This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 23 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Sælir Félagar.
Nokkrar línur um ferðina sem farin var til Hveravella helgina 30.nóv – 2.des.
Lagt var af stað frá Shell Ártúnshöfða og var greinilega þar á fer hópur sem hafði áhuga og vilja til að takast á við bílana og náttúruna. Lagt var af stað um kl 18. og var stefnan tekinn á Geysir. Við komuna þar fengu margir sér eittvað að í goggin og allir voru á einu máli að hafa þessa ferð skemmtilega. Jæja nú var tími kominn til að leggja af stað. Sindri hélt stutta tölu um hvernig hópaskifting ætti að vera og kynnti alla farastjóra og nýliða.
Ferðin gekk mjög vel en var yfir ferðin nokkuð hæg þar sem snjórinn var mjög frosin og léttur. Í þessu færi var best að hleypa vel úr og fór undirritaður í 2.8 pund sem virtist virka mjög vel á 35″ Hilux DC og virtist ekki vera mikill munur að 35″ og 38″ bílum í þessu færi, ef maður hélt sér í slóðanum! En áfram hélt hópurinn og oft gafst tækifæri til að stoppa og rabba saman við nánustu ferðafélaga. Fyrstu bílar voru kommnir ca. kl 8 um morgunin og var þá hópurinn búinn að vera 14 tíma á leiðinni frá Geysi til Hveravalla. Þó urðu tveir bílar sem höfðu óheppnina með sér, en annar beygði stýrisdempara og felgu en hinn reif eitt dekk.
Laugardagur:
Farið var á fætur um hádegið og var strax ljóst að ekkert sérstakt ferða veður var svo menn tóku því bara daginn rólega. Nýttu menn sér tækifærið til að anda að sér álvöru Íslensku fjallalofti. Um kvöldið var svo borðaður ljúffengur matur og drukkið örlítið af slökunarvökva. Eftir matinn var svo að sjálfsögðu kennsla í að tappa dekkið sem hafði skemmst á föstudeginum og komu margar góðar spurningar frá nýliðum sem farastjórar svöruðu.
Eftir velheppnaða kennslu var svo farið í hverapottinn og slakað rækilega á.Sunnudagur:
Lagt var af stað kl 10:00 og var farin sama leið til baka. Nú var snjórin aðeins rakari og gekk ferðin mun betur en á föstudeginum. En kennslustundum var ekki lokið, þar sem einn farastjórinn tók að sér að brjóta undan hægra afturhjól á nýja bílnum sýnum. Skift var um bolta og tók viðgerð rétt undir 1 klst, sem má nú teljast nokkuð gott.Að lokum vil ég þakka fararstjórum og nýliðum fyrir góða ferð og vonast til að sjá sem flest á fjöllum í framtíðinni.
Kveðja Eyþór
„Bíll nr. 15“
You must be logged in to reply to this topic.