ætti að koma með e-ð sem hægt væri að ræða í staðinn fyrir að ég sæti bara og gerði ekkert í mínu starfi fyrir klúbbinn.

    En ég veit það að minn jeppi tekur þinn í nefið þegar á fjöll er komið þótt það sé svona 100 sinnum dýrara fyrir mig að fara á fjöll…mig langar bara ekki í neina togaíogýtu. En mig langar í bílinn þinn af því að hann bilar ekki jafn mikið og minn. En hvað er gaman að eiga jeppa sem bilar aldrei?

    Það er þá hér með komið á hreint að við erum ekkert að rífast hérna, ég tek engum póstum að alvöru, þú mátt tala illa um mömmu mína, mér væri sama.

    Ef þú sérð mig á fjöllum máttu endilega biðja mig um að losa þig þegar þú ert fastur eins og alltaf býst ég við.

    kv, Ásgeir





    09.11.2004 at 19:40 #508296
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Hahahaha góður, mikið rétt með það sem þú segir. Veit að þetta snýst ekkert um, einungis þar að segja, það eru margir sem eru að kvarta undan þessu.

    Er ekki málið að gera smá kynningu og koma með á fimmtudagskvöld eða þegar næsti mánudagsfundur verður. Ekketr mál að skipuleggja ferð fyrir nýliða þó hún sé ekki endilega í höndunum á klúbbnum. Bara nokkrir sterkir farastjórar og setja einhverjar kröfur á inntökuskilyrði, með þetta að mega mest fara í tvær og framvegis.

    Held að bíllinn þinn taki minn nú ekki í nösina, en við komumst kannski af því. Ohhh, er búinn að ganga í gegnum kafla að vera með dót sem er alltaf eitthvað að bila eða svoleiðis, ég er alveg búinn að fá nóg af því, held ð þa fái allir leið á því að lokum.

    Flott þetta með mömmu þína hahahh

    Man ekki betur en að ég hafi kippt í grænu þrumuna hjá þér, þannig ég á kannski inni 😉 hahahha Ég er sko aldrei fastur enda á Toyotu

    Jónas





  • Author
    Replies
Viewing 18 replies - 1 through 18 (of 18 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.