Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › Nýju refsilögin !
This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Skúli Haukur Skúlason 12 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
28.02.2012 at 17:33 #222759
Nú er draumur eins félagsmanna í Ferðaklúbbnum 4×4, Róberts Marshall, orðinn að veruleika, nefnilega að stórauka refsingar við utanvegaakstri, svoleiðis að nú telst utanvegaakstur eitt það versta sem landinn tekur sér fyrir hendur amk ef tekið er tillit til refisinganna. Nú er líklega verra að aka utan vega en að að örkumla fólk, eða smygla og selja eiturlyf, eða ?
Sjá má frumvarpið og umræðuna um það hér.
kv. Óli
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
28.02.2012 at 17:55 #751077
Róbert hlítur að útskýra þetta allt saman hérna á vesfíðunni fyrir félögum sýnum. Það hlítur að vera
Mest brá mér nú við það sem haft var eftir meintum félaga Róbert. Að allt hefði þegar verið reynt til þess að stemma stigu við utanvegaakstri. Þar held ég að Róbert hefði átt að afla sér betri heimilda. kv JSvið hefðu getað frætt Róbert um eitt og annað í vinnubrögðum Umhverfiráðuneytisins eða hjá Umhverfisstofnun. Þeirri stofnun sem þykir það í lagi að dæla smá Vítisóda í Eyjafjörð eða reka handónýtar sorpbrennslur. Allt í sama stíl á þeim bæ. PS var það ekki annars sú auma stofnun sem rændi 50 tonnum af Hrafntinnu við Hrafntinnusker, þegar hægt var að fá sambærilegt efni annarsstaðar. Jú sei sei, þeim þótti svo nóg um eigið rán og utanvegaakstur við Hrafntinnutökuna. Að þeir ákváðu að setja reglugerð um það að almenningur mætti einungis taka fáein kg af grjóti úr náttúrunni.
28.02.2012 at 22:14 #751079Svei Róbert þú ert ekki okkar maður.!!!!!!!eða ekki að okkar skapi.
29.02.2012 at 16:04 #751081MIg langar nú að leggja orð í belg.
Þó ég sé ekki hlyntur þessum lögum þyrfti svona hlutur ekki að vera al-slæmur. Hann gengur reyndar of langt með eignarupptöku t.d. ef þú ekur um á 10mkr bíl og ert sviptur honum.
Hinsvegar þurfa að vera hörð viðurlög við utanvegaakstri. Það þarf á sama tíma að passa að reglur séu eðlilegar. (s.s. akstur á snjó, árfarvegum o.s.fv) Ekki er hægt að viðhalda góðu eftirliti og brot uppgvötast yfirleitt löngu eftirá og þá yfirleitt viðkomandi farinn. T.d. þýskir túristar á Uniomog sem aka um allt.
Ef sektir og viðurlög eru há verður þörfin fyrir mikið eftirlit minna.Ég hef ferðast slatta um bandaríkin og eitt sem hefur gefist mjög vel eru himinháar sektir ($1000-$2000) fyrir að henda rusli út um gluggan.
Þetta er hlutur sem er algerlega óþarfur. Það þarf enginn að henda rusli út um gluggann. Því finnst mér fínt að sekta duglega svo fólk sleppi þessu bara.Sama gildir um utanvegaakstur. Ef allt er eðlilegt á þess aldrei að þurfa. (aftur fyrir utan snjó, fjörur, árfarvegi o.s.fv)
29.02.2012 at 17:13 #751083Þessar greinar eiga við þegar um "umtalsverð náttúruspjöll" er að ræða. Reyndar átti ákvæðið um upptöku bíls ekki við það í upphafi en var breytt í meðhöndlun nefndarinnar !!!!
Spurningin er svo bara hvað "umtalsverð náttúrusjöll" eru, og hver á að meta það.Hef ekki trú á því að menn hér séu stunda "utanvegaakstur" (hvað svo sem það þýðir orðið) sem hefur í för með sér "Umtalsverð náttúruspjöll".
02.03.2012 at 18:31 #751085Ég held að þetta verði ekki vandamál fyrir þá sem stunda ábyrgan akstur á fjöllum. Eitt er mér þó ofarlega í huga, en það er hvort bannað verði að keyra eftir árfarvegi og á áreyrum eins og t.d. inn Kálfafellsdal, þ.e. það verði skilgreint sem utanvegaakstur.
Kveðja,
Stefán Þ.
02.03.2012 at 22:26 #751087Hvað er ábyrgur akstur ?
Hvað eru veruleg náttúrspjöll mikil náttúruspjöll ?
Hvað eru þá óveruleg náttúrspjöll mikil náttúruspjöll ?
Hvernig mælum við það ?
Hvar liggja mörkin ?Mikil refsigleði leiðir ekki til betra samfélags, þvert á móti.
Gott er að stöðva tjón af völdum umferðar utanvega og taka hart á einbeittum brotavilja, en lítum á þetta frá annari hlið:
Mynduð þið, ritarar sem mælið þessum ósköpum bót, vilja lenda í því að vera kannski sakfelldir saklausir fyrir veruleg náttúruspjöll sem þið voruð ekki valdir að ?
Veruleg að mati embættismanna sem hafa ekki viðmið til að fara eftir ?
Kannski sakaðir um veruleg náttúruspjöll að mati hinnar "óskeikulu" stjórnsýslu ?
Brot talið sannað að mati hinna "óskeikulu" dómstóla ?Komið hefur fyrir að saklaust fólk hefur verið dæmt, refsirammi þarf því að vera hæfilegur og í samræmi við refsiramma fyrir önnur afbrot.
Ég skil ekki þá sem styðja mun þyngri refsingu fyrir náttúruspjöll sem valdið er með ólöglegum akstri utanvega heldur en náttúruspjöllum sem valdið er á annan hátt.
Svo er það annað mál að löggjöf um akstur utan vega virðist vera í þvílíku öngstræti að bannað er að leita að vaði yfir á, eða hafa menn aðra túlkun á því ?
Snorri
R16
02.03.2012 at 23:33 #751089Ég er alls ekki stuðningsmaður þessara laga. Að ætla sér að dæma fólk í fjögurra ára fangelsi fyrir utanvegaakstur er auðvitað hrein geggjun. Þá er verið að setja mann í sama plan og nauðgarar og handrukkarar.
Hitt er annað mál að háar fjársektir vegna grófs utanvegaaksturs finnst mér í lagi, en þá þarf að vera sýnt fram á að brotið sé af ásetningi. Það er mikill munur á því að vera tekinn/kærður fyrir að aka með fjölskyldunni á slóða sem er nýorðinn ólöglegur og því að vera gripinn glóðvolgur að spæna upp gróna fjallshlíð til að sjá hvað druslan getur.
Það má vel vera, að það sé ástæða til þess að hafa áhyggjur af því að vel meinandi fólki verði refsað af hörku fyrir að aka slóða sem var góður og gildur síðasta sumar. Ég bara trúi því ekki, það hlýtur að vera tekið tillit til aðstæðna og hvort brotið var af ásetningi eða ekki.
Mér finnst t.d. eðlilegt að keyra megi í árfarvegi inn dali. Áin sér um að afmá hjólförin ef þau eru einhver. Einnig finnst mér að engum slóða ætti að loka "af því bara", það verður að vera hægt að sýna fram á verulegar skemmdir á gróðri ásamt því að vera lýti á umhverfinu. Þetta á einmitt ekki við á flestum hraun- og sandslóðum hálendisins. Svo er það alveg sérkapítuli að fjalla um óvitagang útlendinga, það á bara eftir að verða meira vandamál með fjölgun ferðamanna.
Þetta er flókið mál og eflaust er enginn galdralausn við utanvegaakstri.Kv, Stebbi Þ.
03.03.2012 at 12:11 #751091Ætli sé ekki óhætt að draga saman ástæður fyrir andstöðu manna hér við lögin þannig:
1. Menn treysta því ekki að ekki verði farið offari í framkvæmdinni.
2. Mönnum finnst asnalegt að það sé alvarlegra brot að valda stórfelldum náttúruspjöllum með jeppa en öðrum verkfærum.
3. Eldri umræða um hvað sé utanvegaakstur og hvað ekki og svo um það hvort utanvegaakstur sem veldur engum spjöllum eigi að vera glæpsamlegur; þ.e.a.s að hefðbundin ábyrg ferðamennska verði ekki lögbrot.
Mér finnst allavega gott að það sé á hreinu af hverju mörgum innan F4x4 er illa við þessi lög og að það sé ekki vegna þess að menn vilji geta ‘spænt upp landið’ óáreittir.
kv.
ÞÞ
03.03.2012 at 14:23 #751093Svo er það þetta huglæga mat. Hver er það sem úrskurðar um hvað eru "stórfeld spjöll á náttúru"? Þetta er ekki útskýrt frekar, svo þetta má eflaust toga í allar áttir.
Skógrækt ríkisins kom með bestu umsögnina að mínu viti.
"Skógrækt ríkisins gerir ekki sérstaka breytingatillögu við frumvarpstextan. Hinsvegar er rétt að benda á að Skógrækt ríkisins hefur langa reynslu af því að fást við vernd tiltekins þáttar náttúrunnar, þ.s skóga. Sú reynsla er öll á þann veg að kynning, fræðsla og hvatning skili mun betri árangri en hótun þungra refsinga. Líklegt er að sama gildi um náttúruvernd almennt"
Þessu er ég algjörlega sammála.
Góðar stundir
05.03.2012 at 12:09 #751095Í sjálfu sér góðar og gildar efasemdir sem hér koma fram, allavega þess virði að skoða. En höfum í huga að það kemur nokkuð skýrt fram að þetta á við þegar um stórfelld náttúruspjöll er að ræða. Vissulega huglægt mat en það þannig í fleiri málum sem koma fyrir dómstóla. T.d. geta menn verið dæmdir fyrir manndráp vegna stórfellds gáleysis við akstur.
Ég hefði gjarnan viljað að sá aðili hefði fengið hressilega refsingu sem ók utan vega langtímum saman inn á Fjallabaki í haust og ljótar myndir birtust af. Þar var greinilega vísvitandi verið að níðast á náttúrunni og viðkomandi greinilega látið sér í léttu rúmi liggja þó hann hann hafi valdið varanlegum skaða. Slíkum ribböldum þarf að vera hægt að refsa og það rækilega. Vandinn að vísu oft eins og í þessu tilfelli að það vantar að standa menn að verki en það er önnur saga. En allavega held ég að það sé klárt að þó fræðsla og áróður sé sterkasta aflið gegn utanvegaakstri þá virkar það ekki á þennan hóp, þ.e. þeim sem gefa hreinlega skít í allt.
Menn hafa efasemdir um að stjórnsýslunni sé treystandi í því að beita þessu af skynsemi. Það snýr líklega aðallega að dómsstólunum, þeir dæma og koma væntanlega til með að setja fordæmi fyrir beitingu þessa ákvæðis. Má vera að þetta séu réttmætar áhyggjur en það er þá áhyggjuefni útaf fyrir sig ef vantraust á dómstólum er svo mikið að ekki sé hægt að setja harðar refsingar gegn alvarlegum brotum vegna ótta við að þeim verði misbeitt gegn ábyrgum ferðamönnum.
Kv – Skúli
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.