This topic contains 19 replies, has 1 voice, and was last updated by Valur Sveinbjörnsson 13 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Hvernig er það eru engir nýliðar lengur í þessum klúbb, eða er eitthvað annað að fæla menn frá því að skrá sig í nýliðaferðina ?
Núna eru þrír búnir að skrá sig og því enþá pláss fyrir fullt af bílum.
Um síðustu helgi var komið fullt af snjó á svæðið og flott færi. Síðan þyngdist færið verulega eftir því sem landið hækkaði frá Landmannahelli og áttu 49″ bílar t.d. fullt í fangi með að komast í Hrafntinnusker. Frá því um síðustu helgi hefur bara bætt í snjóin.
Veðurspáin er góð og hér er t.d. langtímaspá fyrir svæðið.
Nú er því fátt um afsakanir eftir og um að gera fyrir nýliða að drífa sig að skrá sig. Athugið að flestir 35″ breyttir bílar komast með í ferðina og nú þegar er ein 33″ breytt súkka skráð.
Skráning fer fram hér
Nánari upplýsingar um ferðina er að finna hér
Við opnum svo fyrir skráningar annarra en nýliða eftir helgi ef að ekki er orðið fullt.
Benni
P.S. hér er svo mynd frá því síðasta sunnudag:
You must be logged in to reply to this topic.