This topic contains 2 replies, has 1 voice, and was last updated by Jóhann Þröstur Þórisson 20 years ago.
-
Topic
-
Sæl öll sömul.
Nú styttist í ferðirnar þrjár um helgina, en hér er staðan á okkar ferð í Jökulheima, en hópurinn telur um 38 manns á 18 bílum.
Undirbúningur hefur að mestu farið fram á tölvupósti, en einnig hittist hópurinn á síðasta mánudagskvöld til að fara yfir eitt og annað sem snýr að ferðalögum almennt og einnig að undirbúning bíls, akstursmáta og fl.
Þó nokkur stemming hefur myndast innan hópsins og má ímynda sér að einhver vinskapur myndist nú um helgina sem heldur áfram í náinni framtíð.
Fararstjórarnir Páll H H og Halldór Ásmunds hafa haft í ýmsu að snúast og eru síðustu minnispuntkarnir að klárast, svo allt megi fara sem best í ferðinni.
Áætlun hópsins er að fara inn í Jökulheima í kvöld og gista þar tvær nætur. Laugardagurinn verður auðvitað nýttur í hefbundna jeppaferð um nágrennið og ef aðstæður leyfa verður kíkt á stóra skaflinn, en annars um nágrenni Jökulheima. Heimferð á sunnudag er áætluð um Breiðbak, ef veður er gott og Tungná fær.
kv
Palli.
You must be logged in to reply to this topic.