This topic contains 43 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón G Snæland 18 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
29.08.2006 at 22:59 #198459
Sælir jeppamenn og konur.
Hvunær á að hafa hina árlegu og rómuðu jeppaferð á voru góða landi sem fróðir menn vilja kalla Ísland. Þá er ég að meina nýliðaferðina. Hvaða mánuð og hvaða daga.Haffi H-1811
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
29.08.2006 at 23:03 #558896
kemur það ekki bara í ljós þegar vetrardagskráin verður kynnt ?
29.08.2006 at 23:05 #558898En hvenær hefur hún svona sirka alltaf verið? Í Nóvember- Október? Man bara ekki hvenær hún var síðast.
Haffi
29.08.2006 at 23:07 #558900Er það ekki í lok november sirka
Bubbi
29.08.2006 at 23:11 #558902eru yfirleitt síðustu helgina í nóvember en vetrardagskrá klúbbsinns verður kynnt á næsta mánudagsfundi
29.08.2006 at 23:37 #558904hef heirt því fleigt að gemlingarnir ætli að sjá um allavegana eina af þessum nýliðaferðum í ár eins og í fyrra. Og ætli sér stóra hluti. þ.e. ætli sér að slá út seinustu ferð. En þar sem ég verð sennilega nýkominn uppaf fæðingardeild með lítinn hnokka í fanginu eða á leiðinni uppeftir get ég ekki lofað neinu….. Þetta er bara orðið á götunni.
Kv. Bazzi
29.08.2006 at 23:45 #558906óléttur Bazzi eða hvað ert þú að tala um. Eða er þú orðin svona nútíma Metromaður sem getur ekki skroppið á klóið einn. Þó konan gangi með erfingja
30.08.2006 at 00:23 #558908ég get ekki gert að því að ég sé spenntur yfir því að sjá frumburðinn……….
Það er kanski ekki rétt forgangsröðun í þínum augum þar sem að ferðaklúbburinn 4×4 er mátturinn dýrðin og amen hjá þér. En betur get ég ekki boðið eins og er en grunar að ég verði með annan fótinn verulega nálægt setrinu og í kringum þessa ferð…
F4x4 amen
30.08.2006 at 08:54 #558910Varðst þú sár. Jæja en hvað um það þá átt þú ekki að vera spenntur, heldur átt þú að vera að fara á taugum vegna ábyrðartilfinningar. En það kemur og þyrmir þá yfir þig. Þegar þar að kemur. En hvað varðar klúbbinn þá gengur hann auðvita ekki fyrir, en þú mátt bara ekki lát svona smáræði þvælast þig fyrir þér, og alls ekki fara að tapa af jeppaferð. Kvenfólk í jeppaheiminum vita það auðvita að bannað er að eiga börn á helgum og á vinnutíma. Nema þá kannski í kaffitímum í miðri viku. Frú Ofsi t,d passaði upp á það að fara á fæðingardeildina að kvöldlagi í miðri viku, á hún þakki skilið fyrir skilningin. Og tapaðist ekki einn einasti vinnutími vegna króanna. En Bazzi minn rétt forgangsröð er: vinna fyrir dísel, gera við jeppann og fara á fjöll. Þetta hélt ég bara að hverjum jeppamanni væri ljóst.
Annars held ég að við séum heldur betur búnir að skrensa út fyrir efnið, þó svo að hægt sé að fjalla um nýja einstaklingar í svona þræði um nýliðaferðir.
30.08.2006 at 10:41 #558912Er ekki bara verið að tala um framtíð klúbbsins? Miðað við yfirlýsingar for(d)mannsins verður hulunni svipt af henni næsta mánudag…
Ég ætla samt að reyna hvað ég get til að komast í þessa ferð… skilst að þær séu svakalegar.
30.08.2006 at 13:26 #558914Þegar maður heyrir orðið “Nýliðaferð“ þá sér maður fyrir sér að vanir jeppamenn séu að fræða nýliðana um hinar ýmsu hættur, hvernig hægt er að redda bilnunum, koma dekki á felgu, kenna spottadrátt o.s.f. Ég hef aldrei farið í svona ferð og ekki vona á að ég fari sem nýliði í svona ferð, en ég hef aldrei séð dagskrá yfir þessar ferðir nema: keyrt þangað, sofið þarna og farið heim á þessum tíma. Það væri gaman að því að heyra í forráðamönnum þessara ferða hvernig þessum málum er fyrirkomið. T.d. hvað var kennt annað en að opna bauk og standann flatann.
Bara svona tillaga kv. vals.
30.08.2006 at 13:39 #558916Ég mæli hiklaust með þeim ef ég miða út frá einu nýliðaferðinni sem ég hef farið með f4x4.is. Fararstjórinn var 3 tímum á undan síðasta bíl í skála. Og eina "nýliðafræðslan" sem ég fékk var að læra af reynslunni frá manni sem drekkti bíl sínum í krapapitti um árið og varð að láta bjarga lífi sínu. Með það veganesti hef ég haldið í mínar ferðir "reynslunni" ríkari eftir nýliðaferð. N.B. ég fékk líka að heyra það að menn væru ekki að fá borgað fyrir að taka svona ferðir að sér þannig að ég ætti ekki að búast við neinu og mætti eiginlega bara þakka fyrir.
Takk fyrir
kv. stef.
30.08.2006 at 13:39 #558918.
30.08.2006 at 13:53 #558920Þetta er góð ábending hjá þér Valur, kennslan er sennileg svona upp og ofan. Rottugengið hefur séð um Nýliðaferðir 2 eða 3. Ég man nú að við fórum léttu leiðina í einhverjum tilfellum. Þ.a.s að láta Arctic Trucks sjá um eitt kvöldnámskeið. Í annað skipti fengum við sigmann Landhelgisgæslunnar til þess að kenna mönnum að taka á móti þyrlu. Og var námskeiðið haldið í húsakynnum gæslunnar. Einnig héldum við vaðanámskeið og sá Gísli Ólafur Pétursson um það og var það einungis bóklegt. Kjartan Gunnsteinsson hélt námskeið í notkun á fjarskiptatækjum og gps. Einnig var farið eitt kvöld niður á dekkjaverkstæði og kennd töppun og að koma dekki á felgu. Og svo að lokum var gefinn út bæklingur með ýmsum upplýsingum. Að mínu viti er þetta allt of umfangsmikið og væri nóg að kenna undirstöðu atriðin eitt kvöld fyrir ferð. En hinsvegar ætti klúbburinn að standa reglulega fyrir námskeiðum af ýmsu tagi allt árið um kring. Og gætu hinar ýmsu nefndir komið að því samanber Fjarskiptanefnd, Umhverfisnefnd, Hjálparsveit, Litlanefnd ofl. Það gæti hugsanlega verið einn að föstu liðunum í starfi þeirra. T.d gætum við hugsað okkur Umhverfisnefndin héldi námskeið árlega í Þverun straumvatna.
En svo má ekki gleyma því að bara að fara í nýliðaferð er kennsla útaf fyrir sig og er ákveðin reynsla í gagnabanka viðkomandi
30.08.2006 at 14:07 #558922Getur maður ekki laumað sér með í svona nýliðaferð þó maður vilji hvorki takast á við það ábyrgðahlutverk að stýra henni (eða keyra hraðast eins og hefur verið í nýliðaferðinni hennar Stefaníu) né heldur sé löggiltur nýliði?
Ég væri alveg til í að bæta aðeins í kunnáttubankann ef það er klárt fólk að stjórna ferðinni og sjá hvort maður sé kannski að gera allt vitlaust sjálfur :-/EE.
30.08.2006 at 16:20 #558924Rétt Ofsi, fullt af fínum námskeiðum hafa verið haldin en það sem ég átti við var einhverskonar námskeið í nýliðaferðum !. Eins og tildæmis að fara yfir krokamál á þeim bílum sem eru í ferðinni, ég hef of oft lent í vandræðum með að finna traustann stað til að hengja spottan í í þann bíl sem ætlar að togast á við minn. Ég er tildæmis með fjóra trausta festipunkta að aftan og þrjá að framann svo eitthvað sé nefnt. Í ferð síðastliðin vetur heyrðist oft í talstöðinni “hver er með krokinn í spilfestinguna“.
Þetta er svona tilleg í hugmyndabankan
kv. vals.
30.08.2006 at 16:34 #558926Valur þetta gerðu við í einni Fjárplógsferðinni, þ.a.s þegar við vorum með dekkjakennsluna, þá voru allir látnir mæta á jeppunum sínum til þess að hægt væri að skoða krókamálinn. Og voru þeir sem ekki voru með þau í lagi, látni laga það fyrir ferð.
Enda nú mál nr 1 að hafa eitthvað í jeppanum til þess að hengja í.
30.08.2006 at 16:37 #558928Einar mætir auðvita sem fulltrúi fjölmiðla og svo gæti Moggi verið fjárhaldsmaður fararstjóra svo allt fari fram siðlega.
30.08.2006 at 19:38 #558930Það sem mér finnst og hef talað um það áður er að klúbburinn ætti að skilgreina betur hvað hann kallar nýliðaferðir og hvað felst í þeim þannig að maður viti bara að hverju maður gengur. Það sé smá samræmi á milli nýliðaferða en ekki bara að það sé háð duttlungum þeirra sem tekur að sér að standa að svona ferð. Þannig að ég var bara óheppin að hafa farið í þessa nýliðaferð en ekki í nýliðaferð með rottunum. Ég gerði þau mistök að halda að nýliðaferð biði upp á einhverja formlega fræðslu og leiðbeiningar fyrir nýtt fólk fannst það eiginlega liggja í orðinu af fenginni reynslu annars staðar og ákvað þar af leiðandi að ganga í klúbbinn og verða mér út um smá þekkingu. Ef ekki er meiningi að klúbburinn standi fyrir fræðslu þá annað hvort að kalla þetta einhverju öðru nafni eða þá "nýliðaferð án fræðslu" og maður veit það og þá er málið dautt.
kv. stef
30.08.2006 at 20:15 #55893230.08.2006 at 21:53 #558934Var tekið kvöldnámuskeið hjá artic. En lítið annað gert nema lagt af stað og keirt uppí setur. Meðsvona ýmsum ævintýrum. Var keirt frá sóleyjarhöfðanum í nokkrum hópum og var meiningin að menn myndu þá kanski kynnast betur og hjálpa hverjum öðrum og svo vorum við dreifðir um hópana og svona studdum við bakið á þeim sem á þurftu. og vorum við held ég allir komnir með 2-3 bíla undir arminn þegar við komum uppí setur. Og var seinasti bíll í hlað einn af hópstjórunum. Fyrir utan Magga Skóg sem kom á eftir því hann þurfti að spila 4runner uppá pall sem lagði sig einhverstaðar á hvíslarveitu veginum.
Svo var farið í bíltúr á laugardaginn og leitað að vandræðum. Þar sem þetta virtist alltsaman vera svona heldur lítiðfjörlegt og saklaust réðust 2 bílar á smá op í blautukvíslunum og þegar að það var orðið passlega stórt til að koma bíl öllum oní ánna fóru flestir ofaní og spreittu sig á ísskörunum. Næst var haldið áfram inní nautöldu og sparkað snjó í laugina og einhverjir hugaðir fóru í bað.
Á bakaleiðinni hittust hóparnir við læk rétt við blautukvíslarnar og var tekið nett æfing og kennsla í festum, spottum og spilun og fengu allir að spreita sig sem vildu og fylgdust hinir áhugasamir með.
því næst skellti kokkurinn nokkrum lærum á grillið og trallaði eithvað frammá nótt nema nokkrir af okkur sem fóru á móti Þóri stórhetju sem kom með varahluti í luxa sem sleit klafan nokkurnveginn undan sér á leiðinni inneftir. En honum var komið í lag og keirt inní setur.
Svo kom sunnudagur og var farin kellingafjallaleiðina heim þar sem að magga tókst loksins að affelga eftir margar heiðarlegar tilraunir. En með þeim æfingum fannst mér ekki alveg nægilega margir nýliðanna fylgjast með enda voru menn orðnir frekar þreittir og vildu bara komast heim.Þetta er svona nokkurnvegin það sem við gerðum og er mín skoðun að eigi að fara fram í nýliðaferð.
En eins og þið getið ýmindað ykkur sem vitið þetta betur en ég að það er ekki hægt að plana vandræði, bilanir og affelganir. Þetta bara gerist og er þessvegna erfitt að hafa skipulagða dagskrá í svona ferðum sérstaklega ef að menn sem ekki hafa farið mikið á fjöll áður, eiga að læra eithvað af ferðinni. Þetta lærist ekki af bók eða inná upphituðu verkstæði.Kv. Bazzi
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.