This topic contains 2 replies, has 1 voice, and was last updated by Hróar Pálsson 18 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Ég vill bara þakka þeim í litlunefnd fyrir frábæra helgi og það var mjög gaman að sjá hvað minnstu bílarnir voru að gera mikið, og tala ég nú ekki um cherokee á 31″ dekkjum sem var að gera alveg ótrúlega mikla hluti og fara þar sem að þeir á stóru dekkjunum voru bara ekki að komast.
Helgin gekk mjög vel, eiginlega bara allt of vel því ekki fengum við að spreita okkur í töppun 101, afelgun 101 og viðgerðum 101, en aftur á móti fengum við að sjá góðar festur hjá þeim á 38″ og skemmdist ekki nema eitt stigbretti á 38″ trooper þegar að hann festi sig hressilega í kerlingardalsánni (úppss átti að vera Ásgarðsá) þar sem að hjálparsveitin var í vandræðum kvöldið áður.
Við feðgarnir á Musso tókum þá áhvörðun að fara svo bara beint í bæinn á sunnudeginum þar sem það var búið að vera leiðindar hljóð frá legunni í vinstra framhjóli, og við athugun á því þegar að heim var komið kom í ljós að hún var orðin soldið ljót en samt nokkuð heilleg, var því bara skipt um legur í hjólinu.
Kveðja Musso feðgarnir
You must be logged in to reply to this topic.