This topic contains 1 reply, has 1 voice, and was last updated by Freyr Þórsson 11 years ago.
-
Topic
-
Því miður hefur skráning í ferðina ekki staðið undir væntingum. Skráðir þáttakendur eru á þessum tímapunkti ekki nema 8-9 svo það eru um 12 pláss laus enn (12 bílar, um 24 manns). Fyrst ekki hrúguðust inn skráningar eftir félagsfund 4×4 í kvöld höfum við ákveðið að opna ferðina. Hún er s.s. ekki lengur hugsuð eingöngu fyrir nýliða heldur er öllum velkomið að skrá sig og koma með, reynsluboltar jafnt sem nýliðar og allt þar á milli.
Varðandi skráningu í ferðina þá eru á blaði nokkrir 33 og 35″ bílar. Við leyfðum þeim að skrá sig með það í huga að ef vitað væri að færi yrði auðvelt mættu þeir koma með. Hinsvegar er ljóst miðað við úrkomu síðustu daga og þá næstu að færi getur verið erfitt. Því er ferðin einungis fyrir bíla stærri dekkjum en það.
Kveðja, Freyr
PS. Minni á kynningarkvöld á morgun, þriðjudag, kl. 20.00 hjá Arctic Trucks á kletthálsi. Farið létt í nokkur atriði fyrir ferðina ásamt jeppaskoðun þáttakenda. MIKILVÆGT að þáttakendur mæti á jeppanum sínum. Eins verður brottfarartími ræddur ásamt því að 15% aflsáttur verður í verslun.
Kveðja, Freyr og Styrmir
You must be logged in to reply to this topic.