This topic contains 79 replies, has 1 voice, and was last updated by Helena Sigurbergsdóttir 17 years, 12 months ago.
-
CreatorTopic
-
24.11.2006 at 16:45 #199039
Jæja nú eru Lúther og Gundur lagðir af stað með átta bíla. Ekki hefst nú ferðin vel því þeir byrjuðu á að týna einum strax í Reykjavík en sá kemst væntanlega með seinni hópnum.
Þeir voru komnir austur yfir Hellisheiði og eitthvað var nú sem gleymdist – en ég mátti alls ekki segja frá því…. En velviljaðir menn á Selfossi ætluðu að redda málunum.
Þannig að ferðin fer af stað eins við var að búast þegar Trúður er í fararstjórn….
Hvernig verður seinni hópurinn þar sem Báðir fararstjórar eru Trúðar…. Já og þannig er það líka í Litludeildinni…. Eru þessir trúðar allstaðar
Benni
P.S.
Er farinn út að gera bílinn kláran í björgunarleiðangurinn
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
24.11.2006 at 18:24 #569198
Ef ég á að vera raunsær, þá fer þetta illa. Og ef ég á að vara bjartsýnn þá fer þetta mjög illa. Við skulum vona að Þríhjólagengið ( Trúðar ) slumpist til þess að finna skálanna ef þeir ná það langt. Þó ekki megi gera ráð fyrir því fyrr en seinnipart laugardags samkvæmt venju. Nú er Benni heima, þannig að það á eftir að koma í ljós hvort það hefur verið hann sem verið hefur til trafala fyrir Lútó Trúð eða ekki.
PS hverju gleymdu þeir félagarnir ( nýja testamentinu kannski )
24.11.2006 at 18:33 #569200Er það rétt að síðasta embættisverk mannanafnanefndar hafi verið að samþykja, nafnabreytingar handa trúðum. Og er það rétt að samþykkt hafi verið að Lúter hafi fengið samþykkt nafnið Plútó Trúður og Stebbi hafi fengið nafnið Halti skósveinninn í Þríhjólagenginu. Er það rétt að þeir hafi þurft að veðsetja Pæjurnar til þess að fá þessu framgengt.
24.11.2006 at 18:50 #569202Þessir þráður lofar góðu! Keep up the good work
24.11.2006 at 19:38 #569204rosalega er það samt mikill léttir að vita af því að slysavarnarfélagið landsbjörg er búið að planta sér í kringum setrið og eru tilbúnir því að fara að redda hjálparsveit 4×4 þegar þeir koma sér í vandamál
24.11.2006 at 19:40 #569206Núna ættu allir hópar að ver komnir af stað. Síðast þegar ég vissi gekk allt vel hjá Lúther og hans hópur nýbúinn að hleypa úr og kominn af stað inn Gljúfurleitaleið.
Litladeildin er komin á Geysi með 11 bíla. Þar er engan snjó að sjá og því gerði Kjartan ráð fyrir léttri ferð inn í Árbúðir.
Benni
24.11.2006 at 20:17 #569208Alltaf eitthvað að frétta. Trúðarnir byrjuðu á því að leita af einhverjum sem ætlaði að fara með fyrri hóp en var týndur… og er hann enn týndur.
Meðaltalið lagði svo af stað en upp á Þingvallaafleggjara tóku Lella og Þorgeir nýliðana í smá skyndinámskeið í öryggi sem heitir …. raflagnir í patrol…grunnáfangi. En eitt öryggi sprakk alltaf. Sennilega hefur bíllinn farið yfir 61 km og er með útsláttarofa fyrir of hröðum akstri því að hraðamælirinn og fleira datt út. Annars er bara allt í bullandi lukku ;->
kv. stef.
24.11.2006 at 21:00 #569210Benni (Ak) á 35km eftir í Kerlingafjallafleggjara, endahraðinn er svo mikill á Krúsernum hjá honum að hann er að spá í að sleppa að hleypa úr og fleyta bara kerlingar það sem eftir er að beygjunni.
Það er greinilega bara einn alvöru jeppamaður á Akureyri þar sem hann er bara einn á ferð. Spurning hvort landsbyggðarráð f4x4 verði ekki að fara að gera eitthvað í málinu.Kv
T
24.11.2006 at 21:03 #569212Já nafni er sko flottasti norðanmaðurinn….
En síðast þegar hann ætlaði að hitta trúða sem voru með nýliðaferð komst hann álíka nálægt áfangastað og hann er núna…..
Þá þurfti að senda björgunarleiðangur á móti honum, skipta um legu og senda kallinn heim…
Nokkrum árum áður komst hann aðeins nær og þá braut hann hásingu….
Þannig að ég skil eiginlega ekki af hverju hann þorir í nýliðaferðir…..
Benni
24.11.2006 at 21:05 #569214Sko við norðanmenn gefumst ekkert upp, við reynum og reynum og reynum og reynum… eitt af þessum árum þá kemst hann á leiðarenda… 😉 Ekki öllum gefið að klára nýliðaferð í fyrstu tilraun.
24.11.2006 at 21:20 #56921615-20 eftir í Setur hjá fyrri hóp í loftlínu… kannski 25km í akstri. Stefna á Sóleyjarhöfða og snjórinn er að aukast… hægt og rólega. Allt í góðum gír segir Gundur.
24.11.2006 at 21:26 #569218Fréttir
Hópur 1 mun víst vera kominn að fyrstu ánni á Gljúfurleitárleiðinni og eru þau stopp. Segjast þau vera að horfa á stjörnurnar …. Lella mun hafa spurt hvort að ……. vissi hvar stjörnurnar væru því það væri þá í fyrsta sinn sem hann stoppar til að horfa á þær….
Hver ástæðan er fyrir stoppinu mun koma í ljós því að trúðar geta ekki þagað yfir eigin leyndarmálum.Hópur 2 er kominn á Geysi… ekki bárust fréttir af viðgerðarmálum hjá hópnum… Ástæðan mun birtast á myndasíðunni innan skamms.
kv. stef.
24.11.2006 at 21:38 #569220er á eina stað í heiminum þar sem er GSM samband en ekki NMT (eða þannig).
Öryggið sem fór hjá Lellu var fyrir búnað inn í bílnum… eru allslaus inn í bílnum, ekkert GPS eða neitt…. þetta gæti endað með tómu tjóni! Skilst að þau séu að nota kerti til að sjá á gamalt 1:50.000 kort og með áttavita.
Barbara er í 4ða gír… sem er ekkert rosalega hratt hjá Musso.
24.11.2006 at 22:05 #569222Benni er í 6 pundum og á 10km eftir í afleggjarann í Kerlingafjöll. Allt beinfrosið út um allt og gott og hann er bara að dóla sér (lesist: halda aftur af bílnum…). Hann heyrir í ÖLLUM hópum sem eru á ferðinni á landinu með flotta loftnetinu sínu!
24.11.2006 at 22:09 #569224hm
24.11.2006 at 22:10 #569226Var að tala við Lúdda og er hann lentur á planinu hjá Setrinu smá erfitt síðustu km vegna "sykursnjós" þarf að ath hvð það þýðir á trúðamáli en en hópur 1 er kominn.
kv Gísli
25.11.2006 at 10:07 #569228Kjartan Trúður sagði mér að Árbúðar hópurinn hefði náð sambandi inn í Setur, og að hópur 2 Sem fór Kerlingafjöllin var kominn í Setrið kl 07,00 í morgun,var talað um að snjórinn væri ekki svona sykur heldur svona flórsykur,allt á kafi undir Loðmundi.
Það er enginn snjór í Árbúðum en einhver klaki er á svæðinu,svo að Kjartan og Stefán Trúðar ætla að leiða hópinn í Kerlingfjöll og koma sér í smá festur og vandræði,en það er víst nægur snjór í kerlingafjöllum.Kv
JÞJ
25.11.2006 at 12:41 #569230Eins og fram kom var flórsykursfæri frá Kerlingafjöllum inn í Setur og kom þá bjargvætturinn úr norðri, hann Benni og skilst mér að hann hafi lullað fyrir framan hópinn og hinir komu í förunum á eftir honum. Ekki gátu menn tekið fram úr hvor öðrum því að menn komust ekki upp úr förunum.
Barbara braut stuðara þegar hún var að reyna komast upp úr einhverjum læk við Kerlingarfjöll og svo skilst mér að Bjarki hafi skemmt dekk en hann var með varadekk með sér.
Nú er hópurinn að skríða úr rekkju og er að fara hugsa sér til hreyfings og voru m.a. Þjórsárver nefnd.
kv. Stef.
25.11.2006 at 16:17 #569232Bjargvætturinn úr Norðri ™ sagði fyrir um hálftíma að það væri gott veður, mikið búið að nota spotta og eiginlega ekkert nema löðrandi hamingja. Hann nefndi líka að það væri einhver óvissa um staðsetningu Lúthers…
26.11.2006 at 11:14 #569234Jæja loksins einhverjar fréttir…geta samt hafa skolast eitthvað til.
Í gær fóru hóparnir í vettvangskönnun út í Nautöldu en afföll voru í hópi 2 þar sem einn bíllinn var "dauður" þar sem hann hóf svera drykkju við komu í skála á laugardagsmorgninum meðan að aðrir fóru að sofa. Var færið mikið betra og fengu coararnir hjá Barböru meðal annars að keyra og vakti það mikla lukku. Eftir góðan dag þá var komið í skála og eldaður sameiginlegur matur "a la lella" og fleiri og var svo mikið gaman í skálanum um kvöldið. Meðal skemmtiatriða var happadrætti skipulagt af Lellu og Völlu sem var bara snilld. Þar voru menn látnir draga númer, eitt á hvern bíl og komu þá morgunverkin í ljós. Goggi Karlsdráttur hlaut klósettvaktina og vældi mikið en komst samt ekki í hálfkvist við hann Ármann "á fyrrverandi" því hann átti að skúra. Spurning um að virkja þessa menn. Í morgun gekk fólkið í sín verk og voru snögg að því.
Lagt var af stað um 10:30 alla vega hópur 2 sem að ætluðu Sóleyjarhöfðann. Háfjallaveiki var að hrjá einn pattann, þann sem Frikki var á og var verið að skoða það hvort að Gundur kæmi með hann í spotta.
Sögur herma að hópur 1 og þeir sem fannst þeir ekki hafa fest sig nóg eða fengið nóg action ætli að fara Kerlingarfjöllin í bæinn. Við fáum kannski að frétta af þeim í fjölmiðlum eins og um árið veit ekki, kemur í ljós.
kv. Stef.
26.11.2006 at 12:00 #569236Þetta "happ"drætti er ekkert nema snilld! Útrýmir gagnslausum milliliðum eins og verkstjórum!
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.