This topic contains 43 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón G Snæland 18 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
29.08.2006 at 22:59 #198459
Sælir jeppamenn og konur.
Hvunær á að hafa hina árlegu og rómuðu jeppaferð á voru góða landi sem fróðir menn vilja kalla Ísland. Þá er ég að meina nýliðaferðina. Hvaða mánuð og hvaða daga.Haffi H-1811
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
30.08.2006 at 22:25 #558936
Eins og nafið gefur til kynna er þetta nýliðaferð, en ekki einhver fyrirlestra eða námsferð. Ég held að allar ferðir á seinustu árum hafi farið á fræðslukvöld hjá Arctic, og svo hafi menn bara farið á fjöll og skemmt sér. Ég hef allavega litið þannig á þessar ferðir að þær séu fyrst og fremst til að fólk kynnist og þeir sem eru nýir í sportinu geti fundið félaga eða hópa til að ferðast með, og óvanir fái tækifæri til að fara í vetrarferð. Það er ekki hægt að kenna jeppamensku nema að mjög litlu leiti, reynsla er það sem telur mest. Fyrir þá sem vilja endilega fá bara námskeið í öllu mögulegu er ágætt að benda á að hjálparsveitir eru að fara halda sína nýliðafundi fljótlega, og þá er sko hægt að fá fræðslu og meiri fræðslu.
Góðar stundir
ps: síðan má ekki gleyma því að sumir geta bara ekki orðið góðir í neinu, sama hvað menn taka mörg námskeið og setja lengi í skóla.
30.08.2006 at 22:57 #558938Fræðsla er ekki bara fólgin í formlegu námskeiði eða fyrirlestri heldur líka með verklegri sýningu. Það er hægt að sýna hvernig tappa á dekk án þess að bíða eftir að dekk springi í ferðinni álíka og hægt er að kenna skyndihjálp án þess að bíða eftir því að einhver slasi sig (sem betur fer). Það þarf ekki að bíða eftir að bíll festi sig til að sýna hvernig best er að spila hann. Maður einfaldlega kemur honum fyrir í festu og sýnir svo. Það eru ekki allir sem hafa áhuga á einhverju hjálparsveit þó þeir vilji læra að ferðast á jeppum. Til hvers að labba ef hægt er að keyra. ….ps: síðan má ekki gleyma því að sumir geta bara ekki orðið góðir í neinu, sama hvað menn taka mörg námskeið og setja lengi í skóla….. Ekki örvænta Hlynur kannski kemur þetta hjá þér einn daginn.
Kv. Stef.
31.08.2006 at 01:04 #558940Ég hérna var sko að spá…..
Ert þú vinur verkfræðingsins?
[img:hs74k65s]http://www.mhdfl.com/dancingCalvin.gif[/img:hs74k65s]
31.08.2006 at 01:20 #558942Til er fólk, sem betur fer, sem styður málstað þess með rökum og einning eru til rökleysingjar, sem enda umræðuna með útúrsnúningi, enda ráðalausir með öllu þegar á botninn er komið.
Með von um skynsamlegar umræður á netinu.
Dagur
31.08.2006 at 11:31 #558944Þetta er umræðuefni sem ég nýliðinn vil gjarnan fá að setja mitt sjónarhorn við. Það vill einmitt til að þó ég sé sjóuð í akstri á bæði malbiki og misskemmtilegum þjóðvegum með og án bundins slitlags þá er ég algjör byrjandi í jeppaakstri á fjallvegum og slóðum. Ég hef litla sem enga kunnáttu í akstri í snjó (nema í bænum þar sem ég veit hvað er langt niður á malbikið og hvað ég þarf að gera). Hafði aldrei keyrt yfir meira en lækjarsprænur fyrr en í ár. Ég fékk smjörþefinn af jeppamennskunni í sumar og finnst þetta frábært, get ekki beðið eftir næstu ferð.
Það eru tvær ástæður fyrir því að ég gekk í 4×4, annarsvegar til að finna félagsskap í ferðalögin því ég þekki lítið af jeppafólki, og hinsvegar og allra helst til að fá fræðslu og hjálp til að læra að keyra á fjöllum og þeim stöðum sem þarf kunnáttu við.
Þegar ég gekk í klúbbinn þá gerði ég mér fyrirfram hugmyndir um að nýliðar væru teknir inn á skipulegan máta og þeim kennd undirstaðan og síðan tækju við ferðalög þar sem við gætum fengið reynsluna. Þessar hugmyndir byggðust ekki síst á því að innan 4×4 er risastór hópur fólks sem hefur ekið landið þvert og endilangt og þekkingin er óendanlegur fjársjóður. Auk þess hefur ég stundum heyrt í alvöru jeppafólki þar sem það er að leggja áherslu á að við viðvaningar leggjum ekki af stað í óvissuna óreynd og fákunnandi þar sem það sé beinlínis lífshættulegt auk þess sem hætta á verulegu eignatjóni eykst klárlega í beinu samhengi við kunnáttuleysið. Ég gerði ráð fyrir því að markmiðið væri að koma þekkingunni áfram og kenna fólki um leið að umgangast og meta landið okkar og viðkvæma náttúru þess því þetta er að miklu leyti sú ímynd sem 4×4 klúbburinn hefur úti í þjóðfélaginu.
Nú er svo að eftir umræður og skraf bæði við félagsmenn og hér á spjallinu, sem ég ligg mikið yfir til fróðleiks, að ég skil það svo að þetta sé ekki og hafi ekki verið í svona mótuðum farvegi eins og ég lét mig dreyma um.
Nú langar mig þá að biðla til ykkar eldri og reyndari (þetta með eldri er kannski vafasamt) og svo til þeirra sem að stjórn og viðeigandi nefndum koma að velta því fyrir ykkur í hvernig farvegi þessi mál okkar nýliðanna eiga að vera. Gæti það ekki verið gott markmið fyrir klúbbinn að fara skipulegar í kennslu og fræðslu? Viljum við eyða tíma í nýliðana okkar, kenna þeim undirstöðuna á skipulegan hátt og um leið laða að okkur þá sem eru að feta sín fyrstu spor.
31.08.2006 at 12:43 #558946ég tel mig ekki vera nýliða í jeppamennsku þó svo að ég sé ekki búinn að vera lengi félagi í 4×4. þegar ég byrjaði í jeppamennsku þá sá ég mér leik á borði og fór á pungaprófsnámskeið hjá stýrimannaskólanum, til að læra siglingarfræði, gps notkun og vélfræði ásamt fleirru. þetta námskeið kostaði þá 30.000 kall, en ég hef heyrt að það hlaupi á hundraðþúsundköllum í dag. það sem ég lærði á þessu námskeiði nýtist mér í einu og öllu í jeppamennsku, nema kannski öll fræðin um vitana okkar.
ég er ekki að segja að nauðsinlegt sé að vera með stýrimannakunnáttu í siglingarfræði á fjöllum, en að kunna á gpsið og tölvuforritið er nauðsinlegt áður en farið er á fjöll. einnig er nauðsinlegt að kunna að stika út kort með áttavita, ef fíneríið bilar. viðgerðarkunnátta er ekki nauðsinleg því alltaf er hægt að fá hjálp hjá samferðafólki. að rata er ekki hægt að fá hjálp hjá samferðarfólki því svartaþoka getur skollið á án fyrirvara á fjöllum og jöklum og maður þarf ekki að vera nema 5 metra utan við samferðahópinn til að týnast ef svoleiðis gerist.
nauðsinlegast er í jeppamennsku að hafa góðan, samheldin hóp af ferðafélögum. þar geta allir hjálpað hvorum öðrum bæði við fræðslustörf og öflun. einnig ef hópurinn er nóg og stór getur hann aflað sér magnafslátta í innkaupum á nauðsinlegu jeppa og jeppamannadóti, magnafsláttur ofaná 4×4 afslátt er nokkuð góður afslattur á mörgum stöðum.
að 4×4 skuli halda nýliðaferðir sem ganga nær engöngu útá að safna saman öllum nýliðum til að þeir geti kynnst hvoröðrum og jafnvel einhverjum reyndari líka, er hið besta mál, því það er að mínu mati akkurat það sem þarf til að búa til öruggan samheldin ferðahóp, fræðslan kemur svo með tímanum því alltaf er maður að læra eitthvað nýtt.
að halda námskeið í hvernig á að bregðast við hinum og þessum aðstæðum er að mínu mati ekki endilega á færi 4×4, heldur sjálfs einstaklingsins, 4×4 sér um að afla afsláttar fyrir hann á námskeiðið.
jeppamannakveðja siggias74 E1841
ps. þar sem ég er nýfluttur á reykjavíkursvæðið og í þónokkra fjarlægð frá þeim sem ég hef ferðast með hingað til, þá skelli ég mér kannski í næstu nýliðaferð til að kynnast nýju fólki og stofna góðan ferðafélagahóp.
31.08.2006 at 14:32 #558948"ef hópurinn er nóg og stór getur hann aflað sér magnafslátta í innkaupum á nauðsinlegu jeppa og jeppamannadóti, magnafsláttur ofaná 4×4 afslátt er nokkuð góður afslattur á mörgum stöðum."…
"að halda námskeið í hvernig á að bregðast við hinum og þessum aðstæðum er að mínu mati ekki endilega á færi 4×4, heldur sjálfs einstaklingsins, 4×4 sér um að afla afsláttar fyrir hann á námskeiðið."…
Ég gekk ekki í klúbbinn út af einhverjum afsláttakjörum það er bara bónus. Að halda námskeið sé ekki á færi klúbbsins. Ég held að klúbburinn sé fullfær um það og akkúrat rétti vettvangurinn til að miðla þekkingu um hvernig bregðast eigi við og hefur gert það áður. Umræðan snýst um móttaka "nýliða" og á ég þá við fólk sem er að byrja í jeppamennsku en ekki að skipta um lögheimili. Ég gekk í hann því að ég hélt að þarna færi fram einhver fræðsla og miðlun á þekkingu og eins og áður segir að nýliðaferðir væru hugsanlega einn vettvangur fyrir það. Ef fólk vill kynnast öðru fólki þá get ég bent á fullt af öðrum ferðum sem eru líka nothæfar í það t.d. vinnuferð í setrið sem hefur hlotið vægast sagt dræmar undirtektir, stikuferðir, landgræðsluferðir og að ógleymdum bjórkvöldum sem er svo lítið mál að skipuleggja að þau eru nokkur yfir vetrartímann. Ég veit að upphaflega var þessi klúbbur hagsmunafélag og ferðafélag (ferðaklúbburinn 4×4) en spurningin er hvort hann sé ekki að þroskast upp í það að taka að sér fræðslumál til félaga og minni á að fræðslunefnd var stofnuð á síðast aðalfundi. Það eru fleiri en ég sem hafa gengið í klúbbinn af því að þeir héldu að þarna væri eitthvað skipulagt af hálfu klúbbsins. Fannst mér því brilliant að fara í nýliðaferð. Eins og ég sagði mín mistök. Þrátt fyrir það var gaman í ferðinni en ég hefði sennilega aldrei farið aftur í ferð með klúbbnum ef ég hefði verið að fara fyrsta sinn á fjöll í þessari ferð. Mitt innlegg í þetta spjall er aðalega til að fá fram skoðanir og umræðu.
kv. Stef.
31.08.2006 at 14:36 #558950Sko sko,,,,,,,,,,
anda inn og anda út
lesa dagskrána fyrir næsta mánudagsfund hér á forsíðunni.
kveðja Lella
31.08.2006 at 15:12 #558952Sæl
Nýliðaferðirnar í ár verða með því sniði að allir ættu að geta komist í ferð við þeirra hæfi, hvort sem um er að ræða algera nýliða eða reyndari "nýliða" sem vantar nýja ferðafélaga eða vill kynnast nýju farartæki. Og einnig verða nýliðaferðir fyrir allar dekkjastærðir.
Þessar ferðir hafa nefnilega ekki eingöngu verið bundnar við þá sem eru nýjir í sportinu heldur líka verið opnar þeim sem eru að koma nýjir inn í klúbbinn eða hafa jafnvel verið að stækka hjá sér hjól og vilja fara í stóra ferð til að kynnast nýjum bíl og geta um leið leitað ráða hjá þeim sem reyndari eru.
Varðandi fræðslu þá hefur það hingað til verið að ákveðnu leiti í höndum fararstjóra í nýliðaferðum hvernig þeim málum hefur verið háttað. Þó verður reynt að halda námskeið í helstu atriðum fyrir ferðirnar. Síðan verða fleiri ferðir heldur en nýliðaferðir í vetur þar sem fræðsla verður spunnin inn í ferðirnar fyrir þá sem telja sig geta lært meira.
En annars er reynslan besti kennarinn í þessum málum eins og svo mörgum öðrum og því er það eitt að fara í ferð með sér vanari mönnum gríðarlega dýrmæt reynsla fyrir alla sem ætla að ferðast á hálendinu – og þar eru nýliðaferðirnar sérstaklega góður vetvangur.
Varðandi nýliðaferðina sem þú vitnar svo reglulega í Stefanía þá var ég þar líka sem nýliði og það á minnsta bílnum í þeirri ferð – ég upplifði þessa ferð greinilega allt öðruvísi en þú. Þarna lærði ég gríðarlega mikið og fékk að takast á við mjög margt af því sem kemur upp í ferð og fékk síðan aðstoð þegar ég var í vanda. Fararstjórinn þurfti til að mynda að draga mig langar leiðir til að koma mér yfir erfiða hjalla og annar úr hópi hinna reyndari aðstoðaði mig við að koma dekki á felgu. Einnig eignaðist ég í þessari ferð félaga sem ég ferðast enþá með í dag. Þannig að þessi ferð stóð hvað mig varðar algerlega undir öllu því sem að ég vonaðist eftir – alveg óháð því hvenær menn komu í hús.
En annars er bara að mæta á næsta mánudagsfund þar sem þetta verður allt saman kynnt rækilega.
Kveðja
BenniP.S.
Það getur meira en vel verið að ég mæti bara í Nýliðaferð – enda kominn á nýja dekkjastærð
31.08.2006 at 15:13 #558954ég er nú bara að tala um að félagar innan 4×4 eru margir og mjög misjafnir. þeir koma úr öllum þjóðfélagsstéttum og af öllum landshornum. þess vegna hefur alltaf gengið mjög erfiðlega að manna hverskynns starf og fræðslu innan klubbsinns. góð kona innan klúbbsinns skipulagði t.d. námskeið í, að mig minnir skyndihjálp og björgun, nú seinnipart vetrar og var þáttaka það dræm að hætta þurfti við námskeiðið, þrátt fyrir mikinn undirbúning og langan aðdraganda. ég held að ég fari með rétt mál þegar ég segi að engin nýliði hafi verið í hópi hinna örfáu sem skráðu sig á námskeiðið.
mun þæginlegra er fyrir ferða og vinahópa innan 4×4 að afla sér svona fræðslu sjálfir, því yfirleitt hópar sig saman fólk með svipaðar þarfir og hvatir, og á því auðveldara með að finna rétta tímann o.s.f. sem hentar öllum innan hópsinns.
eins og sést ef skoðuð eru öll gengin innan 4×4, þá hefur þetta fyrirkomulag hentað ágætlega þarsem innan gengjana er blómleg starfsemi og mörg meira að segja búin að koma sér upp egin skála og allt.
4×4 getur hjálpað til og greitt götur einstaklinga og minni hópa, en mjög erfitt getur verið fyrir 4×4 að halda utanum þúsundamannahóp og gera öllum til geðs.
ég vil taka fram að ég er ekki í neinu gengi innan klúbbsinns og heldur ekki í forustusveit og hef aldrei verið. því hef ég kannski ekki hundsvit á því sem ég er að segja, en þetta er allavega mín skoðun.
siggias74 E1841
31.08.2006 at 17:59 #558956Ég er nú að mestu sammála Stefaníu, að aðkoma nýliða mætti vera betri. En nú geta reyndar nýliðar skráð sig í ferðir með Litlunefnd og svo í Nýliðaferðir klúbbsins ásamt ýmsum öðrum uppákomum. Og námskeiðahald stendur verulega til bóta og kemur það betur í ljós á mánudagsfundinum.
En lög um Hjálparsveit segir: 9. grein ,4. liður
Hjálparsveit Ferðaklúbbsins 4×4. Hlutverk hennar er að vera félagsmönnum innan handar, lendi þeir í vandræðum með farartæki sín og þurfi aðstoðar við. Nefndin standi fyrir námskeiðahaldi og almennri fræðslu í samráði við stjórn.
Kjósa skal 5 menn í hana.Hvað varðar kommentið frá siggias74, þá held ég að hann sé gjörsamlega búinn að snúa staðreyndum á hvolf. Þegar því er haldið fram eftirfarandi:
Siggias74: ég er nú bara að tala um að félagar innan 4×4 eru margir og mjög misjafnir. þeir koma úr öllum þjóðfélagsstéttum og af öllum landshornum. þess vegna hefur alltaf gengið mjög erfiðlega að manna hverskyns starf og fræðslu innan klúbbsins.
Ég hef alltaf litið á það sem styrk klúbbsins að menn komi einmitt úr öllum hornum þjóðfélagsins, og kemur þetta komment mér mjög á óvart. Ég veit ekki hvernig þessi klúbbur liti út ef í honum væru einungis kokka, eða kennarar, eða smiðir, eða sjómenn.
Ég vill því benda siggias74 á það að hin mikla breidd félagsmann okkar hefur einmitt hjálpað okkur og eru sérfræðingar í nánast allri flóru þjóðlífsins í 4×4 og hefur það oft nýst félaginu vel. Mætti ég t,d benda á það að við erum með mjög góða atvinnu tæknimenn í fjarskipmálum, ferða geiranum, lögfræðinga, smiði, pípara, jarðfræðinga, tölvukalla af ýmsum gerðum, verkfræðinga, tæknifræðinga, sjómenn, lækna, verkamenn, gjaldkera, kokka ofl ofl ofl. Þetta fólk og margir fleiri hafa oft bjargar málunum hjá félaginu. Svo má einnig benda að stórann kost við það að við séum svona mismunandi. Ferðirnar verða bara miklu skemmtilegri þegar hópurinn er ekki allt of einsleitur.
31.08.2006 at 18:40 #558958Sendu okkur nafnið á manninum og hann flýgur inn, en þó undir arnaraugum Moggans. ef hann er ekki sofandi á fundi fyrir norðan.
Við lofum gulli og gylltum svítum
31.08.2006 at 19:18 #558960ofsalega hef ég orðað þetta komment vitlaust, fyrst að það var miskilið svona ofsalega.
að sjálfsögðu er það styrkur klúbbsinns að í honum séu allrahanda kvíkindi.
það sem ég var afturá móti að reyna að koma á framfæri er að ekki er hægt að halda námskeið á ákveðnum tíma og ætla það hennti öllum því vegna mismunandi þjóðfélagsstöðu og búsetu eru ekki allir lausir á sama tíma.
t.d. kemst ég aldrei á mánudagsfundi vegna þess að ég er á kvöldvöktum á mánudögum. ef að færa ætti mánudagsfundina til að það hennti mér myndu bara ekki einhverjir aðrir komast.
þessvegna gæti ég kannski stofnað gengi með nokkrum aðilum sem væru í vaktavinnu eins og ég og því alltaf lausir á sama tíma. við gætum þá skipulagt eða fundið til námskeið á þeim tíma sem hentaði okkar félagahóp og 4×4 auðveldað okkur leitina og reddað okkur afslætti.
kveðja siggias74 E1841
01.09.2006 at 04:07 #558962Stundum vefst mér tunga um tönn,en að lesa það sem kemur fram í athugasemdum Stefaníu um ferðir og fæðslu og við skrif sigga47 er varla hægt að þegja um.
Þau atriði sem siggi talar um eru í reynd það sem ferðamenska á jeppum til fjalla snýst um,kynnast öðrum með sama áhugamál og læra af reynslunni hvernig hlutirnir ganga fyrir sig,eins er kommentið um stýrimanninn gott innlegg og kemur þar skýrt fram að tækin geta bilað og þá er eins gott að kunna á kompás og landakort.
Ég hef heyrt á fundi að gps tölur á sjó og landi ,,staðsettnig" sé ekki sú sama,ég hef einnig upplifað að kvartarinn um að vera langt á undan öðrum skammaðist yfir því að fremsti bíll var beðin um að bíða svo restin af hópnum næði honum.
Mig langar ekki tiltakanlega til þess að setja ofaní við einn eða neinn því öll erum við í þessu sporti af áhuga og löngun,sum til þess að kynnast einveru,aðrir til að kynnast landinu og svo má lengi telja.
Ég tel að allir sem eru að tjá sig hérna á netinu hafi eitthvað til sína máls,en skrattin hafi það,ég hef ekki nokkurn skilning á þeim sem endalaust og bottnlaust setja út á allt og alla.
Stefanía meldaði sig í ferð um Verslunarmannahelgi,,einkaferð" en það var sem fyrr ekki neitt nema útásetningar og athugasemdir,ekki eitt einasta sinn datt henni í hug að fyrirfram ákveðin dagskrá ætti við hana né heldur að eitthver hefði gengið frá gistingu eða ferðaplani,nei hún vissi betur.
Ég veit að það eitt að leggja upp svona ferð er töluverð vinna,og legg það glaður á mig en ég segi en og aftur,,fjandinn eigi það sá sem skammast verður að hafa eitthvað lagt af mörkum og væri ég þakklátur ef mér væri boðið í ferð þar sem allt væri lagt upp í hendurnar á mér,Ég ættla ekki að skattyrðast við Stefaníu um þetta né annað en bendi á andstæðurnar í skrifum henar og sigga 47,sem að mínu mati eru eins og hann segir ,læra á umhvefið,félagan,velja þá,og hafa gaman af öllu saman í sátt við ferðafélagana.
Með þessu er ég ekki að segja að Stefanía sé eitthvað sem ekki á við í klúbbinum,nei hún og hennar líka eiga jafnt erindi og ég og þú og hafa mikið til síns máls,því Stefanía hefur líka gefið klúbbinum standard,það er ekki á allra færi að finna jafn mikla vanpunta á kerfinu og hún finnur og við eigum að passa svona einstaklinga hver veit hvenær sá næsti kemurKv Klakinn
01.09.2006 at 11:04 #558964Mér finnst ég verða að segja nokkur orð núna. Ég finn til í hjartanu að sjá að persónulegt skítkast út í fólk rati á svona opinberan stað eins og spjallið okkar sem er lesið af þúsundum manna.
Þessi ferð sem Klakinn er að tala um var ekki meiri einkaferð en svo að hún var auglýst hér á þessum vef opin öllum.
Ég fór í hana og þótti svo skemmtilegt að ég lifi enn á því. Hvað sem öðru líður þá þótti ýmsum í ferðinni einkennilegt að ekki væri farið að skoða Öskjuvötn eða Herðubreiðarlindir úr því að við vorum komin svo langt sem í Drekagil, mér undirritaðri líka þó ég segði kannski ekki neitt. Það voru líka fleiri sem töluðu um það sín á milli, ekki bara Stefanía. Mér finnst ómaklega að henni vegið þarna og finn mig knúna til að koma því að en jafnframt að ég vil ekki og ætla ekki að standa á milli manna og blanda mér í deilur sem snúast um persónur fólks. Við erum öll mis-fullkomin og höfum hvert sína skapgerð og sumar skapgerðir passa illa saman en það á þó ekki að vera tilefni til að fólk dreifi hrati yfir aðra opinberlega að mínu áliti. Mín ósk er sú að svoleiðis sé látið ógert hér á þessum vef og verðum við bara meiri manneskjur fyrir það.
01.09.2006 at 14:12 #558966Eg reikna með að sá sem skipuleggur ferð algjörlega einn viti nú betur en aðrir í hópnum hvort ferðin sé einka eða á vegum klúbbsins og þessi ferð var algjörlega og að öllu leiti einkaferð,þó svo að hver sem vildi mátti koma með,ferðaplanið lá fyrir allann tíman,eins er ég ekki að skilja þetta væl um Öskju,af hverju fóru þeir sem vildu ekki þangað, við vorum jú í Dreka ,nægur var tíminn um kvöldið fyrir þá sem vildu fara.Ég stend við öll mín orð um Stefaníu og er hundleiður á þessum sífeldu og endalausu aðfinnslum sem komið hafa frá henni og finnst það vera í jafn miklu lagi að svara henni,eins og henni að setja út á allt og alla. Mun ég áskilja mér allann rétt til að svara svona ádeilufólki.
Klakinn
01.09.2006 at 14:31 #558968Ég vona að menn tapi nú ekki svefn yfir þessari umræðu en það gleður mig að sjá það að klakinn nennir að eyða tíma í mig kl. 4 að nóttu þegar hann gæti haft 7 aðra hluti að gera.
Þetta er einkaferðin sem vísað er í, tekið af spjalli f4x4.is.
"Ferðir. júní 2006 – 08:06 Klakinn, 720 póstar. Svo má bæta við þetta að eitthverjir okkar úr Litlunefnd erum að hugsa um að fara Gæsavatnaleið um verslunarmannahelgi og taka 3-4 daga í flakkið,ef eitthverjir hafa áhuga á að slást í för með sendið email á laugi@simnet.is,ég reikna með að við verðum í tjöldum,í Nýjadal,Herðubreiðarlindum,og Laugarfelli ef skálapláss liggja ekki á lausu. Kv KlakinnGæsavatnaleið. ágúst 2006 – 05:07 Klakinn, 720 póstar. Já við ættlum Gæsavatanaleið um Verslunarmannahelgina og ættlum að vera í Versölum á föstudagskvöldið og Dreka laugardagskv og Laugafelli sunnud,og Skagfirðingaleið á mánud og malbikið heim. Það verða um 7-8 bílar í ferðinni og ef eitthverjir vilja slást í för með okkur er það bara velkomið,því fleirri því betra,við förum úr bænum cirka 17-18 svo allir geti verið í samfloti. Ef eithverir vilja koma með sendið mér þá línu á email laugi@simnet.is. Kv Klakinn Þetta verður örugglega Ofsafengin og Slóðrík helgi með Klakasprengdum innskotum og flæðandi upplýsingum"
Fyrir tveimur árum var ég að tala fyrir því að klúbburinn myndi standa fyrir fræðslu og tiltók sérstaklega GPS og skyndihjálp. Ég benti á að fimmtudagskvöld gæti verið góður vettvangur fyrir það. Þetta mál mitt fékk ekkert sérstaklega góðar undirtektir á stjórnarfundi en hvað um það.
Varðandi GPS málin þá var ég að kommentera á það að það eru til frábærir leiðbeinendur hjá Landsbjörgu sem geta kennt bæði rötun og á GPS og hafa jafnframt gríðalega reynslu í að ferðast bæði á jeppum og gangandi um landið þvert og endilangt. Þeir eiga til tilbúið námsefni í þeim tilgangi og þeir geta jafnframt miðlað af reynslu sinni. Mér hefði fundist eðlilegra að leita til þeirra sem fyrsta kost en ekki til slysavarnaskóla sjómanna en það mátti ekki heyra á þetta minnst.
Ferðamáti. Þetta spjall hér hófst á umræðunni um nýliðaferðir og mælti ég hiklaust með þeim og hafði gaman af minni ferð og þakkaði jafnframt fyrir hana en vakti jafnframt máls á því hvaða væntingar menn gera til slíkra ferðar. Minnti á stofnun fræðslunefndar og væri þar kominn vísir að breyttu hugarfari innan klúbbsins.
Hvað varðar hraða í ferðum þá hældi ég mönnum sérstaklega fyrir þægilegan ferðahraða úr bænum og upp í Versali um Verslunarmannahelgina. Ég minni jafnframt á að ég var aldrei fremsti bíll í þessari ferð og stjórnaði því ekki ferðahraðanum en ég kaus að sleppa lágadrifinu þar sem við átti og fylgja þá fremsta bíl eftir. Ég hafði mjög gaman af þessari ferð og kynntist skemmtilegu fólki þrátt fyrir að hafa ekki séð Öskju, Herðubreiðalindir eða Gjallanda þá er það bara eitthvað sem ég á eftir.
Enn ein ferðin til að þakka fyrir .
Takk Stef.
01.09.2006 at 15:44 #558970Það má víst þekkja þá sem …….. af þeim félögum sem þeir þekkja.Þá stóð Klakinn upp og labbaði heim á leið,að gera þessa 7 hluti.
Amen
01.09.2006 at 15:57 #558972ég vildi koma því að þarsem stefanía er að gera lítið úr slysavarnarskóla sjómanna, að þar á bæ eru frábær námskeið þarsem farið er í notkun á björgunarbúnaði hverskonar bæði til notkunar á sjó og á landi, skyndihjálp, hvernig á að bregðast við eldi í vél og rafbúnaði og einnig notkun á staðsetningartækjum og tilgang MOB takkanns á gps tækinu. farið var mjög ýtarlega í hvernig á að bera sig að við þyrlubjörgun og svo ýmislegt annað sem nýtist nær engöngu á sjó, enda var líka um námskeið fyrir stýrimannaskólann að ræða.
það getur velverið að landsbjörg haldi mjög góð námskeið og ætla ég alls ekki að rengja það, en maður býr vel að því að hafa farið í slysavarnarskóla sjómanna og ættu meðlimir 4×4 hiklaust að nýta sér það námskeið ef boðið er uppá það á vegum klúbbsinns, heldur enn að sleppa því og fara svo í fílu yfir að ekki er haldið námskeið með landsbjörgu.
kveðja siggias74
ps. mér líður einnsog ég sé 27 árum eldri en ég er þegar laugi talar um mig, ég veit ekki af hverju
01.09.2006 at 16:04 #558974Þessi umræða er góð að mörgu leiti en oft kemur fram misskilningur á starfi og hlutverki klúbbsins. Ég skellti inn umræða um fræðslu (ekki námskeið) reyndra jeppamanna í nýliðaferðunum sjálfum því ég haf ekki heyrt að það hafi sérstaklega verið gert. Upptalning Bærings hér fyrir ofan er flott og ég er bara ánægður með kallinn en alltaf koma fram þeir sem misskilja hlutverk meðlima klúbbsins.
Ferðaklúbburinn 4X4 samanstendur af áhugamönnum um ferðalög er var stofnaður af mönnum sem höfðu gaman af að ferðast saman og þó sérstaklega á breyttum bílum, það þiggur engin laun fyrir framlag sitt í þágu meðlima klúbbsins heldur er þetta allt unnið í sjálfboðavinnu. Þeir sem hafa lagt á sig umtalsverða vinnu við að skipuleggja ferðir á vegum klúbbsins hafa fengið að gista í frítt í þeirri ferð sem smá umbun fyrir framlag sitt. Það geta allir skipulagt ferðir, hvort sem það er á vegum klúbbsins eða ekki og oftar en ekki hljómar það í mín eyru sem “ ég ætla í ferð, langar einhverjum að koma með“, því er ekki hægt að staurreka viðkomandi eða forráðamenn klúbbsins ef ferðafélagar hafa annað álit á ferðatilhögun. Þetta er nú einu sinni þannig að ég eða aðrir vitum ekki alltaf af fallegum stöðum eða erum búnir að skoða þá svo oft að okkur langar ekki til að skoða þá aftur.
Ég er alveg viss um að ef fram koma tillögur um minniháttar frávik frá ferðaáætlun þá taka þeir sem skipuleggja viðkomandi ferð því vel og reyna að bregðast við því eftir bestu getu, stundum er það hægt en stundum ekki. Það má bara ekki vera þannig að þeir sem taka þátt í ferð sem félagsmaður/menn/konur hafa skipulagt hellir sér yfir þau að ferð lokinni, heldur ræði ferðatilhögun fyrir ferð eða meðan á ferðinni stendur. Það getur verð mannskemmandi að þegar maður hefur gert allt eftir bestu getu til að gera ferð eins skemmtilega og frekast eru unnt koma aðilar og slátra þeirri góðu tilfinningu sem maður hefur eftir svona ferð.
En eins og ég sagði þá er öllum frjálst að skipuleggja ferð á vegum klúbbsins svo framalega sem öllum reglum og samþykktum klúbbsins er fullnægt því hvet ég þá sem óánægðastir eru til að sýna hvað í þeim býr og slá undir eina ferð hvort sem hún er áætluð af klúbbnum eða eitthvað sem viðkomandi dettur í hug.Lifið heil og sátt og verum ánægð með að einhver nennir að taka svona ósérhlífið starf að sér.
Kv. vals.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.