Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Nýji Patrol
This topic contains 24 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 20 years, 4 months ago.
-
CreatorTopic
-
03.09.2004 at 23:23 #194603
því var hvíslað að mér að næsta sending af Nissan Patrol verði talsvert breytt og yrði t.d. án framhásingar, kominn á klafa eins og flestir aðrir hafa nú þegar (þar höfum við ástæðu fyrir krampakenndri útsölu IH síðustu vikur).
Á einhver félaginn kristalskúlu?
Eru komnar myndir á netið?
Veit einhver eitthvað?
Kemur nýr mótor(stóra spurningin)?Kv,
Lalli. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
03.09.2004 at 23:53 #505356
Fann þetta með google:
http://groups.msn.com/NissanPatrolClubA … lbumlist=2
http://www.matarol.com/cars/2nissanpatrol.shtml
sést ekki hvort hásingin er þarna enn, en aftur á móti er greinilegt að look og innréttiing hefur breyst eitthvað smá. En það væri nú gaman fyrir nokkra menn hér á spjallinu ef hann kæmi nú með klöfum… og þá er ég ekki að tala um BÞV… hehehe
hásingakveðjur
Baldur
03.09.2004 at 23:57 #505358Samkvæmt því sem þeir sögðu hjá IH í dag þá er hér einungis smá andlitslyfting á ferðinni, nýr framendi, breytt innrétting og eitthvað fleira, en undirvagn, vélbúnaður og yfirbygging sé í grunninn sú sama.
Ef þetta er rétt, þá er þetta bara kalssísk aðferð í þessum bransa, að breyta einhverju smávegis og kynna "nýjan bíl" til að hirða fé af þeim sem þurfa alltaf að vera með nýjasta grillið.
En ég hef ekkert séð og trúlega er best að sjá hvað kemur uppúr pakkanum hjá þeim áður en við gefum okkur að þetta sé rétt.
Sing
04.09.2004 at 00:07 #505360Flottar myndir Baldur.
Þetta virðist aðallega vera breyting á innréttingu. Komin þessi fína tækjahilla í miðjunni, frábær fyrir Laptop. Í staðinn er búið að fórna einu DIN hólfi sem var þægilegt fyrir t.d. VHF stöðina.
Ég spái því að hásingin sé enn á sínum stað, þeir hjá Nissan hafa yfirleitt verið nokkuð góðir í að hanna alvöru jeppa.
Sing
04.09.2004 at 00:18 #505362Á myndunum er ekkert loftinntak á húddinu, eru þeir kannski komnir með intercoolerinn framan við vatnskassann?
Sing
04.09.2004 at 00:31 #505364Ég stóð alltaf í þeirri meiningu að næsti Patrolinn yrði ónýtur að framan (á klöfum). Þetta heyrði ég fyrir þónokkru síðan. Hefur eitthvað breyst í þeim málum?
Hér eru myndir sem hægt er að pæla í:
http://www.captain.nl/
Kv, ÓAG.
04.09.2004 at 12:35 #505366Sennilega eru myndirnar af hoodscopelausum Patrolnum af bensínbílnum því á sumum myndum er hann með því. Ég spái því að millikælirinn sé á gamla staðnum ofaná.
Kv,
Lalli
04.09.2004 at 17:38 #505368
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Á yahoo og líka á
http://www.exploroz.com/Forum/Default.a … ctive&PN=5
http://autos.groups.yahoo.com/group/Pat … d=43738850 (það þarf að ná sér í UserName og Password til að komast inn.
Á yahoo voru menn að tala um að nýji patrolinn væri með IFS eða sjálfstæða framfjöðrun. Síðan var það dregið til baka í síðasta pósti sem ég las og sagt að það yrði ekki fyrr en í þarnæsta módeli af honum.
Þannig að það verður spennandi að sjá.
Annars keypti ég einn nýjan útsölubíl hjá IH um dagin og spurði um leið hvort það væri að koma einhver stór breyting og það var sagt ekki vera. Aðeins lítilsháttar útlitsbreyting. Annars var ein helsta ástæðan fyrir því að ég áhvað að kaupa bílinn sú að ég vildi ná mér í einn með gamla laginu. Þ.e. heilum hásingum og svoleiðis.
04.09.2004 at 17:48 #505370Ég skrapp til Ástralíu í sumar og náði mér í slatta af jeppablöðum sem ég er búinn að vera að blaða í undafarnar vikur. Þar kom það fram að Nissan hættir að bjóða gömlu 4.2 vélina eftir þetta ár í Patrol, en á þessu ári var líka í fyrsta skipti hægt að fá hana orginal með millikæli. Það eru alskonar pælingar í gangi hjá andfætlingum okkar en þeir halda að Patrol verði seldur áfram á hásingum, en það komi eitthvað nýtt hásingarlaust malbiksdrasl frá Nissan, ef það er ekki komið nú þegar. Eitthvað slúður höfðu menn um arftaka 4.2 og er talað um að núna sé verið að hanna 4.5 sexu með blásara og kæli. Þetta verður eflaust gríðarlega öflugur mótor sem mun standast allar nýjar meingunarkröfur og vonandi verður Patrol boðin hér á landi með þessari vél.
Hlynur
04.09.2004 at 20:01 #505372
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ef að þessi mynd hér er grant skoðuð sést drifkúla rétt fyrir innan hægra framdekkið, og hún er það neðarlega að hún hlýtur að vera úr hásingu (hef yfirleitt séð drifkúlur á klafabílum vera mikið ofar), þannig að þessar vangaveltur um hvort að hann sé á háingu eða ekki í mínum haus eru frekar skýrar núna 😀
http://kjolur.f4x4.is/photoalbum/images … -15052.jpg
04.09.2004 at 20:03 #505374
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
einnig má sjá festingu fyrir stífu á framháingunni við vinstra framhjólið, svo að fyrir mína parta er nokkuð öruggt að hann sé á rörum bæði að framan og aftan
04.09.2004 at 21:48 #505376Ég tók myndina á http://www.captain.nl, lýsti og lagaði hana til í photoshop og sýnist nokkuð ljóst (haha) að það er hásing að framan.
Lalli
06.09.2004 at 10:05 #505378Það er búinn að vera orðrómur um þessa sexu síðan þriggja lítra vélin kom út, þ.e.a.s. hvort það kæmi ekki sex strokka útgáfa af henni. Virðist vera eitthvað til í því.
Pattinn á örugglega eftir að missa framhásinguna eins og allir aðrir, enda klafar yfirburða system í 99% allra almenna tilfella. Það gerist varla fyrr en 2006-2008, þegar bíllinn verður endurnýjaður frá grunni.
2008-2010 (minnir mig) ætlar Ford að koma með nýjan rolluflutningavagn, sem á að vera á hásingum og hafa möguleika á v6 diesel (190 hp) og jafnvel v8 Diesel (250 hp). Minnir að þessar vélar séu frá Renault/Volvo.
Hljómar ekkert illa.kveðja
Rúnar.
06.09.2004 at 11:12 #505380
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
"enda klafar yfirburða system í 99% allra almenna tilfella"
runar! Ég lít svo á að þú sért með óráði!
kv,
DPower
06.09.2004 at 11:18 #505382en lifi og hrærist í þessu 1% eins og svo margir aðrir hérna.
kv.
Rúnar.
21.09.2004 at 22:37 #505384[url=http://www.arabianautomobiles.com/utility/brochure/a_line/patrol.pdf:1mea217o]Nýi patrol[/url:1mea217o]
21.09.2004 at 23:44 #505386Sælir félagar.
Þetta er athyglisvert. Allar "nýjungarnar" sem mr. Patrol er að kynna núna, eru búnar að vera til staðar í Pajero síðan 1999 ef ég man rétt. Þeir kynna sjálfstæða fjöðrun sem auðvitað er stærsta skrefið í að breyta þessari hestakerru af "rörskeraætt" í bíl, á því er ekki nokkur vafi. Nú svo eru þeir auðvitað að koma með 5 þrepa sjálfskiptingu (sem og mr. Toyota að því er mér skilst) en sá búnaður er búinn að vera í Pajero í a.m.k. 5 ár að ég held.
Mér finnst þó mest undarlegt að mr. Patrol sé að setja þessa ótrúlegu 3ja lítra vél sína á veturinn, þar sem ég hélt nú fyrirfram að ekki væri hægt að selja nokkrum minnihlutahópi í heiminum bíl sem aldrei þarf að skipta um mótorolíu á… heldur skipta menn bara um vél!
En eins og einhver sagði; síðasti v….. er ekki fæddur enn og menn læra að sætta sig við þetta og enn kaupa menn Patrol með þessari handónýtu vél…
Ferðakveðja,
BÞV
22.09.2004 at 00:40 #505388Já það er nú þannig með blessaðan vinin hann BÞV að hann er nú eins og farfuglarnir, maður sér hann ekki eða heyrir í honum þegar fer að vora enn fyrstu merkin um að veturinn sé að ganga í garð er þegar Björn Þorri sést á ný á 4×4 síðunni, ÞAÐ ER SEM SÉ AÐ KOMA VETUR STRÁKAR!!!!!!!
Svona byrja að vísu fyrstu vetrar pistlarnir hjá honum eintómar áhyggjur af öllu og öllum, fyrsti pistill haustsins voru eintómar áhyggjur af nefndarstörfum umhverfisnefndarinnar okkar og hreinlega sá maður kallinn baða út öllum öngum gegnum póstinn af áhyggjum.
Nefndin var bara að stíga fyrsta skrefið í að láta innsigla Mörkina fannst manni.Nú er maðurinn orðinn óvinnufær yfir 5 þrepa skiptingu, sjálfstæðri fjöðrun, 3ja lítra vél og öllu öðru sem á að prýða þennan margverðaunaða stórglæsilega nýja Patrol.
enn að sjálfsögðu er þetta allt saman handónýtt drasl og kemur aldrei til með að geta fylgt Pajero bílunum yfir Hellisheiðina frekar enn öll hin árin:)
Enn að vísu er hann ekki alveg með allt á hreinu enda ef pistill hans er skoðaður þá eru orð eins og "að mér skilst", "ef ég man rétt", og "að ég held" uppistaðan í hans skrifum.Að vísu verða einhverjar aðrar tegundir enn Pajero að koma druslunum aftur í umboðið, því yfirleitt sjást Pajero bílar aldrei með bíla í togi enda grindin ekki til í svoleiðis átök.
Enn eins og ég nefndi hér í upphafi Björn þorri er kominn á stjá og þá er ekki langt í snjóinn, og nú fyrst fer að verða fjör hér á síðunni.
Patrol kveðjur
Lúther
22.09.2004 at 07:03 #505390Alltaf jafn gaman að lesa þegar fasteignasalinn og Lúther eru byrjaðir að munnhöggvast. Þá er allavega komið haust, enda hefur maður lítið orðið var við þá hér á síðunni síðastliðna mánuði. Nóg um þá félaga. En varðandi þá ágætu framleiðendur hjá Nissan – þeir eru að bjóða bíl á USA-markaði, sem er svona byggður eins og MMC, nú muna aðrir vafalaust betur en ég , en getur hann heitið Murano? Allavega er hann með svipuðu sniði og Titan pickupinn, eins og altítt er á þeim markaði. Nefni í því samhengi t.d. Toyota Tundra pickup/Toyota Seqouia, Ford F150/Ford Expedition, Dodge Dakota/Dodge Durango o.s.frv. En það eru vissulega ánægjulegar fréttir, sem hér hafa verið nefndar ofar á þræðinum, ef Nissan er að koma með nýja sexu, sem skriffinnarnir í Bruxelles gætu gúterað. Patrolinn er nú alltaf hörkubíll og á skilið öfluga vél.
22.09.2004 at 08:32 #505392Ég get nú ekki séð á þessum bækling annað en að það sé svokölluð "heavy duty all terrain suspension (ATS)" undir honum sem getur jú samkvæmt skilgreiningu bara þýtt rör og það með stóru R’i.
Ekki það, Pattinn á eftir að enda með "light duty high maintenance suspension", eða klöfum, bæði að framan og aftan innan skamms.
Defenderinn fer víst á klafa líka 2008 (framan og sum módel að aftan líka), og þá er nú fokið í flest skjól fyrir gauka eins og mig sem vilja bara einfaldleika, styrk og engin helvítis rennblaut teppi á gólfinu; eða dýra bilaða rafmagnsmódula sem í raun hafa aldrei gert neitt fyrir mann.
kveðja
Rúnar.
22.09.2004 at 10:35 #505394Það er alltaf það sama hjá BÞV þegar minst er á Patrol, hann verður grænn í framan af öfund yfir því að eiga ekki einn slíkan eðalvagn. Sem fyrr veit hann ekki neitt hvað hann er að bulla um, enda bara vanur fólksbílm og slyddujeppum sem eiga ekki neitt sameginlegt með alvöru jeppum. Mæli með að menn skoði þráðin til að vita meir.http://nissan-me.com/patrol/patrol_performance.htm
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.