This topic contains 22 replies, has 1 voice, and was last updated by Atli Eggertsson 15 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Komið þið sæl.
Við ferðahópurinn „Fastur og félagar“ ætlum að taka að okkur auka-nýliðaferð inn í Setur helgina 20.-22. Nóvember.
Gist verður Setrinu báðar næturnar.Stefnt er að því að aka inn Kvíslaveituveg, yfir Þjórsá á ís og þaðan inn í Setur.
Á laugardag er ætlunin að taka léttan bíltúr og skoða umhverfið. Færð og veður ráða hvað hægt er að gera, en oft hefur verið farið inn Kellingafjöll, Hjartafellslaug, upp undir Hofsjökul, jafnvel inn að Hveravöllum eða eitthvað annað.
Stefnt er að því að vera komin tímalega í hús, matreiða sameiginlega máltið og eiga gott kvöld.Á sunnudag er haldið heim. Leiðaval fer einnig eftir færð og veðri, en til greina kemur að fara heim Gljúfurleitina, niður hjá Klakk eða að Kellingafjöllum og þaðan niður Kjöl.
En það kemur allt í ljós þegar nær dregur. (snjóalög og veður)Verðið er 6500 kr. fyrir fullorðin og 3250 kr. fyrir börn 16 ára og yngri.
Sama verð og sami matur og í hini ferðinni
(2 gistinætur og sameiginlegur matur laugardagskvöld).Vinsamlegast skráið ykkur með því að senda okkur tölvupóst á fastur@himnariki.is
Þar þarf að koma fram:
• Nafn ökumanns
• Fjöldi í bíl
• Nafn farþega (kóara)
• Gsm númer
• netfang
• Upplýsingar um fjarskipti:
• – NMT já/nei
• – VHF já/nei
• – CP já/nei
• Bílgerð, bílnúmer og litur
• DekkjastærðÍ okkar ferðahóp ferðast yfirleitt öll fjölskyldan saman, þannig að konur og börn eru meira en velkomin.
Fljótlega verður gefið upp reikningsnúmer sem hægt er að greiða inn á.Kv. Atli E.
You must be logged in to reply to this topic.