This topic contains 10 replies, has 8 voices, and was last updated by Sveinbjörn Halldórsson 8 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
15.12.2015 at 13:11 #935322
Hvað er málið með þetta risadekkjablæti sem er í yfirstjórn félagsins?
Ef nýliðar geta ekki farið í nýliðaferð nema að vera á risajeppum eða ofurléttum jeppum á 38″ er þá ekki tilgangur þessarar ferðar orðinn frekar rýr?
Nú er ég á lc90 á 38″ sem telst frekar léttur dísel bíll en ég kemst ekki með í ferðina miðað við þessi skilyrði. Ég hef þó oft drifið meira en aðrir meira breyttir.
Í ljósi þess hvað menn gátu nú farið á sínum tíma með samstarfi og lægni á 35-38″ þá skil ég ekki þessa risabíla þvingun í allar ferðir sbr þessa og stórferðina. Er ekki eðlilegra að segja t.d. að bílar yfir 2600kg þurfi að vera á meira en 38″ svo mengið verði aðeins stærra af 38″ bílum?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
16.12.2015 at 08:08 #935354
Þetta er líklega hugsað fyrir þá sem vilja eitthvað sem er meira krefjandi en venjulegar ferðir hjá litlunefnd.
Ágætt að bjóða upp á það allavega einu sinni á ári þegar tekið er tillit til þess að stór hluti bíla sem fara í litlunefndarferðir eru á 38-tommum eða stærra.
Þetta getur talist einsskonar millistig milli litlunefndarferðar og stórferðar.
16.12.2015 at 10:18 #935356Það var áður miðað við ef bílinn væri yfir 2,5ton þá þyrfti hann að vera á 38 en að vera að segja að það sé krefjandi fyrir 38 og stæra að fara upp í Sedur og halda því fram að litlunemdarferðir sé ekki krefjandi er bara rugl ég spyr fyrir 38 “ bíl og svo 35 „að fara upp í Sedur kvort sé meira krefjandi og allt það fólk sem er að fara í ferðir með litlunemd á 35 36 37 bílum og súka á 35 er ekki lítil bíl eru það ekki nýliðar ef það skráir sig í klúbbinn? Nær að kalla þetta milli bíla ferð
16.12.2015 at 10:31 #935357Klúbburinn hefur staðið lengi fyrir nýliðaferðum, það er engin nýlunda. Nýliðaferðir eru miðaðar við 38″, þeir sem eru með minni dekk þurfa að hafa samband við okkur áður en þeir skrá sig. Í auglýsingunni nefndi ég tvær tegundir af mjög algengum jeppum eingöngu svo menn hefðu viðmið. Að sjálfsögðu er LC90 á 38″ dekkjum velkominn í ferðina. Oft hefur verið talað um þyngd á bílunum, það er annað viðmið.
Ef menn eru í vafa með dekkjastærð, þá er bara að hafa samband.
Kveðja, Hafliði
16.12.2015 at 10:35 #935358Ég taldi að nýliðaferðin væri hugsuð fyrir nýliða í klúbbinum sem væru komnir á meira breytta bíla, t.d. 38″ breytta. Litlanefndin á að vera fyrir óbreytta og lítið breytta jeppa þó svo að 38″ bílar og stærri fari reglulega með sökum þess að lítið er um skipulagðar ferðir almennt á klakanum.
Það sem ég hef áhyggjur af er að þeir sem nýir eru í starfinu fælist frá þar sem ekki er hægt að taka þátt í neinu nema vera á risadekkjum. Nú eru gríðarmargir 38″ bílar á götunum sem geta gert heilmikið en klúbburinn virðist vilja dismiss-a alla þessa bíla.
Ég geri mér grein fyrir að færið upp í Setur getur verið krefjandi en maður hefur nú líka séð 35″ bíla fljóta þarna uppeftir án mikilla vandræða…
Ég er í það minnsta þeirrar skoðunar að halda eigi nýliðaferð í 38″ lágmarki en miða ekki við svona ofboðslega létta bíla sem hámarksþyngd fyrir 38″.
Kannski ætti að miða við flotstuðul í staðinn og hleypa 35″ súkkunum með…?
16.12.2015 at 10:42 #935359Sæll Ragnar, kannski var það klaufalega orðað af okkar hálfu að nefna þessar tvær bíltegundir, en í mínum huga eru Musso og Lc 90 í sama flokki og falla undir 38″. „þyngri“ bílar eins og nefnt er í tilkynningunni væru þá Patrol og Stóri -Krúser td. Vonast svo til að sjá þig í ferðinni þann 9. jan:-)
16.12.2015 at 11:31 #935362Svo mætti það fylgja að færið í Janúar getur oft verið alveg ferlega þungt, ef þessi ferð væri í Mars/Apríl væru meiri líkur á betra (harðara) færi.
En 38″ LC90 er bara á töluvert stórum dekkjum mv. þyngd að mínu mati.
Er ekki bara best að setja upp þyngdartöflu með viðeigandi dekkjastærðum, minnir að það hafi verið gert áður, mjög skýrt og lýsandi.
16.12.2015 at 13:37 #935363Sæl.
Það má ekki misskilja það sem verið er að reyna að gera. Staðan hefur verið þannig með nýliðaferðir að þær hafa veri mjög fámennar og í flestum tilfellum fallið niður þar sem við höfum ekki haft mannskap til að skipuleggja nýliðaferðir. Fyrir tveimur árum ræddi stjórn við Litlunefnd um aðstoð við nýliðaferðir þar sem við höfðum enga til að sjá um slíka ferð. Fyrst var ekki tekið vel í það þar sem Litlanefndin hafði mikið að gera við sýnar eigin ferðir með minni breytta bíla. Eftir skoðun kom í ljós að stór hluti þeirra sem tóku þátt í ferðum með nefndinni voru meira breyttir en fylgdarbílar. Þeir sem störfuðu við Litlunefnd gáfust að lokum upp þar sem ferðirnar voru margar (ein ferð í mánuði) og mikil vinna við undirbúning. Hægt og rólega tíndist úr nefndinni þar til einn maður stóð eftir. Það gekk ekki vel að fá menn í nefndina en eftir aðalfund voru þrír menn í nefndinni auk mín. Seinna gekk Ragnar til liðs við nefndina. Við vissum að þeir sem við plötuðum í nefndina voru mjög uppteknir í verkefnum sem þeir væru að klára. En eftir fund stjórnar og Litlunefndar var ákveðið prógramm þar sem stjórn fól Litlunefndinni að skipuleggja nýliðaferð sem er í raun milli bílaferð með aðila sem litla eða enga reynslu hafa af fjallaferðum yrði sett á . Þannig ferðir hafa oft verið farnar og þá oftast í nóv. eða des. Stjórnin og Litlanefndin ákváðu að fara í janúar í nýliðaferð sem væri ætluð meira breyttum bílum þar sem slík ferð yrði vonandi erfið og krefjandi fyrir þá sem færu í slíka ferð. Við verðum samt að passa okkur að hengja okkur ekki í smáatriði þegar verið er að tala um hverjir komast í ferðina. Stærð dekkja og tegund er ekki aðalatriðið. Útbúnaður bílsins skiptir líka miklu máli, td. er bíllinn læstur eða með loló og margt fl. Nefndin mun fara yfir skráningar og það verður í hennar höndum að taka bíla með því það verða þeir sem bera ábyrgð á því að koma þeim aftur til byggða. Ef einhver hérna er tilbúin að taka að sér svona ferð fyrir klúbbinn þá erum við alveg galopnir fyrir góðum hugmyndum og vinnufúsum höndum, það sárvantar okkur.
kveðja
Sveinbjörn Halldórsson
formaður Ferðaklúbbsins 4×4
17.12.2015 at 01:08 #935367Góðan daginn,
vill nú bara nefna ef þið skoðið tímasetningar að Ragnar Freyr Magnússon er sennilega að skrifa sitt innlegg þegar Hafliði Sigtryggur Magnússon setur inn sitt innlegg. Alveg er ég viss um að Ragnar vissi ekki og jafnvel veit ekki enn af innleggi Hafliða.
Kveðja Hjörtur og JAKINN
17.12.2015 at 14:12 #935371Svo það sé á hreinu þá er ég einungis að gagnrýna þessa þvingun á dekkjastærð. Vinna nefnda er framkvæmd í sjálfboðavinnu og allir sem hana vinna eru stórmenni í minni bók.
Áhyggjur mínar snúa að því að ekki sé nægilega tekið tillit til stórs hóps jeppamanna sem mögulega hefur ekki tök á svona stórum jeppum.
Fæstir hlaupa í að fá sér 44+“ bíl nema raunverulega hafa áhugann og viljann til að standa sig betur í ferðum / ná lengra. Ef þessir fá aldrei að komast í ferðir þá fá þeir sér seint 44″ bíl.
18.12.2015 at 09:53 #935376Sæl.
Til upplýsingar þá stendur Litlanefndin fyrir 5 ferðum yfir tímabilið. Tvær ferðir fyrir áramót eða ein í október og önnur í nóvember og er þá farið með lítið breytta bíla bíla (hér átti að vera ferð fyrir óbreytta bíla allt að 35″ breytingu), Í desember eða janúar var farinn Nýliðaferð fyrir meiri breytta bíla eða frá 35″ + fyrir þá félagsmenn sem litla reynslu hefðu að vetraferðum. Þessi ferð á að vera mjög krefjandi og þarf mikinn undirbúning og í raun þarf að velja bíla í þessa ferð. Eftir áramót var reiknað með Litlinefndarferð fyrir lítið breytta bíla í lok mars og ein í apríl. Margar aðrar ferðir eru í boði fyrir þá sem vanir eru og má þar nefna þorrablótsferð í janúar. Bingóferð í febrúar og stórferð í mars. Fjórar ferðir á ári fyrir lítið breytta bíla er finnst mér nokkuð gott (þó Ólafur og hans nefnd hafi farið mun oftar). Það hefur því miður oft verið þannig í ferðum að stærsti hluti þeirra sem þátt taka í ferð Litlunefndarinnar eru bílar á 38″ dekkjum og stærri sem er ekki sniðugt. Með tilkomu nýju félagsaðstöðu okkar verður þetta töluvert breytt. Nefndin mun aftur byrja með undirbúningsfundi með þátttakendum og eins verður farið betur yfir bíla og útbúnað þeirra sem þátt taka í ferðum nefndarinnar.
Að lokum vill ég minna á að ef félagsmönnum finnst eitthvað vanta í starf klúbbsins þá er ekkert mál að koma hugmyndum á framfæri og fá að framkvæma hana. Eins og er í dag þá starfar klúbburinn á ca. 50 manna kjarni sem heldur starfi klúbbsins uppi og að skilja þá vantar okkur fleiri aðila sem vilja starfa fyrir klúbbinn.
kveðja
Sveinbjörn Halldórsson
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.