This topic contains 79 replies, has 1 voice, and was last updated by Helena Sigurbergsdóttir 17 years, 12 months ago.
-
CreatorTopic
-
24.11.2006 at 16:45 #199039
Jæja nú eru Lúther og Gundur lagðir af stað með átta bíla. Ekki hefst nú ferðin vel því þeir byrjuðu á að týna einum strax í Reykjavík en sá kemst væntanlega með seinni hópnum.
Þeir voru komnir austur yfir Hellisheiði og eitthvað var nú sem gleymdist – en ég mátti alls ekki segja frá því…. En velviljaðir menn á Selfossi ætluðu að redda málunum.
Þannig að ferðin fer af stað eins við var að búast þegar Trúður er í fararstjórn….
Hvernig verður seinni hópurinn þar sem Báðir fararstjórar eru Trúðar…. Já og þannig er það líka í Litludeildinni…. Eru þessir trúðar allstaðar
Benni
P.S.
Er farinn út að gera bílinn kláran í björgunarleiðangurinn
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
28.11.2006 at 13:55 #569318
Flottar myndir og texti hjá þér Gunnar Smári.
kv. stef.
28.11.2006 at 14:11 #569320Gaman að sjá hvað allir skemmtu sér vel og tóku erfiðri færð við Loðmund vel. Þetta var virkilega flottur hópur, sem ekkert mál verður að ferðast með í framtíðinni.
Lúther
28.11.2006 at 14:44 #569322Já þetta var mjög skemmtileg ferð og fín fararstjórn – takk fyrir það
Hvenær er næsta ferð?
SHS
28.11.2006 at 15:15 #569324já takk fyrir það stefanía ég náði ekki að klára þetta í gær svo að ég kom heim í matarhléinu í skólanum og kláraði þetta allt
Kv.Gunnar Smári
28.11.2006 at 20:36 #569326Í þræðinum hér að ofan er gert að því að eini alvöru jeppamaðurinn að norðan hafi farið í þessa Trúðaferð. Að sjálfsögðu velja menn sér aðstæður og ferðir miðað við getu. Þeir norðanmenn sem ekki treysta sér að keyra í erfiðum snjó fara að sjálfsögðu í léttara færi og um helgina síðustu var jú ekki mjög erfitt að fara í Setur um Kjöl.
Þeir norðanmenn aðrir en þeir sem ferðuðust um helgina með Trúðagenginu tókust meðal annarra ferða á við mjög erfiða ferð í Réttartorfu. Snjóalög voru með þeim hætti að skriðgír einn dugði til að koma sér áfram um hraunið þar sem að var allt að 4 metra snjódýpt. Tók ferðin um 7 klst að fara 21 km. frá Stórutunguafleggjaranum og inn í Réttartorfu. Á heimleiðinni um Svartárkotsleið sem er 13,5 km vorum við um 5 klst.
Það er alltaf gaman að segja frá sínum ferðum en fullyrðingar fyrr á þræðinum stangast á við raunveruleikann.
Spurningin hvort landsbyggðaráð fari að hugsa um alvöru vetrarferðir, e.t.v. á Norðurlandi, .. Já því ekki.
Lýsi hér með vantrausti á formanninn okkar vegna yfirlýsinga á þræðinum þar sem að hann hefur greinilega ekki kynnt sér aðrar ferðir klúbbfélaga.
Kveðja.
Elli A830.
28.11.2006 at 21:15 #569328Hvernig er það Elías er ekki hægt að komast þá í alvöru færi þarna fyrir norðan um Jólin þegar maður kíkir heim? t.d. Brennuferðin 30. des?
Vil svo árétta að upphafleg yfirlýsing um "eina alvöru jeppamanninn frá Akureyri" er frá mér komin en ekki háttvirtum for(d)manni, rétt skal vera rétt.Kveðja
Tryggvi A898
28.11.2006 at 22:09 #569330Lestu þráðinn betur. "rétt skal vera rétt"
Veit ekki um færð þann 30. des en vertu velkominn.
Kveðja.
Elli.
28.11.2006 at 22:28 #569332kvaða kvaða eru menn eitthvað spenntir.þó svo að Benni vilji blanda geði við sunnanmenn og læra nýtt tungutak þá hlýtur það að vera hið besta mál er það ekki?Enda vissi hann að sunnamenn drifu ekki neitt og þyrfti hann því að draga þessar dollur í setrið,
Annars talar þú um ferðatíma þá skilsd mér að Benni og kó hafi verið um 9 klst frá Kellingarfjöllum til seturs ef það er mælikvarðin á þyngd færðar að vera sem lengsd á ferðinni.eins og þú vitnar í.
Benni rúllar.
Ferðakveðja Tryggvi
PS.Við sunnanmenn komu nú í starfskynningu síðasta vetur til að fara á Lágheiði og þá mættu nú ekki margir norðanmenn.kvernig stóð á þvi?
nógur var snjórin.
28.11.2006 at 23:14 #569334ég held að Elli hafi sent Benna suður sem fórn á altari Lúdda og talið það minnsta fórnarkostnaðinn í honum. Enda hefði hann sennilega tafið ferðina inn í torfu enn frekar. PS en er ekki alltaf verði að segja það að það eigi ekki að fara Stórutunguleið að vetri og var það ekki einmitt Elli sem sagði mér það he he he.
28.11.2006 at 23:30 #56933621:00 þá kemur fyrsta skot á norðanmenn frá mér og 21:03 þá fylgir for(d)maður eftir í förin. Ég segi orðrétt: [i:3gkn1z9c] Það er greinilega bara einn alvöru jeppamaður á Akureyri þar sem hann er bara einn á ferð. [/i:3gkn1z9c]
Það er því greinilega ég sem er að gera því skóna að það hafi eini alvöru jeppamaður Akureyrar farið í umrædda nýliðaferð, enda nýlega búinn að heyra í Snæfríðareiganda auk þess vissi ég af ferðum ykkar félaganna í Réttartorfu þetta kvöldið.Annars ef ég man rétt TNT þá voru þessir heiðursmenn á leið í Eystra Símahús þegar við vorum að fara á Lágheiðina þar sem var víst líka 44" + skriðgírsfæri… 😉 Tilviljun? Nei það held ég ekki.
Já og sökudólgurinn sem stendur á bak við nafnlaust SMS til mín á vinsamlegast að gefa sig fram í [url=mailto:trigger@pjus.is]pósti[/url] … giska á að þar sé "Ein(n) á ferð" á bak við sendinguna.
28.11.2006 at 23:38 #569338Ekki veit ég betur en að ég hafi farið suður yfir heiði til að komast með Litlunefndinni í Árbúðir og leika sér með þeim í kring um svæðin sem að stórukallabílarnir léku sér líka. Þannig að sú "alhæfing" að Benni sé sá alharðasti jeppamaður að norðan á engan veginn rétt á sér finnst mér. Sérstalega ekki í ljósi þess að ég fór með honum norður kjöl, ef hann skyldi nú lenda í því að festa sig illa á leiðinni. En þar sem að ég þurfti að hleypa úr til að ná yfir einn skitinn skafl, þá "hótaði" Benni mér að skilja mig eftir ef ég næði ekki yfir að sjálfsdáðum.
Ferðakveðja að norðan
Haffi og Toppurinn
29.11.2006 at 01:06 #569340Haffi er bara að gera garðin frægan,á 35" pajero er hann búinn að leika sér frá norðurlandi til suðurlands og fer létt með,80% bílstj 20% bíll,??.
Ég hef ekki lagt það á mig að lesa alla póstana sem verður að virða mér til vorkunnar,en eftir mín kynni við Tveggja-Turnaökuþórinn þá tel ég að Benni-Hm-For(d)maður verði að fara að athuga stöðu sína sem formaður 4×4 því þarna er kjarnakona á ferð,eitt hvern veginn er hún bara kona,og á annann hátt bara vargur,með 2 hunda og laglega dóttir og brennandi áhuga á þessu rakalausa sporti okkar,sem ekki er hægt að verja með skynsamlegum rökum,öðrum en þeim að þetta er bara svo gaman,þá er Vargurinn á Mikka Ref bara að standa sig og á margan hátt að gera lítið úr þeim sem telja þetta sport vera bara fyrir karlmenn,úps ég gleymdi Stefaníu sem rúllaði á grindarbrotnum Lc um Gæsavatnaleið,eigi ætíð kvennleg né hæverks en,ef satt skal segja sá bílstjóri flestir vildu hafa með sér ef í nauðirnar rekur,og það er ekki meint á ljótan veg.
En samt þá er það ekki fært á fjöll nema á Patrol það er eini bíllinn sem virkar,sjáið bara myndirnar af biluðum bílum,allt Patrolar og það er bara vegna þess að það eru bara Patrolar á fjöllum,hinir fá bara að koma með,ef þarf alvöru jeppa þá er Patrol sá eini og alltaf fremstur og "vola,,þar er skýringin á festum og brotum,og það er bara gott að sofa í Patrol ((spurning um að gera það í Patrol)(úbbs )).Klakinn sem þykir vænt um konur
29.11.2006 at 07:57 #569342Nú ert þú að leggja mér orð í munn, varðandi Stórutunguleið. Stórutunguleið er aðalleiðin upp í Réttartorfu. Ég hef hinsvegar sagt að á vetrum er þetta með erfiðari leiðum að fara og alls ekki fyrir ókunnuga ef eitthvað er að veðri.
Fljótið er auðvitað mikið farið en er ekki alltaf fært.
Kveðja
Elli
29.11.2006 at 09:55 #569344Klakinn gæti með þessu áframhaldi farið í framboð og fengið atkvæði allra! Bravó!
Haffi og Toppur engin af mínum orðum voru gegn þér enda gæti ég ekki sagt neitt til draga úr stórfenleik ykkar tveggja! Skotið var alfarið á íbúa minnar gömlu heimabyggðar á norðausturhjara hins byggilega heims.Ég er samt ekki alveg viss um plássið til að athafna sig í Patrol…
29.11.2006 at 22:12 #569346hvernig er það ætla menn og konur ekki að fjölmenna í Mörkina á fimmtudagskvöldið með myndir frá helginni ?
kveðja Lellaps Goggi ég vona að þér hafi ekki orðið meint af moldarsósunni
29.11.2006 at 22:21 #569348elsku lella mín þessi sósa var alger snilld mætti vera örlítimeiri mold en samt góð
29.11.2006 at 22:49 #569350Moldarsósan fæst eingöngu í snjóleysi í Árbúðum vatnið í Setrinu er alltof gott
Kveðja Lella
29.11.2006 at 22:58 #569352Ha átti fjárans snórinn að fara í sósuna þarna forðum daga í Árbúðum? Þá hefði ég nú ekki sótt snjóinn hjá kamrinum hefði ég vitað það;-) Enn þá áttum við líka eftir að fara í nýliðaferðina góðu svo að við erum afsökuð….Hef þetta í huga næst:-)
29.11.2006 at 23:07 #569354ég sá nú ekkert gult í snjónum en viljandi var mjög lítil lýsing í eldhúsinu
kveðja Lella
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.