This topic contains 26 replies, has 1 voice, and was last updated by Agnar Benónýsson 21 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
15.10.2003 at 15:49 #193026
Sælir félagar
Verður farin nýliðaferð í ár?
Hvert er farið og hvenær og hvernig skráir maður sig í hana?
Er þessi skráningarsíða (sem er að finna undir umhverfisvefnum/nýliðaferði) ennþá virk?
Með kærri kveðju
AgnarBen „ferðaþyrstur“ -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
15.10.2003 at 16:12 #478114
Sæll AgnarBen
Eins og fram kom á síðasta félagsfundi á Hótel loftleiðum verða nýliðaferðir um mánaðamótin nóv/des.
Stjórn setur tilkynningu um ferðirnar fljótlega og einnig verður tilkynning í næsta Setri.
Það er um að gera að mæta á opið hús og spyrjast fyrir um ferðirnar og skrá sig.Kv.
Kjartan
15.10.2003 at 16:13 #478116Sæll Agnar.
Það verða örugglega farnar nýliðaferðir. Minnir að það sé á dagskrá fyrstu helgina í des.
En það vantar enn einhverja til að sjá um þær. Þetta var kynnt á síðasta félagsfundi á Loftleiðum.
Geri ekki ráð fyrir að þessi linkur sé virkur, því ekki hefur þessi nefnd tekið að sér að standa fyrir ferðum.., en hver veit hvort það gerist..
kv
Palli
15.10.2003 at 16:25 #478118
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sjálfsagt myndi skráning á þessa skráningasíðu enda í tölvunni hjá Einari Kjartanssyni, en hann hefur haldið utan um vef umhverfisnefndar og var á sínum tíma aðal sprautan í þeim ferðum sem umhverfisnefnd stóð fyrir. Hins vegar virkar það ekki sem skráning í almennar nýliðaferðir klúbbsins.
Umhverfisnefnd stóð fyrir tveimur nýliðaferðum starfsárið 2001-2002, sem var nýbreytni í starfi nefndarinnar og einskonar hliðarbúgrein. Nefndin hefur ekki tekið ákvörðun um að standa fyrir slíkri ferð í ár, en ekki heldur tekið ákvörðun um að gera það ekki. Þannig að eins og Palli segir, hver veit … Það yrði hins vegar auglýst sérstaklega ef af yrði.
Kv – Skúli H.
15.10.2003 at 16:46 #478120Sælir
OK. Ef ég skil Skúla rétt þá hafa bæði umhverfisnefnd f4x4 og f4x4 staðið fyrir nýliðaferðum.
Ég bíð þá bara spenntur eftir tilkynningu frá öðrum hvorum "aðilanum". Vonandi verða bara báðir með ferðir því mann vantar nú alltaf afsökun til að fara eitthvað
bestu kveðjur
Agnar Benónýsson
15.10.2003 at 18:29 #478122Nýliðaferðir eru skráðar 29-30 nóvember hérna á heimasíðunni.
https://old.f4x4.is/netfrettir/vetrardagskra.html
16.10.2003 at 07:50 #478124Skráningarsíðan sem Agnar vísar á er virk en hún hefur verið notuð vegna nýliðaferða á vegum Umhverfisnefndar. Farnar voru ferðir á [url=http://um44.klaki.net/jokh01/:17unzf8a]Grímsfjall[/url:17unzf8a] og [url=http://um44.klaki.net/la02/:17unzf8a]Langjökul[/url:17unzf8a] fyrir 2 árum. Eftir því sem ég best veit, þá var þetta í fyrsta sinn sem farið var á jökul í nýliðaferðum á vegum klúbbsins.
Síðastliðinn vetur voru ekki farnar slíkar ferðir, m.a. vegna leiðinlegs tíðarfars og þess að talsvert framboð var á öðrum ferðum á vegum klúbbsins í tengslum við 20 ára afmælið.
Hvort framhald verður á þessum ferðum fer að verulegu leiti eftir áhuga félagsmanna. Aðeins tveir aðilar hafa skráð sig á listann á þessu ári, sem óneytanlega bendir til þess að eftirspurnin sé ekki mjög mikil.Ef svo er, þá nægja hinar hefðbundnu nýliðaferðir, sem farnar eru um mánaðamótin nóvember-desember hugsanlega til að fullnægja þörfinni.
-Einar
16.10.2003 at 11:29 #478126Sælir
Líkleg ástæða á því að ekki fleiri eru búnir að skrá sig er einfaldlega sú að ekki er búið að auglýsa ferð, hvert á að fara og hvenær. Ég fyrir mitt leiti myndi aldrei skrá mig í ferð nema að vera þess fullviss að ég gæti mætt.
Ferð á Grímsfjall hljómar óneitanlega meira spennandi en ferð í Jökulheima (með fullri virðingu fyrir því bráðskemmtilega svæði) og lærdómsgildi svoleiðis ferðar hlýtur að vera mun meira. Auðvitað komast þá kannski færri með en jeppalega séð myndi ég alltaf velja ferð á Grímsfjall!
Ég mun þó að sjálfsögðu mæta með glöðu geði hvert sem verður farið í nýliðaferðinni um mánaðarmótin nóv/des.
kveðja
AgnarBen
16.10.2003 at 13:10 #478128Skráningin á vefsíðu umhverfisnefndar er til að komast á póstlista, til að fá sendar tilkynningar um áformaðar ferðir, sem yrðu ákveðnar með nægilega stuttum fyrirvara til þess að veðurspár væru marktækar. Ferðin á Grímsfjall var auglýst sem ferð í Jökulheima. Næsta ferð sem mig langar til að blása til, yrði auglýst sem ferð í Setrið, en með það að markmiði að fara á, og helst yfir Hofsjökul.
-Einar
16.10.2003 at 13:20 #478130Sælir.
Nýliðaferð á Hofsjökul…
Já, einmitt. Ertu þá að hugsa um "Survival of the fittest"
Þeir sem komast uppúr sprungunum eru hæfir í ferðir. Er það málið?Ég held að einmitt orðið "Nýliðaferð" feli það í sér að farin sé ferð sem er ekki mjög erfið. Maður byrjar jú að hjóla með hjálpardekkjum, en ekki á einhjóli.
Er ekki tilgangur þessara ferða að á hættulausan og nokkuð auðveldan hátt verði byrjendum kennd grunnatriði í ferðamennsku, eins og hvernig ber að hleypa úr lofti, draga fastan bíl og þessháttar, en ekki að æða með þá á sprungusvæði, eða á staði þar sem ferðamennskan krefst kunnáttu og reynslu?
Eða er það bara ég sem hef skilið þetta svona? Ég er auðvitað mjög Heimsgur.Emil Borg
Heimsgur #313
16.10.2003 at 14:00 #478132Sælir
Ég nefndi nú bara Jökulheima af handahófi var ekki að benda á einhverja sérstaka ferð
Emil bendir einmmitt á vandamálið við ferðaval í nýliðaferð. Sumir hafa meiri reynslu en aðrir og aðrir enga, hvar á að draga mörkin? Á að miða við að þátttakendur í "nýliðaferð" hafi enga reynslu og ferðin því í takt við það? Líklega já!
Voru þessar tvær ferðir umhverfisnefndar þá ekkert nýliðaferðir?? Jú það finnst mér því þó margir jeppamenn hafi eins til tveggja ára reynslu af því að ferðast í snjó, eigi kaðal og kunni að hleypa úr þá er það að fara á jökul eitthvað allt annað og meira að mínu mati. Maður vill fara með sér reyndari mönnum !!!!!!
Mér finnst svona ferðir hafi rétt á sér en gæta verður þó að bjóða einnig upp á "auðveldari" ferðir fyrir okkur sem ekkert kunna og kæmumst varla upp í Breiðholt án þess að hafa strætó á undan okkur 😉
Bestu ferðakveðjur
AgnarBen
16.10.2003 at 14:38 #478134Í nýliðaferðum umhverfisnefndar hafa ekki verið gerðar sérstakar kröfur um dekkjastærð eða reynslu þátttakenda. Þeim var skipt upp í hópa m.a. með tilliti til getu bíla og reynslu ökumanna. Í ferðinni á Grímsfjall var einn bíll á 33" dekkjum og í Langjökulsferðinni voru allmargir bílar á 35" dekkjum.
Það er útbreiddur misskilningur að Hofsjökull sé eitthvað verri en aðrir jöklar hvað varðar sprungur. Þar eins og á Langjökli og Vatnajökli eru sprungurnar á ákveðnum svæðum. Höfsjökull er sá íslenskra jökla sem hvað best er rannsakaður, Raunvísindastofnun kortlagði hann og mældi þykkt hans snemma á níunda áratgunum og Orkustofnun hefur fylgst með snjóalögum þar síðan 1988.
Færi á jöklum, eins og annarsstaðar er mjög breytilegt, fer eftir veðri og hvernig veður hefur verið undanfarna daga og vikur. Sem dæmi um hversu breytilegt færi á jöklum getur verið, má nefna að 1. apríl 2000 fór ég upp á hábungu Hofsjökuls með 10 pund í 35" dekkjum. Raunar er hægt að leiða rök að því að það sé oft mun öruggara að ferðast á jöklum en utan þeirra. þar er maður laus við gjót, ár, gil, kaldavermsl og hveri sem oft skapa hættu við akstur á snjó. Það eru mjög fáir staðir utan jökla þar sem ég myndi þora að aka eingöngu eftir gps, án þess að sjá fram fyrir bílinn, en þetta er oft gert á jöklum.
Helsti vandinn við jöklaferðir er að þeir liggja hátt, því er veður þar oft mun verra og úrkoma meiri en neðar. Því er mjög mikilvægt að taka tillit til veðurs og veðurhorfa þegar jöklaferðir eru ráðgerðar.
Með því að ákveða tíma ferða eftir veðri og færð er hægt hámarka líkur á að allir komist á áfangastað.
-Einar
16.10.2003 at 14:49 #478136
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég fæ ekki séð að ferð á Hofsjökul sé eitthvað sem ekki gangi upp sem nýliðaferð, en það krefst þess að fyrir ferðinni sé einhver sem þekkir jökulinn og veit hvar og hvenær er óhætt að keyra. Þátttakendur hlýta svo einfaldlega leiðsögninni og læra það grundvallaratriði að menn þurfa að vita hvað þeir eru að fara.
Svona ferðir eru því einfaldlega háðar því að einhverjir með þekkinguna séu tilbúnir í að taka að sér fararstjórn. Ég hef einu sinni elt Einar upp á Hofsjökul í svartaþoku og það gekk bara vel, þannig að ég er ekki í neinum vafa um að hann myndi afgreiða þetta verkefni. Sáum aldrei sprungu. Væri örugglega mjög spennandi ferð bæði fyrir nýliða og lengra komna.
Kv – Skúli
16.10.2003 at 15:16 #478138
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir …..
nokkuð skemmtileg umræða um nýliðaferðir , persónulega finnst mér ekki gáfulegt að fara með nýliðaferðir á jökla ,
hins vegar er ekkert að því að hafa ferðir fyrir lengra komna sem vilja fara í fylgd með reyndum mönnum .Varðandi Hofsjökul að þá er hann nú yfirleitt talsvert sprungin og þar af leiðindi ekki stór hópur sem að leggur á hann og þess vegna yfirleitt litlar upplýsingar um færðina á honum.
T.D. dæmi um færð og veður á jöklum ( þar sem menn benda réttilega á að 33" bíll hafi farið á Grímsfjall ) þá lentu þeir í Fjallavinafélaginu Kára í því að þurfa að kalla út snjóbíl til að ryðja niður jökulinn fyrir sig , þar voru á ferðinni reyndir menn með mikla reynslu , hvernig haldið þið að nýliðar á 33" – 35" dekkjum hefðu staðið sig í slíkum aðstæðum ?
Mér finnst persónulega ekki ábyrg fararstjórn að leiða algjöra nýliða í slíkar ferðir því að þeir sem hafa reynslu vita að veður breytast hratt á jöklum .
Auðvita er þetta getgátur en gleymum því ekki að veðráttan getur leikið okkur grátt og eiga menn ekki að taka slíkar áhættur með nýliða.
Þetta eru bara mínar persónlegu skoðanir sem að ég tek út frá reynslu minni eftir að hafa ferðast um hálendi Íslands síðastliðin 15 ár og starfað í hjálparsveit.
mbk,
Pési
16.10.2003 at 15:31 #478140Hinar almennu ferðaleiðir á jöklum tel ég vera með öruggari svæðum sem hægt er að ferðast um á, á vetrum. Mikið minna af hættum þar en eru utan jökla á hálendinu.
Það sem skiptir máli á jöklunum er að þekkja svæðið sem þú ert á, eða vera í hóp með mönnum sem það gera.Á jökli er eini staðurinn sem ég hef sofnað undir stýri, og hafði bara engar áhyggjur af því, enda kolvitlaust veður úti og ekkert að sjá út fyrir bílinn hvort eð er. Ég hefði aftur á móti aldrei þorað ofanaf jöklinum í þessu veðri.
Mæli samt ekkert sérstaklega með svona svefnlotum jöklum….;)Kveðja
Rúnar.
16.10.2003 at 16:33 #478142
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Pési, þetta var nú kvikindisskapur, að draga páskaferð okkar Káranna til vitnis í þessu máli. Það er alveg rétt að 33" bíll hefði ekki gert miklar kúnstir á jöklinum þann dag þar sem 44" dugði lítt, en líklega hefði verið hægt að hafa hann í bandi í aftasta bíl. Aðalvandinn var að ryðja slóð, en síðan var hægt að keyra í förunum. En þetta var kannski svolítið sérstakt dæmi því við vorum búin að vera á þriðja sólarhring veðurteppt á fjallinu og látlaus ofankoma þannig að nýsnævið var gríðarlega mikið (eins og sést t.d. [url=http://www.mountainfriends.com/images/p-h23.jpg/:32q3emej]hér[/url:32q3emej] ). Málið er kannski nákvæmlega það sem Einar nefnir, það er mikilvægt að taka tillit til veðurhorfa. Við ákváðum að fara þrátt fyrir að spáin væri ekki sú æskilegasta. Einhverjir ákváðu að sitja heima vegna þess og eru enn að stríða okkur hinum og fararstjóri í nýliðaferð hefði mjög líklega ákveðið að blása ferðina af.
En það er útaf fyrir sig rétt að spáin gengur ekki alltaf eftir og kannski síst á fjöllum. Eins þurfa menn að taka með í reikninginn að lægð sem gengur yfir landið hefur önnur áhrif upp á jöklum en niðri í byggð. En þetta eru einmitt allt hlutir sem maður vill læra þegar maður er að byrja í sportinu.
Kv – Skúli H.
16.10.2003 at 16:39 #478144
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Mistókst eitthvað að vísa á myndina þarna, reynum aftur [url=http://www.mountainfriends.com/images/p-h23.jpg:3akbkqdm]hér[/url:3akbkqdm].
Og svo eru auðvitað fleiri myndir úr þessum túr á [url=http://www.mountainfriends.com:3akbkqdm]Káravefnum[/url:3akbkqdm]
16.10.2003 at 23:11 #478146Sælir félagar.
Ég tek undir með Skúla varðandi veðurspárnar. Það er ótrúlega oft sem skítaspá er tilkynnt á ljósvakanum en samt er rjómablíða á fjöllum. Reyndar hefur mér sýnst þessi "ó-siður" veðurstofumanna aukast í seinni tíð og "öryggisbrjálæði" þeirra annars ágætu manna í þessu efni hefur oft haft neikvæðar afleiðingar í för með sér. Þetta virðist t.d. hafa verið raunin í Káratúrnum á Vatnajökul; þ.e. menn ákváðu að fara þótt spáin væri kannski ekki sem best.
Hér gildir "úlfur úlfur" lögmálið; þ.e. ef þú hefur oft farið á fjöll í vafasamri veðurspá og jafnvel við þær aðstæður landað veðrusælustu túrunum á ferlinum, þá ósjálfrátt hættirðu að taka þessum endalausu "öryggisbrjáluðu" viðvörunum hátíðlega.
Reyndar finnst mér alltaf jafn hjákátlegt að horfa á veðurfræðingana spá spekingslega um veður viku fram í tímann í sjónvarpinu, meðan þeir geta sjaldnast sagt fyrir um það með sæmilegri vissu hvernig verðið verður á morgun…
Ferðakveðja,
BÞV
17.10.2003 at 06:39 #478148Tek undir með fasteignasalanum, þetta öryggismoment hjá Veðurstofunni og Vegagerðinni er að verða út úr korti. Kannski erum við komin svo langt hér, að þetta sé eins og í Ameríku, ef þú varar ekki fólk skriflega við því að tyggjóið geti festst á gangstéttinni þegar þú hrækir því út úr þér, eigir þú von á að einhver lögfræðingurinn stefni þér. Kannski er það þetta, sem vinnufélagar eik eru að verja sig fyrir. En varðandi langtímaspárnar – mér finnst þessi kort frá wetterzentrale.de í Karlsruhe býsna góð, þótt þau séu náttúrulega ekki í miklum detail hvað varðar einstök svæði. Hvað finnst ykkur?
17.10.2003 at 09:32 #478150
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Já þetta er alveg rétt. Veðurstofan er náttúrulega skömmuð harkalega ef það skellur á óveður sem þeir hafa ekki varað við og þá taka þeir upp á að setja fram verstu hugsanlegu spá og vara við óveðri ef það er einhver möguleiki á slíku. Helst þarf maður skoða þessa veðurvefi og draga sínar eigin ályktanir út frá því, en það krefst þjálfunar og ekki á allra færi. [url=http://www.mountainfriends.com/html/llaugar03.html:2xi6slvy]Þessi túr[/url:2xi6slvy] var t.d. farinn þrátt fyrir lítt spennandi spá og margir ákváðu að vera heima vegna hennar.
Engu að síður færi ég ekki af stað á jökul sem fararstjóri í nýliðaferð ef djúp lægðværi að koma að landinu.
Kv – Skúli H
17.10.2003 at 14:37 #478152Ég hef þá reglu að fara ekki á jökla ef það spáð verulegri úrkomu. Meðal annars, þess vegna fór ég ekki í Kára ferðina á Grímsfjall um [url=http://www.mountainfriends.com/html/paskargate.html:li7vxgs5]páskana 2002[/url:li7vxgs5], þótt ég færi bæði [url=http://eik.klaki.net/gutti/vatnaj04:li7vxgs5]2000[/url:li7vxgs5] og [url=http://eik.klaki.net/gutti/vj03a.html:li7vxgs5]2003[/url:li7vxgs5]
Gallinn veðurspárnar sem veðurstofan gefur út og þær sem birtar eru í sjónvarpi, er að þar er um að ræða túlkun margra og ólíkra einstaklinga. Þess vegna nota ég mest
[url=http://eik.klaki.net/vmap/J.html:li7vxgs5]kort[/url:li7vxgs5] og [url=http://www.vedur.is/vedrid/vedursparit.html:li7vxgs5]veðurspárit[/url:li7vxgs5] sem unnin eru beint úr tölvuspánum. Mín reynsla er að þessar spár séu oftast mjög nákvæmar 2-3 daga fram í tímann. Ef mikið liggur við þá tala ég við tiltekna veðurfræðinga, það hefur aldrei klikkað.Hvort tiltekin ferð hentar ákvðnum "nýliðum" eða ekki hlýtur að vera háð einstaklingsbundnu mati. Ef um er ferð á jökul, þá eru nýliðar þeir sem telja sig þurfa leiðsögn til að fara á jökul, óháð því hver reynsla þeirra er af öðrum ferðalögum.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.