This topic contains 18 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 20 years ago.
-
CreatorTopic
-
02.11.2004 at 23:52 #194781
AnonymousVeit einhver hvenær skráning hefst í nýliðaferðina í lok nóv. ?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
03.11.2004 at 11:07 #507706
skráning hófst á mánudagsfundinum síðast í jökulheima.
Þar var nefndur morgundagurinn hvað varðar hinar tvær ferðirnar.
kv. Hannes
03.11.2004 at 21:39 #507708Hver er að skrá í Jökulheimaferð?
l.
04.11.2004 at 22:24 #507710Hvernig stendur á því að ekki er birt full nöfn og símanúmer allra fararstjórana í Nýliðaferðunum ásamt netföngum, Hverjir standa fyrir Setursferðinni ( Fastur ) ????? hver
Fararstjórar gefið nú upp full nöfn ykkar símanúmer og netföng hérna á síðunniJón Snæland
05.11.2004 at 11:08 #507712Tilkynning hefur verið send til stjórnar og hún mun setja hana á forsíðuna.
Skráning hefst um leið og tilkynning kemur á síðuna.
Allar upplýsingar um ferð hagi búnað og annað slíkt er á síðunni ásamt lista yfir hverjir leiða munu hópana og símanúmer hjá þeim sem sitja fyrir svörum.Kveðja Fastur
05.11.2004 at 11:19 #507714Krafa um útbúnað þeirra sem fara í ferðina er:
#38" dekk en athuga má með súkkur og annað slíkt.
# Teygjuspotti
# Krókur til að binda í framan/aftan (vera með lása ef þarf eða ef krókar skemma kaðla)
# Skólfa
# Loftmælir ( 0 – 20 psi ) eða nákvæmari
# Tappasett
# Pílulaus ventlar í dekkjum.
# Loftdæla/Loftkútur (eða samningur um aðgang að slíku)
# Gps tæki
# VHF eða CB stöð
# Gott skap
# ÞolinmæðiSvona svo þið getið undirbúið ykkur andlega
Kveðja Fastur
Sem býður eftir tengli á forsíðu
05.11.2004 at 11:22 #507716Mig langar að spyrja að því hvernig stendur á því að skráð er í ferðir á fundum eins og mánudagsfundi ?
Ég er einn af 90 % félagsmanna sem mætti ekki á síðasta fund og þannig átti ég ekki möguleika á því að komast með í eina af þessum ferðum – sem ég hafði þó mikinn áhuga á.
Nú minnir mig að þessi umræða hafi komið upp áður og þá voru menn sammála um að þessi aðferð mismunaði félagsmönnum mjög verulega þar sem að lang stærstur hluti þeirra er ekki á þessum fundi.
Mér segir einnig svo hugur að þeir sem þessar "nýliða" ferðir eigi að beinast að séu meira á sveimi hér á vefnum heldur en á fundum.
Einhverntíman var gefin sú fáránlega ástæða að þeir sem sáu um ferðina hefðu ekki aðgang að tölvu – en það er að mínu mati einhver sú lélegasta afsökun sem um getur þar sem að hægastur leikurinn er að láta starfsmann/eða stjórnarmann taka við tölvupósti vegna ferða.
En ég beini því til stjórnar að sjá til þess að sem flestum félagsmönnum sé gefinn kostur á að komast í ferðir og það er best gert með því að skrá á þeim vettvangi sem að flestir félagsmenn skoða – vefnum.
Kveðja
Benni
05.11.2004 at 11:29 #507718Benni minn komdu bara í Setrið við elskum alla og þá sem eru til í að gefa mér spottann aðeins meira.
En vefskráning er sjálfsögð til að allt landið fái sama aðgengi að skráningu.
Kveðja Fastur
05.11.2004 at 11:47 #507720Sæll Fastur,
Jú ég kem með í Setrið – ekki spurning, enda á ég flottan teygjuspotta – reyndar sérhannaður fyrir Patrol, en má svo sem setja hann í aðrar tegundir
Kveðja
Benni
05.11.2004 at 11:53 #507722
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Skráningarform í ferðir fær yfirleitt tvenns konar gagnrýni, annars vegar að skráning fari fram á fundi og þeir sem mæti ekki á fundinn geti því ekki skráð sig, hins vegar að skráning fari fram á vefnum og þeir sem ekki séu veftengdir hafi því ekki möguleika á að skrá sig. Í þetta sinn fóru umsjónarmenn ferðanna raunar hver sína leið. Palli tók til við að skrá í Jökulheimaferðina á síðata mánudagsfundi og á skömmum tíma var orðið fullt í þá ferð (mikið til af nýliðum, mér sýnist að þeir umsjónamenn hafi tvo trausta og reyndar með sér til aðstoðar ef færi er erfitt og túrinn töff og þannig þarf það líka að vera). Fastur vill beina skráningum helst alfarið inn á vefinn, en gefur upp símanúmer líka. Og Matti Hveravallafararstjóri gefur upp símanúmer á vefnum sem menn geta hringt í og skráð sig.
Þetta er kannski eitt af eilífðarmálunum og allar aðferðir hafa kosti og galla. Sú leið sem Palli fór er í sjálfu sér hefðbundin, ekki svo langt síðan menn fóru að nýta vefinn í þetta. Það er rétt að hún gefur þeim sem mæta á fundi félagsins ákveðið forskot en það eru þá aðilar sem eru að sýna starfseminni virkan áhuga. Það finnst mér ekki endilega neikvætt, sérstaklega ekki þar sem í hinar ferðirnar er beitt öðrum aðferðum þar sem þeir sem hugsanlega sátu á fundinum en gera lítið af því að sitja við tölvu hafa enga möguleika. Tölvan og vefurinn er auðvitað frábært tæki í félagsstarfinu, en það má líka stundum taka tillit til þeirra sem ekki eru daglegir netnotendur og þeir eru töluvert margir.
Kv – Skúli
05.11.2004 at 12:00 #507724Sælir félagar.
Ég held að erfitt sé að gera öllum þeim þúsundum sem eru í klúbbnum okkar (og einnig þeim sem eru ekki í klúbbnum) til hæfis er snýr að skráningum í ferðir sem þessar.
Hér á heimasíðunni hefur verið minnst á þessar nýliðaferðir undir liðnum "Vetrar-starfið". Væntanlega gátu netverjar undiðbúið sig síðan í maí sl vegna þessa. Í síðasta Setri er talað um ferðirnar og að þær verði kynntar á mánudagsfundinum sem síðan var gert. Á þeim fundi skráðu sig um 16 bílar (og tveir hafa síðan hætt við). Síðan hafa komið meil til okkar Bjössa, enda nefndir í Setrinu sem hugsanlegir fararstjórar. (en Björn fer síðan ekki með, vegna anna).
Einungis komast með í Jökulheimaferðina um 18 – 22 bílar og miðast fjöldinn út frá tvennu, annarsvegar að vont er að vera með tvo vana og tuttugu óvana og hins vegar svefnpláss í skálum.
Held að allir séu sammmála því að erfitt sé að ákveða og gera öllum til hæfis er snýr að hvar á að byrja skráningar, hér á vefnum eða á fundi ! Að sama skapi má segja um þá sem eru ekki nettengdir og koma á fundi til að njóta þess sem þar gerist, að þeir aðilar yrðu varla ánægðir með að vita það þar að skráning hafi verið á netinu daginn áður og allt orðið fullt.
En endilega sendið mér meil phh@askjan.is og kannski komist þið með. En er pláss fyrir einn eða tvo bíla….og ef einhver vill gista í bílnum er það svo sem líka möguleiki sem vert er að skoða.
Held að sá hópur sem er nú búinn að skrá sig sé þannig samansettur að með mjög góðri samvisku sé hægt að segja að 90 % þátttakenda séu nýliðar í þeirri skilgreiningu (fólk sem hefur ekki verið að ferðast mikið um td jökla ein á ferð) og vill læra meira.
Bestu kveðjur,
Palli.
05.11.2004 at 12:01 #507726….var formaðurinn að skrifa svar jafnt og ég…
P
05.11.2004 at 12:18 #507728Sæll Palli
Netfangið sem að gefið er upp hérna á vefnum er ekki það sama og þú gefur upp nú – ég sendi þér póst á hitt netfangið á þriðjudaginn var.
En það breytir samt ekki því að þó svo að búið hafi verið að láta vita af því að ferðir yrðu kynntar á mánudagsfundi var ekki búið að láta vita að skráð yrði þar – ég sjálfur sat að vísu yfir veiku barni og hefði enganveginn geta mætt – og þar með orðinn útundann, en það er svo sem ekki málið – ég fer bara í Setrið eða eitthvað annað.
Þetta er hins vegar að mínu mat röng aðferð við skráningu – og það að segja að það séu margir sem ekki eru nettengdir eru tæplega góð rök í dag þar sem að kannanir sýna að lang stærstur hluti þjóðarinnar er nettengdur.
Og svo er einnig verið að gefa Lansbyggðarfólki í klúbbnum langt nef með þessari aðferð – eða eru ferðir sem skráð er í á fundum ekki fyrir Landsbyggðardeildir ?
Kveðja
Benni
05.11.2004 at 12:40 #507730En annars er eina aðferðin sem að gefur öllum félagsmönnum jafnan möguleika sú að skráning fari fram á fyrirfram ákveðnum tíma.
Þann tíma á svo að auglýsa bæði í Setrinu, á mánudagsfundi og á netinu. Gefa svo upp bæði síma og netfang fyrir skráningu.
Þannig hafa allir sama möguleika, hvar sem þeir eru á landinu og hvort sem þeir komast á fundi eða ekki.
Þetta þarf ekki að vera flókið eða umdeilt, bara að skipuleggja þetta aðeins.
Kveðja
Benni
05.11.2004 at 13:01 #507732hvar skrái ég mig í setursferðina vill ekki missa af minni eigin eldskírn
kv joi
joi_play@hotmail.com
05.11.2004 at 13:14 #507734Sælir
Skráning hefst klukkan 14:00 í dag.
Ef ekki verður búið að ná í stjórn með frétta tilkynningu um það verður hún hafin þá og auglýst hérna í spjallinu.
Kveðja Fastur
05.11.2004 at 14:04 #507736Seturs ferðin hefur fengið sinn eiginn [url=http://www.f4x4.is/vefspjall/tradur.asp?t=3986":af8yaaha]þráð.[/url:af8yaaha] Inni heldur hann upplýsingar um skráningu og annað slíkt.
Við sem að henni stöndum munum svara flestum spruningum sem varpað verður fram.
Kveðja Fastur
05.11.2004 at 15:07 #507738Já, ég segi nú ekkert annað en hummmmmm.
Hvað gerðu menn eiginlega áður en netið var fundið upp ?
Finnst eins og Benni sé bara hér til að væla um skráninguna sem hann heldur að hann sé að missa af ! Benni minn. Sendu mér línu, það er enn pláss eins og ég sagði í fyrra bréfi mínu.
Svo væri hægt að hringja ! Úr því að þú fannst gamla meilið mitt hér á síðunni (sem ég er reyndar búinn að biðja nokkrum sinnum um að breyta / taka út), þá er símanúmer þar líka ! Viss um að Ási vinur minn sem svarar í því númeri gefur þér upp mitt nýja númer.
Svo er ég sá eini á landinu sem heiti mínu fallega nafni, svo það ætti líka að vera auðvelt að finna heimasímann minn !
Mér finnst mjög eðlilegt að þeir sem mæta á fundi félagsins fái þann heiður að skrá sig þar, enda erum við jú öll sömul að vera í svona félagsskap til að kynnast hvoru öðru og hittast. Mér finnst það amk miklu skemmtilegra en að vera endalaust að tjá sig hér um málefnin (þó að það sé gott svona með).
Annars bara góða helgi.
Palli
05.11.2004 at 15:27 #507740
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þó það sé aukaatriði þessa máls þá er rétt að halda því til haga að núna er listi stjórnar- og nefndarmanna orðinn réttur og í nýja formatinu.
Kv – Skúli
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.