This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Kjartansson 23 years ago.
-
Topic
-
Áformað er að fara nýliðaferð á vegum umhverfisnefndar 4×4 í Jökulheima þann
29-30. desember n.k.Gert er ráð fyrir að hópurinn saman í Hrauneyjum klukkan 8:30 að morgni
laugardags. Menn geta valið hvort þeir gista í Hrauneyjum eða vakna snemma. Í
Hrauneyjum er hægt að fylla á eldsneytistanka. Farið veður frá Hrauneyjum
ekki seinna klukkan 9 og ekið framhjá Sigöldu og Vatnsfells virkjunum sem leið
liggur að skála Jöklarannsókarfélagsins í Jökulheimum. Verði færi gott þá verður
tími til að að skoða nágrennið, t.d. aka upp á Tungnárjökul eða um Breiðbak í átt
að Langasjó. Verði færi á Jöklinum sérlega gott, þá er hugsanlegt að fara á
Grímsfjall. Gist veður í Jökulheimum (eða á Grímsfjalli) og haldið heim á
Sunnudeginum.Frekari upplýsingar eru á http://um44.klaki.net
You must be logged in to reply to this topic.