This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Kjartansson 22 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Sælir,
djöfull er erfitt að vera annað en svartsýnn á snjóalög í svona Majorkarigningu og hitasvækju. Nú er rigning og 5-8 stiga hiti á öllu landinu (1-3 á Hveravöllum) og er búið að hellirigna í alla nótt. Ég vil gerast svo svartsýnn að halda því fram allur snjór (hann var nú ekki svo mikill) sé bráðnaður nema í „stærstu“ sköflum.
Ef heldur fram sem horfir (það er spáð svona hita amk fram á næsta mánudag og rigning með köflum) verður þá nýliðaferðunum ekki frestað ?? Munið, „það er engin skömm í því að breyta ferðaáætlun eða snúa við vegna veðurs“ En það er andskotanum erfiðara að gera það vegna snjóleysis heldur en vegna offramboðs á honum. Ég segi allavega fyrir mig að ég nenni ekki að skröltast alla leið í Jökulheima í marauðu. Þá gætu nýliðaferðirnar bara verið í Júlí …
En eru menn ekki sammála um að ef að ekki breytist spáin og fer að snjóa hið snarasta þá förum við bara eftir áramót ???
Kv,
Snæfinnur snjókarl, að drepast úr hita……
You must be logged in to reply to this topic.