This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Samúel Þór Guðjónsson 13 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Nú fer að líða að nýliðaferðinni.
Skráning er hafin og má nálgast hér neðst á síðunni undir „skráning í ferðir“ eða á forsíðu vefsins.
Líkt og áður hefur verið auglýst verður Nýliðaferð Ferðaklúbbsins 4×4 helgina 2-4. Desember næstkomandi. Þetta er að sjálfsögðu snjóalögum háð. En það stefnir í mikinn snjó miðað við veðurspá og verður þetta að öllum líkindum hin mesta skemmtun! Mæli ég því eindregið með að taka þátt.
Stefnan er tekin á skála félagsins, Setrið sem staðsettur er suðvestur af Hofsjökli, með viðkomu í Hólaskógi.
•Föstudagur 2. Desember: Farið verður frá Stöðinni (Skeljungi) á Vesturlandsvegi í tveimur hópum, kl 17:00 og kl 19:00
•Laugardagur 3. Desember: Lagt af stað úr Hólaskógi árla morguns og stefnan tekin á Setrið.
•Sunnudagur 4. Desember: Tekið til í skála og lagt af stað úr Setrinu og stefnan tekin á láglendið.
Áætlaður kostnaður á mann er 5500kr, fyrir gistingu og einnig verður sameiginleg máltíð á laugardagskvöld í Setrinu. Drykkjarföng verður þó hver og einn að taka með sér.Einungis verður pláss fyrir 20 jeppa, að hámarki 2 í bíl. Fararstjórar taka ákvörðun um hæfni bíla og þáttakanda í ferðina. Lágmarks kröfur eru þó:
•VHF og GPS tæki séu til staðar
•Þáttakendur séu lítt vanir fjallaferðum í snjó.
•Jeppinn sé á dekkjastærð sem beri viðkomandi þyngd í snjó.
•Jeppinn sé útbúinn fyrir ferðalög á hálendinu í snjó.
•Viðkomandi þátttakandi sé greiddur félagi í Ferðaklúbbnum 4×4. Sértu ekki félagsmaður en vilt koma með, er hægt að skrá sig í klúbbinn fyrir ferðina.
Nýliðakvöld verður haldið í vikunni fyrir ferðina og verður það auglýst síðar bæði í þræði fyrir nýliðaferðina hér á spjalli klúbbsins sem og á vefsíðunni.Séu einhverjar spurningar varðandi gjaldgöngu í ferðina eða aðrar fyrirspurnir er bent á veffangið hjalparsveit@f4x4.is eða samuel@ulfr.net
You must be logged in to reply to this topic.