This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Jóhann Þröstur Þórisson 19 years, 8 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar.
Það hafa margir ykkar lent í því að hafa eingöngu fengið aðgang að spjallinu, en ekki auglýsingum og myndaalbúminu. Ástæðan er í flestum tilfellum sú að nýskraningin hefur ekki heppnast, eða ekki verið gerð sem skildi. Margir slepptu því að haka við að þeir séu félagsmenn og gáfu því ekki upp félagsnúmer eða kennitölu. Nú hefur verið bætt við þeim valmöguleika í „mínar upplýsingar“ að leiðrétta skráninguna. Einnig er kominn þar möguleiki til að tengja sig við efni af gamla vefnum.
Ég hvet ykkur til að nýta þessa möguleika og fá þar með þau réttindi sem ykkur ber.
Ef það koma upp vandamál við þessar aðgerðir, eins og t.d. að þau skilaboð komi að félagsnúmer og kennitala passi ekki saman, sendið okkur endilega póst á webmaster@f4x4.isMeð kveðju,
Emil Borg
You must be logged in to reply to this topic.